Þjóðviljinn - 28.07.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 28.07.1987, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 28. júlí 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Jarmíla Hermannsdóttir rannsóknarmaður og Páll Steinþórsson matvæla- fræðingur við störf á örverudeildinni, sem er ein fimm deilda stofnunarinnar. fram. Sértekjur stofnunarinnar nema um það bil 40% af heildar- tekjum og þessar tekjur koma meðal annars frá fyrirtækjunum. Enda er það þannig að þegar atvinnugreinin tekur sjálf þátt í rannsóknum og athugunum og tekur þátt í kostnaði við þær, er það í sjálfu sér hvatning til þess að notfæra sér niðurstöðurnar. Eigendur fiskvinnslufyrirtækja og samtök þeirra eru líka í auknum mæli að átta sig á gildi þess að stunda rannsóknir og vinna að vöru- og markaðsþróun. Þeir eru á réttri leið. Við verðum að vera framar- lega á þessu sviði, en til þess verð- um við að leggja mikið á okkur. Við getum ekki endalaust talið okkur trú um að við séum bestir. Það er erfitt verkefni að fram- leiða mikið magn af fiski og tryggja um leið stöðug gæði og framboð. Áhugi fyrir fiskveiðum og fiskneyslu fer vaxandi í heiminum, ekki síst vegna um- ræðunnar um hollustu sjávar- afurða og við verðum að gera vel ef við eigum að standast þá auknu samkeppni sem verða mun á þessu sviði. Það eru þó að mínu mati ekki eingöngu gæðin sem slík sem ráða því hvort fólk er tilbúið að kaupa fiskinn okkar. ímynd okk- ar sem matvælaframleiðendur skiptir einungis miklu máli. Það er mikilvægt að viðskiptavinur- inn geti treyst okkur til þess að standa vel að öllum þáttum vinnslu og eftirlits og það er vandaverk að skapa jákvæða ímynd einstakra framleiðenda og atvinnugreinarinnar í heild, en í stórum dráttum má segja að þetta hafi tekist. Tæknibylting Megum við búast við örri tækniþróun í fiskvinnslu í nán- ustu framtíð? „Það er enginn vafi á því að í fiskvinnslu eiga eftir að gerast hlutir á næstu árum og áratugum, sem menn létu sig ekki dreyma um áður. Við horfum fram á mikið breytingaskeið á sviði fisk- vinnslutækni og það eru í raun og veru að opnast leiðir til tækni- byltingar, þar sem rafeinda- og tölvubúnaður mun taka völdin. Dæmi um þetta er vél sem var þróuð hér á landi að okkar frum- kvæði af fyrirtækinu Rafagna- tækni. Þessi vél getur flokkað fisk eftir ferskleika, á svipaðan hátt og matsmenn gera nú allt að 60 - 80 fiska á mínútu. Það er hægt að láta heilan togarafarm fara um þessa vél, sem getur þá gefið nán- ast hverjum fiski fyrir sig einkunn fyrir ferskleika og tínir úr fisk sem ekki stenst kröfur. Tilraunir okkar hafa sýnt að vélin skilar ágætum árangri, en nú er verið að prófa hana hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyj- um. Útlendingar hafa sýnt þess- ari nýjung verulegan áhuga. Það hefur verið hannaður er- lendis búnaður sem getur skorið misþykk flök niður í nákvæmlega jafnþung stykki, en þetta er mjög erfitt með þeirri tækni sem nú er notast við. Þessi aðferð byggist á leisergeislatækni og er fiskurinn skorinn með hárfínni vatnsbunu. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur þegar keypt vél af þessu tagi. Ég get einnig nefnt vélbúnað sem getur greint bein og Ios í flökum. Raunar sjáum við fram á að fá röð af tækjum sem geta skynjað ástand fiskflaka á alla vegu. Og með því að tengja boð frá einstökum tækjum um ástand hráefnisins við róbóta, nálgumst við þann möguleika að koma upp sjálfvirkri fiskvinnslu, þar sem mannshöndin kemur ekki við sögu nema að litlu leyti. Byltingarkennd tæícni eins og þessi mun vitaskuld ekki halda innreið sína í íslenska fiskvinnslu á allra næstu árum, en þessir möguleikar eru allir fyrir hendi og það er víst að næsti áratugur verður tími mikilla breytinga og framþróunar. Það er að segja ef við stöndum okkur í stykkinu og höfum metnað til þess að vera í fremstu röð,“ sagði Grímur Valdimarsson, forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnað- arins að lokum. -gg Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins hefur á sinni könnu eftirlit með framleiðslu lagmetisiðnaðarins. Á yfirferð um húsið tóku Grímur og blaðamaðurinn sér það bessaleyfi að bragða á ýmsum þeim niðursuðuvörum sem þarna átti að taka til íræðilegrar skoðunar. Ég get einnig nefnt tilraunir með að draga úr losi í fiski. Fiskur er laus í sér á ákveðnum árstím- um þegar hann er í miklu æti og er þá viðkvæmari fyrir hnjaski en ella og erfiðari í vinnslu. Við höf- um um nokkurt skeið verið að leita leiða til þess að draga úr þessu losi t.d. með því að snögg- kæla fiskinn áður en gert er að honum. Gefi þetta góða raun er mögulegt að auka verðmæti hrá- efnisins þegar það er sem við- kvæmast. Við höfum einnig unnið tals- vert að verkefnum sem lúta að tvífrystingu, meltuvinnslu og fleiru. Stöðugt er unnið að ýmiss konar rannsóknum hjá okkur, auk þess sem drjúgur tími starfs- manna fer í útgáfu upplýsingarita og skýrslugerð." Opnir fyrir nýjungum Hver hafa viðhorf forsvars- manna fiskiðnaðarins verið til starfsins á R.f.? Er fiskverk- andinn opinn fyrir nýjungum? „Já, það er óhætt að segja það. Forsvarsmenn fiskvinnslunnar hafa almennt verið jákvæðir í okkar garð og eru mjög opnir fyrir nýjungum og fljótir að til- einka sér þær. Þeir hafa t.d. sýnt rannsóknum okkar á notkun en- síma mikinn áhuga. Þeir eru einnig í góðu sam- bandi við okkur og taka sjálfir verulegan þátt í fjármögnun þeirra athugana sem hér fara

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.