Þjóðviljinn - 24.02.1987, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 24.02.1987, Blaðsíða 14
Auglýsing um atkvæðagreiðslu um sameiningu allra sveitar- félaga í Austur-Barða- strandarsýslu í eitt sveitarfélag Atkvæðagreiðsla um sameiningu allra sveitarfélaga í Austur-Barðastrandarsýslu í eitt sveitarfélag mun fara fram 14. og 15. mars nk. Kosið verður á þingstöðum allra hrepp- anna. Kjöfundir hefjast þar ofangreinda daga kl. 13.00 og lýkur kl. 17.00. Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla fer fram hjá hreppstjórum viðkomandi hreppa og hjá sýslumanni Barðastrandarsýslu á venjulegum skrifstofutíma frá 9. mars til og með 13. mars. Kjörskrár munu liggja frammi á venjulegum stöðum frá 23. febrúar til og með 28. febrúar. Kærur vegna kjörskrár skulu berast til oddvita viðkomandi hreppa eigi síðar en viku fyrir fyrri kjördag. Atkvæðagreiðslan verður að öðru leyti nánar auglýst í viðkomandi sveitarfélögum. Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga í Austur-Barðastrandarsýslu. Lífeyrisréttur - lánaréttur Stjórn Lífeyrissjóðs bænda vill af gefnu tilefni vekja athygli ungs fólks, sem á heimili í sveit- um á því að það á bæði rétt og skyldu til að vera félagar í sjóðnum hafi það tekjur af vinnu við landbúnað. Stjórninni þykir sérstök ástæða til að vekja athygli á þessu nú vegna þess réttar, sem aðild að sjóðnum veitir til lána vegna kaupa á húsnæði eða til húsbygginga skv. nýjum lögum um húsnæðislán. Stjórn sjóðsins skorar bæði á unga fólkið sjálft og vinnuveitendur þess, ekki síst séu það for- eldrar þess, að sjá til þess að iðgjöld séu greidd reglulega til sjóðsins af öllum vinnu- launum og fríðindum, sem eru hluti launa. Þar er átt við laun, sem greidd eru með búvörum, fæði og húsnæði svo og skólakostnaður. Rannsóknarstofur o.fl., Ármúla 1 Tilboð óskast í innanhússfrágang fyrir rannsóknar- stofur o.fl. í Ármúla 1 A í Reykjavík. Rannsóknarstofurnar eru á hluta 1. hæðar og kjall- ara, alls um 1100 m2. Auk þess skal ganga frá mötuneyti o.fl. á um 150 m2. Einnig á að steypa upp viðbyggingu og ganga frá henni, um 200 m2. Á vinnusvæðinu á að leggja allar lagnir og loftræst- ingu, auk frágangs veggja, gólfa, lofta og raflagna. Verkinu skal að fullu lokið 1. ágúst 1987. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borg- artúni 7, Reykjavík, til og með föstudegi 6. mars 1987 gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 17. mars 1987 kl. 11.00. Auglýsing til mjólkurframleiðenda er ætla að taka til- boði Framleiðnisjóðs um sölu eða leigu fullvirðisréttar næsta haust. Ríkissjóður mun frá og með 23. febrúar 1987 til og með 31. ágúst 1987 gefa þeim mjólkur- framleiðendum er ætla að taka tilboði Fram- leiðnisjóðs næsta haust kost á því að hætta framleiðslu nú þegar. Fyrir hvern Itr. af ónot- uðum fullvirðisrétti þessa verðlagsárs mun ríkissjóður greiða 15 kr. Tilboð þetta er háð samþykki viðkomandi bún- aðarsambands. Eigi verður leigt minna magn hjá hverjum framleiðanda, nema sérstakar ástæður liggi fyrir, en sem svarar til 20% af úthlutuðum fullvirðisrétti hans verðlagsárið 1986/87. Greiðsla leiguupphæðar fer fram eigi síðar en þremur vikum frá undirskrift samnings. Skrifleg umsókn sendist til landbúnaðarráðu- neytisins Arnarhvoli, 150 Reykjavík, en það veitir jafnframt allar nánari upplýsingar. Landbúnaðarráðuneytið, 19. febrúar 1987 Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir janúarmánuð 1987, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. mars. Stjórn Lífeyrissjóðs bænda Fjármálaráðuneytið, 20. febrúar 1987 Námskeið um rafstýringar í vökvakerfum Ætlað mönnum sem ekki hafa raftæknilega menntun en starfa við rekstur vökvakerfa, verður haldið 2. t.o.m. 4. mars á Iðntækni- stofnun íslands. Þátttökugjald er kr. 6.000.- Innifalin eru námsgögn og fæði. Upplýsingar og innritun í símum 687440 og 677000. FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ IÐNAÐARINS Slökkvilið Hafnarfjarðar Átta stöður brunavarða í Slökkviliði Hafnar- fjarðar eru lausartil umsóknar. Laun eru sam- kvæmt kjarasamningi við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar. Tilskilið er að umsækjendur hafi eða afli sér meiraprófsréttinda bifreiða- stjóra. