Þjóðviljinn - 20.09.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.09.1987, Blaðsíða 5
Þýski herinn sallar niöur Rússa sér til skemmtunar í mynd Elems Klimofs, Komið og sjáið. ungur maður lætur múra sig þar inni lifandi. Leikstjórinn Paradjati- of sem hefur mátt sæta ýmsum kár- ínum í heimalandi sínu er sagður eitt óvenjulegasta kvikmyndaskáld samtímans og einna helst líkt við nýlátinn landa sinn Tarkofskí. Hin sovéska myndin er eftir hinn frremsta meðal sovéskra jafningja, Elem Klimof, sem eftir valdatöku Gorbatsjofs varð formaður félags kvikmyndara í Sovét og hefur snú- ið öllu við í kvikmyndamálum eystra. Myndin heitir Komið og . sjáið, lokið í hittifyrra, og í henni er horft á heimsstyrjöldina síðari . gegnum augu drengs í hemumdu Iþorpi, - lýsingar þeirra sem séð hafa eru þannig að æðislegustu stríðsmyndir amríkana með allar sínar brellur blikna í samanburði og gamli frasinn lúni þarsem tauga- veikum og hjartþjáðum er ráðið frá bíóferð mun hér endurreistur. Ein af þeim myndum sem væntanlega á eftir að vekja hvað mesta athygli á j hátíðinni. Verður að fáða Frá hinu risaveldinu koma þrjár myndir, og við fyrstu sýn er athygl- isverðust þeirra Brotnir með lögum /Down by Law, 1986, - vegna leikstjórans Jims Jarmusch, sem kom hér ánægjulega á óvart með Strangers in Paradise í fyrravetur. Þrír menn hittast í fangelsi... „Land hinna frjálsu og heimili hugrakkra" segir um Bandaríkin í þarlendum ættjarðarsöng, og Heimili hinna hugrökku / Home of the Brave heitir mynd frá í fyrra eftir tónlistargjörningakonuna Laurie Anderson, myndum hljóm- leika og sögð mögnuð. Þriðja am- eríska myndin er Hún verður að fáða / She‘s Gotta Have It, 1986, eftir Spike Lee, svartan ungan leik- stjóra, um þrjá karla og eina konu í svertingjahverfi í Brooklyn, - vakti mikla athygli á Cannes í fyrra. Eureka heitir mynd Nicolas Roeg hins enska um ráðvilltan milljónung, leikarar meðal annars Gene Hackman og Rutger Hauer. Roeg var fyrst tökumaður en vakti síðan verðskuldaða athygli fyrir sérstæðan stíl, til dæmis í Don't look now, The Man who Fell to Earth, Castaway. Eureka er frá ‘83 en Roeg á líka á hátíðinni myndina Markleysu / Insignificance frá ‘85, byggða á leikriti Terry Johnsons þarsem þau hittast Marilyn Mon- roe, Albert Einstein og McCarthy. írland, Austurríki írskar myndir eru sjaldsénar, hér verður ein, Gríptu gæsina / Eat the Peach, þarsem írskir unglingar reyna að koma fútti í fábrotna til- veru með ævintýralegum en soldið seinheppnum hætti. Frá í fyrra, leikstjóri Peter Ormrod. Rudolf Thome telst til jafningja Fassbinders, Herzogs og svo fram- vegis í Vestur-Þýskalandi, og á hér myndina Tarot (1986) og er úr- vinnsla úr þekktum efnivið sögð bæði frumleg og óvenjuleg. Ungur Austurríkismaður, Wol- fram Paulus, er kynntur með fyrstu mynd sinni, Heiðaheilar / Heiden- löcher, og er efniviðurinn seinna stríðið einsog svo oft: liðhlaupi í þröngum fjalladal þarsem ungir menn hafa látið senda sig í stríðið. Nautabaninn / Matador (1985) kemur frá Spáni ekki alveg óvænt. I mynd Pedro Almodovar tengist dauðaleikurinn í hringnum samleik karls og konu, dauðastundin sam- líkist fullnægingunni, eða er kann- ski alveg eins? Finnskir brœður Aki og Mika Kaurismaki heita finnskir kvikmyndabræður og eru einir af gestum hátíðarinnar, annar búið til fimm myndir, hinn