Þjóðviljinn - 28.07.1987, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 28.07.1987, Blaðsíða 11
■■ ÖRFRÉTTIR hm íranir fullyrða að miklir bardagar geisi nú milli þeirra og íraka á miðvíg- stöðvunum. íranska fréttastofan Irna fullyrti í gær að (rakar hefðu í þrjá daga og þrjár nætur reynt án árangurs að ná tveim mikilvæg- um hæðum á sitt vald og misst 5,000 menn fallna og særða. Bagdaðstjórnin hefur ekki stað- fest þessar fréttir en talsmenn herstjórnarinnar sögðu þó að loftárásir hefðu verið auknar á ó- tilgreind skotmörk á svæði óvin- arins. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, George Shultz, átti í gær fund með Júrí Dubinin, sendiherra Sovétmanna í Was- hington. Nokkur leynd hvíldi yfir því hvað fór þeim á milli en þó blandaðist fáum hugur um að það tengdist nýju afvopnunartil- boði Mikjáls Gorbatsjofs bónda í Kreml. Nafnlausir bandarískir embættismenn bættu því við að þeir félagar hafi einnig rabbað drjúgan um möguleika á fundi Shultz og Eðvarðs Shevardna- dzes, hins gerska kollega hans, í september. Leiðinleg bók er til muna betra og áhættuminna svefnmeðal en lyfjasull að sögn breska læknisins Andrews Hex- heimers. Hann reit á dögunum leiðara tímarits Þjóðlega breska neytendaráðsins og gaf kol- legum sínum heimilislæknunum holl ráð. „Allt sem er hlýtt og notalegt kemur að notum“ segir Andrew og nefnir þrjú dæmi: „Gott bað, hrútleiðinleg bók el- legar kynmök, allt eru þetta þjóðráð við svefnleysi." Þó ber að gjalda varhuga við ýmsu því sem er hlýtt og notalegt. „Hlýr og notalegur drykkur getur komið að haldi en þó mæli ég hvorki með viskýsjússi né rommtoddýi. Það heldur nefnilega vöku fyrir álíka mörgum og það slekkur á.“ Þjóðkjörið þing Filippseyja kom saman til fyrsta fundar í gær. Þar með hefur Cor- azon Aquino forseti látið loforð sitt um þingbundna stjórn rætast en löggjafarsamkunda hefur ekki starfað í landinu síðan Ferdinand Markos setti herlög áriö 1972. Þingið starfar í tveim deildum, fulltrúadeild og öldungadeild, og voru tveir fyrrum fangar Markos- ar kjörnir forsetar þeirra. Hosni Mubarak og Jassír Arafat hittust að máli í gær í fyrsta sinni eftir að Egypta- landsstjórn lét loka skrifstofum Frelsissamtaka Palestínumanna í Kairó fyrir þrem mánuðum. Þeir eru báðir staddir á fundi Eining- arsamtaka Afríkuríkja í höfuð- borg Eþíópíu. Fundur félaganna stóð yfir í rúma klukkustund og að honum loknum sagði utanríkis- ráðherra Egypta að vel gæti farið svo að leiðtogarnir ræddust við að nýju innan skamms. Egyptar reiddust óskaplega þegar Þjóð- arráð Palestínumanna, þing PLO, samþykkti ályktun í vor þar sem þeir voru fordæmdir fyrir Camp David samninginn við ís- raelsmenn. John Demjanuk eða „ívan grimrni", stríðsglæpa- maðurinn í hvers máli nú er réttað í Jerúsalem, kvaddi sér hljóðs í gær í fyrsta skipti frá því málaferl- in hófust fyrir fimm mánuðum. Hann sagðist alls ekki vera sá sem hann er sagður vera, hann tók því víðs fjarri að hafa verið sadískur böðull íTreblinkafanga- búðunum. „Ég vona bara að ég verði látinn laus og að þið farið ekki að hengja mig fyrir glæpi annarra." Öldungis er óvíst að trúnaður verði lagður á orð hans því fimm vitni fullyrða að hann sé enginn annar en „ívan“. ERLENDAR FRÉTTIR Miami Herald: Bandaríkjamenn börðust í Nicaragua „Þjóðaröryggisráð“ Norths ogfélaga rak sinn eigin hersem barðist við Sandinista íNicaragua Starfsmenn Hvíta hússíns hafa gefið fyrirskipanir um hern- aðarævintýri og leyniþjónustuað- gerðir án vitundar þings og varn- armálaráðuneytis allar götur frá því Ronald Reagan hófst í hús- bóndsæti á þeim bæ. Til dæmis sendu þeir bandaríska hermenn á laun til Nicaragua og lentu þeir að minnsta kosti tvisvar í átökum við hermenn stjórnarinnar í Manag- ua árið 1984. Þetta kemur fram í grein í bandaríska dagblaðinu Miami Herald í gær. Þar er greint frá því að yfirmenn hins svonefnda „Þjóðaröryggisráðs“ Bandaríkj- anna, þar á meðal Oliver North ofursti, hafi verið „búnir að fá nóg af“ skrifræði þings og varnar- málaráðuneytis, Pentagons, og sett á laggirnar eigin landgöngu- liðasveit í samvinnu við fámenn- an hóp áhrifamanna í hernum. Landgönguliðarnir hafi síðan verið notaðir í margskonar hern- aðarævintýrum ásamt félögum úr flota og þyrlusveit. Ennfremur var komið á fót njósnasveit. North hafi séð um að samræma aðgerðir. Blaðið hefur upplýsingar þess- ar frá mönnum sem ýmist tóku þátt í aðgerðum á vegum klíku þessarar eða