Þjóðviljinn - 02.10.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 02.10.1985, Blaðsíða 7
Lúðrasveit verkalýðsins í hátíðarskapi Tónlist Tónlistarsamband alþýðu Efnir til veglegra tónleika í Háskólabíói í nóvember Tónlistarsamband alþýðu var stofnað í júní 1977, sagði Torfi Antonsson, einn af hljóðfæraleik- urum Lúðrasveitar verkalýðsins. Aðdragandinn að stofnun sam- bandsins var sá að tveimur árum áður höfðu frændsamtök Menningar- og fræðslusam- bands alþýðu á Norðurlöndunum samband við MFA og buðu sam- bandinu að senda þátttakendur á ráðstefnu norrænna menningar- og fræðslusambanda alþýðu. Ráðstefnan var haldin á Ham- ar í Noregi og þangað fóru full- trúar úr Lúðrasveit verkalýðsins, Samkór Trésmiðafélags Reykja- víkur og MFA. Fulltrúar þessara þriggja hópa fóru svo aftur á ráð- stefnu norræna sambandsins ári seinna. Eftir þá ráðstefnu var gengist í því að stofna hér á landi Tónlistarsamband alþýðu. Það sem ýtti á eftir stofnun sambands- ins varð það að í júlí 1977 var haldið stórt tónlistarmót í Noregi en þátt í því móti fengu eingöngu félög úr samböndum á Norður- löndum að taka en ekki einstak- lingar. Norræna tónlistarsambandið var stofnað 1947 og í því eru nú nálega 10 þúsund manns. Að meginhluta eru það kórar en Finnar og íslendingar eru einu þjóðirnar sem eru með lúðra- sveitir innan sinna vébanda. Tón- Ustarsamband alþýðu tók þátt í stóru móti í Finnlandi 1982 og þá fóru Trésmiðakórinn og Álafos- skórinn sem fulltrúar sambands- ins. Næsta stóra tónlistarmót verður í Óðinsvéum og stefnum við að þátttöku í því móti. Auk mótanna höfum við tekið þátt í námskeiðum og ráðstefnum á vegum norræna sambandsins. Veglegir tónleikar í sambandinu eru nú fjórir kór- ar og ein lúðrasveit. Þegar Tón- listarsamband alþýðu var stofnað 1977 voru í því Lúðrasveit verka- iýðsins, Samkór Trésmiðafélags- ins og MFA. Síðan þá hafa þrír kórar gengið í sambandið: Ála- fosskórinn sem í eru starfsmenn Álafossverksmiðjunnar, Kjarna- kórinn sem starfsmenn áburðar- verksmiðjunnar skipa og MFA- kórinn sem var stofnaður fyrir ári síðan og gekk nýlega formlega í sambandið. Árið 1979 var haldið námskeið hér fyrir kórstjórnendur. Það stóð til að halda ráðstefnu hér í haust með þátttöku tónlistarsam- banda frá hinum Norðulöndun- um. Við vorum búin að fá styrk frá Samnam, Samrádet för nor- disk amatörmusik, en af ein- hverjum ástæðum var styrkurinn dreginn tilbaka. Allt okkar starf í sambandi við undirbúning var því unnið fyrir gýg. Við ætluðum meðal annars að halda tónleika í Norræna húsinu 29. september og vorum búin að bjóða forsetan- um en ekkert varð úr öllu saman. Þá kom upp sú hugmynd að í stað ráðstefnunnar efndi tónlist- arsambandið til veglegra tónleika og þeim verið ákveðinn staður og stund í Háskólabíói laugardaginn 9. nóvember. Við buðum fulltrúum annarra norrænna sambanda að taka þátt í tónleikunum en þeir ráku sig á það sama og við höfum gert æ ofan í æ að það er dýrt að ferðast milli Norðurlandanna og treystu sér því ekki til að koma. Á tónleikunum í Háskólabíói koma fram: Lúðrasveit verka- lýðsins, Álafosskórinn, Kjarna- kórinn, Samkór Trésmiðafélags Reykjavíkur, og MFA-kórinn. Hver hópur verður með tíu til fimmtán mínútna dagskrá auk þriggja sameiginlegra laga og er nú æft að kappi. MFA-korinn MFA-kórinn er nú að hefja vetrarstarfið. Kórinn hefur starf- að í rúm tvö ár og hefur að mark- miði að gefa áhugafólki kost á að koma saman til að syngja og læra, einnig nokkuð á sviði söngs og tónlistar. Kórinn hefur komið fram á vettvangi verkalýðssam- takanna, m.a. á afmælishátíðum, þingum og öðrum samkomum. Stjómandi kórsins er Jakob Hall- grímsson. Kórinn mun hefja vetrarstarfið nú í haust með kynningar- og skemmtikvöldi, sem verður í sal Múrarafélags Reykjavíkur, Síðu- múla 25, laugardaginn 5. októ- ber. kl. 21.00. Þar mun fólkið „hita upp“ fyrir veturinn, enda mörg verkefni framundan. Nýir félagar eru hvattir til að koma á kynningarkvöldið, því enn eru tök á að bæta fólki í kór- inn. Ekki er krafist sérstakrar þekkingar eða þjálfunar í söng. Áhuginn er mikilvægastur. -aró Samkór Trósmiðafélags Reykjavíkur. KJamakórinn tekur lagið Álafosskórinn Mlðvikudagur 2. október 1985 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.