Þjóðviljinn - 22.10.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.10.1987, Blaðsíða 10
FLÓAMARKAÐURINN Citroén GS station árg 78 skoðaður 1987. Tilboð. uppl.s. 19588. Húsnæðióskast Ungt par, háskólanemar, óskar eftir 2-3 herb. íbúð á leigu. Uppl. í síma 656299 eftir hádegi. Góðurbílltilsölu Til sölu Fiat árg. '85. Einstaklega spar- neytinn og þægilegur bíll f toppstandi. Vetrardekk fylgja. Til greina koma skipti áódýrari. Upp. ísíma 681310kl. 9-17 og f síma 13462 e.kl. 19. Bráðvantar íbúð, litla eða stóra. Erum 2 í heimili, fullorðin og barn. Góðri umgengni og skilvísum greiðslum heitið. Uppl. í sfma 50751. Ársgömul Lancia „skutla” lúxusgerðin, fæst í skiptum fyrir ódýrari bíl og peningamilligjöf. Uppl. í sfma 18054 eftir kl. 18. Handunnar rússneskar tehetturog matrúskur í miklu úrvali. Póstkröfuþjónusta. Ath. get komið með vörurnar á t.d. vinnustaði og i saumaklúbba ef óskað er. Uppl. í sfma 19239. Vetrardekk á T rabant til sölu Uppl. í síma 671901 eftir kl. 7 á kvöldin. Óska eftir að kaupa svefnsófa eða rúm 1 og 'h breidd. Uppl.s. 40693. Tilsölu Rauð ullarkápa með minkaskinnskraga og grá (amerísk) dragt. Stærð 48-50. Sfmi 15501 eftir kl. 17.00 Tilsölu sv/hv sjónvarp, ísskápur, flosmynd og Gunnhildur kóngamóðir útsaumuð. Einnig fæst gefins gamall ísskápur, þvottavél og frystikista, hvort tveggja bil- að. Sími 611762. Vel útlítandi á vægu verði 2 gardínur og stöng, baðskápur, 2 bað- speglar og kista og Fender Rhodes raf- magnspianó áður i eigu Þursaflokksins, eðalhljóðfæri á góöu verði. Selst allt ódýrt ef samið er strax. Uppl. gefur Steinn f síma 45755 milli kl. 21 og 23. Vantargamladýnu skiptir ekki máli hvaða stærð, má vera svampdýna. Sími 79622. Ertu að breyta- viltu bæta? Stofuhurðir með gleri. Vil láta fyrir lítið þrefalda stofuhurð úr tekki með gleri. Hver hurð er 68,5x197 cm. Nánari uppl. s.32185. Tilsölu Barnakojur, þrekhjól sem þarfnast við- gerðar og svar leðurlíkissófasett. Fæst ódýrt. Uppl. á kvöldin í síma 21428. Heimilishjálp aukastarf Heimilishjálp óskast 2-4 tima í viku i vest- urbæ. Sæmileg laun. Uppl.s. á kvöldin 21428. Vel meðfarinn dökkblár Emmaljunga barnavagn til sölu. Verð kr. 11-12 þús. Uppl.s. 75219. Kojurfrá Furuhúsinu 164x68 vel með farnar. Seljast á hálf- virði. Sími 75349. Tilsölu Girmi grillofn Iftið notaöur. Verð 3000. Uppl.s. 44315. Simca Talbot árg. '80 til sölu. Keyrð 60 þús. km. Þarlnast við- gerðar. Tækifærisverð. Sfmi 33021 eftir kl. 5. Framhjól á BMX Vantar framhjól á BMX reiðhjól 20". Birna sími 71975 eftir kl. 17. íslendingasögur-sellóbogi íslendingasögumar 42 bindi til sölu. Á sama stað fæst keyptur vandaður selló- bogi. Sími 29105. Vantartrésmiðeða laghent- an mann í minniháttar verkefni innanhúss. Uppl.s. 621486. Innanhússloftnet Óska eftir að kaupa innanhússloftnet fyrir sjónvarp. Uppl.s. 73679. Ferðakarfa fyrir kisu óskast keypt Erum heima eftir kl. 6 á kvöldin i sfma 611711. Vil taka á leigu íbúð miðsvæðis í borginni. Reglusemi heitið. Sími 623136 eftir kl. 18. Tilsöluskellinaðra Uppl.s. 686254 og 23697. Óska eftir ódýrum bókaskáp eða bókahillum. Uppl.s. 35963. Notaðursófi, 4ra sæta fæst gefins. Til sýnis að Drápuhlíð 12, rishæð. sos Mig bráðvantar almennilegt rúm til að sofa á. Þarf helst að vera 120 cm á breidd og á góðum kjörum. Frekari uppl. hjá Hildi í sfma 75831 á kvöldin. Kalkhoff BMX torfæruhjól hvarf Hjólið er hvftt með svörtum púðum og var tekið fyrir utan veitingastaðinn Barón, Laugavegi 86, föstudaginn 9. október milli kl. 17 og 18. Stellnr. er 384948. Þeir sem geta gefið uppi. um hjólið vins.l. hringi i síma 16908 eða 14060. Sinclair Spectrum ZX til sölu Uppl.s. 641693. 