Þjóðviljinn - 30.01.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.01.1987, Blaðsíða 7
ViÐHORF Landshlutapólitík og sérkennsla Garðar Karlsson skólastjóri skrifar Síðustu daga hefur margt verið sagt og skrifað um vinnubrögð menntamálaráðherra og þá ákvörðun hans að vísa Sturlu Kristjánssyni úr embætti fræðslu- stjóra á Norðurlandi eystra. Sem starfandi skólastjóri í umdæminu er mér ómögulegt að þegja lengur og lít reyndar á það sem skyldu mína að verja þá af mætti sem ég tel órétti beitta. Það fyrsta sem mér kemur í hug, eru þau ummæli ráðherra, að við hér fyrir norðan álítum hann vera „óvin vangefinna barna“. Þetta er í meira lagi undarleg fullyrðing og mér vitan- lega hefur enginn notað þetta orðalag nema ráðherrann sjálfur. Þessi orð eru e.t.v. sprottin af samviskubiti hans sjálfs, enda er þetta mjög viðkvæmt mál sem auðveldlega fer inn á taugakerfi 1982 1985 1987 hugsandi manna, ekki síst ef þeir Reykjavík 92.147 297.345 560.990 eru í þeirri aðstöðu, að geta haft Reykjanes 72.653 233.299 430.403 áhrif á framgang þessara mála, Vesturland 29.566 97.736 180.745 eins og ráðherra. Vestfirðir 21.702 65.263 122.527 Mér virðist sem ráðherranum Norðurl. V 22.429 75.136 137.206 hafi sárnað mjög, þegar uppvíst Norðurl. A 46.383 148.721 262.987 var hve illa var komið sér- Austurland 25.324 81.725 155.667 kennslumálum á Norðurlandi ey- stra, ekki síst fyrir þá sök að ráðu- neyti hans var gert ábyrgt fyrir Suðurland Meðaltalshækkun í % 39.061 var 595,60. 129.318 229.721 Hækkun í % sl. 6 ár 608,79 592,40 611,32 564,58 611,73 566,99 614,70 588,10 ástandinu. Um þetta ástand hef- ur ráðherrann haft mörg og stór orð og þarf því ekki að vera undr- andi á því „upphlaupi“ sem orðið hefur hér fyrir norðan. Sverrir má alveg vita, að hvorki ég né félagar mínir í skólastjórastétt- inni, höfum haft það fyrir vana að horfa aðgerðalaust á skjólstæð- inga okkar eða félaga, svipta þeim mannréttindum sem hér er tekist á um. Enda teljum við okk- ur vinna samkvæmt lögum þessa lands og meðan annað er ekki sannað, munum við halda því áfram. „Sérkennslu- kjaftæði" Það sem ráðherra kallar „sér- kennslukjaftæði" er ekki svo lítið mál þegar það er skoðað ofan í kjölinn. í grunnskólalögum er gert ráð fyrir þjónustu við fötluð börn og árið 1977 var sett um það reglugerð. í 15. gr. þessarar reglugerðar stendur: „Ákvæði þau, sem hér fara á eftir um kennslumagn, skulu koma til fullrar framkvæmdar á næstu fjórum árum frá útgáfu þessarar reglugerðar". Þetta er veiga- mikið atriði vegna þess að menntamálaráðuneyti hefur komið í veg fyrir uppfyllingu þessarar reglugerðar síðast liðin ár, með niðurskurði á áætlunum fræðslustjóra. Ég fæ ekki séð, hvernig fagráðuneytið ætlar að verja sig og fela gerðir sínar bak- við eitthvað sem nefnt er pen- ingaleysi. Við vitum að fræðslu- stjóri hefur ár eftir ár gert ná- kvæmar áætlanir sem byggðar eru á greiningu sérfræðinga stofnunarinnar, en ráðuneytið hefur einsog áður segir, skorið þær niður án nokkurra skýrnga. Það verða að teljast undanleg vinnubrögð hjá ráðuneyti sem fer með fræðslu fatlaðra, að gera kröfur til undirmanna sinna um fagleg