Þjóðviljinn - 06.06.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 06.06.1987, Blaðsíða 9
ÞJOÐMAL Stjórnarmyndun Aldrei í stjóm uppá stólana eina Svavar Gestsson: Kostuleg örlögJóns Baldvins að framlengja samfellda stjórnartíð Framsóknar uppí tuttugu ár. Kvennalistinn aðeins með hálfa tillögu, stjórnmálaflokkur á að spyrja, en verður líka að svara Formaður Alþýðubandalagsins býst eins við því að Alþýðufl- okkurinn setjist eftir helgina í nýja stjórn Framsóknar og Sjálfs- tæðisflokks, að Jón Baldvin Iiannibalsson lengi samfellda stjórnartíð Framsóknarmanna úr sextán árum í tuttugu. Fari svo að uppúr slitni er Alþýðubanda- lagið reiðubúið að taka þátt í nýrri tilraun, en aðeins „ef, og það er aðalatriðið, ef við náum einhverju fram. Við mundum aldrei fara í stjórn uppá stólana eina“ sagði Svavar Gestsson í samtali við Þjóðviljann í gær um síðustu stjórnarmyndunarvikur. -Við fórum okkur hægt eftir kosningarnar, sagði Svavar, -tókum ekki frumkvæði að neinum tilraunum enda verkefni annarra að taka á því eftir kosn- ingaúrslitin. Þó varð ég strax var við talsverðan áhuga á stjómar- samstarfi við Alþýðubandalagið í öllum flokkum, aðallega þó í Al- þýðuflokknum. Einnig í Sjálf- stæðisflokknum. -Við Jón Baldvin töluðum saman strax daginn eftir kosning- ar, og hann lagði þá mikla áherslu á það sem ég hef lengi rætt um, samstarf vinstrimanna, félags- hyggjumanna, jafnréttissinna, eða hvað við viljum kalla það. -Steingrímur fær svo fyrstur umboð til stjórnarmyndunar, og í samræðum okkar bauð hann til samstarfs við fráfarandi stjórnar- flokka, að Alþýðubandalagið yrði þriðja hjól undir þeim vagni. Þetta var kortérs samtal, og ég sagði einfaldlega nei takk. Ekki áhugi hjá Þorsteini -Síðan fær Þorsteinn Pálsson stjórnarmyndunarumboð, og óskaði samræðna við Alþýðu- bandalagið. Við Ragnar Arnalds ræddum við hann og Friðrik Sop- husson, og lögðum þar áherslu á árangur í ýmsum málum. í fyrsta lagi sögðum við: betri lífskjör, hækkun lægstu launa, af- komutryggingu fyrir láglaunafólk með félagslegum aðgerðum af margvíslegu tæi.í öðru lagi kom auðvitað tekjuöflun til þess arna, frá stórfyrirtækjum og stóreigna- mönnum. Við ræddum líka við þá um stjórnkerfisbreytingar, um end- urskoðun stjórnarráðslaganna, bankakerfisins og annarra skyldra þátta í efnahagsstjórn. Hér undir lá meðal annars sérs- takt umhverfisráðuneyti, endur- skipulagning atvinnuráðuneyt- anna og fleira. í fjórða lagi lögðum við áherslu á nýja sókn í atvinnulífinu sam- kvæmt þeim hugmyndum sem Alþýðubandalagið hefur lagt fram, og í fimmta lagi sögðum við að stjórnarþátttaka væri háð því að árangur næðist í svokölluðum utanríkismálum: uppsögn og endurskoðun herstöðvasamn- ingsins, stöðvun allra herfram- kvæmda, kjarnavopnalaus Norð- urlönd. Jafnrétti án verðbólgu -í sjötta lagi kom svo vandinn í efnahagsmálum. Ríkisfjármálin í vondri stöðu, þensla og við- skiptahalli, vaxandi verðbólga, misskipting þjóðartekna. Ráðið við vandanum í ríkisfjármálum er aðeins eitt, það verður að skatt- leggja, og þá stórfyrirtæki og stóreignamenn einsog ég nefndi áðan. Til að draga úr þenslu þarf meðal annars að draga úr er- lendum lántökuheimildum fyrir- tækja. Þessi leið er núna galopin og fyrirtækin safna sífellt meiri skuldum erlendis, til dæmis gegn- um fjármagnsleigufyrirtæki sem nú starfa án lagagrundvallar. -Það