Þjóðviljinn - 30.01.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.01.1987, Blaðsíða 3
FRETTIR BHMR Verkfall í deiglunni Öllum kröfum BHMR hafnað. Háskólamenn hjá ríkinu slíta viðrœðum við fjármálaráðherra. Samninganefndir aðildarfélaganna stilla saman strengi á morgun Einkennismerkið sem ætlunin er að prýða með þá staði þar sem kaupa má smokka. Eyðni Smokkar í 9. bekk Útsölustöðumfjölgað og fordómum eytt Landlæknisembættið vinnur nú að því að eyða fordómum í garð smokksins, sem er talinn eitt helsta vopnið í baráttunni gegn því að sjúkdómurinn eyðni breiðist út, og er cinnig stefnt að því að tjölga verulega útsölustöð- um, sagði landlæknir á blaða- mannafundi í gær. Þá er fyrirhugað að dreifa smokkum ókeypis í 9. bekk grunnskóla, og að auki er verið að vinna við veggspjöld og auglýsingar um nytsemi þessarar getnaðarvarnar. Ætlunin er að útsölustaðir smokka verði merkt- ir sérstökum límmiða, álíka og gerist um krítarkort. Valgeir Guðjónsson hefur ver- ið fenginn til að búa til lag og texta um smokkinn, og hefur söngvarinn Bubbi Morthens þeg- ar sungið það inná hljómplötu. Leiðrétting í viðtali við Eddu V. Scheving á opnu Þjóðviljans í gær slæddist villa. Þar sem stendur: „...t.d. hafði þetta samtal við unga manninn á Félagsmálastofnun..." - á að standa Sjúkrasamlaginu, eins og raunar kemur glöggt fram af sam- henginu. Við biðjum starfsfólk Félags- málastofnunar velvirðingar á þessari villu. -sá. Eg er hræddur um að fjármála- ráðherra átti sig ekki á þeirri óánægju sem ríkir meðal þessa fólks. Öllum okkar kröfum var Frá því í árslok 1985 þegar það lá beint við stjórnvöldum að ganga formlega frá sameining Út- vegsbankans og Búnaðarbankans hefur Útvegsbankinn misst um 6000 miljónir í innlánum sem hann hefði að öllu eðlilegu átt að ná inn miðað við stöðu annarra bankastofnana, sagði Svavar Gestsson alþm. m.a. á fundi sem hann og Álfheiður Ingadóttir neitað og það var engu líkara en samningamenn ríkisins treystu enn á að deilan færi í kjaradóm. Aðildarfélögin verða að ákveða héldu með starfsfólki Útvegs- bankans í Reykjavík í gær. Svavar gagnrýndi harðlega seinagang stjórnvalda í því að sameina áðurnefnda banka og minnti á að árið 1979 hefði hann flutt þingsályktunartillögu á Al- þingi um sameiningu bankanna og sér heyrðist á starfsfólki bank- ans að sú tillaga hans væri í öllum hvað gert verður í framhaldi af þessu, sagði Birgir Björn Sigur- jónsson framkvæmdastjóri BHMR í samtali við Þjóðviljann í atnðum í góðu samræmi við til- lögur starfsfólksins sjáifs. Hann sagði jafnframt að það væri óþolandi að stjórnvöld væru að ráðskast með störf og framtíð starfsfólks bankans án þess að gefa því kost á að hafa þar nokkur áhrif á gang mála. Skoraði hann á starfsfókið að láta til sín taka í þessu máli. -»g- gær, en bandalagið hefur slitið samningaviðræðum við fjár- málaráðherra um rammasamn- ing fyrir aðildafélögin. Háskólamenn hjá ríkinu eru nú í fyrsta sinn í þeirri aðstöðu að semja við ríkisvaldið með verk- fallsrétti. Launadeilur þeirra við ríkið hafa fram til þessa yfirleitt farið í kjaradóm. Samninganefndir 22 aðildarfé- laga BHMR koma saman til fundar á laugardaginn þar sem ákveðið hvernig brugðist verður við þessum tíðindum. BHMR hafði sett fram kröfu um 45.500 króna lágmarkslaun, endurskoðun á prófaldurskerfi og fastlaunasamninga til þess að samræma laun háskólamanna hjá ríkinu við laun háskólamanna á almennum markaði. Að sögn Birgis hafnaði fjár- málaráðherra þessum kröfum alfarið og neitaði að ræða um lág- markslaun, en bauð hins vegar allt að 3,5% launahækkun auk á- fangahækkana sem ASÍ samdi um í desember. Lágmarkslaun félaga innan BHMR eru nú tæplega 31 þúsund krónur á mánuði. Tilboð fjár- máiaráðherra hefði þýtt 34.500 króna lágmarkslaun ef hækkun- inni hefði allri verið varið til þess að hækka lægstu laun. -gg Fræðslustjóradeilan Sverrir í stólinn Sverrir Thorstensen skólastjóri á Stóru-Tjörnum hefur tekið við starfi fræðslustjóra á Norður- landi í eystra til 1. apríl. Fræðsluráð bað Sverri að taka að sér stjórn til bráðabirgða og menntamálaráðherra hefur fallist á þetta. í dag mætir ráðherra á fund með fræðsluráði á Akureyri til að ræða um deiluna vegna brott- reksturs Sturiu Kristjánssonar. -yk/Akureyri Svavar Gestsson ræðir við starfsfólk Útvegsbankans í Austurstræti í hádeginu í gær. Mynd-Sig. Útvegsbankinn Dýifceyptur seinagangur Svavar Gestsson áfundi með starfsmönnum Útvegsbankans ígœr: MisstafóOOO miljónum í innlánum vegna sleifarlags stjórnvalda. Starfsfólk láti tilsín taka Vetrarvertíðin Góður affli góðar gæftir Allt að komast í gang eftir verkfall Vetrarvertíðin hefur gengið vel það sem af er og bátar víðast hvar komnir á sjó eftir verkfallið. Veður hefur verið mjög gott á miðunum allt í kring um landið og afli allsæmilegur í Keflavík eru flestir bátar byrjaðir róðra eftir verkfall og hafa aflað allvel, einkum þeir sem róa á línu með tvöfalda setn- ingu, td. fékk Albert Ólafsson 21 tonn í gær og Búrfellið 21,2 tonn og Freyja 18,3. Smábátar á heimaslóðum hafa og aflað þokkalega bæði á línu og í net og aflinn er aðallega þorskur og ýsa- ágætur fiskur. Á Akranesi hafa bátarnir aflað ágætlega. Þeir eru flestir á línu og fiskurinn góður, aðallega þorsk- ur og ýsa. Allt er komið í fullan gang á Akranesi eftir verkfallið og togararnir hafa allir landað, nema Sturlaugur, en verið er að ljúka við að skipta um vél í hon- um og undirbúa hann fyrir fyrstu veiðiferðina eftir áramótin. Á Rifi er svipaða sögu að segja. Litlu bátarnir hafa aflað ágætlega á línu og veður eins og best verð- ur á kosið og aflinn aðallega vænn þorskur. -sá. Föstudagur 30. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RlKISSJÓE)S FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1984-1. fl.A 01.02.87-31.07.87 kr. 217,56 'lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Hafnarstræti 10, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, janúar 1987 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.