Þjóðviljinn - 30.05.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 30.05.1986, Blaðsíða 16
MINNING Sigfús Kristjánsson frá Innra-Leiti Hinn 23. maí sl. var til moldar borinn á Akranesi Sigfús Krist- jánsson, áður bóndi að Innra- Leiti á Skógarströnd og síðar að Stóra-Hrauni í Kolbeinsstaðar- hreppi. Sigfús var fæddur 1913. Það var heymæðin, sem háði honum alla tíð, sem dró hann til bana. Lungun voru algerlega búin. Samt er það ekki heymæðin sem ég minnist, heldur þessi dá- samlega söngrödd á löngum ferð- um með mjólkina upp á þjóðveg. Þessir heiðríku morgnar, sem fjarrænt kvak himbrimans, niður árinnar og söngurinn hans Fúsa gerðu ógleymanlega. Bakvið Sigfús og fólk hans er merkileg saga hvunndagslífsins, sem ég get ekki rakið hér. Saga um fjölskyldu sem fátækt og dauði leystu upp þegar börnin 4 voru nýfædd og uppí 9 ára. Um móðurina sem safnaði börnunum saman aftur 5 árum síðar til að hefja búskapinn aftur á Innra- Leiti, 1924. Það var kannski þetta, sem gerði samheldnina svo sterka. Eftir þetta bjuggu þau saman alla tíð, meira og minna ógift, nema hún móðir mín sem hitti „komm- ann austur í Flóa“. Þau hættu búskap að Stóra- Hrauni 1958 og fluttu á Akranes. Þeim var örugglega sárt að flytja úr sveitinni. Þar naut dugnaður þeirra og einstæður hagleikur sín best. Astæða flutningsins var heymæðin, sem bræðurnir þjáð- ust báðir af, en vafalaust líka þeir erfiðleikar, sem mættu leigulið- unum, þegar þeir þurftu að fjár- festa í nauðsynlegri nýrri tækni á þessum tíma. Á Stóra-Hrauni voru þau leiguliðar Thorsaranna, sem ég held að hafi átt allt land kringum Haffjarðará. Þetta voru forfeður þeirrar nýríku fslensku borgara- stéttar, sem segir að matvæla- framleiðsla sveitanna geti ekki borgað sig. Það borgi sig miklu betur að ráða sig hjá þeim til að framleiða Svala og falsaða pen- inga. Eldri bróðirinn, Magnús, dó í nóvember 1984 og nú er búið að jarða Fúsa í kyrrþey. Ég veit ekki af hverju margar hetjur hvunn- dagsins kjósa að láta jarða sig í kyrrþey. Kannski eru það þegj- andi mótmæli gegn stjörnudýrk- uninni og flaðrinu upp um mátt- arstólpana, sem hafa stjórnað þessu þjóðfélagi, og komið svo mörgum á vonarvöl. Við erum mörg sem syrgjum bræðurna, þessa öðlinga og mannkostamenn, en þó mest börn og barnabörn þeirra, skyld og óskyld. Við þau vil ég segja að það er mikil hamingja að hafa eignast slíka menn fýrir pabba og afa, megi hún fylgja ykkur sem lengst. Ragnar Stefánsson ÁSTARBIRNIR GARPURINN FOLJDA í BLÍÐU OG STRÍÐU IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Skólaslit fara fram föstudaginn 30. maí kl. 14. Iðnskólinn í Reykjavík Aðalfundur Aðalfundur Útgáfufélags Þjóðviljans verður hald- inn þriðjudaginn 3. júní, kl. 20.30, að Hverfisgötu 105. Fundarefni: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) önnur mál. Stjórnin 2 3 n ■ 8 6 7 ■ 0 10 □ 11 12 13 n 14 • □ 18 18 m 17 18 ' m 18 20 21 □ >22 23 □ 24 s 28 KROSSGÁTA NR. 6 Lárétt: 1 hland 4 kássa 8 óháða 9 styrkja 11 hægagangur 12 óvinur 14 gangflötur 15 gusta 17 raddblæ 19 ullarílát 21 hlass 22 slæmt 24 ósköp 25 reykir Lóðrétt: 1 þjark 2 veiða 3 nábúi 4 tingan 5 fóðra 6 tjón 7 hrópar 10 spil 13 sýnishorn 16 samtals 17 fær 18 málmur 20 svif 23 kusk Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 hljóm 4 fora 8 teketil 9 pati 11 tafl 12 planki 14 tt 15 illa 17 senna 19 lof 21 ána 22 klif 24 uggi 25 ánni Lóðrétt: 1 happ 2 ótta 3 meinin 4 fetil 5 ota 6 rift 7 alltaf 10 algeng 13 klak 16 alin 17 sáu 18 nag 20 ofn 23 lá 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 29. mai 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.