Þjóðviljinn - 14.01.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.01.1986, Blaðsíða 5
Grandi hf. Kaupið lækkar líka Verkafólk hjá BÚR og ísbirn- inum er nú þessa daga að súpa seyðið af sameiningu þessara fyr- irtækja sem nú gengur undir nafninu Grandi hf. Tæplega 200 manns hefur verið sagt upp störf- um hjá fyrirtækinu og stórfelldar breytingar verða á fiskvinnslu, enda þótt Davíð Oddsson og for- ráðamenn fyrirtækjanna sálugu hafi lýst því gagnstæða yfir þegar af sameiningunni varð. Sameiningin hefur ávallt verið mjög umdeild og harðar deilur urðu um málið í borgarstjórn nú á haustmánuðum. Upphafið má rekja til þess er Davíð Oddsson reifaði þessa hugmynd í fyrra- sumar við bankastjóra Lands- bankans, sem var viðskiptabanki ísbjarnarins sáluga. ísbjörninn hafði þá lengi átt í talsverðum rekstrarerfiðleikum og skulda- hali fyrirtækisins var með lengra móti. Strax í upphafi höfðu menn grundsemdir um að tilgangurinn með hugsanlegri sameiningu væri einungis sá að bjarga ísbjarnar- Ekki nóg með að starfsfólki séfœkkað heldur koma margirsem halda vinnunni til með að lœkka ílaunum bræðrum frá eignahruni, sem og virðist nú vera komið á daginn. Kirkjusandsbréfið Yfirlýstur tilgangur með við- ræðum um sameiningu BÚR og ísbjamarins var að kanna mögu- leika á að efla stöðu fiskvinnsl- unnar í höfuðborginni. Forráða- menn Kirkjusands hf. lögðu sama skilning í þessar viðræður og skrifuðu borgarstjórn bréf þar sem þeir fóru fram á að Kirkju- sandur yrði aðili að þeim. Þessu bréfi var hins vegar stungið undir borgarstjórastólinn og í engu svarað. Sú málsmeðferð Davíðs Oddssonar borgarstjóra renndi enn stoðum undir þær fullyrðing- ar að þarna væri beinlínis um að ræða björgun ísbjarnarins, en ekki tilraun til að efla fiskvinnslu í Reykjavík. Um þetta stóðu deilurnar í borgarstjórn einatt og íhaldið fékk harðar ádrepur frá Alþýðu- bandalagi og öðrum minnihluta- flokkum í borgarstjórn fyrir að ætla að fórna hagsmunum borg- arbúa í þessu skyni. Minnihlutinn lét einnig í ljós miklar efasemdir um hvort þessi björgunaraðgerð myndi hafa nokkra hagræðingu í för með sér. En íhaldsmeirihlutinn fór sínu fram og í nóvember var sam- GARÐAR GUÐJÓNSSON FRÉVTASKYÞING þykktur í borgarstjórn samningur um sameiningu fyrirtækjanna með stofnun nýs hlutafélags sem síðan hlaut nafnið Grandi hf. Jafnframt var samþykkt tillaga Alberts Guðmundssonar um að stefnt yrði að því að borgin seldi sinn hlut í nýja fyrirtækinu við fyrstu hentugleika í hendur einkaaðilum. Umdeild skipun í stjórn Að þessu afloknu var skipað í stjórn Granda. Borgarstjórinn kaus þá að hafa minnihlutann í borgarstjórn ekki með í ráðum og tilnefndi sjálfur fulltrúa borgar- innar í stjórnina, þar á meðal Þröst Ólafsson framkvæmda- stjóra Dagsbrúnar. Af þessu spunnust miklar deilur sem lykt- aði þannig að minnihlutinn vísaði málinu til félagsmálaráðuneytis- ins á þeirri forsendu að sam- kvæmt reglum borgarinnar hefði borgarstjóri átt að hafa fullt sam- ráð við minnihlutann við skipun í þessa stjórn. Nú nýlega kom svar frá ráðuneytinu þess efnis að það sæi ekki ástæðu til að fjalla um málið. Loforðin svikin Þegar nýja fyrirtækið tók til starfa var starfsfólki þess lofað af borgarstjóra og fleirum að ekki myndi koma til uppsagna starfs- fólks, né yrðu miklar breytingar á starfsemi fyrirtækisins. Þessi lof- orð hafa á þeim stutta tíma sem fyrirtækið hefur starfað bæði ver- ið svikin. Þess má reyndar geta hér að áður en fyrsti mánuðurinn leið var allt starfsfólk Granda sent heim um jólin vegna hráefnis- skorts. Starfsmenn voru þá um 400 og allir teknir af launaskrá yfir hátíðarnar. 30. desember var gengið enn lengra og 190 starfs- mönnum sagt upp með þriggja mánaða fyrirvara vegna skipu- lagsbreytinga eins og tilgreint er í uppsagnarbréfi. Þegar starfsmenn mættu til vinnu að afloknu jólafríi kom enn tilkynning frá yfirmönnum. Nú átti að flytja starfsfólk BÚR sál- uga yfir í húsnæði ísbjamarins ekki síðar en að viku liðinni. Oánægja starfsfólks í kjölfar þessara sviknu loforða gaus upp gífurleg óánægja meðal Þrlðjudagur 14. janúar 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.