Þjóðviljinn - 14.01.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.01.1986, Blaðsíða 6
FLÓAMARKAÐURINN Viltu leigja mér? Ég er 23 ára reglusamur piltur í hús- næðisleit. Átt þú 2-3ja herbergja íbúð, sem þú vilt leigja á sanngjörnu verði, gegn skilvísum greiðslum og snyrtilegri umgengni? Get veitt heim- ilishjálp ef óskað er. Hafir þú (þiö) áhuga þá vinsamlegast hafið sam- band sem fyrst í síma 622118, eftir kl. 18. Meðmæli frá fyrri leigusala fyrir hendi. Einn reyklaus. Til sölu Indesit ísskápur til sölu ca 140-150 cm hár. Á sama stað fæst ennfremur barnabílstóll. Uppl. í síma 29035, síð- degis. Húsnæði óskast 2 herb. m/aðgangi að snyrtingu ósk- ast leigð. Uppl. í síma 71438, eftir kl. 18. Haglabyssa óskast Óska eftir að kaupa sjálfvirka hagla- byssu. Uppl. í síma 93-1183. Notað trommusett óskast gefins eða ódýrt fyrir meðferð- arheimili fyrir unglinga, Sólheimum 7, sími 82686. Til sölu barnarimlarúm sem þarfnast málun- ar, en með góðri dýnu, ennfremur mjög góður svalavagn, fæst ódýrt. Uppl. í síma 14329. Atvinna óskast Ungur maður óskar eftir atvinnu. Sími 75619. íbúð óskast Ungt par í námi óskar eftir 2-3ja herb. íbúð sem fyrst. Mánaðargreiðslur. Uppl. gefur Oskar í síma 12735. Fæst gefins Gírkassi ÍTrabantfæstgefins. Uppl. I síma 25010. Atvinna óskast 21 ársgamlankarlmannvantarvinnu hálfan daginn. Hefur unnið á veit- ingahúsi (er með meirapróf). Uppl í síma 11367. Húsnæði óskast Ung stúlka óskar eftir íbúð til leigu sem fyrst. Uppl. í síma 38245, eftir kl. 19. Óska eftir að kaupa símsvara. Uppl. í síma 84201 (vinna) og í síma 21809 (heima). Næturvarsla óskast Fullorðinn maður óskar eftir nætur- vörslu. Uppl. í síma 34256. SAVES Samtök aðstandenda vímuefna- sjúkra hafa tekið að sér að selja áskriftir að uppskriftarblöðum Vöru- kynningar „fyrir heimilið", Áskriftin kostar 500 kr (10 stk) einnig fylgja nokkur eldri blöð auk möppu. Ágóöi af sölu þessara áskriftar rennur til starfsemi samtakanna. Ef þú hefur áhuga skrifaðu þá til: SAVES, póst- hólf 9062, 129 Reykjavík. Bestu kveðjur. Húsnæði óskast Hjúkrunarfræðingur óskar eftir her- bergi með aðgangi að eldhúsi og baði, eöa lítilli íbúð. Skilvísar greiðslur og reglusemi. Uppl. í síma 27101 Barnagæsla Unglingsstúlka óskast til að gæta ungbarns mánudaga og miðviku- daga frá kl. 1-3. Uppl. í síma 27101. Teikninámskeið 5 vikna teikninámskeið fyrir byrjend- ur. Þriðjudaga frá kl. 19,30-22,30 fimmtudagafrákl. 19,30-22,30. Einn- ig barnanámskeið í málun og teikningum, aldur 6-10 ára, föstud. 13,30-16. Námskeiðin hefjast 4. fe- brúar. Innritun I síma 671238, milli kl. 17-20. Eldhúsborð tii sölu Stækkanlegt eldhúsborð og 4 stólar til sölu á góðu verði. Uppl. í síma 16457. Tvíburakerra óskast Emmaljunga, einnig stór gamall sval- avagn og 2 barnabílstólar. Til sölu á sama stað tveir útigallar (68 cm) grá- ir. Uppl í síma 31865. Húsnæði óskast Ungur reglusamur maður óskar eftir að taka 15-20 m2 herbergi á leigu strax, með eldunarstöðu og baði. Erá götunni eftir viku. Góðri umgengni og skilvísum greiðslum heitið. Á sama stað er til sölu 3ja sæta stór sófi og tvíbreitt rúm fyrir lítið. Uppl. í síma 37697. Pels til sölu nr. 38-40 brúnn úr bjórskinni. Lítið notaður. Verð kr. 6.000.- Uppl. í síma 687583. Skíðabuxur Til sölu skíðabuxur, með púðum, stærð 152 og 36. Verð kr. 1.500,- Uppl. i síma 12629. Leðurjakki Til sölu loðfóðraður leðurjakki lítið notaður. Verð kr. 6.000.