vinnubrögð, en hafa þau svo að engu þegar til kastanna kemur. í hvert skipti sem þessum nið- urskurði hefur verið beitt, hefur fræðslustjóri mótmælt fyrir hönd skjólstæðinga okkar, en án árangurs. Þó gerðist það, að ráðuneytið tekur fram í fjár- lagatillögum fyrir árið 1986, að óskað verði viðbótarfjár sem fari inn á safnlið grunnskóla v/ sérkennslu. Þetta staðfestist síð- an í Stj.tíð A-18 1985 dags. 31. des. bls. 421, en þar kemur fram að á þessum lið eru 8.970 þús. Á fundi fræðslustjóranna með starfsmönnum ráðuneytisins kemur fram að þetta fé muni verða notað til að leiðrétta þenn- an niðurskurð. Vinnuskýrslur sem ráðuneytinu eru sendar um haustið bera þess merki að reiknað er með fjárveitingu af þessum lið. Fræðslustjóri benti ráðuneytinu á þetta bréflega og lét þess getið, að ef ekki yrði greitt fé til umdæmisins af þess- um lið, myndi koma til vand- ræða. Ráðuneytið vissi því mæta vel að reiknað var með þessum fjármunum og hafði ekkert við það að athuga. Hins vegar hefur ekki ein einasta króna komið til umdæmisins af þessum safnlið, svo það þarf engan að undra þótt farið hafi verið fram úr áætlun- um. Það hefur verið staðfest að þetta fjármagn 8.970 þús. voru ónotaðar í september 1986. Hvers vegna, ráðherra? Eitt er það sem okkur finnst undarlegt varðandi framkvæmd þessarar reglugerðar sem áður er nefnd. Ráðuneytið segir að ekki sé fyrir hendi fjármagn til að framkvæma alla þá sérkennslu sem sérfræðingar telja nauðsyn- lega, en hvernig má það þá vera, að á höfuðborgarsvæðinu hefur enginn niðurskurður átt sér stað. Undrun okkar má ekki túlka sem öfund því reykvísk börn eru vel að þessari þjónustu komin. Hitt er svo annað mál, að ef niður- skurði þarf að beita verður að gera þá kröfu til fagráðuneytis- ins, að öll fötluð börn, hvar á landinu sem þau búa, njóti sömu réttinda. Við getum ekki horft upp á mismunun af þessu tagi án þess að láta frá okkur heyra og því er það eindregin krafa okkar, að reglugerðin komi til fullrar framkvæmdar nú þegar. Það kann að vera nauðsynlegt að koma með tvær dæmisögur, til að varpa ljósi á það, hversu fötl- uð börn á Norðurlandi eystra þurfa að líða vegna niðurskurðar- ins. Dæmi a) Palli býr í Reykjavík. Hann er þroskaheftur og sérfræð- ingar hafa greint hann sér- kennslunemanda og teija að 15 sérkennslustundir á viku væru til þess fallnar, að auka getu hans og búa hann betur undir þátttöku í þjóðfélaginu. Palli fer í einn af grunnskólum borgarinnar og er settur í almennan bekk, en nýtur þar að auki sérkennslu í 15 stund- ir. Dæmi b) Jói á heima norður í landi. Hann er metinn á sama hátt og Palli og gengur í grunn- skólann heima, en vegna „mis- taka“ í ráðuneytinu, sem fer með málefni hans og Palla, getur hann ekki fengið nema 3.5 stundir í sérkennslu. Við skulum einnig gera okkur grein fyrir því, að ef Palli flytti norður í land og Jói suður til Reykjavíkur, þá snerist dæmið við, Jóa í hag. Ef þetta er ekki landshlutapóli- tík, hvað er það þá? Mér dettur ekki í hug að ætla Sverri Hermannssyni svo illt að „Mér dettur ekki í hug að ætla Sverri Hermannssyni svo illt að vilja mismuna börnum af þessu tagi. Hins vegarhefur