Þjóðviljinn - 20.04.1986, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 20.04.1986, Blaðsíða 12
Verkalýðsmál Trúnaðar- maðurinn er mikil- vœgur hlekkur „Mér sýnist á öllu að það hafi verið fyrir þrýsting frá dönum sem trúnaðarmannakerfið komst á í íslenskri verkalýðs- hreyfingu. Danirvoru langtá undan flestum öðrum að þessu leyti og komu sér upp trúnaðarmönnum á vinnustað strax um síðustu aldamót. Hér var enginn trúnaðarmaður skipaður fyrr en eftir að danska verktakafyrirtækið Höggaard og Schultz gerði samning við verkalýðsfélög um að þau skipuðu trúnaðar- mann starfsfólks sem vann við byggingu Sogsvirkjunar árið 1935. Og þá leið ár þartil hann var skipaður svo áhug- inn virðist ekki hafa verið mik- ill.“ Það er Sigurður Geirdal sem hefur orðið en hann lauk nú í jan- úar kandídatsprófi í viðskipta- fræði. Lokaverkefni hans var rit- gerð um trúnaðarmenn á vinnu- stöðum. Okkur þótti efnið áhug- avert og ekki síður að slík um- fjöllun skyldi koma frá nema í viðskiptafræði, þar á bæ eru menn ekki þekktir fyrir mikinn áhuga á verkalýðshreyfingunni. Hvað varð til þess að Sigurður tók sér þetta fyrir hendur? „Þegar menn velja sér loka- verkefni hafa þeir þrjá kosti. í fyrsta lagi geta þeir gert úttekt'á einhverju fyrirtæki og fengið borgað fyrir. f öðru lagi geta þeir valið sér fræðilegt verkefni, skrif- að um td. verðbólgukenningar eða gengisþróun. Það hefði verið gaman en ég tel okkur ekki nógu mikla fræðimenn auk þess sem ég hefði þurft meiri tíma en ég hafði til að sinna líku sem vert væri. Þriðji kosturinn er að velja verk- efni sem maður hefur áhuga á.“ Áhugi á skipulagsmálum „Ég var í svonefndum þjóð- hagskjama þar sem fjallað er um SigurðurGeirdal skrifaði kandídatsritgerð í viðskiptafrœði um trúnaðarmenná vinnustöðum: Daniráttu frumkvœðið helstu einingar efnahagslífsins og samspil þeirra og þar er verka- lýðshreyfingin ekki lítill þáttur. Innan þjóðhagskjarnans var ég á stjórnunarsviði og þar er ma. fag sem nefnist stjórnun starfs- mannamála. Þar er fjallað um samskipti og boðmiðlun innan fyrirtækja, launakerfi ofl.“ — Og þar hljóta trúnaðarmenn að koma við sögu. „Já, en upphaflega ætlaði ég að skrifa um uppbyggingu og skipu- lag verkalýðshreyfingarinnar enda hef ég mikinn áhuga á skip- ulagsmálum eftir 16 ára starf hjá Ungmennafélagi fslands. Þar hef ég ma. komist að því hversu mikilvægur hlekkur trúnaðar- menn eru í einstökum félögum. Ég ræddi þessi mál við umsjón- arkennarann minn, Þóri Einars- son prófessor, og hann hvatti mig til að fjalla um trúnaðarmennina, benti ma. á að lykillinn að skiln- ingi á stærri kerfum væri góð skil- greining á ákveðnum lykileining- um.“ 18 trúnaðarmenn — Hvernig vannstu þetta verk- efni? „Ég byrjaði á að lesa mér til um Sigurður Geirdal: Verkstjórar og atvinnurekendur hefðu ekki síður gott af að kynna sér ritgerðina. Mynd: E.ÓI. starf trúnaðarmannanna, sögu þess og þróun. í fyrri hlutanum rek ég þróun trúnaðarmanna- kerfisins, hvernig það varð til, birti lagafyrirmæli og samninga sem gerðir hafa verið um það og reyni að skyggnast á bak við regl- urnar, hvers vegna þær eru svona en ekki öðruvísi. Ég taldi nauðsynlegt að hafa þetta með vegna þess að það er hvergi til á einum stað. En það var ekki nóg að lesa, ég fann fljótlega að ég varð að tala við trúnaðarmennina. Ég bjó því til spurningalista og fór á fund 18 trúnaðarmanna með hann. Ég átti við þá ýtarleg viðtöl og ræddi einnig við stjórnarmenn úr þeim verkalýðsfélögum sem þeir til- heyrðu. Flestir trúnaðarmenn- irnir voru úr Verkamannasam- bandinu en ég ræddi einnig við trúnaðarmenn úr Iðju og Sókn. Seinni hluti ritgerðarinnar byggir á þessum viðtölum. Ritgerðin gefur enga heildar- mynd af trúnaðarmannakerfinu því ég varð að afmarka efnið verulega. Hún nær aðeins til höfuðborgarsvæðisins þar sem félög eru stór og vel skipulögð. Ég ræddi við formann verkalýðs- félagsins Árvakurs á Eskifirði og komst að því að í minni plássum er við allt önnur vandamál að glíma en hér á höfuðborgarsvæð- inu. Þar er mikið af farandverka- fólki og einnig er talsvert algengt að góðir trúnaðarmenn séu gerð- ir að verkstjórum, svo dæmi séu nefnd.“ Frœðslan mikilvœg „Ég eyddi talsverðu púðri í fræðslumál trúnaðarmanna enda tel ég að félögin megi hvergi til spara svo fræðslan verði sem best. Félagsmálaskóli alþýðu hef- ur eflst mikið á undanförnum árum og námsefnið batnað enda létu flestir viðmælendur mínir vel af náminu þar. Ég athugaði hvort Sólstöðusamningarnir sem gerðir voru 1977 og eru merkilegustu samningar um stöðu trúnaðar- manna sem gerðir hafa verið frá því lögin um stéttarfélög voru samin árið 1938, hvort þeir hefðu breytt miklu um fræðsluna. Þeir 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. aprfl 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.