er meginmál í efnahags- stefnu Alþýðubandalagsins að draga úr verðbólgu. Við mund- um ekki taka þátt í ríkisstjórn sem tæki áhættur í þeim efnum, —við höfum fengið nóg af slíku og erum sjálfsagt harðari í þessum efnum en flestir aðrir flokkar. Til að draga úr misskiptingu í samfé- laginu þarf svo allskyns félags- legar aðgerðir, sem við ræddum um á fundinum með Sjálfstæðis- mönnum, barnabætur, fjöl- skyldubætur, betra húsnæðislán- akerfi, Ieiguíbúðir, hækkun elli- og örorkulífeyris strax í dag upp í lágmarkslaun. í sjöunda Iagi lögðum við áherslu á að leysa vanda landbún- aðar, ræddum um sjávarútvegs- mál, Iandbúnað, samgöngumál, og möguleika á að færa aukna fjármuni til landsbyggðarinnar. Það var svo sameiginleg niður- staða af þessum fundi að það tæki því ekki fyrir Alþýðubandalag og Sjálfstæðisflokk að setjast niður til formlegra stjórnarmyndunar- viðræðna vegna þess að fram kom grundvallarágreiningur í öllum þessum málum. Stjórnmálaflokkur verður að svara líka -Þorsteinn byrjar svo að ræða formlega við Alþýðuflokk og Kvennalista. Það kom mér á óvart að Kvennalistinn skyldi fara í þær viðræður vegna þess hvað undirtektir íhaldsins höfðu verið dræmar í öllum þeim mál- um sem við lögðum fyrir þá Þor- stein. Maður hélt að Kvennalist- inn væri með svipaða hluti í far- teskinu, enda enginn vafi á að Kvennalistinn naut í kosningun- um stuðnings stórra hópa vinstri kjósenda sem áður hafa fylgt okkur. -Þessar viðræður fóru svo útum þúfur vegna þess að Kvennalistinn gat ekki sýnt fram á hvernig ætti að framkvæma til- lögur sínar um hækkun lægstu launa með lögum. Þann helming- inn vantaði á tillögur þeirra, og þessvegna hefðu þær haft í för með sér 90 til 100 prósent verð- bólgu í lok þessa árs. -Mér finnst satt að segja að Kvennalistinn og íhaldið hafi sloppið furðu vel frá þessum við- ræðum. Báðir flokkarnir hafa komist upp með að segjast vilja hækka lægstu launin, en hvorug- ur þeirra hefur verið spurður hvemig það skuli gerast. Stjórnmálaflokkur rís ekki undir nafni nema hann hafi ekki aðeins tillögur um hið góða sem gera skal, heldur líka tillögur um hvernig það á að gerast. Stjórnmálaflokkur á ekki bara að spyrja spurninga, hann á líka að svara þeim. -Þegar uppúr þessum við- ræðum slitnar skilar Þorsteinn umboðinu, og á því furðuðu margir sig: af hverju náði hann ekki strax í Framsókn? En Fram- sókn virðist hafa sett sig upp á móti því að ræða þau mál undir forystu Þorsteins sem hún fjallar nú um undir forystu Jóns Bald- vins. Kratar snúa við blaðinu -Eftir að Þorsteinn skilar af sér hefur Steingrímur samband við mig, á laugardagsmorgun í fyrri viku, og spyr hvort Alþýðu- bandalagið sé tilbúið að ræða rík- isstjórn. Ég segi: já, við erum til- búnir að ræða um fjögurra flokka stjórn. En Steinmgrímur var augljóslega að hugsa um þriggja flokka stjórn með Sjálfstæðis- flokknum, annaðhvort ABD eða DBS. -Sama dag ræddum við Jón Baldvin ítarlega saman, bæði um ríkisstjórnarmál og eins um sam- Fyrsti fundur þrihjólsformannanna. „Kostuleg lending". Svavar Gestsson: Vinnubrögð Jóns Baldvins og Alþýðuflokksins eru formúla að því að fólk taki ekki mark á stjórnmálamönnum. starf Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags í nútíð og framtíð. Við ræddum þá þann möguleika að flokkarnir tveir færu í viðræður um stjórn burtséð frá því hverjir