Þjóðviljinn - 04.04.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.04.1987, Blaðsíða 3
'ÖRFRÉTTIR1 Sigurður Ágústsson FRETTIR Seltjarnarnes Hálfur inni - hálfur úti Júlíus Sólnes hefur sagt afsér varabæjarfulltrúastörfumfyrir sjálfstœðismenn á Seltjarnarnesi. Býðst til að sitja áfram í nefndum. Hefur giltflokksskírteini. Sjálfstœðismenn ekki vissir í sinni sök, hvort honum hafi verið vikið úr nefndum tónskáld í Birtingaholti hefur ver- ið kjörinn fyrsti heiðursborgari Hrunamannahrepps. Sigurður varð áttræður á dögunum og voru haldnir fjölmennir tónleikar honum til heiðurs á vegum Tón- listarfélags Árnessýslu. Veltan hjá Samvinnuferðum á sl. ári nam tæpum 600 miljón- um króna. Hagnaöur af rekstri ferðaskrifstofunnar var um 9.5 miljónir. Starfsmenn eru nú rúm- lega 230 AB-mjólk sem er ný tegund af nýmjólk er nú komin á markaðinn. i þessa mjólk er bætt undanrennumjöli og hún sýrð með tveimur gerla- tegundum sem valda því að mjólkurpróteinin verða auðmelt- anlegri og nýtni líkamans á kalki úr mjólkinni á að vera í hámarki. AB-mjólkin er framleidd í Flóabú- inu á Selfossi og hjá KEA á Akur- eyri og kostartæpar 70 kr. lítrinn í smásölu. Úrslit í ijóða- og smásagnakeppni framhalds- skólanna liggja nú fyrir. í ijóða- flokki varð í fyrsta sæti Stjörnur eftir Steinar Guðmundsson, þá 39 dagar eftir Þórunni Björnsdótt- ur MS og huqannir eftir Ugga Jónsson MA. I smásögum bar Garðar Arnarsson MA sigur úr býtur fyrir Minningar spámanns- ins, Uggi Jónsson MA hlaut önnur verðlaun fyrir Skeljar og Elsa Valsdóttir MR þriðju verð- laun fyrir Þegar ég opnaði.... Sögurnar og Ijóðin verða fljótlega gefin út á bók. Samtökin um jafnrétti á milli landshluta héldu nýlega landsnefndarfund á Egilsstöðum þar sem Þórarinn Lárusson, Skriðuklaustri var kjörinn for- maður samtakanna. Með honum í stjórn eru þau Helga Eiríksdóttir Akureyri og Magnús B. Jónsson Hvanneyri. SPRON skilaði hagnaði fyrir liðið starfsár uppá 6.2 miljón- ir. Heildarinnlán sjóðsins jukust um 42% á árinu sem er veruleg aukning umfram meðaltals- aukningu innlána í bankakerfinu. Heildarútlán voru tæpurmiljarður og höfðu aukist um rúmar 300 miljónir Hjartasjúklingar hafa nýveriðfært Borgarspítalan- um að gjöf hjartafjarrita til að nota við endurhæfingu hjartasjúkl- inga. Sérstakari endurhæfingar- þjónustu fyrir kransæðasjúklinga var komið á fót á sl. ári og hefur sú þjónusta mælst mjög vel fyrir. Lucas lávarður viðskiptaráðherra Breta kemur hingað til lands 8. apríl n.k. og mun m.a. ræða við hérlenda ráðamenn um viðskiptamál EFTA og EBE. Stiklur Ómars Ragnarssonar fréttamanns hafa nú verið gefnar út á myndsnæld- um af Sjónvarpinu. Alls verða gefnar út 10 snældur með 21 þætti. Hver snælda kostar 2000 kr. og er hægt að festa kaup hjá innkaupa- og markaðsdeild sjón- varpsins. Júlíus sagði sæti sínu lausu sem varabæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins hér á Seltjarnarnesi, enda fer það ekki saman að vera í öðrum flokki og í bæjarstjórn fyrir