5-6 herb. íbúð eða sérhæð óskastáleigu sem fyrst í Hafnarfirði, Kópavogi eða Garðabæ. Sími 36742 eftir kl. 18. Bráðvantar ódýra rafmagns- ritvél Gjarnan gamla IBM vél. Sími 32814. Sjónvarp 26” litsjónvarp, nýyfirfarið, til sölu. Verð kr. 16 þús. Uppl.s. 656169 eftir hádegi. Par í námi með 4ra ára barn óskar eftir fbúð til leigu, helst til frambúðar. Góðri umgengni og öruggum greiðslum heitið gegn sann- gjarnri leigu. Simi 13907, BergdísogÁrni Páll. Felgurtil sölu 4 nýjar felgur á Sunny til sölu. Seljast ódýrt. Sími 78896. Óska eftir að kaupa slides sýningarvél. Sími 41596 eftir kl. 17. Tilsölu vetrardekk á Daihatsu Charade. Uppl.s. 29545. Eldhúsinnrétting ásamt ís- skap eldavél, bakarofni og vaski. Selst ódýrt gegn þvf að taka hana niður. Einnig fæst gulur baðvaskur og baðkar gefins. Uppl.s. 30673. Óskum eftir 3ja herb. íbúð frá l.des. nk. Hafið samb. í síma 611017 eða 688115 milli kl. 8 og 4. Leikhúsið okkar! Leiklistarnámskeið fyrir börn og unglinga hefjast 24. október. Aldur 6-19 ára. Kennt er um helgar. Innritun og upplýsingar í símum 28737 og 18439. Elísabet Brekkan, leiklistarkennari. Dóttir mín, kona mín og móðir okkar Svava Sigríður Guðmundsdóttir Ásvegi 10 er látin Margrét Tómasdóttir Pétur Tyrfingsson og synir ERLENDAR FRÉTTIR Burkina Faso Sankaras er saknað Alþýða manna er ekki sátt viðfall Tómasar Sankaras erféll fyrirhendi valdarœningja ífyrri viku. Nýju leiðtogunum illa tekið, jafnt innanlands sem í nágrannaríkjum Herforingjarnir er rifu til sín völdin í Afríkuríkinu Burkina Faso í síðustu viku hafa dregið mjög úr gagnrýni á leiðtogann sem þeir steyptu af stóli og drápu, Tómas Sankara, þar eð fall hans virðist hafa vakið reiði alþýðu manna. Þegar Blaise Compaore kapt- einn hafði gengið á milli bols og höfuðs á Sankara og félögum hans og útnefnt sig hæstráðanda landsins stóð ekki á því að hann hefði réttlætingar gjörða sinna á hraðbergi. Sankara hefði verið „liðhlaupi og svikahrappur" og „einræðisseggur er vildi gera land sitt að hálfnýlendu." Nú er hins- vegar annar uppi og látið nægja að fullyrða að Sankara hafi verið „byltingarsinni er fór villur veg- ar.“ Compaore er 35 ára gamall fallhlífarhermaður. Hann ávarp- aði þjóðina fyrsta sinni á mánu- dag og kvað nánast hafa beðist afsökunar á valdaráninu. Hann hét því að útför Sankaras yrði með þeim virðingarbrag er sæmdi byltingarleiðtoga og ítrekaði að alls ekki hefði verið ætlunin að drepa hann. Fréttaskýrendur í höfuðborg- inni Ouagadougou fullyrða að sinnaskipti Compaores eigi rætur að rekja til mikillar ólgu í landinu í kjölfar vígs Sankaras. Sem kunnugt er var hann drepinn þann 15. október síðastliðinn í bardögum milli drottinhollra dáta og uppreisnarhermanna Compaores. Hann var dysjaður í snarhasti en grafreitur hans er þegar orðinn helgidómur í augum margra landsmanna, einkum yngra fólks, er streyma þangað í pílagrímsferðir. Að auki hefur komið til fjölmennra mótmæla- aðgerða gegn hinum nýju vald- höfum. Erindrekar Compaores hafa gert víðreist frá því hann tók völdin, ferðast vítt og breitt um landsbyggðina og til nágranna- ríkja. Hvarvetna hafa móttök- urnar ýmist verið kuldalegar eða fjandsamlegar. Örfáir hafa séð ástæðu til að mæta á fundi til stuðnings nýju valdhöfunum í höfuðborginni og námsmaður