ráðuneyti hans brugðist skyldum sínum gagnvart þess- um einstaklingum og þegar ráðherra hefur verið bent á þetta œtti hann umsvifalaust að lagfœra þessa augljósu villu ístað þess að grípa til þess ráðs að kallafrœðslustjóra Norður- lands eystra öllum illum nöfnum... “ vilja mismuna börnum af þessu tagi. Hins vegar hefur ráðuneyti hans brugðist skyldum sínum gagnvart þessum einstaklingum og þegar ráðherra hefur verið bent á þetta, ætti hann umsvifa- laust að lagfæra þessa augljósu villu, í stað þess að grípa til þess ráðs að kalla fræðslustjóra Norð- urlands eystra öllum illum nöfnum, þótt hann hafi reynt af fremsta megni að rétta hlut þess- ara barna. Fram hefur komið að sum fræðsluumdæmi hafa leyst þenn- an sérkennsluvanda með „betri nýtingu“ á almenna kennslukvót- anum, þ.e. skerðingu á kennslu svokallaðra heilbrigðra barna, sem leiðir til þess að afgangs eru tímar sem notaðir eru til sér- kennslu. Ráðherra hefur notað þetta sem rök fyrir því að við þurfum ekki aukið fjármagn til sérkennslunnar. Þetta eru hald- lítil rök, vegna þess að við vitum vel að þar sem þetta hefur verið gert, er það fyrst og fremst vegna þess að ekki fengust kennarar til almennrar kennslu svo að fella varð niður eitthvað af hinu al- menna námi. Er ekki verið að brjóta lög á svokölluðum heilbrigðum, ef fella verður niður almenna kennslu? Er ekki verið að brjóta lög og ganga fram hjá ákvæðum reglugerða, ef fjár- veitingar eru ekki nógar til sér- kennslu? Kennaraskorturinn á lands- byggðinni er vandamál útaf fyrir sig og mörg sveitarfélög standa frammi fyrir óleystum vanda hvað þetta varðar. Við hljótum að horfa til þess með hryllingi, ef vandinn verður miklu stærri, því þá getur skapast hyldjúp gjá milli barna í þéttbýli og dreifbýli. Það ætti öllum að vera ljóst og þess vegna ætti menntamálaráðuneyt- ið ekki að notfæra sér þetta ástand til að klóra yfir þá hand- vömm sem við blasir. Aga- og trúnaðarbrot Ráðherra hefur sakað Sturlu Kristjánsson um óhlýðni og trún- aðarbrot. Um trúnaðarbrotið ætla ég ekki að ræða hér, enda hafa starfandi fræðslustjórar og fræðsluráð mótmælt þeim ásök- unum á hendur Sturlu og sýnt fram á hversu ráðherra hefur illi- lega hlaupið á sig með þeirri sak- fellingu. Hitt er svo annað mál, að ef ráðherra þolir ekki að hon- um sé bent á sannleikann í sér- kennslumálinu, þá er það ekki Sturlu Kristjánssyni að kenna. Sturla hefur unnið fyrir þetta skólaumdæmi af fádæma elju- semi og dugnaði og hefur enginn skólamaður hér fyrir norðan bor- ið brygður á störf hans þar að lútandi. Undanfarin þrjú ár hef ég setið samráðsfundi skólastjóra og fræðslustjóra þar sem málefni umdæmisins hafa verið rædd og stefnan mótuð og því finnst mér að ásakanir ráðherra á hendur Sturlu séu einnig ætlaðar mér. Við sem setið höfum þessa fundi vitum vel að baráttan hefur snúist um allt annað en ráðherra vill vera láta og vörn hans er svo veik, að grípa verður til valdníðslu og ómerkilegra bragða til að koma höggi á fræðslustjóra vorn. (Lítill fugl hvíslaði því að mér að starfs- menn ráðherra hefðu aldrei tekið í mál að láta rannsaka þetta mál á heiðarlegan máta, því að þá hefði