Þjóðviljinn - 19.02.1987, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 19.02.1987, Blaðsíða 13
Umboöá Islandi fyrir DINERS CLUB INTERNATIONAL Það koma allir brosandi heim dTC(KVtl<( FERÐASKRIFSTOFA, IÐNAÐARHÚSINU HALLVEIGARSTÍG 1, SÍMAR 28388 - 28580 Brottfarir til Mallorka í sumar: apríl 15. 29. maí 23. júní 1. 13. 22. júlí 4. 13. 25. ágúst 3. 15. 24. sept. 5. 14. 26. okt. 5. Sumarhús viö sjó. Enn bjóðum við vinsælar ferðir í Weissenhauser - Strand sumarhúsin við strendur Eystrasaltsins norður af Hamborg. íþrótta- og tómstundaað- staða er með því besta sem gerist í Evrópu. Golf, tennis, keiluspil, billjard. Frá húsunum er stutt til Kaupmannahafn- ar með börnin í Tívolí eða á Strikið. Enn styttra er í Hansaland sem er feikistórt leiktækja-, skemmtana- og útivistarsvæði í nágrenninu. islenskur fararstjóri á staðnum svarar öllum spurningum. Flogið er beint til Hamborgar. Tekið á móti farþegum og ekið ó áfangastað. Hægt er að velja um tvo kosti og báða góða. Sumarhús fyrir 2-8 eða íbúð í þriggja hæða íbúðarbyggingu á svæðinu. Verðdæmi fyrir hjón með tvö börn í hálfan mánuð: Kr. 20.900 á fjölskyldumeðlim. Siglingar, sérgrein Atlantik. skhfstof an hefur einkaumboð fyrir hið óviðjafnanlega skipafélag Royal Caribbean. Sé markmiðið munaður og viðurgerningur á heimsmælikvarða er sigling með Royal Caribbean rétti kosturinn. Unnt er að velja milli siglinga í 7-17 daga með ólíkum áfangastöðum. Lúxusferð. Verð frá kr. 71.000 á mann. Heillandi heimsborgir. Vinsældir stórborg- arferða aukast stöðugt. Við bjóðum upp á flug og bíl til Hamborgar, Amsterdam, Lúxemborgar, Kaupmannahafnar, Glasgow, Rómar, Parísar og London. Verðdæmi Hamborg: Fimm saman í bíl í viku. Kr. 14.400 á mann. Rútuferðir. Notaleg ferð um Norður-Þýskaland. i ferðinni er meðal annars farið í borgarskoðanir í Hamborg, Bremen og Hannover. Ferðir 4.-14. júní og 27. ágúst - 6. september. Myndræn ferð um Mið-Evrópu. Heillandi ferð um fögur fjallahéruð og skóga. Flogið er til Frankfurt og þaðan ekið áfram. Meðal áfangastaða eru Heidelberg, Freiburg, Svarti- skógur, Tyrol hérað, Innsbruck, Vínarborg, Múnchen og Núrnberg. Ferð 2. - 23. ágúst. Barnaafsláttur. í öruggum höndum hjá OTCOMTI* Sumaráætlun ATLANTIKer komin út. Sextán síðna litprent- aður bæklingur með myndum og upplýsingum áuk fjögurra síðna verðskrár. Við bjóðum þér bækl- inginn á skrifstofunni. Á Mallorka bjóðum við upp á fjögur hótel. Royal Playa de Palma, Roj- al Jardin del Mar, Royal Sa Coma og Royal Torrenova. Allt gististaðir í sér- flokki. Til þess að taka eitt dæmi um aðbúnað má skoða Royal Jardin del Mar. Allar íbúðir hótelsins hafa svalir að sjó, eldhús, baðherbergi, stofu og svefn- herbergi. Á hótelunum er auk þess skemmtidagskrá sex daga vikunnar. Á næstu grösum eru klúbbar, veitingastað- ir, þjónustufyrirtæki, dansaðstaða og aðstaða til hvers kyns íþróttaiðkana. Verödæmi fyrir hjón með tvö börn í þrjár vikur í júlí: Kr. 28.300 á fjölskyldumeðlim. Páskaferðir. Því ekki að hrista af sér vetrardrungann í hrífandi ferð til fjalllendis Sviss 11 .-20. apríl? Þar býðst glæsileg gisting á Axenfels, nýju einkar vönduðu hóteli. Öll herbergi með síma, sjónvarpi og útvarpi, míníbar, svölum og baði. Páskaferötil Mallorka. Vinnudagarnir eru fáir sem tapast og á þessum tíma þráir fólk sólaryl. íslenskur fararstjóri tekur á móti farþegum við kom- una. Flogið til Palma 15. apríl og neim- leiðis er haldið þann 29. apríl. Verðdæmi: Hjón með tvö börn. Kr. 22.000 á fjöl- skyldumeðlim.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.