Þjóðviljinn - 18.01.1986, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 18.01.1986, Blaðsíða 15
Landbúnaður Fullkomin óvissa um veigamestuþœtti afkomunnar, segir Guðmundur á Skálpastöðum. Sleifarlag landbúnaðarráðherra Bændur eru almennt, ekki síður en aðrar stéttir, mjög ugg- andi um sinn hag nú um stundir. Blaðið hringdi í Guðmund Þor- steinsson, bónda á Skálpastöðum í Lundareykjadal, og spurði um hans álit á stöðunni. Guðmundur sagði: „Það var síðustu daganan í ág- úst 1985 sem Stéttarsamband bænda og landbúnaðarráðherra, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, gerðu samning um ábyrgð ríkis- ins á fullu verði til bænda fyrir ákveðið magn framleiðslu á mjólk og kindakjöti. Þessir samningar eru gerðir samkvæmt ákvæðum laga um framleiðslu og sölu landbúnaðarvara sem var samþykkt voru í þinglok sl. vor. Aðalfundur Stéttarsambandsins samþykkti í haust að miðað skyldi við að framleiðslurétti skyldi skipt eftir svæðum og það var strax farið að vinna að því að móta reglur um þessa skiptingu og um mánaðamótin október - nóvember skilaði Framleiðsluráð frá sér tillögum til ráðuneytisins um reglur um hvernig skyldi að þessu staðið. Síðan þá hefur þetta mál verið í höndum landbúnaðarráðherra og senn eru 41/2 mánuðir liðnir af þessu framleiðsluári og enn hafa bændur enga hugmynd um hvernig þessi skipting verður gerð, en það er ráðherra að ák- veða það með reglugerð. Þessi dráttur er algerlega óþol- andi fyrir bændur því að eftir því sem lengra líður á árið verður svigrúmið minna til að laga fram- leiðsluna að þessu fullvirðis- sunnan og vestanlands og má það hiklaust rekja til betri tíðar og betri heyja en undanfarið. Til dæmis eru kýr á fóðrum hér í Borgarfjarðarsýslu færri en voru haustið 1984, en mjólkin líklega 20 - 30% meiri. Það er því augljóst að bændur verða að grípa til nokkuð róttækra ráðstaf- ana til að vera ekki að framleiða mjólk sem þeir fá lítið sem ekkert verð fyrir, en svigrúmið verður því minna og þetta verður þeim mun erfiðara eftir því sem frá líð- ur að fá í hendur mótaðar reglur um skiptingu framleiðsluréttar- ins. Þetta hefur velkst í ráðuneyt- inu og það hlýtur að vera krafa bænda að það magn, sem samið verður um, verði hækkað, því marki. Mjólkurafurðir hafa aukist mikið í haust, einkum hér Guðmundur Þorsteinsspn Skálpa stöðum. Bændur eru afskaplega vonsviknir og beiskir yfir þessari stöðu. það er engin leið að ætlast til þess að bændur nái að aðlaga fram- leiðsluna á hálfu ári eins og þeir hefðu þurft að hafa heilt ár til, og ætlast líka til að hafa það. Ég held að Stéttarsamband bænda verði að taka málið upp og gera kröfu til ríkisstjórnarinnar um að hún taki ábyrgð á 4-5 milj- ónum lítra í viðbót við þá 107 sem samningurinn hljóðar uppá. Til að skýra aðeins stöðu bænda um þessar mundir og það öryggisleysi, sem þeir búa við, vil ég taka fram, að bændur hafa ennþá enga hugmynd um hvernig verða gerð upp þau 15-20% sem vantar á að mjólkurframleiðslan fyrstu 8 mánuði sl. árs hafi verið greidd. Það er venjulega gert í apríllok en ennþá er allt í óvissu. Við þetta bættist að menn geta ekki heldur gert sér grein fyrir því hvað þeir fá mikið af mjólk greitta á fullu verði á þessu fram- leiðsluári, sem lýkur 31. ágúst n.k. en aftur á móti er ætlast til þess að þeir geri pantanir á áburði, sem þeir ætla að taka í vor, án þess að vita hvað hann á að kosta. Þannig er ætlast til að bændur taki öllu slíku þegjandi og hljólaust. Þeim er haldið í full- kominni óvissu um veigamestu þætti afkomunnar og ætlast til að þeir segi til um áburðarkaup án þess að þeir viti hvað þeir mega framleiða og án þess að vita hvað áburðurinn á að kosta. Bændur eru afskaplega vonsviknir og beiskir yfir þessari stöðu og þessi dráttur er algerlega óþolandi og Stéttarsambandið verður að beita öllum þeim ráðum sem það finnur til að þessi mál skýrist og hagsmundir bænda verði ekki algerlega fyrir borð bornir í þessu þrátefli sagði Guðmundur Þor- steinsson. -mhg NOKKUR DÆMIUM VERD: í segjum útsala - pá meinum við útsala < cn BARNflPIILD___________________________________ Barnabuxurst. 110-170............ 299.- Fóðraðar snjóbuxur st. 110-170... >99^" 599.- Drengjaúlpur st. 116-176.........1.459.- Smekkbuxur, flauel og bómull..... >75^ 250.- SKOPEIIP_____________________________________ Kvenklossar, hvítir st. 36-41.... JJðsT 249.- Herra inniskór, svartir, brúnir st. 40-46 .... gSZT- 249.- Kvenskór, lítil númer............ >95^ 300.- - Mikið úrval af barna- og kvenskóm á stórlækkuðu verði. DÖMUDEILP PeysurS-M-L........ Stretch buxur st. 36-40 Skyrtur st. 36-46 . Sokkabuxur 3 í pk. ... Kvensett .......... ......TJ-28T- 799.- .....>49^- 799.- JS^- og 809^ 449.- ............. 79.- 200.- HERRflPEIID__________________________________ Canvas buxur st. 79-97 cm.......>095^ 695.- Skyrtur ............................. 390.- Skyrtur 2 stk........................ 590.- Úlpur ............................. frá 1.295.- ÝMISIECT_________________________________ Hörpu Spred LATEX lakk 11..... 898T- 298.- Kodak videospólur 180 mín..... >70^ 590.- og miklu, miklu fleiri dœmi /HIKLIG4RDUR MIKIÐ FYRIR LÍTIÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.