Þjóðviljinn - 04.04.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 04.04.1987, Blaðsíða 2
■SPURNINGINi Kemur það illa við þig að fá ekki veðurfregnir í verkfallinu? Sigurður Svavarsson, menntaskólakennari: Já að sjálfsögðu. Það kemur illa við alla þjóðina að opinberir starfsmenn þurfi stöðugt að standa í vinnudeilum til að fá mannsæmandi laun. Torfi Ólafsson, eftirlaunamaður: Ég á nú ekki mikið undir veðri yfirleitt, en ég sakna þess samt að geta ekki fylgst með veðurfréttunum. Berglind Ólafsdóttir, vinnur á Hressó: Já, mór finnst vont að hafa ekki veðurfregnir á morgnana. Ég veit þá ekkert hvernig ég á að klæða mig. Fjóla Þorsteinsdóttir húsmóðir: Nei, mér finnst það í lagi. Ég er með góðan mæli heima og kíki hvað hann segir. Egill Örn Jóhannsson, nemi í Hagaskóla: Það kemur mjög illa við mig, þvf þá get ég ekki fylgst með því hvernig veður verður á morgun. FRÉTTIR Ríkisútvarpið Einróma áhyggjur Utvarpsráð býst við skerðingu á nauðsynlegriþjónustu ef ekki er bœtt úrfjárhagskröggum. Óviðunandi aðfjárhagur R ÚV ráðist í Garðastrœtinu Útvarpsráðsmenn eru sjaldan á einu máli, en allir sjö sam- þykktu samhljóða ályktun á fundi í gær þarsem lýst er þungum á- hyggjum af sinnuleysi stjórnvalda um fjárhag stofnunarinnar, og lýst óviðunandi að samkeppnis- staða RÚV skerðist af ákvæðum í almennum kjarasamningum. í ályktuninni er lýst vonbrigð- um yfir því að ríkisstjórnin Leikritið Óánægjukórinn eftir Alan Ayckbourn, sem Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir á þriðju- dag, ætti að hitta í mark hjá þeim fjölmörgu sem hafa reynslu af að starfa í áhugamannaleikhúsi hér á landi. Því þetta er leikrit um leikhús, þar sem öll þau mann- legu og listrænu vandamál, sem fylgja sviðsetningu áhugahóps á verkefni sem hann ræður illa við, eru tíunduð og tvinnuð saman á grátbroslegan hátt svo að úr verð- ur drepfyndinn farsi, svo jafnvel þeir sem aldrei hafa daðrað við neitaði RÚV nýverið um 13% hækkun afnotagjalda, sem hefði hækkað daggjald úr 18 krónum í 21. Ráðinu „er ljóst að neitun ríkisstjórnarinnar stafar ekki síst af því að útvarpsgjaldið er tengt almennum kjarasamningum sem ríkisstjórnin hefur fallist á. Slíkt er óviðunandi fyrir Ríkisútvarp- ið, sem samkvæmt lögum er sjálf- stæð stofnun í eigu ríkisins, og Thaliu komast ekki hjá því að hrífast með. Það eru þeir Kjartan Ragnars- son og Sigurður Sigurjónsson sem fara með stærstu hlutverkin í þessu verki. Alls eru leikendur 14, og Þorsteinn Gunnarsson er leikstjóri. Leikmynd gerði Steinþór Sigurðsson, búninga gerði Una Collins og Jóhann G. Jóhannsson stýrir tónlistarflutn- ingi og leikur píanistann en í leiknum eru fluttir fjölmargir smellnir og skemmtilegir söngv- enn fráleitara eftir að fleiri út- varpsstöðvar eru komnar til sög- unnar. Þess er krafist að samn- ingsákvæði um bindingu útvarps- gjalds séu úr gildi felld, eða að öðrum kosti fái Ríkisútvarpið að fullu bættan þann tekjumissi sem af þeim hlýst.“ I ályktuninni er mótmælt skerðingu tekjustofna á fjár- lögum, og sagt ljóst að við alvar- legan fjárhagsvanda sé að stríða, ar. Þýðandi leiksins er Karl Ág- úst Úlfsson. Höfundurinn, Alan Ayckbo- urn, er þekktur hér á landi fyrir farsann „Rúmrusk” sem Leikfé- lagið sýndi á miðnætursýningum í Austurbæjarbíói fyrir tæpum ár- atug. Þetta leikrit var frumsýnt fyrir hálfu öðru ári í breska Þjóð- leikhúsinu og hefur notið mikilla vinsælda í Bretlandi síðan. Hlaut það meðal annars verðlaun breskra gagnrýnenda sem besta leikrit ársins 1985. -ólg „bæði vegna þeirra breytinga sem ný útvarpslög leiddu til og vegna þess að óeðlilegar hömlur hafa verið lagðar á tekjuöflun þess“. Verði ekki að gert hlýtur að koma til „skerðingar á þeirri þjónustu stofnunarinnar sem flestir landsmenn telja sjálfsagða og nauðsynlega og draga stórlega úr því menningarstarfi sem henni er ætlað að hafa forystu um“. -m Flokkur mannsins íslendingar gegn fasisma Opinn borgarafundurí Tónabíóiídag Flokkur mannsins hefur boðað til opins borgarafundar í Tónabí- ói í dag kl. 15 undir yfirskriftinni „íslendingar gegn fasisma“. Pétur Guðjónsson stjórnmála- fræðingur sem skipar efsta sætið á lista Flokks mannsins í Reykjavík mun á fundinum útskýra þá óheillaþróun sem leitt getur til lögregluríkis og enn frekari skerðinga mannréttinda ,„ef ekki tekst að mynda nægjanlega sterkt afl til mótvægis, sem hafnar of- beldi með öllu og byggir á mann- gildi og mannréttindum. Auk þess mun fólk frá öðrum löndum sem upplifað hefur samskonar þróun en er nú búsett hér, skýra frá mati sínu á ástandinu," segir í fréttatilkynningu frá Flokki mannsins. Ártúnsskóli Skólastjora- ráðningin í frétt um ráðningu Ellerts B. Þorvaldssonar í stöðu skólastjóra Ártúnsskóla gætir nokkurs mis- skilnings. Þar segir réttilega að Sigurjón Fjeldsted hafi sent vara- mann í sinn stað á fund fræðslu- ráðs, þar sem umsögn ráðsins um ráðningu í skólastjóraembættið var samþykkt. Hitt er rangt að hann hafi síðan greitt Ellerti at- kvæði í borgarstjóm í fyrrakvöld. Málið var ekki tekið til afgreiðslu þar og því ekki greidd atkvæði um Ellert eða hinn umsækjand- ann, Valgerði Selmu Guðnadótt- ur. Kristín Á. Ólafsdóttir bókaði hins vegar óánægju Alþýðuband- alagsins með að ekki skyldi hafa verið ráðin kona í embættið. Guðrún Ásmundsdóttir, Margrét Ólafsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson og Jakob Þór Gunnars- son sem áhugaleikarar „Söng og leikarafélagsins" við sviðsetningu „Betlaraóperunnar." LR Leikhúsraunir Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir á þriðjudag œrslafullan gamanleik um leikhúsraunir bresks áhugaleikflokks sem glímir við að setja Betl- araóperuna á svið 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.