Þjóðviljinn - 09.11.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.11.1985, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Reykjavík Það er að mínu mati út í hött að veita fjárrnunum í sérstakt verkefni fyrir afburðagreind börn meðan svo margt annað er í ólestri í skólakerfinu. Það vantar t.d. mikið á að hægt sé að sinna þeim nægilega vel sem standa höllum fæti í skólunum sagði Þor- björn Broddason fuiltrúi Abl. í fræðsluráði Reykjavíkur í sam- tali við Þjóðviljann í gær. Fræðsluráð samþykkti nýlega að verja um hálfri miljón króna í verkefni sem miðar að því að finna svonefnd afburðagreind börn í grunnskólum borgarinnar. Þetta mál á sér nokkurra ára langan aðdraganda og hefur lengi verið óskabarn Sjálfstæðisflokks- ins í borginni. í atkvæðagreiðslu um málið í fræðsluráði sátu þau Þorbjörn og Gerður Steinþórs- dóttir hjá. Þorbjörn lét bóka að hann sæti hjá þar sem honum virtist að þessu fé mætti verja bet- ur til annarra þarfa skólaæskunn- ar. Fulltrúi kennara í ráðinu hef- ur einnig lagst gegn þessari áætl- un. Stjórnarnefnd um málefni af- burðagreindra barna sem starfar á vegum fræðsluráðs og mennta- málaráðuneytisins lagði til um miðjan september að Bragi Jós- efsson, Þóra Kristinsdóttir og Arnór Hannibalsson verði ráðin í eitt ár til að finna afburðagreind börn og samkvæmt heimildum Þjóðviljans verður hafist handa í Breiðholti. Auk þess verður ráð- inn ritari með þremenningum. Fyrsta fjárveiting til starfans verður tæp hálf miljón og þess má geta að Bragi Jósefsson situr í fræðsluráði og greiddi atkvæði með tillögu um ráðningu sína í starfið. Þjóðviljanum hefur ekki tekist að afla heimilda um hvaða mæli- stiku á að leggja á börnin þegar greind þeirra er mæld. -gg Afburðagreindra leitað Fræðsluráð Reykjavíkursamþykkir að verja hálfri miljón til málefna afburðagreindra barna. Abl., Framsókn og kennarar á móti. Leitin hefstáþessuári Ólafsvík Staðráðnir í að halda Má Flugfreyjur sömdu vi& Fluglei&ir í fyrradag án þess að afskipti kjaradóms ríkisstjórnarinnar kæmu til. Kjarasamningur flugfreyja og Flugleiða gildir til 1. janúar eins og gert var ráð fyrir í kjaradómi. Flugfreyjur fá nokkra hækkun launa með samningnum, u.þ.b. 20% auk hækkunar á bílastyrki og dagpeningum. Á myndinni að ofan sjást þau Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða og Margrét Guðmundsdóttir formaður Flugfreyjufélagsins. Ljósm. E.ÓI. Þjóðviljinn Askrifendum fjölgar Sigríður PéturscLóttir útbreiðslustjóri: 5000 nýir áskrifendur frá áramótum. Ótrúlegar viðtökurþegar boðin er áskrift. Hátt í1000 nýir áskrifendur söfnuðust í síðasta mánuði. Viðrœður standa yfirvið fiskveiðasjóð, ríkisábyrgðasjóð og Landsbankann. Annað uppboðló. desember Viðræður standa nú yfir milli eigenda togarans Más frá Ólafs- vík annars vegar og fiskveiða- sjóðs, Landsbankans og ríkis- ábyrgðarsjóðs hins vegar um möguleika á því að haida togaran- um í Ólafsvík. Fyrsta uppboð á skipinu hefur þegar farið fram, en hið síðara verður haldið 16. desember n.k. Að sögn Stefáns Jóhanns Sig- urðssonar stjórnarmanni í Útveri h.f. sem gerir Má út, eru heima- menn staðráðnir í að halda togar- anum í byggðinni. Annars vildi hann ekki tjá sig um málið á þessu stigi, sagði aðeins að við- ræður stæðu yfir. Eigendur Útvers eru Ólafsvík- urkaupstaður og fiskverkendur á svæðinu. Kaupstaðurinn á 40% í