þrjár, og hafa vakið arthygli heima og heiman. Rosso heitir mynd Mika, Stríðsmenn kljást í Kurosawa- myndinni Ran. gerð ‘85, um mafíósa sendan til Finnlands að drepa ástkonu sína, verður samferða bróður konunnar með tilheyrandi átökum. Mynd Aki heitir Skuggar í Paradís, kosin besta mynd í Finnlandi í fyrra, um utangarðsfólk sem fellir hugi sam- an, „tilraun til að búa til ástarsögu með boðskap“ segir höfundurinn. Þriðja finnska myndin er Snæ- drottningin eftir Pavi Hartzell eftir ævintýri H. C. Andersens, þykir einkar vel tekin og nútímaleg. Fjarlœgar þjóðir og heimamenn Glaðbeittur Grúsíumaður úr dulúðugri mynd Sovétmannsins Paradjanofs, Vlrkln i Súr- Áttunda kvikmynda- hótíðinríðurí hlað með31 spóluí farteskinu. Nýlegar myndir eftir Kurosawa, Fellini og Scola, -áherslad áðurlíttnumin lönd Á hátíðina nú hafa einsog stund- um áður verið fengin sýnishorn af bestu kvikmyndalist fjarlægra þjóða í kvikmyndaskilningi, - og eru Finnar raunar þar á meðal, því miður. Lengra er þó seilst: Frá Eg- yptó kemur Hinn sjötti dagur eftir Youssef Chahine frá í fyrra. Dali- da, fræg söngkona í Frans og heimalandi sínu, leikur aðalhlut- verk í myndinni sem dregur nafn af úrslitadegi kólerusýki, um alþýðu- fólk og drauma þess. Frá einu mesta kvikmyndaframleiðslulandi heims, Indlandi, kemur Genesis eftir Mrinal Sen sem áður hefur komið við sögu Reykjavíkurhá- tíða. Hér er sagan um Adam og Evu, Kain og Abel sögð uppá nýtt í indversku umhverfi, og þykir myndin einkar fögur. Kínverjar eru að rakna úr rotinu eftir skeið rauðu sápuóperunnar í kvikmyndalist ríkisins í miðið. Þaðan kemur nú myndin Stúlka af góðu fólki eftir Huang Jianzhong af yngstu kynslóð þaðra. Lítið fjalla- þorp á jólum í borgarastyrjöldinni, átján ára stúlka er neydd til að gift- ast sex ára dreng, sögð hæg mynd og falleg. Hinir Kínverjarnir, þeir á Taiw- an, eru líka í uppsveiflu. Þaðan koma tvær myndir, Bernskuminn- ingar (‘85) eftir Hou Hsiao-hsien, einn fremsta nýbylgjumann þar- lendan og fjallar um fjölskyldu sem sennilega er dæmigerð fyrir þetta undarlega land flóttamanna sem aldrei komast heim. Hin heitir Hryðjuverkamenn, eftir Edward Yang frá í fyrra; auðnulaus stúlka gerir sér það til dundurs að ljúga barni uppá virtan efnafræðing með hörmulegum afleiðingum. Og botn í þessa hátíðarlýsingu sláum við með okkar eigin Lárusi Ými Óskarssyni og Svíþjóðarmynd hans um hlébarðann í klakanum, Den frusna leoparden, sem hér er sýnd fyrsta sinni. Kiljan nokkur ferðast inní afríkönsku nóttina á slóðir hlébarðans innifrosna úr sögu Hemingways... -m FJÖLBRAUTRSKÓUNN BREIÐHOUI Austurbergiö 109Reykjavík ísland sími756 00 Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti MODEL Model vantar að myndlistarbraut Fjölbrauta- skólans í Breiðholti. Dag- og kvöldtímar. Möguleiki á ráðningu er fyrir hendi. Upplýsingar á skrifstofu skólans í síma 75600. Fóstrur Mig bráðvantar fóstrur eða fólk sem hefur reynslu af uppeldisstarfi á dagvistarheimilum á leik- skólann Seljaborg. Upplýsingar gefur Álfhildur Erlendsdóttir í síma 76680. Völvuborg - Völvufelli 7 Völvuborg er lítið, notalegt dagheimili, mannað góðu fólki. Okkur vantar fóstru og aðstoðarmann á deild yngstu barnanna. Upplýsingar hjá forstöðumanni í síma 73040. j Sunnudagur 20. september 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.