Þjóðviljinn - 13.12.1987, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 13.12.1987, Blaðsíða 21
mínútum áður hafði haldið þétt um lim minn. “ Blokkarlíf í bókinni Highrise lýsir Ballard einnig nálægum tækniheimi. Þar segir frá fjörutíu hæða háhýsi og íbúum þess. Háhýsið er mjög nú- tímalegt, með verslunum, bönkum, snyrtistofum, öllu innandyra. í því býr aðallega vel stætt millistéttarfólk. Eftir því sem líður á söguna kemur upp nágrannakritur sem stigmagnast þegar líður á bókin. íbúarnir hætta smám saman að yfirgefa háhýsið og gerast all ofbeldis- kenndir í háttum. Sagan nær há- punkti og eftirlifendur koma sér •upp nokkurs konar hellisbúalífi í- húsinu. Bókin endar á því að sögumaður horfir yfir til næsta háhýsis og sér að rafmagnið þar er farið og fólk notar kyndla. JC Ballard glaðbeittur undir alúmín- íumpálmatrénu... Endir bókarinnar en sagan held- ur áfram ... Aðrar bækur Ballards eru m.a. „The drowned World“, hún ger- ist í Englandi eftir að pólarnir hafa bráðnað. „The Chrystal World“ á sér stað í Afríku þar sem frumskógurinn er að kristal- last. Smásagnasafnið „Vermilion Sands“ gerist að mestu í rauðri eyðimörk. Þar eru listamenn sem gera höggmyndir úr skýjunum, ævintýraleg svið ófullgerðra bíó- mynda, sporðdrekar skreyttir gimsteinum, mímósur syngja sópran, hljóðskúlptúrar, ljóð fjúka um sandana á bleikum renningum. í henni eins og mörg- um öðrum bóka hans kemur fram ást Ballards á súrrealistunum, sérstaklega myndlistarmönnum eins og Dalí og Max Ernst. Oft vitnar hann beint í einhverjar ákveðnar myndir þeirra en auk þess dregur hann upp ótrúlegar myndir með texta sínum. Af öorum bókum Ballards má nefna; „The Drought", Concrete Island", „The unlimited Dream Company“, „Hello America", „The Day of Forever“, „The Dis- aster Area“, „The Venus Hunt- ers“, „Low Flying Aircraft“, „The Atrosity Exhibition". Sú síðastnefnda, Hryllingssýn- ingin, er ein af lykilbókum hans. í henni eru kaflar sem vísa til seinni bóka eins og Mótorslyss! og fleiri. Hún er líka framúr- stefnulegasta bók hans, skiptist niður í stutta kafla sem fjalla um ýms efni. Hún er að vissu leyti sett upp eins og skýrsla, eins og niðurstöður undarlegra kannana sem að sjálfsögðu hafa aldrei ver- ið gerðar. Ballard er haldinn mikilli upplýsingaást. Hann vill vita öll smáatriði og hrífst af alls kyns staðreyndasöfnun og skýrsl- um um ýms málefni. Mótorslys! byggir hann að nokkru leyti á bók um áverka af völdum bílslysa, hreinni fræðibók sem rannsakar mismunandi áverka á fólki eftir bflgerðum og árgerðum. Eru andlitsáverkar fórnarlamba svip- aðir í árekstrum Pontiac 1953 og 1955? Ballard hefur mikinn áhuga á Warren-skýrslunni svokölluðu sem er um morðið á Kennedy á Dealey Plaza. Það er löng skýrsla þar sem meðal annars er heill kafli um nákvæma staðsetningu kassa sem voru í stöflum á hæð- inni þaðan sem Oswald skaut. Hvar fingur hans snertu kassana og svo framvegis. Upplýsingar af þessu tagi eru að nokkru leyti við- fangsefni bóka hans, og hann segir að eftir rannsóknir Freuds á innra sálarlífi sé það nú ytri ver- öld raunveruleikans sem þurfi að rannsaka. Setningar eins og „í andliti hennar sýnir beinabyg- gingin flatarmálsfræði morðs“ og „Ósnertir innihéldu veggir íbúð- arinnar alvarlegt andlit kvik- myndastjömunnar“ em dæmi- gerðar ballardískar setningar. Hann setur hlutina í nýtt sam- hengi, gefur öllum smáatriðum ákveðinn tilgang. Persónur hans reyna í örvæntingu að láta hlutina í umhverfi sínu falla saman á rök- réttan hátt og skapa þannig betri og réttlætanlegri heim. Hrylingssýningin inniheldur m.a. kafla sem fjallar um mann sem vill skjóta Kennedy aftur, - en á betri og réttlætanlegri hátt. Á mjög óvenjulegan hátt, eins og sést á eftirfarandi línum úr kafl- anum: „En er Kennedy ekki nú þegar dauður?“ Webster kafteinn rannsakaði gögnin sem dreift hafði verið úr á sýningarborði dr. Nathan. Pau voru: (1) útlínu- mynd af sólinni; (2) brautarþols- og flugtaksprófanir vegna risa- sprengiflugvélarinnar Enola Gay; (3) heilalínurit af Albert Einstein; (4) þverskurður af þrí- brota frá for-kambrískum tíma; (5) Ijósmynd tekin á hádegi 7. ág- úst 1945; af Quattara sand- auðninni; (6) „Garðflugvélag- ildrur Max Ernsts. Hann sneri sér að dr. Nathan. „Ertu að segja að saman myndi þetta morðvopn?" í köflum eins og þessum kemur einstök sýn Ballards best fram þótt Hryllingssýningin sé örugg- lega ekki vinsælasta bók hans. Steven Spielberg hefur kynnt Ballard fyrir stórum nýjum les- endahópi með gerð myndarinnar Keisaraveldi sólarinnar; Ballard heldur áfram að skrifa, okkur að- dáendum hans til mikillar ánægju. SK ■IBERGSRíKUR hagnýtar bækdr við höndina SVEFN OG SVEFNLEYSI 'VALDMARÍa Yflft 400 songvar 'SlfNSKIR 0G fRlENOlR I Ivert er eðli og tilgangur þess sem við gerum þriðjung ævinnar - að sofa? Hér má lesa um tengsl svefns og vöku; drauma, áhrif og orsakir svefnleysis og hvernig við getum bætt svefhinn. Góð bók að hafa við höfðalagið. VASASÖNGBÓK VALDIMARS, -..VALDIMARI'A"_____________________ Valdimar Órnólfsson tók saman Ófá tjöldin ogskálarnír hafa titrað í taktvið mörg af lögunum 430 sem Valdimar Örnólfsson valdi í þessa handhægu vasasöngbók, - vinsælir íslenskir og erlendir söngvar við öll tækifæri. LJÓSMYNDABÓKIN______________________ John Hedgecoe Hagnýtar upplýsingar um ljósmyndatækni, búnað, efni og aðferðir til að gera betri myndir. f bókinni eru yfir 1250 Ijósmyndir ásamt línuritum ogteikningum til skýringa. Myndarleg gjöf, jafnt fyrir áhuga- og atvinnumanninn oMM Handbók um Ijósmyndatækni, búnað, aðferóir og val mynclefnls.Yfir 1250 myndir J' John Hedgeooe

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.