Þjóðviljinn - 06.06.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 06.06.1987, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTT1R Körfubolti Létt hjá Lakers Michael Cooper var hetja Lak- ers þegar þeir sigruðu Boston með yfirburðum í öðrum leik lið- anna í úrslitakeppninni í NBA- deildinni. Hann var maðurinn á bakvið sigur Lakers, 141-122. Lakers hafði algera yfirburði gegn Boston og nú virðist fátt geta komið í veg fyrir það að titill- inn hafni í Los Angeles. En það var Cooper sem var hetja Lakers. hann jafnði met í NBA-deildinni með átta stoð- sendingum í 2. fjórðung og hann bætti annað met er hann skoraði 6 þriggja stiga körfur úr 7 tilraun- um. Það voru einnig flestar skot- tilraunir sem hafa verið gerðar í úrslitaleik NBA. En það var ekki bara Cooper sem átti góðan leik. Ervin Magic Johnson stóð sig mjög vel. Skoraði 22 stig og átti 20 stoð- sendingar. Það er einni minna en gamla metið hans. Bird var stigahæstur hjá Bost- on með 23 stig. Leikmenn liðsins hafa átt við meiðsl að stríða og þeim gekk mjög illa að ráða við hinn mikla hraða Lakers. Scott Byrnon sem skoraði flest stig Lakers, 24, sagði eftir leikinn:„Ég held við höfum aldrei leikið betur og ef við höld- um þessu áfram getum við gengið frá þessu strax. Boston fær tækifæri til að svara fyrir sig í næsta leik sem verður á heimavelli þeirra Boston Gar- den. -Ibe Heimir Karlsson skorar hér þriðja mark sitt í gær. Mynd:Ari. Heimir með þrennu ÍR-ÍBV 3-0 * * ÍR-ingar sýndu loks hvers þeir eru megnugir er þeir sigruðu IBV í Laugardalnum í gær. Heimir Karlsson átti stórleik og skoraði öll þrjú mörkin. ÍR-ingar voru allan tímann Um helgina IteíT umferð Um helgina verður leikin heil umferð í l.deildinni auk leikja í 2., 3. og 4. deild og l.deild kvenna. í dag eru fjórir leikir í l.deild. FH og Víðir leika á Kaplakrika, KA og Valur á Akureyri, Völ- sungur og ÍA á Húsavík og ÍBK og Þór í Keflavík. Tveir leikir eru í dag í l.deild kvenna. Breiðablik og Þór leika í Kópavogi og Stjarnan og KA í Garðabæ. Þá eru einnig í dag tveir leikir í 2.deild karla. ÍBÍ og Leiftur leika á ísafirði og Einherji og Þróttur á Vopna- firði. Allir leikirnir byrja kl. 14, nema leikur Stjörnunnar og KA sem hefst kl. 17. Á mánudag er svo síðasti leikurinn í 3. umferð l.deildar karla. Þá leika Fram og KR á Laugardalsvelli og hefst leikur- inn kl. 20. Einnig eru tveir leikir í l.deild kvenna. Valur og Þór leika á Valsvelli og ÍBK og KA á Akureyri. Leikirnir hefjast kl. 14. sterkari aðilinn og réðu öllu inná vellinum. Fyrsta markið kom á 25.mínútu. Heimir Karlsson skoraði með skalla frá markteig eftir góða sendingu frá Kristjáni Halldórssyni. Fjórum mínútum síðar var Heimir aftur á ferðinni. Aftur skoraði hann með skalla eftir góða sendingu frá Hlyni Elíass- yni. Laglegt mark og vel að því staðið. Vestmannaeyingar áttu ekki mikið í leiknum, en Bergur Ág- ústsson átti þrumuskot í þverslá beint úr aukaspyrnu. Stuttu síðar small boltinn í þverslá hinum megin eftir skot frá Heimi. Strax í upphafi síðari háfleiks var mark dæmt af ÍR-ingum sökum rangstöðu, en stuttu síðar kom þriðja markið. Heimir fékk boltann við vítateig, lék á tvo varnarmenn og skoraði með þrumuskoti, laglegt mark. Vestmannaeyingar reyndu að klóra í bakkann í lokin. Ingi Sig- urðsson átti gott skot sem Þor- steinn Magnússon varði vel. Á síðustu mínútunum varð svo ljótt atvik. Sigurfinni Sigurjóns- syni og Bergi Ágústssyni lenti þá saman og lauk þeim viðskiptum með því að Sigurfinnur sparkaði í andlit Bergs og fékk að sjálf- sögðu rauða spjaldið. Heimir Karlsson átti mjög góð- an leik í gær og Karl Þorgeirsson stjórnaði vörninni eins og herfor- ingi. Þá áttu þeir Guðjón Ragn- arsson og Páll Rafnsson góða spretti. Hjá ÍBV bar mest á Elíasi Friðrikssyni og Jóni Braga Arn- arsyni. Þá átti Bergur ágætan leik. Maður leiksins: Heimir Karls- son, ÍR. -hs Jóhann Grétarsson sækir að marki Selfyssinga, en ekki hafði hann árangur sem erfiði. Mynd:Ari. Kópavogur