Þjóðviljinn - 03.06.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 03.06.1986, Blaðsíða 8
LISTAHATIÐ LAt í t u^u fiolsKV oO ta*% ferö- f?Mand'1 FLUGLEIÐIR A Kópavogur - Dagvistun barna Innritun á dagvistarheimilið Kópasel stendur yfir. Um er að ræða dagvist allt að 71/2 klst. fyrir börn fædd ’81 og ’82. Opnunartími er frá 7.30-15. Kópasel er dag- vistarheimili með sérstöku sniði sem starfrækt er, rétt fyrir utan bæinn (við Lögberg) með aðstöðu á dagvist- arheimilinu við Hábraut (miðsvæðis í bænum). Þeir Kópavogsbúar sem óska eftir vist fyrir börn sín í Kópa- seli fyrir haustið hafi samband við Félagsmálastofnun Kópavogs, Digranesvegi 12, sími 41570, sem veitir nánari upplýsingar. Umsóknareyðublöð liggja frammi á sama stað. Dagvistarfulltrúi NORDISKA FOLKHÖG- SKOLAN IKUNGÁLV Nordiska folkhögskolan í Kungálv ár en samnor- disk skola med lárare och elever frán Nordens alla lánder och sjálvstyrda omráden. Undervisn- ingsspráken ár norska, danska och svenska. Kurstid: 1/9 1986- 19/4 1987 Kurser: Nordisk journalist och mediakurs Nordisk miljökurs Nordisk teaterkurs Kurserna ár fulltecknade men vi har reserverat ett antal platser för islándska elever. Stipendier kan sökas hos Föreningen Norden och hos Nor- diska folkhögskolan. Beqár prospekt frán Nordiska folkhögskolan Box 1001 S-442 25 KUNGÁLV Tel: 9046 - 303 109 45 Prospekt och upplysningar: Föreningen Norden Nordens hus i Reykjavik Vindur ýfði koll Sverris Her- mannssonar menntamálaráð- herra þegar hann setti Listahátíð á laugardag og vonaði að hún y rði til „yndis, ánægju og uppörfun- ar.“ Vonandi fengu heiðursgestir ekki kvef þar sem þeir sátu úti í nepjunni við Kjarvalsstaði. Svo voru spiluð tilbrigði við þjóðlagastef eftir Hafliða Hall- grímsson. Stefán Baldursson gerði grein fyrir smásagnakeppni sem tengist 200 ára afmæli Reykjavíkurborg- ar og maður hugsaði: það hlýtur að vera mikil lífsreynsla að lesa 370 spánýjar smásögur á einu bretti. Stefán sagði að þær hefðu veri feikna margbreytilegar. Margar eins og neyðaróp - stund- um út úr basli, stundum út úr ást- leysi. Og verðlaunasögurnar þrjár eru um sársaukann, um það þegar komið er við kvikuna í mönnum. Það voru óvænt tíðindi að fremur fáir af þeim fjórtán höf- undum, sem eiga sögur í safni því sem valið var til, eru þekkt nöfn. Og verðlaunahafarnir þrír koma líka á óvænt, þótt Sveinbjörn Baldvinsson hafi skrifað ljóða- bækur, Guðmundur Andri skrif- að gagnrýni og Úlfur Hjörvar þýtt leikrit og skáldsögur. Þessi úrslit eru ekki síst ánægjuleg vegna þess, að þau sýna breidd bókmenntan, óvænta varasjóði þeirra. Ekkja Picasso, Jacqueline, opnaði sýningu á verkum hans og margir voru andagtugir vel yfir að vera í nánd við alla þá frægð. Þetta er stórkostlegt, sagði hrif- inn diplómat. Sumt af þessu er nú hálfkarað, sagði gagnrýnin kona og hafði svo sem séð annað eins. Og á meðan var opnuð önnur sýning um Reykjavík í myndlist, en varð að bíða betri tíma - rétt eins og yfirlitssýning á verkum Karls Kvarans sem opnuð var á sunnudag, rétt áður en Doris Lessing flutti það erindi sem sagt er frá hér að ofan. Fyrstu tónleikarnir voru svo síðdegis á laugardag: sínfónían lék Dvorak og Jón Nordal og Cecile licad frá Filippseyjum spil- aði Rakhmaninof. Af glæsilegri tækni en nokkuð kalt, sagði undur píanónemi. Á sunnudagskvöld var Fla- mencoflokkur í Broadway og komu færri en líklegt var, líklegt út af þeim misskilningi að menn eigi að kaupa mat til aðfá sæti (sæti voru yfrið nóg). Svo var annað: það er ekki hægt að þver- óta fyrir auglýsingum hvar sem maður kemur, að framan af þessu kvöldi var tíminn tafinn af til- tækjum þeirra sem flytja inn Spánarvín og selja ferðir til Mall- orca. Hvurt var maður eiginlega kominn? En listafólkið spænska rak burt þau leiðindi sem betur fór með 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN áfengum gítarslætti með angist í röddum, sem er eins og kominn úr æfafornu m sýnagógusöng og með útsmoginni ögrun og krafti dansaranna... Maður saknar ýmissa hluta sem settu svip á fyrri listahátíðir. Til dæmis Els Comediants sem fengu algáða íslendina til að dansa á torgum um sumarnótt. En hvað um það: ýmislegt er góðra gjalda vert og eins og er stendur upp úr heimsókn gáfaðr- ar og yfirlætislausrar skáldkonu, Dorisar Lessing. Arni Bergmann. klRARIK WL. ^ RAFMAGNSVEmjR RlKISINS Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboöum í eftir- farandi: RARIK-86007: Nýbygging verkstæðis- og geymsluhúss á Selfossi. Opnunardagur: Miövikudagur 18. júní 1986, kl. 14:00. Útboösgögn veröa afhent á skrifstofum Raf- magnsveitna ríkisins viö Austurveg 44, Selfossi og Laugaveg 118, Reykjavík frá og með miðviku- deginum 4. júní 1986 gegn kr. 5.000 skilatrygg- ingu. Tilboöum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, fyrir opn- unartíma og verða þau opnuð á sama staö að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Tilboðin séu í lokuðu umslagi, merktu „RARIK- 86007 Húsnæði á Selfossi". Reykjavík 2.júní 1986 RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Frá lánasjóði íslenskra námsmanna Vegna umsókna um námslán fyrir skó- laárið 1986-1987. Námsmenn sem sækja um námslán í fyrsta sinn. Námsmenn sem hyggjast sækja um námsað- stoð frá LÍN skólaárið 1986-1987 eru hvattir til að ganga frá umsóknum sínum sem fyrst. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu sjóðsins að Laugavegi 77 3. hæð. Námsmenn sem sótt hafa um námslán áður. í maí voru námsmönnum send umsóknareyðu- blöð sem á voru skráðar grunnupplýsingar úr námsmannaskrá sjóðsins. Þeir sem ætla að sækja um námslán frá LÍN skólaárið 1986-1987 eru hvattir til að endursenda umsóknir sínar sem fyrst. LANASJOÐUR tSLENSKRA NAMSMANNA LAUGAVEGI 77-101 REYKJAVIR. StMI 250H

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.