Þjóðviljinn - 03.06.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.06.1986, Blaðsíða 7
DJOÐVIUINN USTAHATJÐ Við lifum á gullöld skáld- sögunnar Frá heimsókn rithöfundarins Doris Lessing Doris: og hugsið ykkur allar þær skáldsögur sem ekki hafa enn verið skrifaðar.... Menn segja, að nú séu vond ár fyrir skáldsöguna, sífellt er mað- ur að lesa greinar um að hún sé dauð eða í andarslitunum. Og ég spyr þá sjálfa mig: hvað hefur þetta fólk verið að lesa? Satt að segja stendur skáldsagan með miklum blóma til dæmis hcima á Englandi, kannski hefur aldrei verið skrifað jafnmikið af góðum skáldsögum og fjölbreytnin er óendanleg. Svo fórust Doris Lessing, rit- höfundi og gesti Listahátíðar orð við upphaf erindis sem hún flutti á dagskrá um hana og verk henn- ar í Iðnó á sunnudaginn. Allt mögulegt Skáldsagan lagar sig alltaf að tímanum, sagði hún, vegna þess að það eru engar reglur fyrir því hvað skáldsagan er eða á að vera. Satt að segja er hún allt mögu- legt. Hún minntist á þau undur úr sögu skáldsögunnar, að til verður eitthvað það sem ekki var áður: súrrealísk ærsli í Tristram Shandy, innsæið í Clarissu Ric- hardsons og fleira þessu máli til stuðnings. Og að því er varðar samtíðina lofaði hún mjög vís- indaskáldsögur (en hún hefur skrifað nokkrar slíkar á undan- förnum árum) - þær veita höf- undinum mikið frelsi, sagði hún, þær eru sneisafullar með hug- myndir um mannlegt félag, fortíð þess og möguleika. Jafnvel ruslið í þessari oft vanvirtu bókmennta- grein geymir einatt stórskemmti- Iegar hugmyndir. Hún nefndi kvennabókmenntirnar, skrifta- mál einatt, sem væru í örri þróun í ýmsar áttir. Hún nefndi þá upp- sveiflu í skáldsagnasmíð sem ger- ist í Afríku og enginn hefði séð fyrir. Menn gefa, sagði Doris Les- sing, alltof lítinn gaum að því að skáldsagan veitir upplýsingar um margt. Það er hinum miklu skáld- sögum Rússa á nítjándu öld að þakka að við vitum, hvernig það samfélag var. Ég á vin sem er bissnessmaður og lítt bók- menntahneigður - en þegar hann er að kynna sér land eða hérað, þá leggst hann ekki endilega í hagskýrslur - hann fær sér skáld- sögur um þetta svæði og fólk þess til að komast að því, fyrir hverju samfélagið gengur. Skáldsagan er líka ráðgjafi - ég veit þess dæmi, sagði hún, að sálfræðingur hafi notað skáldsögu eftir Iris Murdoch til þess að fá mann ofan af þeirri meinloku, að kona sem hann hafði elskað, þegar hún var fimmtán ára, væri enn haldin of- urást á honum áratugum síðar - eins þótt sú sama væri í farsælu hjónabandi. (Skáldsagan sagði frá svipuðu dæmi og hörmulegri útkomu þess). Doris Lessing ræddi um við- leitni enskra útgefenda til að fjöl- ga lesendum skáldsagna (10% þjóðarinnar les skáldsögur - og eru þá með taldir bleikir sölu- turnareyfarar). Þetta gera þeir m.a. með verðlaunaveitingum miklum, sem rithöfundar glotta að - en viðurkenna um leið að verðlaunin efla þá athygli sem bækur fá. Fyrir hverja? Hún talaði líka um þær mörgu bækur sem ekki hafa verið skrif- aðar um þau svið sem vanrækt eru, þrátt fyrir alla fjölbreytnina sem við augum blasir. Það eru ótal enskar skáldsögur til um stríðið, en kannski ekki nema tvær um það að vera venjulegur hermaður og engin um konur í herþjónustu. Það eru til margir reyfarar um bisnessheiminn, en varla nokkur góð skáldsaga - lík- lega af þeirri einföldu ástæðu að fáir rithöfundar þekkja þann heim. Doris Lessing vék einnig að því sem hún kallaði „nýja átthagafj- ötra“ skáldsögunnar („new regi- onalism"). Skáldsögur höfða til ákveðins lesendahóps, ákveðinn- ar þjóðar, en gera ekki víðreist um heiminn. Sumir telja þetta af- leitt, skáldsagan á að hafa sammannlegt gildi segja þeir. En þessir „átthagafjötrar“ stafa blátt áfram af því, að enginn getur lengur fylgst vel með öllu því sem er skrifað í heiminum. Hér áður fyrr var til hugtakið menntaður maður, sá hafði lesið gríska harmleiki, vissa hluti í evrópskri klassík, fyrir slíka menn var til ákveðinn samnefnari. Hann er ekki lengur til, hver verður að velja og hafna. Og er nokkur ástæða til að fárast yfir því, þótt sumar góðar skáldsögur eigi erfitt með að leggjast í flakk um heim- inn? Framtíðin og uppeldið Doris Lessing vék að ýmsum þróunarmöguleikum skáldsögu- nnar - skáldsögum sem byggðu á heimi og tungutaki tölvumanna, staðreyndaskáldsögum sem gefa saman í hjúskap skýrslugerð og skáldskap, vísindaskáldsöguna og fleira. { spurningum og svörum kom meðal annars fram gagnrýni hennar á það hvernig bókmenntir eru kenndar, hvern- ig nemendur eru vandir á að van- treysta eigin dómgreind um bók- menntir með því að vísað er á skoðanir sérfræðinga, hvernig koma megi í veg fyrir að skóla- ganga fæli lesendur frá bók- menntum. Best væri, sagði hún, að kenna bókmenntir í tengslum við önnur fög. Það var spurt um blaðamennsku: æsifregna- mennska eins og sú, sem undir- eins var búin að drepa 2000 manns í slysinu í Tsjernobyl, er vitanlega afleit, sagði Doris Les- sing, en hún er m.a. verðið sem við greiðum fyrir að lifa í opnu þjóðfélagi. Blaðamennska þarf annars alls ekki að vera hættuleg bókmenntum - blaðamennska hefur oft nært bókmenntirnar, það er afar algengt að rithöfund- ur sér eitthvað stórfurðulegt í dagblaði og fer að velta því fyrir sér, hvaða saga gæti verið þar að baki. Það var talað um hermdar- verkamenn, um það fólk sem blaðrar um að kála valds- mönnum, og hvað gerist þegar „tungutak hermdarverkanna“ eins og yfirtekur persónurnar og þær gerast morðingjar. Til hvers? Spurning: í skáldsögunni The Golden Notebook er Anna (sem er rithöfundur) að lesa dagblöðin og það sem hún les á hverjum degi er svo skelfilegt, að hún segir að ekkert það sem hún gæti skrif- að skipta máli. Hefur þessi vandi Önnu nokkurntíma verið yðar vandi? Vitanlega koma þær stundir að rithöfundur spyr sig: til hvers er þetta allt? sagði Doris Lessing. Nítjándu aldar skáldsögurnar, sem ég ólst upp við, voru að veru- legu leyti andmælahróp gegn ríkjandi aðstæðum - svo ólst ég upp í Ródesíu við sama ranglæti í nýju samhengi. Hafði nokkuð breyst? En ef afstaða eins og sú sem nefnd var nær tökum á manni, þá er eins gott að gefa allt upp á bátinn og þá ekki bara að skrifa skáldsögur. Sá sem ætlar að breyta heimin- um með því að skrifa skáldsögu hann mun að líkindum skrifa slæma bók. Annað mál er að ým- islegt merkilegt getur gerst, ef eitthvað það sem máli skiptir verður hjartans mál rithöfundar- ins og leitar fram í sögur hans. Húsfyllir var í Iðnó. Dagskráin hófst með kynningarspjalli Magdalenu Schram sem fjallaði m.a. um „jafnvægi bölsýni og vonar“ í verkum höfundarins. Arnar Jónsson las upp úr nýrri þýðingu Birgis Sigurðssonar á fyrstu skáldsögu Doris Lessing, Grasið syngur. Bríet Héðinsdótt- ir las eigin þýðingu á einni af smá- sögum hennar og Kristbjörg Kjeld las úr þýðingu Hjartar Pálssonar á „Endurminningar einnar sem af komst". Forseti fs- lands og menntamálaráðherra voru meðal viðstaddra. -ÁB Verðbólgubætt verðlaun Sveinbjörn I. Baldvinsson hlaut hin fyrstu Sveinbjörn Ingi: fyrstu verðlaun. Viö opnun Listahátíðar á laug- ardaginn voru afhent verð- laun í hinni viðamiklu smá- sagnasamkeppni sem stjórn hátíðarinnar efndi til. Alls bár- ust370 smásögurfrájafnt þekktum sem óþekktum á rit- velli, en dómnefndin-Stefán Baldursson, Þórdís Þorvalds- dóttirog GuðbrandurGísla- son - vissi að sjálfsögðu eng- in deili á þátttakendum fyrr en eftirá. Það ríkti því mikil spenna á Kjarvalsstöðum þegar rithöfund- urinn og sérstakur gestur Lista- hátíðar Doris Lessing reif upp innsigluð umslögin og las með nokkuð góðum íslenskum fram- burði nöfn verðlaunahafanna: Svenbjarnar I. Baldvinssonar sem fékk fyrstu verðlaun (250 þúsund) fyrir sögu sína „Icemast- er“, Guðmundar Andra Thors- sonar sem hlaut önnur fyrir „Af- mæli“ (100 þúsund) og Ulfs Hjörvar sem fékk hin þriðju fyrir söguna „Sunnudagur“ (50 þús- und). Öll voru verðlaunin verð- bólgubætt og einhver hin hæstu sem hingað til hafa verið veitt í bókmenntatengdri keppni hér- lendis. Sama dag kom út bók hjá Al- menna bókafélaginu með þeim 14 sögum sem dómnefnd þóttu bestar. Höfundar þeirra voru auk verðlaunahafanna: Ólafur Haukur Símonarson, Gunnar Þorsteinn Haldórsson, Iðunn Steinsdóttir, Helgi Már Barða- son, Sveinn Einarsson, Svava Jakobsdóttir, Steinunn Jóhann- esdóttir, Hrafnhildur Valgarðs- dóttir, Vilhelm Emilsson, Viktor Amar Ingólfsson og Ómar Þ. Halldórsson. -pv Þriðjudagur 3. júní 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.