engin sakargift fundist og ekki verið hægt að losna við Sturlu Kristjánsson úr embætti fræðslu- stjóra). Barátta okkar hefur snú- ist um það eitt að fá að framfylgja grunnskólalögunum og til þessa hefur engin sök verið fundin á hendur Sturlu sem réttlætir svo svívirðilega aðför sem ráðherra hefur beitt. Það er ekki hægt að láta það óátalið, að ráðherra skuli sniðganga almenn mann- réttindi á þann veg sem við höf- um nú orðið vitni að. Ummæli hans í Alþingi benda einnig til þess að „háttvirtur“ mennta- málaráðherra kunni ekki fótum sínum forráð né tungu sinni tak. Þær ávirðingar sem ráðherra tók til í þingræðu sinni þriðjudaginn 20. janúar síðastliðinn og unnar voru af Örlygi Geirssyni skrif- stofustjóra fjármáladeildar, eru þess eðlis að ef grannt er skoðað, þá er greinilegt að hvorugur hef- ur nokkuð getað fundið að emb- ættisfærslu Sturlu Kristjánssonar og því gripið til þess ráðs, að slíta setningar úr nokkrum bréfum, án samhengis við efni þeirra. Það má vera að þetta sé löglegt, en vond er nú lyktin af vinnu- brögðum af þessu tagi. Fjárlög og grunnskólahald Fyrir nokkrum dögum kom bóndi úr minni sveit með gögn sem hann vann upp úr Stjórnar- tíðindum. Þetta voru upplýsingar um framlög til grunnskóla á fjár- lögum og náði könnun hans til áranna 1982-1987. Mér þótti þetta athyglisvert og fékk leyfi hans til að vinna út frá þessum gögnum. Það kemur glöggt í ljós þegar þetta er skoðað, að það er ekki sama hvort maður heitir Jón eða séra Jón. Við skulum nú skoða niður- stöðutölur þær sem í þessum gögnum er að finna og tekið skal fram að allar tölur eru í þúsund- um króna. (Sjá töflu) Ef við skoðum prósentuhækk- un síðustu þriggja ára kemur einnig dálítið merkilegt í ljós. Reykjavík..............88,66 Reykjanes..............84,48 Vesturland.............84,93 Vestfirðir.............87,74 Norðurl. V.............82,61 Norðurl. A.............76,83 Austurland.............90,47 Suðurland..............77,64 Meðaltalshækkun í % var 84,33. Vekur það ekki undrun ykkar, að Norðurland eystra skuli vera svo neðarlega þegar fjárlög eru hækkuð milli ára? Gerið þið ykk- ur grein fyrir hvað hér er um háar fjárhæðir að ræða? Við fyrstu sýn fannst mér þetta ekki svo voða- legt, en þegar betur er að gáð, kemur í ljós að ef Norðurland eystra hefði fengið meðaltalsp- rósentuhækkun síðustu 6 ára, væri upphæðin á fjárlögum nú 276.257 þús., eða 13.270 þús. hærri en raun ber vitni. Ef við hins vegar reiknum okkur með- altals hækkun síðustu 3 ára, væri þessi munur 11.150 þús. Enn er hægt að leika sér með tölurnar. Ef við hefðum fengið sömu hækkun og t.d. Austurland, væri munurinn um 20-22 milj. Það væri hægt að gera margt með slíkri viðbót. Einnig er rétt að gera sér grein fyrir því að fækkun eða fjöigun fólks á viðkomandi svæðum hefur nánast engin áhrif frá ári til árs. Ég vil skora á fólk að athuga vel þessar niðurstöður og spyrja þann sem ræður, hvers vegna Norðurland eystra nýtur ekki meiri velvilja hjá yfirvöld- umm Er þetta hluti af landshlut- apólitíkinni? Garðar Karlsson, skólastjóri Laugalandsskóla. Föstudagur 30. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.