Þjóðviljinn - 20.04.1986, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 20.04.1986, Blaðsíða 11
Stefán J. Hreiðarsson, barna- læknir, starfar sem erfðaráð- gjafi við Landspítalann, auk þess sem hann veitir Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins í Kjarvalshúsi for- stöðu. Eftirfarandi viðtal var tekið við hann nýlega til að fræðast um erfðaráðgjöf og hlutverk erfðafræðinnar innan læknisfræðinnar. Blaðamað- ur byrjaði á því að spyrja Stef- án, hvað erfðaráðgjöf væri: Við erfðaráðgjöf er reynt að meta líkur á því, að hjón, sem leita hennar, eignist barn með einhvers konar meðfæddan sjúk- dóm eða galla og leita úrræða til að hafa áhrif á það. Pað eru margar ástæður, sem geta legið til þess, að hjón leita erfðaráðgjaf- ar. Oft er það, að þau hafa áður eignast barn með slíka galla eða þá einhver náinn ættingi. Þá er nokkuð um það, að hjón hafi áhyggjur vegna fyrri lyfjatöku eða vegna innbyrðis skyldleika. Einnig er oft ótti við fæðingar- galla hjá fólki, sem vinna með fatlaða eða á heilbrigðisstofnun- um. Hverjir eru þessir rneðfceddu gallar? Þeir geta verið með ýmsu móti. Stundum er um að ræða afmark- aða byggingargalla á einstökum líffærum, og má taka sem dæmi klofna vör og góm eða meðfædda hjartagalla. í annan tíma getur verið um að ræða flóknara munstur, sem kemur fram á mörgum líffærum og getur þá jafnframt fylgt þroskaskerðing. Þá er til hópur af tiltölulega sjald- gæfum meðfæddum efnaskiptasj- úkdómum, þar sem frumur ein- staklingsins geta annað tveggja ekki brotið niður efni eða mynd- að nauðsynleg efni, eins og háttar til dæmis hjá svokölluðum blæðurum. Ef við tökum þessa fæðingargalla og meðfæddu sjúk- dóma í heild, þá koma þeir fyrir hjá um 2-3% af nýburum. Orsakir fœðingargalla Hverjar eru helstu orsakir fyrir þessum fœðingargöllum? Það getur ýmislegt valdið því, að fósturþróunin gengur ekki eðlilega fyrir sig. Orsakir fæðing- argalla eru því margvíslegar og aðeins að hluta erfðafræðilegar. Það fellur hinsvegar í hlut klín- ísku erfðafræðinnar að grafast fyrir um orsakirnar til að meta hvort um arfgengi er að ræða og meta þannig, hvaða líkur eru á því, að viðkomandi galli endur- taki sig hjá foreldrum eða öðrum ættingjum. Þannig er erfða- áhætta viðkomandi metin og úr- ræða leitað. Ef við lítum á skiptingu þessara orsaka, þá má í stórum dráttum skipta þeim í fimm flokka. Þrír þeirra eru erfðafræðilegir, litn- ingagallar og svokallaðir ein- genagallar og fjölgenagallar. í hinum tveim flokkunum eru gall- ar, sem stafa af utanaðkomandi áhrifum á fóstrið, og gallar, sem við vitum af reynslunni að eru til- fallandi og ekki arfgengir. Hverjir eru helstu litningargall- arnir? Áður en því er svarað, er kann- ski rétt að gera stutta grein fyrir, hvað litningar eru. Litningarnir eru litlar agnir, sem eru til staðar í hverri frumu líkamans, og inni- halda þeir erfðaefni okkar. Þeir eru í pörum, sem eru 23 talsins, og erfum við einn litning úr hverju pari frá hvoru foreldri. Það hefur sýnt sig, að það er mjög mikilvægt, að fjöldi og gerð litn- inga séu eðlileg, eða með öðrum orðum að réttur skammtur af erfðaefninu sé til staðar. Litningagöllum má skipta í tvennt. Algengast er, að fjöldi þeirra sé rangur, þeir séu of margir eða of fáir. Þetta er til dæmis ástæðan fyrir mongólisma, sem er algengasti litningagallinn og kemurfyriru.