Þjóðviljinn - 22.10.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 22.10.1987, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR England Evrópukeppni Real Madrid stal sigrinum Skoraði á síðustu sekúndunum. Litlu liðin komu á óvart Oruggt hjá Aston Villa Aston Villa vann öruggan sigur yfir Crystal Palace í gær, 4-1. Þrír leikir voru í 2. deildinni í Eng- landi í gær. Manchester City vann óvæntan sigur yfir toppliði 2. deildar, Bradford, 4-2 á útivelli. Staða W.B.A. er slæm og ekki skánaði hún í gær því liðið tapaði fyrir Leicester, 0-3. -Ibe/Reuter 0 Kvennalandslið Erlendur þjálfari HSÍ hefur nú í fyrsta sinn ráðið erlendan þjálfara til að þjálfa kvennalandsliðið í handknatt- leik. Sá heitir dr. Slavko Bambir og kemur frá Júgóslavíu. Það má með sanni segja að Real Madrid hafi stolið sigrinum af Porto í aðalleik Evrópukeppninnar í gærkvöldi. Þegar níu mínútur voru til leiksloka var staðan 1-0 Porto f vil, en Real Madrid skoraði tvö mörk rétt fyrir leikslok, hið síðara á sfðustu sekúndum leiksins og tryggði sér sigur, 2-1. Leikurinn sem fór fram í Valenc- ia var mjög spennandi. Rabah Ma- djer náði forystunni fyrir Porto á 58. mínútu og eftir það sótti Real Madrid látlaust. Sóknin bar ekki árangur fyrr en á 81. mínútu, en þá skoraði Hugo Sanchez. Það var allt útlit fyrir að leiknum lyki með jafntefli, en nokkrum sek- úndum fýrir leikslok skoraði Mi- guel Sanchez sigurmarkið. Möguleikar Porto eru því nokk- uð góðir. Þeim nægir 1-0 sigur og mark þeirra gæti reynst dýrmætt í síðari leik liðanna. Erkiféndur Real, Barcelona, sig- ruðu Dynamo Moskvu, 2-0. Það voru Raul Amarilla og Bernd Schuster sem skoruðu mörk Barce- lona, en liðinu hefur gengið mjög illa í deildinni. Evrópumeistarar bikarhjafa, Ajax, ætla sér greinilega að verja titilinn og unnu mikilvægan sigur yfir Hamburg SV í gær, 1-0 á úti- velli. Hennie Meijer skoraði sigur- markið á 52. mínútu, en hetja Ajax var markvörðurinn Stanley Menzo. Hann varði hvað eftir annað glæsi- lega. Það gekk allt á afturfótunum hjá Hamburg þeir fengu dauðafæri og Lothar Dittmer átti m.a. skalla í þverslá og það virtist sama hvað gerðist við mark Ajax, ekki fór boltinn yfir línuna. Bayern Miinchen gátu einnig þakkað markverði sínum fyrir frá- bæran leik. Þeir töpuðu fyrir svissnesku meisturunum Neuchatel Xamax, 2-1. Robert Luethi náði forystunni á 27. mínútu. Lothar Matthaus, sem lék sinn fyrsta leik í tvo mánuði, jafnaði strax í upphafi síðari hálfleiks, en Deat Sutter skoraði sigurmark Xamax fjórum mínútum síðar. Arnór Guðjohnsen og félagar unnu mjög góðan sigur yfir Sparta Prag, 2-1 á útivelli. Sparta sigraði Framar í 1. umferð, en mætti of- jörlum sínum í Prag. Hasek náði forystunni fyrir Sparta á 10. mín- útu, en Vervoort jafnaði og Frinn- ann skoraði sigurmarkið. Norska liðið Lilleström kom á óvart og náði jafntefli gegn frönsku meisturunum Bordeaux, 0-0. Risarnir frá Ítalíu, Juventus, urðu að sætta sig við tap gegn gríska liðinu Panathinaikos, 1-0, á úti- velli. Leikurinn var í Aþenu að við- stöddum 60.000 áhorfendum og máttu ítalirnir þakka fyrir að tapa ekki stærra