Þjóðviljinn - 30.05.1986, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 30.05.1986, Blaðsíða 19
ÍÞRÓTTIR Reykjavíkurleikarnir Betri sókn — verri vöm Pétur Pétursson, fyrirliði íslands, í baráttu við Tékkann Kubik. Mynd: E.ÓI. Guðmundur „Ég er búinn að semja við Ba- den til eins árs til viðbótar og leik með liðinu í 2. deild næsta vetur. Þótt við höfum orðið langneðstir í 1. deild held ég að við getum spjarað okkur vel í þeirri ann- „Liðið lék betri sóknarleik en gegn írum en varnarlcikurinn var slakari. Marktækifærin voru ekki nýtt og mistökin í vörninni voru of mörg. Ég er að breyta leikstíl liðsins og það tekur tíma,“ sagði Sigi Held landsliðsþjálfari íslands í knattspyrnu eftir 1-2 tap gegn Tékkum í lokaleik Reykja- vfkurleikanna á Laugardalsvell- inum í gærkvöldi. íslenska liðinu gekk betur að skapa sér marktækifæri en í íra- leiknum. í fyrri hálfleiknum skaut Pétur Pétursson yfir af víta- teig eftir fallega sókn, Arnór sneri á varnarmenn og sendi inná markteig þar sem Tékkar björg- uðu í horn á síðustu stundu og Gunnar Gíslason átti hörkuskot sem Miklosko varði. Sigurður Grétarsson var atkvæðamikill um miðbik seinni hálfleiks, besta færið fékk hann þegar hann fékk góða sendingu inní vítateiginn frá Omari Torfasyni og skaut hárfínt framhjá fjærstönginni. Ómar átti skalla rétt framhjá skömmu fyrir leikslok. Tékkar fengu tvö góð færi á upphafsmínútunum. Friðrik Friðriksson varði skot frá Knofl- icek og Cina þrumaði í hliðarnet- ið. Friðrik varði hörku langskot frá Chovanec og í einá umtals- verða færi Tékka í seinni hálfleik, utan við mörkin, sló Friðrik bolt- ann með tilþrifum yfir slána eftir Pýski stíllinn að taka við afþeim enska. Tvö ódýr mörk Tékka gegn skallamarki Guðmundar Steinssonar. skalla frá Cabala úr upplögðu færi. En Friðrik getur ekki verið sáttur við mörk Tékka. Það fyrra gerði Kula með skalla eftir fyrir- gjöf frá Levy á 54. mín. Kula var illa valdaður af varnarmönnum og Friðrik hikaði í úthlaupi. Cho- vanec skoraði síðan með mein- lausu skoti á 61. mín, af 20 m færi og boltinn rann í fjærhornið, öllum til mikillar undrunar. Mark Guðmundar Steinssonar á 84. mínútu kveikti vonarglæður hjá áhorfendum. Sigurður sendi fyrir markið, boltinn barst að endalínu hægra megin þar sem Arnór lyfti honum snyrtilega á höfuð Guðmundar sem stóð á markteig og skallaði í netið, 1-2. „Þetta var frábær sending frá Ar- nóri, boltinn fór yfir varnar- manninn og það var auðvelt fyrir mig að skora,“ sagði Guðmundur um markið. Breytingarnar á leikstíl ís- lenska liðsins voru vel merkjan- legar í gærkvöldi. í stað bresku langspyrnanna framá fámenna sóknarlínuna er nú reynt að byggja upp rólega að þýskum hætti. „Átta leikmanna eru varn- armenn, en þegar við sækjum eru sóknarmennirnir 4-6. Þegar möguleikinn á snöggri sókn er horfinn er betra að senda til baka og hefja rólegt og öruggt spil og halda boltanum,“ sagði Held um þetta. „Ég lék í nýrri stöðu, sem Sviss björnsson landsliðsmaður í knattspyrnu í spjalli við Þjóðvilj- ann í gærkvöldi. Guðmundur sagði að munur- inn á 1. og 2. deild í Sviss væri hálfgerður bakvörður með meiri varnar- en sóknarskyldu. Mér líst mjög vel á þessa leikaðferð og er bjartsýnn á að hún hcnti okkur vel,“ sagði Ómar Torfason. Gunnar Gíslason hefur leikið fyrir aftan Loft Ólafsson og Ág- úst Má í þriggja manna vörn sem síðan fær stuðning frá kanttengiliðunum, nú Ómari og Guðmundi Þ., og tveir miðju- menn (Pétur O. og Ragnar) falla síðan inní vörnina þegar and- stæðingarnir sækja. Held og leik- mennirnir þurfa tíma til að ná valdi á leikaðferðinni og leikur- inn í gærkvöld bar keim af því. Varnarmennirnir voru mistækir, Gunnar þó sterkur og hefur átt athyglisverða leiki. Miðjumenn- irnir voru allir virkir og náðu oft ágætlega saman, Pétur P. var í rólegra lagi en Sigurður var dug- legur og með góðar sendingar og er greinilega í mjög góðri æfingu. —VS kyrr hjá Baden arri,“ sagði Guðmundur Þor- töluverður. í 2. deild væri nánast Besta færi íslands — Sigurður Grétarsson sendir knöttinn framhjá Miklosko og stönginni fjær. Mynd: E.