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf 1. apríl nk. Umsækjendurskili umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum á slökkvistöðina við Flatahraun fyrir 6. mars nk. Nánari upplýsingar gefur undirritaður. Slökkviliðsstjórinn í Hafnarfirði. Norræn styrkur til bókmennta nágrannalandanna Ráðherranefnd Norðurlanda hefur skipað sérlega nefnd til að ráðstafa fé því sem árlega er veitt til að styrkja útgáfu á norrænum bókmenntum í þý- ðingu á Norðurlöndum. Fyrsta úthlutun nefndarin- nar á syrkjum í þessu skyni í 1987 fer fram í mai. Norrænn styrkur til þýðinga á bókmenntum nágrannalandanna þá mun nefndin einnig í maí úthluta styrkjum til þýðinga á árinu 1987. 75.000 danskar krónur eru til umráða, er þeim fyrst og fremst ætlað að renna til þýðinga úr færeysku, grænlensku, íslensku og samisku á önnur norðurlandamál. Umsóknareyðublöð ásamt leiðbeiningum fást hjá Menntamálaráðuneytinu í Reykjavík, eða frá skrif- stofu Ráðherranefndar Norðurlanda í Kaupmanna- höfn. Umsóknarfrestur fyrir báða þessa styrki rennur út 1. april 1987. Umsóknir sendist til: Nordisk Ministerrád Store Strandstræde 18 DK-1255 Kobenhavn K, Danmark ALÞYÐUBANDAIAGIÐ Steingrímur Svanfríður Björn Valur Norðurland eystra Byggjum landið allt Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra verður með opna stjórnmálafundi sem hér segir: Ólafsfirði - fimmtudaginn 26. febrúar kl. 20.30 ÍTjarnarborg. Á fundinn mæta þau Steingrímur, Svanfríður og Björn Valur. Kópaskeri - föstudaginn 27. febrúar kl. 20.30 í Barnaskólan- um. Þórshöfn - laugardaginn 28. febrúar kl. 13.00 í Þórsnesi. Raufarhöfn - sunnudaginn 1. mars kl. 16.00 í félagsheimil- inu. Á þessa fundi mæta þau Steingrímur, Svanfríður, Sigríður og Björn Valur. Flutt verða stutt ávörp og fyrirspurnum svarað. Allir veikomnir. Kjördæmisráð Hérað Alþýðubandalag Héraðsbúa boðar til félagsfundar þriðjudaginn 24. febrúar kl. 20.30 að Selási 9, Egilstöðum. Dagskrá: Kosningastarfið. Sigurjón Bjarnason og Sveinn Jóns- son formaður kosningastjórnar mæta á fundinum. Alþýðubandalag Héraðsbúa Norðfjörður Alþýðubandalagið í Neskaupstað boðar til félagsfundar miðvik- udaginn 25. febrúar kl. 20.30 í Egilsbúð. Einar Már Sigurðarson og Elma Guðmundsdóttir ritari kosning- astjórnar mæta á fundinn. Stöðvarfjörður Alþýðubandalagið Stöðvarfirði boðar til félagsfundar sunnu- daginn 1. mars kl. 16.30. Dagskrá: Kosningastarfið. Unnur Sól- rún Bragadóttir og Jóhanna lllugadóttir kosningastjóri mæta á fundinn. Ab. Stöðvarfirðl. Fundur um landbúnaðarmál Bændur á Héraði og aðrir áhugamenn um framfarir í landbún- aði. Alþýðubandalagið boðar til opins fundar í Valaskjálf fimmtudaginn 26. febrúar nk. klukkan 20.30. Rædd verður staða sveitafólks og þeirra sem sveitunum þjóna. Sérstaklega verða minkarækt gerð ítarleg skil. Frummælendur: Hjörleifur Guttormsson alþingismaður, Álfhildur Ólafsdóttir loðdýrarækt- arráðunautur og Björn Halldórsson bóndi, Akri, Vopnafirði. Allir velkomnir. Alþýðubandalagið Breiðdalsvík Alþýðubandalag Breiðdalshrepps boðar til félagsfundar sunnu- daginn 1. mars kl. 13.30 í Staðarborg. Unnur Sólrún Bragadóttir og Jóhanna lllugadóttir kosningastjóri mæta á fundinn. Ab. Breiðdalsvík. Opið hús Alþýðubandalagsins er fyrirhugað á Vertshúsinu laugardaginn 21. febr., 28. febr. og 7. mars milli kl. 15.00 og 17.00. Nánar auglýst síðar. Alþýðubandalagið Kópavogi Góugleði Góugleði ABK verður laugardaginn 28. febrúar í Þinghóli. Húsið opnað kl. 19.00. Fordrykkur, borramatur, skemmtiatriði og dans. Gestur kvöldsins verður Ásdís Skúladóttir. Miðaverð kr.1200. Miðapantanir í Þinghóli alla virka daga sími 41746. Á kvöldin í síma 45689 (Unnur). Stjórn ABK. ABR Fundur í 6. deild Fundur verður hjá 6. deild Alþýðubandalagsins í Reykjavík n.k. fimmtudagskvöld kl. 20.30 íflokksmiðstöðinni, Hverfisgötu 105. Nánar auglýst eftir helgina. KOSNINGASKRIFSTOFUR Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra Kosningaskrffstofa Alþýðubandalagsins er í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18, Akureyri. Til að byrja með verður skrifstofan opin þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16-18. Starfsmaður er Krist- jana Helgadóttir. Síminn er 25875. G-listinn Reykjanesi Aðalkosningaskrifstofa G-listans í Reykjaneskjördæmi er í Þinghóli, Hamraborg 11, Kópavogi. Þar er opið alla virka daga frá kl. 10.00-19.00. Alltaf heitt á könnunni og starfsmennirnir Valþór, Ásdís, Helgi og Unnur til þjónustu reiðubúin. Símarnir eru 41746 og 46275. Þá hefur einnig verið opnuð kosningaskrifstofa í Keflavík, að Hafnargötu 34. Síminn þarer 92-4286.-G-listinn Reykjanesl. 18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 24. febrúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.