þ.b. einu sinniaf hverjum 800 fæðingum. Síðan er fjölbreyttur hópur af litninga- göllum, þar sem eru til staðar byggingargallar á viðkomandi litning, og fer það eftir því, hvaða litning er um að ræða hver ein- kenni verða. En alls er talið, að um 6% af fæðingargöllum megi rekja til litningagalla, og eru endurtekningalíkur oftast tiltölu- lega lágar. Áhrif tóbaks- og áfengisneyslu En í hverju eru eingena ogfjöl- gena gallar fólgnir? Með eingenagöllum er átt við hóp af meðfæddum sjúkdómum, sem orsakast af breytingu á einu geni eða genapari. Þeir eru í heild sinni álíka algengir og litninga- gallarnir. Erfðafræðilega eru þeir hins vegar mikilvægir vegna þess, að innan þeirra eru yfirleitt háar endurtekningalíkur, eða frá 25% upp í 50%. Fjölgenagallar eru aftur á móti taldir stafa af samspili margra gena og hugsanlega einnig um- hverfis. Innan þeirra er að finna nokkra tiltölulega algenga galla, til dæmis hjartagalla og klofinn góm. Þeir fylla um fimmtung allra fæðingagalla, og erfðafræði- leg þýðing þeirra er vegna hættu á Þessar tvær litlu systur eru með sjaldgæfan efnaskiptasjúkdóm sem lýsir sér í skertum beinvexti. Önnur systirin er 4 og hálfs árs og hin er 6 ára. Hæð þeirra er svipuð og hjá 3 og hálfs árs barni endurtekningu, sem er um 4-5% fyrir hjón, sem hafa eignast barn með slíkan galla. En hvað með þœtti, sem ekki eru erfðafrœðilegir? Eins og ég gat um áðan, getur ýmislegt utanaðkomandi haft áhrif á fósturþróunina. Sem dæmi um þetta má nefna sýkingar í fósturlífi. Flestum er kunnugt um áhrif rauðra hunda á fóstur, en þeir voru áður algeng orsök fyrir heyrnardeyfu og reyndar fleiri göllum. Þeim hefur nú verið eytt með markvissu átaki, bólu- setningum og leit að mótefnum hjá stúlkum og konum. Ýmis efni, sem við leggjum okkur til munns, geta einnig valdið fóstur- skemmdum, og er þar nærtækast að nefna áfengi, en veruleg neysla áfengis á meðgöngunni getur truflað þróun fóstursins. Þá er full ástæða til að minnast á áhrif reykinga á fósturþróunina. Þær virðast að vísu ekki valda fósturskaða, en miklar reykingar draga úr vexti barnsins í móður- kviði og veikja það eftir fæðingu. Enn er ótalinn stærsti hópurinn af fæðingagöllum, en það er sá hópur, þar sem orsök er óþekkt. í þeim tilvikum getum við ekki sagt um, hvað hefur misfarist, en vitum af okkar reynslu og ann- arra, að viðkomandi galli hefur ekki haft tilhneigingu til að endu- rtaka sig hjá öðrum hjónum. Legvatnástunga algeng rannsókn Og hver eru helstu úrrœði erfð- afrœðinnar á þessu sviði? Oft er niðurstaða erfðaráðgjaf- arinnar sú, að ekki sé um aukna erfðaáhættu að ræða og því ekki ástæða fyrir viðkomandi hjón að hafa áhyggjur umfram aðra. í Stefán Hreiðarsson erfðaráðgjafi á kvennadeild Landspítalans þar sem hann sinnir ráðgjöfinni. Mynd: Sig. þeim tilfellum, þar sem erfðaá- hætta er aukin, er hins vegar helst um það að ræða, að bjóða við- komandi upp á greiningu á við- komandi galla í fósturlífi. Þetta á til dæmis við um litningagallana, en það er hægt að greina þá með svokallaðri legvatnsástungu. Þá er farið með nál í gegnum kvið- vegg konunnar og inn í legið og tekið sýni úr legvökvanum, sem umlykur fóstrið. Frumur, sem hafa fallið af húð fóstursins eru eingangraðar og ræktaðar og litn- ingagerð þeirra athuguð. Þessi rannsókn er gerð hér á