því að Grikkirnir áttu m.a. skot í stöng. Kalmar FF, sem sló Skagamenn út í 1. umferð, vann óvæntan sigur yfir Sporting Lissabon frá Portúgal, 1- 0 á heimavelli. Það var Torbjörn Arvidsson sem skoraði mark Kalm- ar. Það sem gerir þennan sigur enn merkilegri er að Kalmar féll í 2. deild í sumar. Valsbanarnir, Wismut Aue frá Austur-Þýskalandi, sigruðu Vlora frá Albaníu, 1-0. Leikurinn var á heimavelli Wismut, en það er reyndar eina liðið frá Austur- Þýskalandi sem eftir er í Evrópuk- eppninni. Skosku risunum Rangers og Aberdeen gekk vel í leikjum sín- um. Aberdeen sigraði Feyenoord, 2- 1 með mörkum frá Willy Falcon- er og Joe Miller. Lars Elstrup minnkaði muninn fyrir Feyenoord. Rangers vann góðan sigur yfir Gornik Zabrza, 3-1. Það voru Ally McCoist, Ian Durrant og Mark Falco sem skoruðu fyrir Rangers. Dundee United gekk hinsvegar illa, tapaði fyrir Vitkovice frá Tékkóslóvakíu á heimavelli. -lbe/Reuter Héðinn Gilsson lék mjög vel í gær og skoraði 11 mörk. Inga Einarsdóttir ætlar hér í gegn, en Stjörnustúlkur lítið hrifnar af þeim áformum. Mynd:E.ÓI. Úrslit í Evrópukeppninni í knattspymu 2. umferö - fyrri leikir Evrópukeppni meistaraliða: Lilleström (Noregi)-Bordeaux (Frakklandi)............ Real Madrid (Spáni)-Porto (Portúgal)................. Neuchatel Xamax (Sviss)-Bayern Munchen (V-Þýskalandi). Glasgow Rangers (Skotlandi)-Gornik Zabrze (Póllandi). Aarhus (Danmörku)-Benfica (Portúgal)................. Steua Bukarest (Ungverjalandi)-Omonia Nicosia (Kýpur). Rapid Vien (Austurríki)-PSV Eindhoven (Hollandi)..... Sparta Prag (Tékkóslóvakíu)-Anderlecht (Belgíu)...... Evrópukeppni bikarhafa: Dr. Bambir kemur til landsins í lok október og mun þá hefja störf. Hann mun verða einn mán- uð til reynslu og ef allt gengur upp mun hann þjálfa kvenna- landsliðið fram yfir NM-unglinga og C-keppnina næsta haust. Dr. Bambir lék á sínum yngri árum með Zagreb og varð m.a. fjórum sinnum júgóslavneskur meistari og hefur verið mjög virk- ur í handknattleikstarfi í Júgósla- víu. -Ibe Handbolti/U-19 Héðinn for á kostum Skoraði 11 mörk þegar íslenska unglingalandsliðið sigraði Norðmenn 23-19. Bergsveinn varði fjögur vítasköst „Þetta var líklega einhver besti leikur liðsins og virkilega sætur sigur yfir Norðurlandameistur- unum,“ sagði Friðrik Guð- mundsson fararstjóri íslenska unglingalandsliðsins sem sigrað það norska í gær, 23-19, á fjög- urra liða móti í V-Þýskalandi. Héðinn Gilsson fór á kostum og skoraði 11 mörk. fslendingar náðu snemma for- ystunni og leiddu í fyrri hálfleik með 1-4 mörkum. Liðið lék vel, vörnin sterk og Bergsveinn Bergsveinsson varði mjög vel. I hálfleik var staðan 10-6, íslend- ingum í vil. Síðari hálfleikurinn var heldur hraðari og meira um mistök. ís- lendingar héldu þó forskotinu og sigurinn var nokkuð öruggur. Héðinn Gilsson átti stórleik og réðu norsku varnarmennirnir ekkert við hann. Hann skoraði 11 mörk, þótt hann væri tekinn úr umferð megnið af síðari hálf- leiknum. Bergsveinn Bergsveins- son átti einnig frábæran leik, varði 20 skot og fjögur vítaköst. Júlíus Gunnarsson lék vel í sínum fyrsta landsleik, en fékk