Mark á lokasekundum UBK-Selfoss 1-1 ★ ★ Það er ekki hægt að segja að heppnin hafi verið með Selfys- singum gegn Breiðabliki í gær. Breiðablik jafnaði í síðustu spyrnu leiksins og Selfyssingar höfðu ekki einu sinni tíma til að byrja á miðju. Það var reyndar ekki fyrr en í síðari hálfleik að eitthvað fjör færðist í leikinn. Fyrri hálfleikur var mjög daufur. Sóknir beggja liða með máttlausasta móti og leikurinn fór að mestu fram á miðjunni. Þá loks að boltinn komst úr miðjuhringnum voru leikmenn yfirleitt rangstæðir. Breiðablik átti eina verulega tæk- ifærið í fyrri hálfleik. Jón Þórir Jónsson átti þá skot sem fór í vamarmann, en Anton Hart- mannsson varði vel. Síðari hálfleikurinn var svo nokkuð fjörugur. Selfyssingar byrjuðu á að sækja og Blikar þurftu strax í byrjun að bjarga á marklínu og stuttu síðar á mark- teig, bæði skiptin eftir þungar sóknir Selfyssinga. En Blikarnir áttu einnig hættu- leg færi og Heiðar Heiðarsson átti gott skot frá markteig sem Anton varði vel. Blikarnir náðu svo meiri tökum á leiknum og sóttu stíft. Jóhann Grétarsson lék laglega í gegn og gaf á Heiðar, en hann skaut framhjá í góðu færi. Það var ekki fyrr en á 76.mínútu að Selfyssingar náðu forystunni. Jón Gunnar Bergs fékk þá góða sendingu innfyrir vöOrn Blikanna og skoraði af ör- yggi með föstu skoti. Eftir markið drógu Selfyssing- ar sig aftur og Blikar sóttu stíft. Guðmundur Guðmundson átti tvisvar ágæt skot framhjá mark- inu, en það var ekki fyrr en á lokasekúndunum að markið kom. Jón Þórir fékk þá góða fyr- irgjöf á stöngina fjær og skoraði með föstu skoti. Leikurinn var þokkalegur þrátt fyrir daufan fyrri hálfleik og má segja að úrslitin hafi verið sanngjörn. Blikarnir áttu ekki mjög góðan leik. Guðmundur Guðmundsson átti góða spretti og í sókninni voru þeir sprækir Rögnvaldur Rögnvaldsson og Jón Þórir. Hjá Selfyssingum var Anton Hartmannsson í markinu besti maður og greip oft vel ínní. Þá áttu þeir Jón Gunnar Bergs og Björn Axelsson góða spretti. Maður leiksins:Anton Hart- mannsson, Selfossi. -Ibe Siglufjörður Fyrsta tap Víkinga KS-Víkingur 3-1 * ★ * Vflringar töpuðu sínum fyrsta leik í 2.deildinni í sumar gegn baráttuglöðum Siglfirðingum í tjörugum leik. Leikurinn var skemmtilegur og mikil barátta einkenndi spilið. Víkingar heldur sterkari fyrstu mínúturnar í báðum hálfleikjun- um, en síðan tóku heimamenn við. Það voru Víkingar sem náðu forystunni strax á 4.mínútu. Hörður Theódórsson skoraði með skalla af stuttu færi. Boltinn fór reyndar í varnarmann og það- an inn. En heimamenn svöruðu fyrir sig sjö mínútum síðar. Jónas Björnsson fékk boltann einn og yfirgefinn í vítateig Víkinga og skoraði með föstu skoti, 1-1. Á 19.mínútu náðu Siglfirðingar svo forystunni. Óli Agnarsson skoraði þá eftir að Jón Otti hafði hálfvarið skot frá Jón- asi Björnssyni. Fyrri hálfeikurinn var jafn, en Siglfirðingar heldur sterkari. Á 75.mínútu skoruðu Siglfirðingar mark sem var dæmt af sökum rangstöðu og þótti það vafasamt. Óli Agnarsson átti skot sem Jón Otti varði í stöng og Björn Ingvason fylgdi á eftir og skoraði í autt markið. Eftir mikla rekistefnu var þetta mark svo dæmt af. Á 80.mínútu bættu Siglfirðingar þriðja markinu við. Óli Agnarsson fékk þá góða sendingu frá Baldri Benónýssyni og skoraði af öryggi sitt annað mark. Þegar fimm mínútur voru til leiksloka munaði ekki miklu að Víkingum tækist að skora, en Axel Gomes varði vel skot frá Trausta Ómarssyni. Þrátt fyrir mikla baráttu var leikurinn þokkalega leikinn og ekki mjög harður. Siglfirðingar, dyggilega studdir af heima- mönnum, voru þó heldur sterkari og uppskáru sigur. Hafþór Kolbeinsson og Baldur Benónýsson voru bestir í liði Siglfirðinga og þeir Sigurður Sig- urjónsson og Óli Agnarsson áttu einnig góðan leik. Hjá Víkingum var Jóhann Þor- varðarson bestur, en þeir Trausti Ómarsson og Stefán Aðalsteins- son áttu einnig góðan leik. -rb Laugardagur 6. júní 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.