Þjóðviljinn - 09.11.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.11.1985, Blaðsíða 4
LEIÐARI Afnám vinnuþrælkunar Nýleg könnun á húsnæðiskjörum á höfuð- borgarsvæðinu gefur óhugnanalega vísbend- ingu um alvarlegt ástand á húsnæðismarkaði. Til að komast í tryggt húsnæði þarf fólk að leggja á sig gífurlega vinnu. Húsnæðiskaupendur vinna að jafnaði 12% lengri vinnutíma en verkamenn almennt og 22% lengri vinnutíma en skrifstofumenn. Þetta þýðir að vinnutími húsbyggjenda er að jafnaði 55 klukkustundir á viku miðað við 49 stundir hjá verkamönnum og 45 klukkustundum hjá skrif- stofumönnum. Nú má leiða að því gild rök að vinnutími sem fer yfir 40 stundir sé hreinasta vinnuþrælkun. Það er einnig umhugsunarvert að húsnæðis- kaupendur eru að meirihluta til fólk undir 35 ára aldri sem þýðir einsog allir vita að á blómaskeiði ævi sinnar er fólk pínt til að leggja á sig svo mikla vinnu að eðlilegt fjölskyldulíf og þátttaka í fé- lagslífi er útilokuð. Þessi vinnuþrælkun bitnar því alvarlega á börnum og fjölskyldulífi og er þjóðfélagslegt vandamál. Illar grundsemdir hafa vaknað um að vinnu- tími lengist á Islandi í tíð núverandi ríkisstjórnar. Ekki er loku fyrir |Dað skotið að þessi aukna vinnuþrælkun komi ekki fram á skýrslum nema að litlu leyti, þar sem fjöldi launafólks neyðist til að vinna aukavinu sem hvergi kemur fram. Það er engin ástæða til að íslensk þjóð sætti sig við þetta ástand. Það er einfaldlega óþol- andi. Á landsfundi Alþýðubandalagsins sem nú stendur yfir hafa verið miklar umræður hvernig hægt er að auka kaupmátt launanna. Þar þarf margt að koma til, þar þurfa margir að leggja hönd á plóg. Það þarf að breyta skiptingu þjóð- artekna, það þarf að auka þjóðartekjur. í setningarræðu sinni á landsfundinum rakti Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalags- ins þá gífurlegu möguleika sem felast í þeirri nýju sókn í atvinnulífinu sem AB hefur verið að hamra á að þyrfti að koma til. Með henni er hægt að stöðva leiftursóknina og landflóttann. Með henni er hægt að skapa tugþúsundir at- vinnutækifæra, - með henni er hægt að auka kaupmáttinn mjög verulega. Svavar sagði í ræðu sinni: „Það er hægt að hækka kaup fyrir unna vinnustund verulega með aukinni þjóðarframleiðslu og það er hægt að stytta vinnutímann þannig, að fólk fái mannsæmandi laun fyrir eðlilegt vinnuframlag. Að mínu mati ætti það að vera forgangs- verkefni verkalýðshreyfingarinnar að knýja fram samninga um raunverulega styttingu vinnutímans: lífskjaramunurinn á íslandi og grannlöndum okkar er hvergi eins himinhróp- andi og í vinnutímanum. Atvinnuleysi viljum við ekki hafa, en við viljum að þeir sem vinna geti haft mannsæmandi laun þannig að launaþrældómur og óvissa verði ekki til þess að eyðileggja fjölskyldu- og félagslíf einsog raun hefur orðið á m.a. í verkalýðsfélögunum. Og hefur nokkuð verið kannað hvað vinnuþræld- ómurinn kostar í alls konar félagslegum vand- amálum barna, unglinga og fullorðins fólks? Það hefur auðvitað aldrei verið reiknað út - og það er sennilega ekki hægt að reikna út frekar en annað það sem okkur er hjartfólgnast og skiptir í raun mestu máli“. -óg Ó-ÁUT MQÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergman, Össur Skarphéðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fréttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson, Þór- unn Sigurðardóttir, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Utllt: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Símvarsla: Siaríður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Ágústa Þórisdóttir, Ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Utbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðslo: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Siðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prontsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 35 kr. Sunnudagsblað: 40 kr. Áskrlft á mánuði: 400 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. nóvember 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.