Þjóðviljinn - 19.02.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.02.1987, Blaðsíða 4
Ol^a Guðrún Arnadóttir, rithöfundur, skipar 5. sæti G-listans Efvið eigum ekki hijómgrunn núna, þá hvenær? Það er búið að gera þorra launafólks að lágtekjufólki, það erbúið að staðfesta fátæktí landinu- þó yfirstéttarlið á borð við for- sætisráðherrann okkarþykist ekki vita afþví, - mennta- og heilbrigðiskerfi eru í stórhættu vegna vanrækslu yfirvalda, elli- og örorkuþegar eru hang- andiá nástrái og fjöldibarna er nánast heimilis- og munað- arlaus í vinnuþrælkuninni sem erað drepa þessa þjóð. Þetta sagði Olga Guðrún Árna- dóttir, rithöfundur, en hún skipar fimmta sæti framboðslista Al- þýðubandalagsins í Reykjavík. Olga Guðrún er ekki beinlínis óþekkt hér á landi - barnalög Olafs Hauks Símonarsonar, sem hún söng inn á plötur hafa hljóm- að í barnatímum og óskalagaþátt- um síðustu tíu ár eða svo, auk þess sem hún hefur verið afkasta- mikill höfundur og þýðandi. Á síðustu árum hefur hún tekið virkan þátt í starfsemi húsnæðis- hópsins svokallaða, en hún og maður hennar, Guðmundur Ól- afsson leikari, þekkja kjör „mis- gengishópsins“ vel því þau keyptu sína íbúð fyrir tæpum fimm árum - risíbúð við Kirkju- teig, þar sem þau búa með börn- um sínum tveimur. Olga Guðrún er tiltölulega ný- gengin í Alþýðubandalagið en hefur lengi verið virk í þjóðfé- lagsgagnrýni og þá gagnrýnt Al- þýðubandalagið og forystu þess eins og önnur forystuöfl þjóðfé- lagsins. Af hverju að ganga í Al- þýðubandalagið? „Því er til að svara að ég hef lengi verið stuðningsmaður Al- þýðubandalagsins - meira eða minna í gegnum tíðina. Og nú fannst mér ástandið orðið svo al- varlegt að við sem teljum okkur vinstra fólk og viljum efla barátt- una fyrir bættum lífskjörum al- mennings - við verðum að sam- einast. Það er ekki síst tvístring- urinn á vinstri vængnum sem hef- ur haldið íhaldinu við völd. Og þó ég sé ekki alltaf ánægð með Álþýðubandalagið þá var það eini kosturinn sem kom til greina fyrir mig. Ég vil starfa sem sósíalisti og það er margt úrvals- fólk í þessum flokki sem ég vildi gjarnan eiga samleið með. Mér hefur reynst tiltölulega auðvelt að komast inn í starfið í flokknum - það kom mér reyndar dálítið á óvart. Ég hafði meðal annars heyrt að það væri erfitt að vera kona í Áiþýðubandalaginu og komast til einhverra áhrifa, en þá reynslu hef ég ekki. GAMALDAGS SÓSÍALISTI? Já, svei mér þá. í hjarta mínu er ég byltingarmanneskja, og þær hugsjónir sem gömlu sósíalistarn- ir höfðu að leiðarljósi standa mér mjög nærri. Ég ber afar takmark- aða virðingu fyrir „herrunum" í hvaða mynd sem þeir birtast, þeim sem taka sér húsbóndavald yfir alþýðu manna og reyna að merja út úr henni hverja krónu, hvern minnsta snefil af lífsorku. Þetta þjóðfélag er svo sundur- grafið af spiilingu og mannfyrir- litningu að mér finnst stundum að það sé óvinnandi verk að gera úr því heilbrigt þjóðfélag. Að eina vitið væri að fleygja því í heilu lagi og byrja að byggja upp alveg frá grunni. A hinn bóginn gerir maður sér grein fyrir því að það þarf að fara aðrar leiðir en reynt var að fara fyrir 50 árum. Samt finnst mér bæði verkalýðshreyfingin og vinstri hreyfingin hafa slegið alltof mikið af- og ég vona sann- arlega að pólitísk þátttaka mín og annarra mér sama sinnis geti orð- ið til að breyta einhverju þar um. Sjálf er ég komin í þá aðstöðu að geta látið rödd mína heyrast og vonandi hafa áhrif, og það var auðvitað markmiðið með mínu framboði í forvalinu og markmið- ið með starfi mínu innan Alþýðu- bandalagsins. Ég vil efla barátt- una og ég er ekkert ein um það; við erum mörg og okkur fer sífellt fjölgandi. Hver er helsti munurinn á því að vera róttækur utan flokks og innan? „Ef maður spilar „sóló“ er maður á vissan hátt frjálsari, maður er ekki fulltrúi annars en eigin skoðana og svarar alfarið fyrir þær sjálfur. En maður fer líka á mis við margt - það er mjög