ÓI. Jónsdómurinn Áfiýjun skýrð hrein áhugamennska en þess má geta að hann er eini atvinnumað- urinn sem slíkur hjá Baden, hinir eru allir hálf-atvinnumenn. —VS Eins og fram hefur komið hefur ÍSÍ áfrýjað til hæstaréttar þeim dómi Bæjarþings Reykjavíkur að bann það sem sambandið setti Jón Pál Sigmarsson í hafi verið ólöglegt. ÍSÍ hefur sent frá sér greinargerð um málið. í henni segir m.a. að áfrýjunin sé nauðsynleg vegna þess að for- sendur dómsins virðist vera byggðar á veikum grunni og að ÍSI berjist með nauðsynlegu eft- irliti gegn ólöglegri lyfjanotkun, eins og íþróttasambönd annarra landa. Þá telur framkvæmda- stjórn ÍSÍ að persónulegar skoð- anir hafi ráðið ferðinni hjá dóm- aranum, ekki mat á reglugerðum ÍSÍ um eftirlit með notkun örvun- arefna. Vakin er athygli á því að dómarinn hafni yfirleitt kröfum Jóns Páls en byggir dóminn fyrst og fremst á því að honum hafi ekki verið gefinn kostur á að skýra mál sitt fyrir nefndinni sem kvað upp úrskurðinn. —VS Ísland-Tékkósl. Leikurinn í tölum ísland (0) 1 Tékkóslóvakía (0) 2 Laugardalsvöllur 29. maí Dómari Joe Worrall (Englandi), línu- verðir Eyjólfur Ólafsson og Kjartan Ólafsson. Áhorfendur 1441 0-1 Kula (54. mín), 0-2 Chovanec (61. mín), 1-2 Guðmundur Steinsson (84. mín) l'sland: Friðrik Friðriksson, Gunnar Gíslason, Loftur Ólafsson (Guðni Bergsson 72. mín), Ágúst Már Jóns- son, Ómar Torfason, Guðmundur Þorbjörnsson (Ólafur Þórðarson 67. mín), Pétur Ormslev (Guðmundur Steinsson 67. mín), Ragnar Mar- geirsson, Arnór Guðjohnsen, Pétur Pétursson fyrirliði, Sigurður Grétars- son. Tékkóslóvakía: Miklosko (Stejskal 79. mín), Hasek (Berger 67. mín), Straka, Fiala fyrirliði, Levy, Cabala, Cina, Chovanec, Novak (Kubik 70. mín), Kula, Knoflicek. Friðrik Friðriksson — 5 erfið skot varin, 3 auðveld skot varin, 3 góð úthlaup, 1 slæmt úthlaup, 2 mörk fengin á sig. Gunnar Gíslason — 14 góðar sendingar, 6 slæmar sendingar, 11 unnirboltar, 1 tapaðurbolti, 1 skot varið. Loftur Olafsson — 6 góðar sendingar, 3 slæmar sendingar, 5 unnin návígi, 2 töpuð návígi, 1 skalliframhjá. Fórútafá72. mín. Ágúst Már Jónsson —16 góðar sendingar, 4 slæmar sendingar, 6 unnin návígi, 2 töpuð návígi. Ómar Torfason — 23 góðar sendingar, 5 slæmar sendingar, 4 unnin návígi, 3 töpuð návígi, 1 skot framhiá. Guðmundur Þorbjörnsson — 19 góðar sendingar, 3 slæmar sendingar, 10 unnin návígi, 4 töpuð návígi. Fór útaf á 67. mín. Pétur Ormslev — 19 góðar sendingar, 6 slæmar sendingar, 7 unnin návígi, 5 töpuð návígi. Fór útaf á 67. mín. Ragnar Margeirsson — 24 góð- ar sendingar, 4 slæmar sendingar, 5 unnin návígi, 2 töpuð návígi, 1 skot í varnarmann. Arnór Guðjohnsen — 26 góðar sendingar, 5 slæmar sendingar, 3 unnin návígi, 4 töpuð návígi, 2 skot varin, 1 skot í varnarmann. Pétur Pétursson — 19 góðar sendingar, 7 slæmar sendingar, 4 unnin návígi, 5 töpuð návígi, 1 skot framhjá, 1 skalli framhjá. Sigurður Grétarsson — 22 góðar sendingar, 5 slæmar send- ingar, 1 unnið návígi, 2 töpuð ná- vígi, 2 skot framhjá, 1 skot varið. Guðmundur Steinsson — 2 góðar sendingar, 1 unnið návígi, 1 skallamark. Lék í 23 mínútur. Ólafur Þórðarson — 5 góðar sendingar, 2 slæmar sendingar, 1 unnið návígi, 2 töpuð návígi. Lék í 23 mínútur. Guðni Bergsson — 3 góðar sendingar, 2 slæmar sendingar, 1 unnið návígi. Lék í 18 mínútur. Tékkar fengu 7 hornspyrnur, íslendingar 2. Uæmdar voru 24 aukaspyrnur á ísland, 12 á Tékk- óslóvakíu. Tékkar voru 7 sinnum rangstæðir, Islendingar 1 sinni. Tékkar áttu 17 markskot, 8 var- in, 7 framhjá, 2 mörk. íslending- ar áttu 14 markskot, 7 varin, 6 framhjá og 1 mark. —lbe/gsm/VS Föstudagur 30. maí 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.