Þjóðviljinn - 24.02.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.02.1987, Blaðsíða 2
Telurðu að 12%, verðbólguspá Þjóð- hagsstofnunar, standist í ár? Hrönn Helgadóttir: Spáin er byggð á of mikilli bjartsýni. Hún stenst ekki. Ég hef trú á að verðbólgan verði örugg- lega 15% í ár ef að líkum lætur. Kristín Sveinbjörnsdóttir: Ég hef enga trú á að þessi spá standist. Hún er byggð á mikilli bjartsýni. Verðbólgan verður ca. 15-20% í ár. Kristberg Óskarsson: Ef fer sem horfir þá gæti þessi spá staðist. Ég reikna allavega með þvi. En kannski er þetta bara óskhyggja. María Jóhannsdóttir: Ég hef ekkkert álit á þessum spám. En ef vilji er fyrir hendi þá gæti þessi spá kannski staðist. Finnur Magnússon: Já. Ég tel að þessi spá standist og verði jafnvel minni nema ef til kæmu breytingar á forsendum hennar sem ekki er séð fyrir í dag. FRETTIR Happadrœttin/Lottó Baráttan um markaðinn SÍBS: Samdráttur um 8-10% Getraunir: Samdráttur um 10-15% HHI: Höldum okkar hlut. DAS: Samkeppnin enn óreynd Það er mikil og hörð barátta á happdrættismarkaðnum í dag og ég neita því ekki að á þeim stöðum þar sem Lottóið er til sölu höfum við orðið vör við samdrátt i sölu okkar miða, ca. 8-10% en haldið okkar hlut þar sem Lottóið er ekki til staðar, - segir Ólafur Jóhannesson hjá SÍBS. Svipaða sögu hafði Birna Ein- arsdóttir hjá Getraunum að segja. Þar hefur sala á getrauna- seðlum dregist saman úr 10-15% Frá því að Lottóið tók til starfa fyrir 12 vikum hafa landsmenn, sem eiga þess kost, keypt Lottó- miða fyrir 137 milljón króna. - Hjá okkur í Happdrætti Há- skólan íslands höfum við ekki merkt neinn samdrátt í sölu miða. Við höldum okkar hlut og okkar viðskiptamenn halda tryggð við happdrætti HÍ. Ég held að hin mikla sala í Lottóinu sé hrein viðbót á markaðnum. - segir Jóhannes L.L. Helgason hjá happdrætti Háskóla íslands. - Happdrættisárið hjá okkur byrjar ekki fyrr en í vor svo ég veit ekki hvernig við hjá DAS komum til að standa okkur í sam- keppninni við Lottóið. Ég held þó, án þess að vita það með vissu, að það séu litlu happdrættin sem blæði mest vegna Lottósins. Fólk hendir þeim jafnharðan í körfuna um leið og þau berast inn um bréfalúguna, - sagði Baldvin Jónsson hjá DAS. - g r.h. „Brosnámskeiðið‘'semstarfsfólkFlugleiðaverðursentánæstudagavarreyntástjórnendumfélagsinsfyrirskömmuog virðist hafa lukkast bærilega eftir myndinni að dæma. „ , _ Farþegaflug Brosandi starfsmenn, betri þjónusta Sæmundur Guðvinsson: Góður andi á vinnustað leiðir til betri þjónustu við viðskiptavini Þetta eru svipuð námskeið og SAS var með og var kallað brosherferðin, nema að allir okk- ar 1800 starfsmenn sækja þessi námskeið, en ekki bara þeir sem umgangast viðskiptavinina, sagði Sæmundur Guðvinsson, blaða- fulltrúi Flugleiða. „Námskeiðin hefjast í mars- byrjun og verða um 60 manns í hverjum hópi og hvert námskeið tekur tvo daga, samtals 16 tíma og er markmið námskeiðanna að laða fram hið jákvæða í fólki og kenna því að fást við vandamál sín, bæði heima og á vinnustað, og leysa úr þeim.“ Þá verða markmið og stefna Flugleiða kynnt á námskeiðunum og leitað eftir áliti starfsmann- anna á þeim málum. Stjórnunarfélag íslands sér um námskeiðin, sem eru dönsk að uppruna, en þýdd og staðfærð af Hauki Halldórssyni, sem einnig kennir starfsfólki Flugleiða. -sá. Sjósetningarvagn nær tilbúinn Mikill hugur í Mýrdœlingum. Búastmá við stóraukinni sjósókn þaðan í sumar Sjósetningarvagninn verður væntanlega tiibúinn eftir hálf- an mánuð. Verður hann staðsettur í fjör- unni og ýtt út með jarðýtu og fljóta bátarnir þar af honum. Kostnaðurinn við smíðina verður eitthvað um 200 þúsund kr. þrátt fyrir að mikið af smíðinni sé unn- ið í sjálfboðavinnu - segir Reynir Ragnarsson í Vík í Mýrdal. Nokkrir einstaklingar í Vík hafa tekið sig saman um smíði sjósetningarvagns til að auðvelda sjósókn þaðan. Enda mjög stutt á fengsæl fiskimið þar út frá. Verð- ur notast við 2-3 tonna hraðbáta. Hingað til hafa Mýrdælingar notast við svokallaðan bátabíl sem er 8 tonna, búinn 300 hest- afla díselvél. Er honum ekið út í sjóinn og er þá sem bátur. Af afloknum róðri er honum keyrt upp á land og er þá sem bíll. Aflinn sem veiddur er á hand- færi er seldur sem soðmatur í verslanir og í sveitirnar í kring. Einnig er hann verkaður í salt. Með tilkomu sjósetningar- vagnsins má búast við aukinni sjósókn frá Vík sem að sjálfsögðu verður kvótalaus. - g-r.h. Snjómokstur Helmingi minna í vetur - Þetta er eins og hjá slökkvi- liðinu. Yfir vetrarmánuðina erum við með mannskap og tæki ávallt tilbúin til snjómoksturs ef ske kynni að hann færi að snjóa og því fylgir alltaf einhver kostn- aður, - segir Ingi Ú. Magnússon gatnamálastjóri. Kostnaður vegna snjómokst- urs frá 1. október til áramóta 1986 nam 14 milljónum króna en frá áramótum til dagsins í dag að- eins 3 milljónir. Samtals eru það 17 milljónir sem borgarsjóður hefur þurft að borga til snjó- moksturs það sem af er þessum vetri. í fyrra nam heildarkostnaður vegna snjómoksturs 35 milljónum króna. Frá janúar til apríl í fyrra nam hann 21 milljón króna. Miðað við allt árið í fyrra og það sem af er þessu ári er kostn- aður vegna snjómoksturs í Reykjavík helmingi lægri. g.r.h. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðiudagur 24. febrúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.