Þjóðviljinn - 25.11.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 25.11.1988, Blaðsíða 12
Efnagreining Rannsóknastofnun landbúnaöarins óskar aö ráða 2 starfsmenn á efnagreiningarstofu. Annað starfiö krefst B.sc. prófs eöa tilsvarandi menntunar. Nánari upplýsingar veittar í síma 82230. Námsstyrkur við Háskólann í Minnesota Samkvæmt samningi milli Háskóla íslands og Háskólans í Minnesota (University of Minnesota) er árlega veittur einn styrkur til íslensks náms- manns viö Háskólann í Minnesota. Styrkurinn nemur skólagjöldum og dvalarkostnaði. Um- sækjendur skulu hafa stundaö nám viö Háskóla íslands og ganga þeir fyrir sem lokiö hafa prófi frá H.í. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu háskólans og skal umsóknum skilaö þangað í síöasta lagi 16. janúar nk. Háskóli íslands í Byggingarfélag verkamanna í Reykjavík ] Aðalfundur | félagsins verður haldinn á Hótel Lind, Rauðarár- stíg 18, þriöjudaginn 29. nóvember 1988, kl. 20.00. Venjuleg aðalfundarstörf. önnur mál. i Félagsstjórnin Frá /Efingaskóla Kennaraháskóla íslands Vegna forfalla vantar kennara aö Æfingaskólan- um. Um er að ræða 2/3 úr starfi við almenna kennslu 7 ára barna. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans, sími 91 -84566. Skólastjóri SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA AUSTURLANDI Lausar stöður Svæðisstjórn málefna fatlaðra Austurlandi auglýsir eftirtaldar stöður lausar til umsóknar: 1 staða forstöðumanns leikfangasafns og ráð- gjafarþjónustu svæðisstjórnar er laus frá 1. fe- brúar 1989 eða eftir samkomulagi. Allar nánari upplýsingar um starfið eru veittar í síma 97- 11833 eða 97-11443. 1 staða deildarþroskaþjálfa á þjónustumiðstöð- inni Vonarlandi, Egilsstöðum er laus frá 1. janúar 1989. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 97-11577. Þakka innilega samúð og vináttu við andlát og útför eigin- manns míns Bjarna Markússonar matsveins frá Rofabæ, Meðallandi Laugarnesvegi 76 Sérstakar þakkir til Blindrafélagsins og deildar 11E Land- spítalanum. Lilja Sigurðardóttir Bokaklubbur áskrifenda Þjóðviljans Tilboð vikunnar Sturlunga Þriggja binda glæsiútgáfa frá Svörtu og hvítu. Verð kr. 11.900 (Verð út úr búð kr. 14.980). Leitin að dýragarðinum Nýtt smásagnasafn eftir Einar Má Guðmundsson. Verð kr. 2.150.- (Verð út úr búð kr. 2.670) Að lokum Síðustu Ijóð Ólafs Jóhanns Sig- urðssonar. Myndir eftir Jón Reykdal. Verð kr. 1.850 (Verð út úr búð kr. 2.175). Þrjársólirsvartar Skáldsaga af Axlar-Birni eftir Úlfar Þormóðsson. Verð kr. 1.900 (Verð út úr búð kr. 2.632) Haukar urðu íslandsmeistarar í fyrra í eftirminnilegri úrslitakeppni en eru nú heillum horfnir. Línur skýrast Riðlakeppnin í körfuknattleik er nú rúmlega húlfnuð og nokkuð Ijóst hvaða lið komast í úrslitin Í.síðustu íþróttapistlum mín- um í Nýju Helgarblaði hefur ekkert annað komist að en handbolti og aftur handbolti. Það á sér auðvitað sínar eðli- legu skýringar því íþróttin er jú vinsælasta vetrarsportið hér- lendis. Nú hef ég hug á að sleppa þjóðarstoltinu og snúa mér að öðrum keppnisgrein- um. Mikið leikið í körfunni Körfuknattleikurinn fór mun fyrr af stað en handbfl)tinn, enda engir Ólympíuleikar á þeim bæ. Aldrei fyrr hefur prógramm þeirra verið eins stíft og nú, en 26 leikir eru áformaðir á hvert lið í riðlakeppninni einni. Það hefur verið leikið á hverjum sunnu- þriðju- og fimmtudegi, en vegna oddafjölda liða í hvorum riðli sitja þau hjá til skiptis. Nú hafa flest liðin leikið 14 leiki eða rétt rúmlega helming þeirra sem leiknir verða og er þegar nokkuð ljóst hvaða lið komast áfram í úrslitakeppnina. Njarðvík yfirburðalið í A-riðli, eins og við á fjölmiðl- unum köllum hann, er Njarðvík með yfirburðalið og hefur það unnið alla sína leiki. Valur og Grindavík berjast svo um hitt sætið sem kemur þeim í úrslitin og standa Valsmenn mun betur að vfgi í þeim slag. Þór og ÍS eru sennilega lélegustu lið deildar- innar í heild og eiga vart heima í henni. í B-riðli hefur komið mest á óvart slök frammistaða íslands- meistara Hauka, en þeir eiga nú harla litla möguleika á að komast í úrslitin. Keflavík og KR virðast örugg með sín sæti í úrslitunum, f R-ingar hafa komið ágætlega út í vetur og Tindastóll stendur sig þokkalega. Við skulum bara vona að úrslitakeppnin verði jafn spennandi og skemmtileg og í fyrra en þá misstu Njarðvíkingar titilinn til Hauka eftir að hafa haft besta liðið allan veturinn. Engu að síður spái ég þeim sigri í keppninni í vor. Þorfinnur Ómarsson BRIDDS Það eru til þeir bridgespilarar sem finna „gömlum" reglum flest til foráttu. Einungis vegna ald- ursins að ætla má. Lítum á dæmi: 953 87 KDG1063 Á4 D10872 DG10 Á9 953 Sagnir hafa gengið: Vestur Norður Austur Suður 1 lauf Pass 1 tígull Pass 2 lauf Pass 3 tíglar Pass 3 gröndPass Pass Pass Útspil félaga er hjarta fimma og blindur birtist. Við spilum út samkvæmt 11-reglunni svokall- aðri og vitum því að útspil félaga er fjórða hæsta í litnum. Lítum á blindan og eigin spil, teljum í hljóði og fáum út að sagnhafi á kóng eða ás í litnum (væntan- lega). Hvaða hjarta látum við og hvers vegna? Mike Lawrence, einn afkasta- mesti bridgerithöfundur í heim- Ólafur Lárusson inum í dag, mælir með gosanum. Mikið rétt, sagnhafi tekur á kóng og spilar tígultvist. Fimman frá félaga og kóngur. Hvað gerir þú? Rétt. Við tökum strax á ásinn og spilum hjarta. Hvaða hjarta? Lawrence mælir að þessu sinni með drottningu, tvisturinn kem- ur frá sagnhafa og fjarkinn frá félaga. Hvað nú? Vitanlega meira hjarta og félagi yfirtekur á ás og þið skrifið 50 (100) í ykkar dálk. Hvað er svona erfitt við þetta? kunna menn að spyrja. Alls ekkert, Fyrir þá sem kunnu þessi atriði fyrir. Málið er að framkvæma þá. Við máttum ekki „dúkka“ tígulkónginn, því allt spilið var svona: KG6 Á9654 875 G2 Á4 953 K32 87 42 KDG1063 KD10876 Á4 D10872 DG10 Á9 953 ! SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 25. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.