sjálfstæðismenn. Hann lýsti því yfir að hann vildi starfa áfram í nefndum ef þess væri óskað. Meirhluti bæjarstjórnar og for- menn sjálfstæðisfélaganna og fulltrúaráðs gátu ekki fallist á þá skipan mála og því var hann ieystur frá nefndastörfum. Þetta fór aUt fram í mesta bróðerni,“ Igær var formlega tekin í notkun nýbygging endurhæfingar- deUdar á Reykjalundi. Er þetta 1400 m2 húsnæði að hluta tU á tveimur hæðum með tengi- göngum yfir í aðalbyggingu sjúkrahússins og læknastöð. Er þetta mikU aðstöðubót á Reykja- lundi en fram að þessu hefur þessi starfsemi öU verið í kjaUara aðal- byggingarinnar sem fyrir löngu var orðinn ófullnægjandi. Siðdegis í fyrradag voru undir- ritaðir samningar mUIi Kennar- asambands íslands og ríkisvaids- ins og eru jþeir nyög á nótum samninga þeirra sem Hið íslenska kennarafélag gerði um síðustu helgi. „Ég er mjög ánægð með þenn- an samning, kennarar hafa fengið góðar kjarabætur. Þannig fær byrjandi sem kemur til kennslu í haust rúmlega 43 þúsund krónur í laun, en við lögðum mikla segir Sigurveig Lúðvíksdóttir, for- maður Sjálfstæðisfélags Seltjarn- arness. Sjálfstæðismenn á Seltjarnar- nesi eru þó ekki vissir í sinni sök hvort Júlíus gegni enn trúnaðar- stöðum fyrir flokkinn. Enda kom það flatt upp á sjálfstæðismenn að Júlíus Sólnes, sem verið hefur einskonar prímus mótor í starfi sjálfstæðisfélaganna á Nesinu, skyldi ganga til liðs við Albert. Bæjarstjóranum, Sigurgeiri Sig- urðssyni, er þannig ekki kunnugt Á Reykjalundi starfa nú 8 sjúkraþjálfarar og 5 aðstoðar- menn þeirra. Sjúkraþjálfunin sjálf er til húsa á efri hæð nýju byggingarinnar en á neðri hæðinni er aðstaða fyrir endurhæfingarlækna stofnunar- innar og talmeinafræðing. Þar er einnig funda- og kennslusalur og röntgenaðstaða mun flytja þang- að á næstunni. Haukur Þórðarson yfirlæknir áherslu á að bæta byrjunar- launin," sagði Svanhildur Kaaber skólamálafulltrúi KÍ í samtali við Þjóðviljann. „Nú er metið það starf sem felst í stórum bekkjar- deildum en það er feikileg vinna. í öðru lagi nýtast kennurum endurmenntunarnámskeið til launa. Einnig er jafnaður sá mun- ur sem verið hefur á mati fram- haldsmenntunar kennara með próf frá Kennaraháskólanum og gamla Kennaraskólanum. I um að Júlíusi hafi verið vikið úr nefndum bæjarins. „Hann sótti sjálfur um að verða leystur frá varabæjarfulltrúastörfum. Það er síðan okkar að ákveða hvort það sama gildir um nefndastörfin. Ég býst fastlega við því að eitt verði látið yfir allt ganga,“ sagði Sig- urgeir Sigurðsson. Aðspurð um það hvort Júlíus hefði enn gilt flokksskírteini í Sjálfstæðisflokknum, sagði Sig- urveig Lúðvíksdóttir: „Já, er ekki Albert enn í flokknum - ég veit og Björn Ástmundsson fram- kvæmdastjóri Reykjalundar lýstu byggingarsögu nýja hússins og kom þar fram að þessi nýja endurhæfingarstöð er frá upphafi hönnuð í náinni samvinnu við sjúkraþjálfara stofnunarinnar. Arkitekt hússins var Gunn- laugur Halldórsson en Hilmar Þór Björnsson og Finnur Björg- vinsson arkitektar