kæmu til liðs að því loknu. -Þetta var gert 1978, -þá ræddu þeir Lúðvík Jósefsson og Benedikt Gröndal ítarlega saman um samstarf flokkanna, þótt vit- að væri að Alþýðuflokksmenn vildu helst stjórna með Sjálfstæð- isflokknum, og við stefndum á hinn kantinn. -Ég lagði þetta fyrir þingflokk Alþýðubandalagsins og fram- kvæmdastjórn þess á mánudag- inn, og það var þar samþykkt, að ræða við kratana burtséð frá endanlegu stjórnarmynstri, og gjama við Kvennalistann í leiðinni, um sama leyti eða við sama borð eftir atvikum. -Á mánudagskvöld neituðu kratar slíkum viðræðum, vegna þess að þeir höfðu hengt sig á íhaldið. Við töldum það hinsveg- ar tímasóun að fara í viðræður við íhaldið á þessu stigi, þarsem frá sjálfstæðisflokknum hafði ekkert komið nýtt sem benti til þess að hann hefði áhuga, málefnalegan áhuga, á að mynda stjórn með Alþýðubandalaginu. Það sem helst hann varast vann... -Nú er Jón Baldvin farinn að ræða við Framsókn og íhald, og þær viðræður geta hæglega leitt til stjórnarmyndunar núna eftir helgi. Það yrði stjórn undir for- ystu Þorsteins Pálssonar. Það yrði einhver fýla í krötum og Framsókn til að byrja með, en þessir flokkar mundu ef til kæmi mynda stjórn til að starfa allt kjörtímabilið. -Þetta er vægast sagt kostuleg lending í ljósi þess sem gerst hef- ur á undanförnum misserum. Fyrst segir Jón: Sjálfstæðisflokk- ur, Alþýðuflokkur. Undir kosn- ingarnar sér hann að það er ekki nóg og segir: Sjálfstæðisflokkur, Alþýðuflokkur, Kvennalisti. Þegar Kvennalistinn reynist treg- ur segir Jón: Sjálfstæðisflokkur, Alþýðuflokkur, Alþýðubanda- lag. -Jón hefur alltaf taiað fyrir einsog hann sé sameiginlegur fulltrúi A og D, en það er kannski enn merkara að allt frá því hann varð formaður hefur hann sífellt sett fram eina kröfu: Framsókn skal út. Núna í ár er Framsókn- arflokkurinn með einu stuttu hléi búinn að vera í ríkisstjórn í sextán ár, og nú ætlar Jón Baldvin að koma Framsókn í stólana enn einu sinni. Að loknu næsta kjör- tímabili væri Framsóknarflokk- urinn búinn að sitja í ríkisstjórn á íslandi, í fjölflokkakerfi, í tutt- ugu ár samfleytt. Það er með Jón Baldvin einsog Hallgrímur sagði: Það sem helst hann varast vann, varð þó að koma yfir hann. -Síðan undrast menn það að almenningur taki ekki mark á stjórnmálamönnum. Þessi vinnu- brögð eru formúla að því að al- menningur taki ekki mark á stjórnmálamönnum. Ekki uppá stólana eina -Við Alþýðubandalagsmenn bíðum auðvitað og sjáum hvað setur, skoðum málefnasamning þessarar þríflokkastjórnar og dæmum ekki fyrren gögn málsins liggja fyrir. Það er athyglisvert að Alþýðubandalagið yrði eini stjórnmálaflokkurinn í stjórnar- andstöðu ásamt tveimur meira og minna þverpólitískum öflum. -En auðvitað er engan veginn öruggt að þessi stjórn verði mynduð. Það gæti orðið langvar- andi stjórnarkreppa. Og Alþýðu- bandalagið yrði tilbúið að leysa hana, ef, -og það er aðalatriðið-, ef við komum einhverju fram. Við mundum aldrei fara í stjórn uppá stólana eina. Alþýðubanda- lagið er flokkur þess eðlis að hann getur eins unnið í stjórn og st j órnarandstöðu. -Ef uppúr þessum viðræðum nú slitnar kemur allt til greina, sagði Svavar að lokum, -en þetta þríhjól verður að fá að rúlla fram- myfir helgi. Á meðan förum við í Keflavíkurgönguna. —m Laugardagur 6. júní 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.