Tómas Sankara. Naut hylli almenn- ings. nokkur er reyndi að bera blak af Compaore í háskólanum átti fót- um fjör að launa. -ks. Júgóslavía Hreinsanir yfirvofandi í Kosovo Fyrrum varaforseti Títós sakaður um þjóðernishyggju og karlrembu Leiðtogar Kommúnistaflokks Júgóslavíu hafa krafíst þess að Fadil Hodza, einn af fyrir- mönnum flokksins í Kosovohér- aði, verði rekinn úr honum fyrir að kynda undir þjóðernishyggju fólks sem er af albönsku bergi brotið. í yfirlýsingu forsætisnefndar kommúnistaflokksins er því hald- ið fram að menn á borð við Ho- dza eigi engan rétt á því að vera félagar í flokknum. „Fadil Hodza ber mikla ábyrgð á því ófremdar- ástandi sem ríkir í Kosovo og birtist skýrast í útbreiðslu al- banskrar þjóðernisstefnu." Hodza var einn af varaforse- tum Júgóslavíu á valdadögum Títós. Hann hefur sætt mikilli gagnrýni að undanförnu fyrir að hafa látið þau orð falla að draga myndi stórlega úr nauðgunum í Kosovo ef serbneskar konur legðu stund á vændi. Fyrirhugað er að efna til mót- mælafundar í þorpinu Polje í Kosovo gegn Hodza og munu leiðtogar Kvenréttindasambands Júgóslavíu leggja þar orð í belg. Hodza er sagður hafa látið þessi ummæli frá sér fara ein- hverntíma í fyrra en þau komust ekki í hámæli fyrr en dagblað nokkurt í Júgóslavíu birti þau fyrir skemmstu. Orðin bera nátt- úrlega vott um takmarkalausa lít- ilsvirðingu í garð kvenna en jafn- framt er litið svo á að með þeim sé Hodza að taka upp hanskann fyrir albanska karlmenn því þorri nauðgara í Kosovo kvað vera úr þeirra röðum en mikill meirihluti fórnarlamba úr hópi serbneskra kvenna. Sjálfur hefur Hodza borið af sér þessar sakir. Hann fullyrðir að andstæðingar sínir hafi afbak- Magga Aston fékk alveg skín- andi góða gjöf í hófi sem fjöl- skylda hennar efndi til í tilefni þess að hún átti 100 ára afmæli. Gjöfina gaf hún sjálfri sér með því að líta á fæðingarvottorð sitt og uppgötva að hún var ekki nema 99 ára gömul. Um helmingi íbúa heimaþorps Möggu hafði verið boðið í veisl- una og ráðgert hafði verið að flugvél flygi yfir heimili hennar með borða í eftirdragi með áletr- að og slitið ummæli sín úr sam- hengi til að koma höggi á sig. Ho- dza er orðinn 77 ára gamall en hefur enn mikil völd í Kosovo. -ks. uðum árnaðaróskum í tilefni aldarafmælisins. Þegar hið sanna kom í ljós var ákveðið að fresta flugsýningunni um eitt ár en hóf- ið fór fram einsog ekkert hefði í skorist. „Ég er alveg í sjöunda himni með að vera ári yngri en ég hélt. Mig langar ekkert til að verða 100 ára strax því fólk á þeim aldri virðist óneitanlega vera óttalega gamalt,“ sagði hin káta og keika Magga og brosti glettnislega. -ks. Nóbelsverðlaun í hagfrœði Enn og aftur Bandaríkjamaður Bandaríski hagfræðingurinn Róbert Solow hlýtur nóbels- verðlaunin í hagfræði árið 1987 fyrir rannsóknir sínar á samspili tækniframfara og hagvaxtar. Það var sænska vísindaakademían er lét þetta boð út ganga um gervalla heimsbyggðina í gær. Solow þessi er 63 ára gamall og prófessor við Tæknistofnun Massachusetts (MIT). Hann hef- ur fyrstur manna hannað stærð- fræðilíkan hvers hlutverk er að sýna fram á hvernig nýta má upp- götvanir í tækni til að auka fram- leiðsluafköst. Hann kvað vera lærisveinn og aðdáandi þess fræga breska hagfræðings Johns Maynards Keynes. Þetta mun vera í sextánda skipti að þessi við- urkenning fellur bandarískum hagfræðingi í skaut. -ks. England ...aðeins 99 ára 10 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.