rautt spjald fyrir þrjár brottvísanir rétt fyrir leikslok. „íslenska liðið lék mjög vel og við erum mjög ánægðir með þennan sigur. Við mætum Tékk- um næst og ætlum okkur sigur,“ sagði Friðrik. Auk íslendinga og Norðmanna taka Þjóðverjar og Tékkar þátt í mótinu og léku í gær. Leikurinn var jafn framan af, en í síðari hálfleik gerðu Þjóðverjar út um leikinn með hraðaupphlaupum og sigruðu 23-16. ísland mætir Tékkum í dag. Mörk íslands: Héðinn Gilsson 11, Árni Friðleifsson 3, Konráð Olavsson 3, Ólafur Kristjánsson 3, Páll Ólafs- son 1, Sigurður Sveinsson 1 og Júl- íus Gunnarsson 1. -Ibe 0-0 2-1 2-1 3-1 0-0 3-1 1-2 1-2 Kvennahandbolti Naumur sigur FH-inga FH sigraði Stjörnuna í spenn- andi leik í gær í 1. deild kvenna. Þegar ein mínúta var til leiksloka var staðan 20-19 FH í vil og þá skoraði Eva Baldursdóttir fyrir FH og tryggði þeim sigur 21-19. Leikurinn var jafn og á köflum nokkuð spennandi. FH- stúlkurnar höfðu þó yfirleitt 1-2 marka forskot, en í hálfleik var staðan 11-9, FH í vil. Leikurinn var ágætlega leikinn og nokkuð skemmtilegur á að horfa. Systurnar Eva og Rut Baldurs- dætur voru mest áberandi í liði FH og Kristín Einarsdóttir lék einnig vel. Erla Rafnsdóttir átti góðan leik fyrir Stjörnuna og Fjóla Gunnarsdóttir varði mjög vel. Mörk Stjörnunnar: Erla Rafnsdóttir 6, Guðný Gunnsteinsdóttir 3, Ragn- heiður Stephensen 3, Hrund Grétars- dóttir 2, Dröfn Gunnarsdóttir 2, Ingi- björg Andrésdóttir 2 og Herdís Sigur- bergsdóttir 1. Mörk FH: Eva Baldursdóttir 5, Rut Baldursdóttir 4, Kristín Pétursdóttir 4, Heiða Einarsdóttir 3, Sigurborg Eyjólfsdóttir 2, Inga Einarsdóttir 2 og Hildur Harðardóttir 1. -MF Kalmar (Svíþjóð)-Sporting Lissabon (Portúgal)...................1-0 Mechelen (Belgíu)-St.Mirren (Skotlandi).........................0-0 Den Haag (Hollandi)-Young Boys (Sviss)..........................2-1 Hamburg SV (V-Þýskalandi)-Ajax (Hollandi).......................0-1 Ofi Grete (Grikklandi)-Atalanta (Ítalíu)........................1-0 Real Sociedad (Spáni)-DynamoMinsk (Sovétríkjunum)...............1-1 UEFA-bikarinn: Toulouse (Frakklandi)-Bayer Leverkusen (V-Þýskalandi)...........1-1 Barcelona (Spáni)-Dynamo Moskva (Sovétríkjunum).................2-0 Guimares (Portúgal)-Beveren (Belgíu)............................1-0 Aberdeen (Skotlandi)-Feyenoord (Hollandi).......................2-1 Bröndby (Danmörku)-Sportul Bukarest (Ungverjalandi).............3-0 Borussia Dortmund (V-Þýskalandi)-Velez Mostar (Júgóslavíu)......2-0 Wismut Aue (A-Þýskalandi)-Vlora (Albaníu)......................1 -0 RauðaStjarnan (Júgóslavíu)-Brugge (Belgíu)......................3-1 AC Milano (Ítalíu)-Espanol (Spáni)..............................0-2 Utrecht (Hollandi)-Verona (Italíu)..............................1-1 Chaves(Portúgal)-HonvewdBudapest(Ungverjalandi).................1-2 DundeeUnited(Skotlandi)-Vitkovice(Tékkóslóvakíu)................1-2 Panathjinaikos (Grikklandi)-Juventus (Ítalíu)...................1-0 Shkoder(Albaníu)-Rovaniemen (Finnlandi).........................0-1 Fimmtudagur 22. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.