- uppl. í síma 12629. Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiöenda skal vakin á því aö gjalddagi launaskatts fyrir mánuðina nóvember og desember er 15. janúar n.k. Launaskatt ber launagreiðanda aö greiöa til innheimtumanns ríkissjóös, í Reykjavík toll- stjóra, og afhenda um leiö launaskatts- skýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið Læknastofa Hef opnað læknastofu að Bárugötu 15, Reykjavík. Marinó P. Hafstein læknir. Sérgrein: heila- og taugasjúkdómar (neurology). Viðtalsbeiönum veitt móttaka í síma 62-28- 28, mánudaga - fimmtudaga kl. 11 - 12. FÓLKÁFERÐ! Þegar fjölskyldan ferðast ermikilvægt að hver sé á sínum stað — með beltið spennt. ilí IUMFERÐAR Iráð Bræðurnir Helgi og Ólafur Þorkelssynir eru báðir á „skjálftavaktinni" eins og þeir kalla það, hafa fengið uppsagnarbréf en vita ekki hvort þeir verða endurráðnir. Helgi hefur verið í viðhaldi hjá BUR síðan árið 1960 en Ólafur hóf störf hjá fyrirtækinu skömmu síðar. Mynd: Sig. Hrefna Einarsdóttir vann hjá BÚR í þrjú ár áður en Grandi kom til sögunnar, og segist ekki vera allt of hrifin af því að flytjast yfir í það sem áður var ísbjörninn. Hér er hún með 20 kíló af karfa í fanginu og fer létt með. Mynd: Sig. starfsfólksins. Því finnst að kom- ið hafi verið aftan að því á óheiðarlegan hátt og er bæði reitt og hissa á að sameiningarmenn hafi svikið áður gefin loforð. Málhildur Sigurbjörnsdóttir fiskverkunarkona hjá Granda sagði í samtali við blaðið í gær, að fiskverkunarkonur væru afar óá- nægðar með hvernig farið væri með þær. Við flutninginn yfir í fsbjörn yrðu þær að taka upp nýj- ar vinnsluaðferðir og það myndi leiða til þess að bónus myndi snarlækka og jafnvel leggjast af með öllu. Eftir standi þá strípaðir taxtarnir. í BÚR var unnið samkvæmt svokölluðu fullvinnslukerfi, en við flutninginn fara konurnar yfir í einmenningskerfi sem er mun einhæfara en hið fyrrnefnda, þar sem staðið er allan daginn við sömu handtökin. Rannsóknir hafa sýnt að konum er mun hætt- ara við alls kyns atvinnusjúkdóm- um þegar unnið er eftir ein- menningskerfi. Konur mótmæla Þegar í síðustu viku var ljóst að fiskverkunarkonur myndu ekki taka flutningunum þegjandi og hljóðalaust. Þjóðviljinn hefur fyrir því öruggar heimildir að nokkrar konur hafi hætt störfum hjá Granda vegna þeirra og í gær sátu 25-30 konur heima í mót- mælaskyni. Og þó sátu þær ekki aðgerðalausar heldur hittust í Kvennahúsinu og réðu ráðum sínum. Engin niðurstaða fékkst af þeim fundi, en þær munu vænt- anlega láta óánægju sína í ljós á starfsmannafundi sem haldinn verður í fyrirtækinu á morgun. Samtök kvenna á vinnumark- aði hafa einnig orðið til að mót- mæla svikum forráðamanna Granda við starfsfólk. Á fundi samtakanna á laugardaginn var samþykkt ályktun þar sem upp- sögnum fiskverkunarfólks er harðlega mótmælt. „Fundurinn telur þetta enn eitt dæmi þess hvernig svokallaðir forstjórar og framkvæmdastjórar geta ráðsk- ast með verkafólk að vild þótt fyrirtækin séu að hluta í almenn- ingseign og því í raun eign vinn- andi fólks. Fundurinn krefst at- vinnuöryggis fyrir fiskvinnslu- fólk“, segir í ályktuninni. - 88- yflk 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 14. janúar 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.