tóku við bygg- ingunni eftir lát Gunnlaugs 1986. -ing þriðja lagi erum við ánægð með að gildistíminn skuli vera frá 1. febrúar. Þá eru réttindi til kenn- arastarfa sérstaklega metin. HÍK fór út í harðar aðgerðir og náði fram hækkunum sem núna koma til okkar líka, enda studd- um við þau í verkfallinu,” sagði Svanhildur. „Þetta sýnir hversu mikilvægt það er að kennarastétt- in standi saman og að unnið verði áfram að sameiningu í ein sterk heildarsamtök kennara.” HS ekki betur. Ég segi nú bara eins og stendur í Biflíunni að í húsi föður míns eru margar vistarver- ur.“ „Það verða ekki neinar hrein- sanir af okkar hálfu - það eitt er víst. Enda eru ekki neinar klásúl- ur í flokkslögum sem heimila slíka brottvikningu,“ sagði Jón Hákon Magnússon, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Seltjarnarnesi. -rk Breiðafjarðarferja Skagamenn lægstir Opnuð tilboð í nýjaferju. Þorgeir og Ellert áAkra- nesi lœgstir Skipasmíðastöð Þorgeirs og EUerts á Akranesi átti lægsta tU- boðið í nýju Breiðafjarðarferj- una sem á að leysa af hólmi hinn 30 ára gamla flóabát Baldur. TU- boðið af Skaga var 156.8 miUjónir. Næstlægst af tilboðunum reyndist frá Skipasmíðastöð Njarðvíkur, rúmar 160 milljónir, og að auki bárust til Byggðastofn- unar tilboð frá Stálsmiðjunni í Reykjavík, Stáli á Seyðisfirði og Stálvík í Garðabæ sem var hæst með um 90 milljónir. Nýja ferjan á að taka 182 far- þega og 24 bfla og verður á henni aðeins fimm manna áhöfn. grh Reykjavíkurhöfn Tveir nýir dráttarbátar Nýju bátamir með 10 tonna togkraftog30 tonn að stærð hvor bátur „Þetta mál er búið að vera I skoðun um nokkurn tíma og hug- myndin að kaupa tvo dráttarbáta frá Hoilandi f stað þcirra þriggja- sem Reykjavikurhöfii á í dag,” segir Gunnar Guðmundsson hafnarstjóri. Að sögn Gunnars hafa hafnaryf- irvöld borgarinnar leitað víða fanga eftir nýjum dráttarbátum í stað Magna sem var fyrsta stálskipið sem smíðað var hérlendis, 1955, og þeirra Jötuns og Jaka. Ekki vildi hafiiarstjóri gefa upp kaupverð bátanna að svo stöddu en á fjárhagsáætlun borgarinnar í ár er gert ráð fyrir 15 milljónum króna til kaupanna sem byrjunarframlag. Dráttarbátamir sem nú eru í sigtinu eru um 30 tonn að stærð með 10 tonna togkraft hvor. Sagði Gunnar það vera mun skynsamlegra að kaupa tvo frekar en einn, því mun hentugra væri að vinna með tveimur bátum. Verkefrú dráttarbáta Reykjavfloirhafiiar er ekki bundið við hana eina heldur eru þeir mikið m.a. í Hafnarfj arðar- höfn og í höfninni við Straumsvík. Bjóst hafiiarstjóri við að niðurstaða mundi fást í málinu í lok mánaðar- ins. grh Bjöm Ástmundsson framkvæmdastjóri á Reykjalundi prufukeyrir þrekhjól sem var ein af gjöfum þeim sem nýju endurhæfingardeildinni var færð í tilefni opnunarinnar. Mynd Sig. Reykjalundur Ný sjúkraþjálfunarstöð Kennarasambandið A sömu nótum og HIK Svanhildur Kaaber: Ánœgja með samningana. Unnið áfram að sam- einingu kennarafélaganna Laugardagur 4. apríl 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.