Rann- sóknastofu Háskólans og var byrjað á henni fyrir um 10 árum síðan, en áður höfðu sýnin verið send utan í nokkur ár. Leg- vatnsástungan er orðin algeng rannsókn, en það eru fram- kvæmdar hátt á fjórða hundrað ástungur á ári af læknum Kvennadeildar Landspítalans. Algengasta ástæða til ástungunn- ar er, þegar kona verður orðin 35 ára við væntanlega fæðingu, en hættan á litningagöllum eykst verulega með auknum aldri móð- urinnar. En það eru ýmsar aðrar ástæð- ur fyrir því, að konur ganga undir legvatnsástungu. Það má til að mynda greina klofinn hrygg hjá fóstri með því að mæla ákveðið efni, sem kallast AFP, í legvatn- inu. Þá má greina ýmsa sjaldgæfa efnaskiptagalla þannig, en það er hins vegar einungis hægt, þegar er vitað, að hjón eru arfberar fyrir slíka galla, venjulega vegna Stefán útskýrir litninga fyrir veröandi foreldrum. MyndSig. þess að þau hafa eignast áður barn með slíkan sjúkdóm. En hverjar eru takmarkanir legvatnsástungna? Það er svo með legvatns- ástungur eins og allar aðrar lækn- isfræðilegar aðgerðir, að þeim fylgir viss hætta. Þannig er talið, að um það bil ein kona af hverj- um 150 til 200 verði fyrir fóstur- láti eftir ástunguna. Því hefur hins vegar verið haldið fram, að þessi fósturlát séu að minnsta kosti að hluta til fósturlát, sem hefðu orðið hvort sem er. En þessi áhætta er önnur meginá- stæðan fyrir því, að ekki er talið rétt að beita þessari rannsókn, nema í þeim meðgöngum, þar sem aukin erfðaáhætta er til stað- ar. Hin meginástæðan er pen- ingalegs eðlis. Það hefur ekki fengist leyfi til að fjölga í starfsliði litningastofunnar, þannig að okkur eru sett þröng mörk varð- andi þann fjölda af ástungum, sem hægt er að framkvæma á hverjum tíma. Á meðan að svo er, verðum við að nota rannsóknina fyrst og fremst fyrir þær konur, þar sem erfðaáhættan er meiri. Legvatnsástungan er heldur ekki nein allsherjar trygging fyrir heilbrigði fóstursins, heldur sýnir aðeins ákveðnar orsakir með- fæddra galla. Annar ókostur legvatnsástung- unnar er, að ekki er unnt að fram- kvæma hana fyrr en tiltölulega seint í meðgöngunni, eða þegar konan er gengin um 16 vikur. Þetta þýðir, að niðurstöður liggja ekki fyrir, fyrr en konan er gengin 18 til 20 vikur. Vegna þessa hefur verið þróuð tækni, sem hægt er að beita fyrr á með- göngunni, eða um 8. til 10. viku, þar sem sýni er tekið úr fylgj unni. Þessu er nú beitt víða erlendis, og verður vonandi ekki langt að bíða, að hægt verði að nota þessa aðferð hér á landi, þar sem undir- búningur er þegar hafinn. Hvað með aðrar fósturrann- sóknir? Helsta tækni fyrir utan leg- vatnsástungur eru ómskoðanir (sónar) á fóstri, en með nýjustu ómtækni má greina ýmsa fóstur- galla. Þá er sums staðar erlendis hægt að rannsaka fóstur með speglun og blóðtöku úr nafla- streng. Þessar rannsóknir eru hins vegar yfirleitt áhættusamar og ekki víða gerðar. En þrátt fyrir þessar aðferðir, sem ég hef rætt um, er nokkur fjöldi galla, sem- ekki er unnt að greina á fóstur- skeiði og því eina vörnin sú, að eignast ekki börn, ef erfðaáhætt- an er mikil. Setjumst niður og rœðum mólin En hvaða úrrœði eru til staðar, þegar fósturgalli finnst? t þeim tilvikum sem rann^óknirnar leiða í ljós, að eitthvað er að fóstrinu, er sest niður með viðkomandi hjónum og niðurstöður rannsóknarinnar útskýrðar fyrir þeim. Því miður