Þjóðviljinn - 20.09.1987, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 20.09.1987, Blaðsíða 18
u Peter Tosh '45 - '87 PeterTosherallur. Þessi unmdeildi boöberi frelsis, rétt- lætis og lögleiöingar kann- abisefna, var myrtur á heimili sínu hinn 11. þessa mánaðar, ásamt félaga sínum; Wilton „Doc” Brown. Fimm aörir (þar á meðal konaTosh, Marlene) særöust alvarlega (aegar vopnaöir ræningjarsem ruðst höfðu inn, hófu skothríð á varnarlaustfólkið. Ræningj- arnirvoru þrírog kröfðust peningaafTosh.semneitaði alfarið að láta að kröfum þeirra, með fyrrgreindum af- leiðingum. Peter Tosh (eða Winston Hu- bert Mclntosh) var í mörg ár einn vinsælasti reggae-tónlistarmaður í heimi, og jafnvel sá alvinsælasti eftir að Bob Marley andaðist í maí 1981. Tosh var lengi framan af í The Wailers, hljómsveit Mar- leys, var reyndar einn af stofnfé- lögum þeirrar sveitar. Það var svo í kringum 1973 að Tosh hóf sinn sólóferil. Fyrstu breiðskífur hans voru „Legalize it” og „Equ- al Rights” og fjölluðu, eins og flest annað úr smiðju Tosh og annarra Rastafaría, um kúgun og kannabis, svo ég einfaldi þetta nú eins og hægt er. En þó þessar plötu vektu vissulega athygli, var það ekki fyrr en ’78 að hjólin tóku að snúast fyrir alvöru. Það ár voru haldnir miklir tónleikar í Kingston, þar sem margir helstu reggae-tónlistarmenn landsins spiluðu. Meðal tónleikagesta var Michel Manley forsætisráðherra Jamaica og fleiri ráðherrar úr stjórn hans. Tosh notaði tækifær- ið og messaði yfir ráðherrunum og öðrum í þrjú korter samfleytt, um bölvun þá sem fylgdi hvers kyns kúgun, nýlendustefnu og kerfinu öllu, sem hann reyndar kallaði „the shitstem”. Hann kvartaði hástöfum undan stefnu stjórnvalda í mannréttindamál- um og — síðast en ekki síst — því að kannabisefni, sem Guð hafði gefið jarðarbúum, skyldu vera ólögleg. Eftir þessa ræðu, sem var feikivel tekið af almennum áheyrendum, var svo keyrt á fullu í gegnum prógrammið, sem að sjálfsögðu endaði á laginu Legal- ize it - eða lögleiðið það upp á frónsku. Og þó Michael Manley hafi ekki hrifist af orðum og æði Peters, þá gerði Mick nokkur Jagger það svo sannarlega. Hann var staddur á þessum tónleikum og að þeim loknum fékk hann þá Tosh og félaga til að ganga á mála hjá útgáfufélagi þeirra Stones- félaga. Eftir það komu út nokkr- ar merkisplötur, þ. á m. Mystic Man og Bush Doctor, en sú síðar- nefnda er líklega mest selda plata Tosh frá upphafi. Par syngur Jag- ger m.a. með honum í laginu Keep on walking and don’t look back, vinsælasta lagi Tosh, að I’m the toughest undanskildu. En þó velgengi hans á tónlist- arsviðinu hafi aukist eftir friðar- tónleikana í Kingston, fylgdi þó annað og meira með. Þremur mánuðum eftir tónleikana var Tosh handtekinn með einn lítinn „joint”, þar sem hann beið eftir félögum sínum utan við æfinga- stúdíó í Kingston. Hann fékk ó- blíða meðferð á leiðinni í steininn og ekki tók betra við á áfanga- stað, að hans sögn. Þar var hann barinn til óbóta af fleiri en einum og fleiri en tveimur lögreglu- mönnum, sem höfðu fleira en hneíana að vopni. Kvaðst hann hafa verið nær dauða en lífi áður en hann losnaði úr greipum þeirra, og telur engan vafa á því að þetta hafi staðið í beinu sam- bandi við ræðu hans á tónleikun- um. Honum var oftar en einu sinni hótað lífláti á ferli sínum sem pólitískur tónlistarmaður, m.a. sagði hann þá sögu í viðtali sem tekið var við hann ’79, að yfirtollarinn á flugvellinum í Kingston hefði eitt sinn dregið upp byssu sfna, veifað henni framan í hann og sagst