höfðu hönd í bagga með skipulagningu þeirra. Nokk- ur dæmi eru nefnd. „Þjóðaröryggisráðið“ sendi bandaríska hermenn til Nicarag- ua gagngert í þeim erindagjörð- um að berjast við stjórnarherinn. Þeim bar að vinna skemmdar- verk á herbirgðastöðvum og koma fyrir njósnatækjum svo andstæðingar Sandinista hefðu sem gleggsta hugmynd um ferðir sveita stjórnvalda og staðsetn- ingu hverju sinni. Ennfremur lét „Þjóðaröryggis- ráðið“ leggja flugvöll í Mið- Ameríku til að auðvelda fram- gang þessara áætlana sinna og njósnarar á vegum þess áttu að snuðra um sovéska sendiráðs- menn í ríkjum þriðja heimsins. Blaðið fullyrðir að í upphafi hafi þessum sérsveitum „Þjóðar- öryggisráðsins" verið komið á legg tii að „berjast við hryðju- verkamenn“ en fljótlega hafi verkssvið þeirra verið aukið að frumkvæði Norths og Williams Caseys, fyrrum yfirmanns CIA. Blaðið hefur eftir Noel einhverj- um Koch, fyrrum aðstoðarvarn- armálaráðherra Bandaríkjanna, Sri Lanka/Indland Gandhi og Jayewardene semja Leiðtogar Indlands og Sri Lanka hyggjast undirrita samning á morgun sem binda á enda á borgarastríðið í eyríkinu Embættismenn stjórna Ind- lands og Sri Lanka hafa fund- að stift undanfarna daga í því augnamiði að binda enda á borg- arastríð Singalesa og Tarníla í síðarnefnda rfldnu. Þeir hafa nú komið sér saman um drög að samningi og fullyrti indverskur stjórnarerindreki í gær að Rajiv Gandhi forsætisráð- herra myndi taka sér ferð á hend- ur til Kólombó, höfuðborgar Sri Lanka, á morgun gagngert í þeim erindagerðum að undirrita samn- inginn ásamt Juniusi Jayewar- dene forseta. í drögunum er kveðið á um að vopnaviðskiptum stjórnarhers Sri Lanka og skæruliða Tamíla verði þegar í stað hætt og Tamílar fái nokkra sjálfstjóm í héruðum sem einkum eru byggð þeim. Ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti samningsdraganna. Vitað er að Jayewardene hefur lent í útistöðum við nokkra af ráðherr- um ríkisstjórnarinnar út af hon- um, þar á meðal Ranasinghe Premadasa forsætisráðherra. Og þótt þorri skæruliðafor- ingja Tamfla fallist á hugmynd- irnar þá gerir Velupillai Prabhak- aran, leiðtogi Frelsistígranna, það ekki. Hann hefur staðið í miklu makki við indverska ráða- menn síðustu þrjá daga en allt komið fyrir ekki. hann kveður samninginn „Rýtingsstungu í bak Tamfla“. Útilokað væri að Tígrarnir legðu niður vopn fyrr en stjórnar- herinn hefði rifið nýreistar bæki- stöðvar sínar í norðri og austri. Og án samþykkis síns og sinna manna væri hverskyns samningur valdsmanna í Nýju-Delhi og Kól- ombó um málefni Tamfla vita- ómerkilegur pappírssnepill. - ks. að „ekki hafi verið hægt að hrinda neinu í framkvæmd nema með því að útiloka skriffinnana." Alkunna er að „Þjóðaröryggis- ráðið“, undir stjóm Johns Poind- exters, Olivers Norths og félaga, skipulagði vopnasöluna til írans og úthlutun ágóðans til Kontra- liðanna. Menn eru ennfremur fullvissir um að Casey var einn af höfuðpaurum hneykslisins. Hann lést í vetur úr krabbameini en bæði North og Poindexter hafa verið yfirheyrðir af þing- nefnd um þátt sinn í hneykslinu með þeim afleiðingum að sá fyrr- nefndi þykir koma til greina sem forsetaframbjóðandi. Spenn- andi verður að fylgjast með við- brögðum almennings vestra við þeim upplýsingum að bandarískir hermenn hafi verið gerðir út til höfuðs löglega kjörinni stjórn Nicaragua. Miami Herald gat ekki um það hvort hernaðarað- gerðimar heyrðu sögunni til eða hvort bandarískir dátar berjast enn við Sandinista. -ks. Bandarískir hermenn þjálfa Kontraliða. Börðust hlið við hlið í Nicaragua! Drögum vel úr ferð við blindhæðir og brýr. GÓÐAFERÐ! | UMFERÐAR Iráð (jj§g) Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Læknaritari Ein staða læknaritara við Lyflækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri er laus til um- sóknar. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar veitir læknafulltrúi deildarinnar. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist skrifstofustjóra F.S.A. fyrir 5. ágúst nk. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Bindindismótið Galtalækjarskógi ? Verslunarmannahelgin 31. júli ti!3. ágúst 1987 ♦ Bergþóra Árnadóttir * Hljómsveit Geirmundar * Rauöir tletir * Rocky ★ Bláa bilskúrsbandiö | Metan ♦ Kvass » Ómar Ragnarsson ★ Jörundur ♦ Julius * Flugeldasýning ★ Barnaleikhúsiö * Kristinn Sigmundsson * Hjörtur Benediktsson, eftirherma

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.