er oftast um það afgerandi galla að ræða, að eina úrræðið er að binda endi á meðgönguna, og minnist ég aðeins einna hjóna, sem ég veitti ráðgjöf erlendis, sem gripu ekki til þess úrræðis. í svona ráðgjöf reyni ég að hafa sem minnst áhrif á ákvarðana- töku viðkomandi, en styð þá niðurstöðu, sem þau komast að. En að sjálfsögðu eru ekki allir fæðingagallar þess eðlis. Fram- farir í meðferð nýbura og skurð- lækningum hafa breytt horfunt með ýmsa þeirra. Þá eru ýmsir efnaskiptasjúkdómar þess eðlis, að hægt er að koma í veg fyrir afleiðingar þeirra með því að finna þá snemma og beita við- eigandi meðferð. Þannig hefur um árabil verið leitað að nokkr- um slíkum sjúkdómum í blóði allra nýbura, sem fæðast á íslandi með sýni, sem er tekið á fimmta sólarhring í lífi barnsins. Hverjar eru nýlegar framfarir í rannsóknum og lœkningum á erfðasjúkdómum ? Sennilega eru framfarirnar hvað örastar núna í sambandi við greiningu á ýntsum erfðagöllum í fósturlífi. Þetta byggist á tiltölu- lega nýrri tækni, þar sem hægt er að skoða beint erfðaefnið og finna viðkomandi gengalla. Hóp- ur þeirra erfðagalla, sem hægt er að greina með þessari tækni, fer sívaxandi, og má þar til dæmis nefna dreyrasýki og ákveðinn vöðvasjúkdóm, sem bara leggst á drengi. Jafnframt því að nota þessi tækni við fósturgreiningu, er hægt nteð henni að finna arf- bera og fylgja gengallanum eftir viðkomandi ættartréi. Þá eru hafnar tilraunir með lækningur á ákveðnum erfða- sjúkdómi með genaflutningi, þar sem genið er einangrað og skeytt inn í vírus, sem er notaður til að flytja genið inn í mergfrumur. Þessar tilraunir eru á byrjunar- stigi, og erfitt að spá um árangur þeirra. En þetta er vissulega spennandi tilhugsun. Þegar tvœr frumur sameinast... Hvar standa íslendingar á sviði erfðafrœðinnar? Við stöndum vel, að mínu mati. Annars vegar er hægt að gera allar venjulegustu rannsóknirnar hér heima, en auk þess eigum við aðgang að stofn- unum erlendis, sem standa fram- arlega í þessum rannsóknum og hafa verið okkur innan handar, þegar við höfum þurft þess með. Hvar fer erfðaráðgjöfin fram? Hún fer fram á göngudeild Kvennadeildar Landspítalans og hefur verið í mínum höndum síð- an í júlí 1982. Þar áður sá Jóhann Heiðar Jóhannsson læknir, unt hana og kom hann henni af stað. Konurnar leita til okkar oftast eftir tilvísun kvensjúkdóma- lækna, við tökum ættarsögu og metum erfðaáhættu og ákveðunt, hvaða frekari rannsókna er þörf. Oftast eru niðurstöðurnar af við- talinu og rannsóknunum á þann veg, að lítil hætta sé á, að fóstur- galli sé til staðar. Og kannski furðar maður sig alltaf mest á, hvað fósturþróunin gengur oft eðlilega fyrir sig, þegar hugsað er til allra þeirra flóknu atburða, sem verða að gerast til að tvær litlar frumur, sem sameinast við getnað verði að þriggja til fjög- urra kílóa barni, sem spriklar og grætur. Og á þessum orðum Stefáns ljúkum við þessu viðtali og þökkum fyrir upplýsingarnar. - vd. Mongólismi er algengasti sjúkdómurinn af völdum litningagalla og kemur fyrir hjá um það bil einu barni af hverjum 800. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. apríl 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Þegar tvœr FRUMUR sameinast... Stefán J. Hreiðarsson erfða- fáðgjafi íviðtali við Þjóðviljann

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.