hafa langað til að drepa hann í mörg ár. Já, þar er ekki tekið út með sældinni að hafa boðskap fram að færa. Og nú er svo komið að Pet- er Tosh syngur ekki meira um ó- réttlæti heimsins - ekki í eigin persónu það er að segja. Tónlist hans mun þó vafalaust halda nafni hans og minntngu á lofti um ókomna tíð, rétt einsoggersthef- ur með fyrrum félaga hans Bob Marley. Og þann 28. þessa mán- aðar er væntanleg á markaðinn nýjasta plata Tosh; No Nucíear War, en hann hafði nýlega lokið upptökum á henni þegar dauðinn sótt’an ... A-mon ... ■44.8'í David Thomas: Fljúgandí furðurhlutur? David Thomas - hvad er de’ for noget stads? var fy rsta danska setningin, sem kom í huga hins fáfróða blaða- manns er þetta skrifar, þegar hann frétti af væntanlegum tónleikum þessa herra- manns. „Hann var aðal- sprautan í Pere Ubu,” sagði heimildarmaðurminn, hissaá fáfræði poppskríbentsins. Steininn tók þó úr, þegar undirritaður reyndist álíka fáf- róðu r u m það fy ri rbæri. Eitthvað rámaði mig í tónleika fyrir löngu, þar sem einhverjir með þessu skrítna nafni spil- uðu og sungu fyrir landann, en ég hafði ekki gerst svo frægur að vera viðstaddur þá tónleika. Né heldur hafði ég heyrt rónlist þeirra af plasti. Það var því með hálfum huga að éc) drattaðist á tónleika Da- vid Thomas í Abracadabra á föstudaginn í síðustu viku. Ég mætti á rétt rúmlega auglýstum tíma, eða klukkan fimmtán mínútur yfir tíu. Fékk sæti. Og beið. Og beið. Klukkan fimmtán mínútur yfir ellefu var ég tekin að ókyrrast mjög í sæti mínu, þar sem enn bólaði ekkert á umræddum tónlistarmanni. Ég hvíslaði því að ljósmyndaranum, sem sat þolinmóður við hlið mér, að ef mannandsk ... kæmi ekki á sviðið fyrir hálftólf, þá værum við farnir og hana nú. Ægilega móðg- aður, enda viðkvæm sál í mjúk- um líkama. En til allrar hamingju steig David Thomas á svið áður en tími hans var útrunnin, hefur sjálfsagt heyrt til mín blessaður. Til allrar hamingju segi ég, því þessu hefði ég ekki viljað missa af fremur en útsölu í ÁTVR. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja um svona uppákomu eins og þessa (ég segi uppákomu, því þetta var mun meira en „bara” tónleikar), og þess vegna er ég búinn að eyða svona miklu plássi í kjaftæði. Ólrúlegl er einna hent- ugasta lýsingarorðið, að mér finnst, í þessu sambandi. Pessi stóri, skrýtni, góð/grimmilegi og bráðfyndni maður var allt í senn; sögumaður góður, ótrúlegur söngvari, bráðflinkur látbragðs- leikari og kómiker, og þar að auki hárbeittur pólitíkus á sinn hátt. Hann hermdi eftir jafn ólík- um hlutum og fiskum á hafsbotni og útdauðum risaeðlum af stær- stu gerð, og hvort tveggj a var j afn yndislega geggjað og undarlegt, en samt eitthvað svo svona - ja - svona einhvern veginn - svona eins og það átti að vera. Ha? Ég ætla ekki að fara að tíunda allt það sem David Thomas sagði og gerði þetta kvöld í Abracad- abra, það væri of langt mál. Læt nægja í viðbót við það sem komið er, að segja svo sem eins og þetta: Þetta var ein stórkostlegasta upp- lifun sem ég hef lent í á þessu sviði (einkalífið undanskilið sem sagt ...) og ég vona að við fáum þenn- an galdrakarl sem fyrst í heim- sókn aftur. Og þó að Abracad- abra hljómi vel sem athafnasvæði töframanns, þá á David Thomas betra skilið en að flytja sína gagn- merku og skemmtilegu dagskrá undir glasaglaumi og frammíköll- um misdrukkinna gesta staðar- ins, sem ekki voru endilega komnir til að heyra og sjá akkúrat hann. Velkominn aftur - anytime

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.