fyrirtækinu. -gg að er greinilegt á undirtektum fólks sem við höfum haft sam- band við að það er ánægt með þann sóknarbrag sem verið hefur á Þjóðviljanum og tala nýrra áskrifenda hefur á síðustu mán- uðum aukist jafnt og þétt. Frá áramótum höfum við náð að safna um 5000 nýjum áskrifend- um og þess má geta að í síðasta mánuði gerðust 925 manns á- skrifendur að blaðinu í fyrsta skipti, sagði Sigríður Pétursdótt- ir útbreiðslustjóri Þjóðviljans er hún var innt fregna af gangi söfn- unar nýrra áskrifenda sem staðið ■ hefur yfir síðustu mánuði. „Sá háttur hefur verið hafður á að síðari hluta mánaðarins höfum við haft 8-10 manns að störfum á kvöldin í Þjóðviljahúsinu og hef- ur verið hringt í fólk eftir síma- skrá. Auðvitað kemur oft fyrir að hringjarar lenda á fólki sem er áskrifendur fyrir og þá hefur gef- ist ágætt tækifæri til að ræða mál- in og spyrja um álit á blaðinu. Það ánægjulega hefur komið í ljós að flestir bera blaðinu vel söguna enda kemur í ljós að tala þeirra sem segja blaðinu upp hef- ur farið mjög lækkandi“, sagði Sigríður ennfremur. „Ég hygg að áskrifendur verði mjög varir við það að ritstjórn blaðsins er sjálfstæðari og opnari fyrir hvers konar nýjungum en oft áður og einnig því að blaðið hefur farið stækkandi. í stað 16 síðna blaðs virka daga hefur þró- unin verið sú að blaðið er 20 síður á þriðjudögum og stundum mið- vikudögum, fimmtudagsblaðið er aldrei minna en 24 síður og á föstudögum en Þjóðviljinn 20 síður að stærð. Helgarútgáfan er alltaf 36 síður og stundum stærri. Fólk fær því meira fyrir pening- ana og ef söfnun áskrifta gengur jafn vel næstu mánuðina og hún hefur gert hingað til þurfa menn ekki mjög að óttast um fjárhags- lega afkomu blaðsins", sagði Sig- ríður ennfremur. -v. En hvernig væri að gera mig að varaformanni? Skipulagsstjórn Stefán fékk 4 atkvæði Skipulagsstjórn ríkisins hefur mælt eindregið með Stefáni Thors arkitekt í stöðu skipulagsstjóra ríkisins. Stefán fékk fjögur at- kvæði í skipulagsstjórn, Sigurður Thoroddsen yfirarkitekt eitt at- kvæði en aðrir ekkert. Umsögn skipulagsstjórnar hef- ur verið send Alexander Stef- ánssyni félagsmálaráðherra og eru allar líkur á að hann muni veita Stefáni stöðuna. Alls sóttu ellefu um stöðu skipulagsstjóra sem laus verður innan tíðar, þar sem Zóphanías Pálsson hefur ákveðið að hætta. -gg Vaxtahcekkun Þorsteinn kyndir undir Allt bendir til þess að almennir inn- og útlánsvextir verði hækk- aðir um allt að 4% í næstu viku. Umsóknir banka og sparisjóða fyrir slíkri vaxtahækkun liggja á borði stjómar Seðlabankans. Ein af ástæðunum fyrir þessari vaxta- hækkunarbeiðni er ákvörðun Þorsteins Pálssonar á dögunum að hækka vexti af ríkistryggðum skuldabréfum um ríflega 30%. Þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi tekið þá hækkun að stórum hluta til baka frá og með deginum í dag, þá er seint í rassinn gripið og vaxtahækkunarskriðan er farin af stað. -lg Sjá bls. 17 sunnud. Kirkjan Minnist Matthíasar Þjóðskáldið Matthías Joc- humsson fæddist hinn 11. nóv. fyrir 150 árum vestur í Skógum í Þorskafirði. Verður þess væntan- lega minnst með ýmsum hætti af opinberum aðilum hérlendis. Sjá bls. 14 í Sunnu- dagsblaði. irnmiiLtiiAii frVer.«ö i lioQuj VtSA Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Simi 10600

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.