hollt að skiptast á skoðunum við aðra, hvort sem maður velur til þess þennan vettvang eða ein- hvern annan. Mér fannst ekki nóg að standa utan við sem gagnrýnandi, ég vildi taka þátt í uppbyggingu, vinna með öðrum. Þannig nær maður jú árangri. Það er þessi margfræga samstaða sem ég trúi á. En ég lít ekki á flokkinn sem neina heilaga stofnun, heldur sem tæki. Ekki til að ráða yfir fólki, heldur tæki sem fólkið not- ar sér og lagar að þörfum og að- stæðum hvers tíma. Lifandi stjórnmálaflokkur verður að vera í sífelldri mótun. Það eru bara hugsjónirnar, grundvallarmark- miðin sem verða að standa óhagganleg og mega aldrei breytast. Óg þó ég sé gengin í flokkinn geri ég mér grein fyrir því að sam- starfsreglur innan hans eru nauðsynlegar. Því þar er saman komið ólíkt fólk með mismun- andi áherslur þó meginmarkmið- in séu þau sömu - þá tel ég mig samt ekki bundna á klafa og er ekki hætt að hafa persónulegar skoðanir og ætla ekki að hætta að tjá þær. Ég mun halda áfram að gagnrýna verkalýðsforystúna á meðan starf hennar ekki skilar fólki mannsæmandi kjörum, og ég mun gagnrýna flokkinnn ef hann ekki stendur sig sem róttækt afl og málssvari alþýðu manna. Það er hans hlutverk.“ RÖDD Á ALÞINGI Nú eru allar líkur á því að þú fáir tækifœri til að taka þátt í þingstörfum á komandi þingum sem varaþingmaður. Á hvað tnál viltu leggja áherslu þar? „Það eru auðvitað geysimörg óunnin verk og erfitt að taka þar eitt fram yfir annað. Persónulega vil ég leggja megináhersluna á gjörbreytta stefnu í kjaramálum, svo fólk geti farið að lifa mannsæmandi lífi af þeirri fjöru- tíu stunda vinnuviku sem einu sinni var samið um, en er nú löngu gleymd og grafin. Húsnæðismálin eru annað brýnt verkefni, þar þarf að gera stórfelldar úrbætur, og ég mun gera mitt til að hlutur hins svo- kallaða misgengishóps í húsnæð- ismálum verði réttur. Þar eiga margir harma að hefna, fólk sem situr uppi með margfaldar skuldabyrðar vegna svívirði- legrar vaxtastefnu núverandi ríkisstjórnar. Ég vil beita mér fyrir því að hin svokölluðu kvennastörf verði metin að verðleikum - mér finnst raunar fátt vera mikilvægara þjóðfélaginu en uppeldis- og um- önnunarstörf, hvar sem þau eru unnin, og ekki seinna vænna en að þau hljóti þá uppreisn æru sem þeim ber. Þá er ég komin að því sem brennur á mér heitar en allt ann- að, semsé hin hræðilega van- ræksla sem íslensk börn mega þola í dag. Þetta þjóðfélag okkar er svo barnfjandsamlegt að það tekur engu tali. Á meðan foreldr- arnir vinna einsog þrælar eiga börnin nánast að ala sig upp sjálf, það er hvergi gert ráð fyrir þeim, réttur þeirra er enginn, þarfir þeirra eru ekki til umræðu. Börn eru gleymdur þjóðfélagshópur,og það þarf ekkert minna en hugarfarsbreytingu til að koma þeim inn á kortið.“ BARÁTTAN En áður en Olga Guðrún tekur sæti sem varaþingmaður þarf að vinna kosningabaráttuna. Hvern- ig leggstsú barátta íframbjóðand- ann? „Við sem í framboði erum þykjumst hafa harla gott vegar- nesti, því málstaður Alþýðu- bandalagsins byggir á því sem ætti að vera hverjum íslendingi hjartfólgnast: virðingu fyrir lífi og starfi þess fólks sem hér hrær- ist, fyrir landinu okkar og sjálf- stæði þjóðarinnar í öllum skiln- ingi. Fyrir slíkan málstað er bæði gott og gaman að berjast. Það er mikill hugur í okkur og hann á eftir að skila sér í öflugu kosningastarfi. Við erum öll reiðubúin að leggja nótt við dag í þessari vinnu, og takist okkur að koma boðskap okkar þangað sem hann á erindi verður árangurinn eftir því góður. Ég get ekki látið hjá líða að benda því fólki, sem hingað til hefur þurft að kjósa kvennalista til að koma konu á þing, á þá staðreynd að nú eru þrjár konur í fimm efstu sætum á lista Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík, og ég held að okkur sé öllum treystandi til að vinna að málefnum kyn- systra okkar af fullum heilind- um.“ 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.