Þjóðviljinn - 23.12.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.12.1988, Blaðsíða 8
ERLENDAR FRETTIR Þota ferst Hryðjuverk eður ei? A daginn er komið aðfyrr íþessum mánuði hringdi maður íbanda- ríska sendiráðið í Helsinki og hótaði að sprengja Pan Am þotu íloft upp Bandarískir embættismenn skýrðu frá því í gær að haft hefði verið í hótunum við Pan Am flugfélagið fyrr í mánuðinum. Einhver hefði hringt í bandaríska sendiráðið í Helsinki og fullyrt að Pan Am þota sem væri í forum á milli Frankfurt í Vestur- Þýskalandi og Bandaríkjanna yrði sprengd í loft upp. Þotan sem fórst í fyrrakvöld var í áætlunarflugi 103 sem hófst í Frankfurt. Hún var á leið til Bandaríkjanna. Og þótt téðir embættismenn segi að ekkert bendi til þess að unnið hefði verið spellvirki á vélinni þá bendir sitthvað til þess að þeir fari með staðlausa stafi. Flugumferðarstjórar ræddu við flugmenn þotunnar aðeins ör- fáum sekúndum áður en hún fórst, og þá gekk allt að óskum, en það þykir benda til þess að hún hafi hrapað á augabragði eða spryngið. Raunar heyrðu sjónar- vottar sprengingu og féll þotan til jarðar í þrem hlutum. Brakið dreifðist mjög víða og líkams- hlutar manna lágu útum allt. 275 menn fórust hið minnsta og þar af a.m.k. 17 íbúar bæjarins Locker- bie. Síðla í gær saumuðu frétta- menn og fleiri mjög hart að for- ráðamönnum Pan Am og emb- ættismönnum ríkisins fyrir að hafa haldið hótuninni leyndri. Hví í ósköpunum almenningur hefði ekki verið varaður við því að hryðjuverkamenn hygðust granda einni af vélum félagsins sem flygi frá Frankfurt og vestur á bóginn? Hermt er að maðurinn sem hringdi í bandaríska sendiráðið í Helsinki hafi talað ensku með „arabískum hreimi“ og bendlað sig við glæpaklíku Palestínu- mannsins Abu Nídals. Markmið yfirvofandi hermdarverks væri að hefna fyrir 290 manns sem fórust með írönsku Airbus þotunni sem bandarískt herskip skaut niður í sumar. Reuter/-ks Stórslys í lofti Oft, alltof oft Króníka verstu flugslysa undanfarinna tveggja áratuga 27. mars, 1977: Mannskæðasta flugslys sögunnar. Tvær Boeing 747 risaþotur skella saman á að- albraut flugstöðvarinnar í Santa Cruz de Tenerife á Kanaríeyjum. Önnur þotanna var eign KLM flugfélagsins hollenska en hin var merkt Pan Am. 583 menn létust. 12. ágúst, 1985: Boeing 747 þota Japanska flugfélagsins flýgur á hamraveggi Ogurafjalls. 520 menn létust. 3. mars, 1974: DC-10 þota Tyrkneska flugfélagsins hrapar niður í skóglendi skamman spöl norðan Parísar. Allir um borð, 346 menn, farast. 23. júní, 1985: Sprenging verð- ur í Boeing 747 þotu Indverska flugfélagsins undan ströndum ír- lands. 329 menn og brak vélar- innar hverfa í sæinn. 19. ágúst, 1980: Eldur kviknar í sádíarabískri L-1011 Lockheed TriStar þotu á flugvellinum í Rí- jad. Hún verður alelda á auga- bragði og 301 maður ferst. 3. júlí, 1988: Fyrir glappaskot skipstjórans um borð í banda- ríska herskipinuu Vicennes er íi- önsk A-300 Airbus þota skotin niður yfir Persaflóa. 290 manns láta lífið. 25. maí, 1978: DC-10 þota Bandaríska flugfélagsins hrapar til jarðar skömmu eftir flugtak í Chicago. Allir um borð farast, 273 menn, og tveir á jörðu niðri að auki. 1. september, 1983: Sovéskur orrustuflugmaður grandar suður- kóreskri Boeing 747 þotu sem villst hafði inní sovéska lofthelgi f námunda við Sakhalíneyju. 269 manns láta lífið. 12. desember, 1979: DC-10 þota Flugfélags Ný-Sjálendinga ferst í hlíðum Erebusfjalls í Suðurskautslandinu. 257 menn deyja. 12. desember, 1985: DC-8þota „Arrow air“ flugfélagsins ferst á Nýfundnalandi. Vélin var í leigu- fiugi fyrir bandaríska herinn og þorri farþega hermenn á heim- leið í jólaleyfi. 256 menn farast. 1. janúar, 1978: Boeing 747 þota Indverska flugfélagsins springur í loft upp skömmu eftir flugtak í Bombay. 213 menn láta lífið. 4. desember, 1974: Hollensk DC-8 þota ferst í ofviðri á Srí Lanka og með henni 191 maður. 9. maí, 1987: Pólsk Iljúsín 62 þota ferst yfir skógi vöxnu landi utan Varsjár. Um borð voru 167 menn og komst enginn lífs af. 15. nóvember, 1978: DC-8 þota ferst skammt frá Kólombó, höfuðborg Srí Lanka. Potan var eign Flugleiða en „Garuda Indo- nesian Airlines" hafði hana á leigu og notaði í pílagrímaflug. Um borð voru 259 farþegar og af þeim fórust 183. 27. nóvember, 1983: Kólomb- ísk Boeing 747 þota ferst við Bar- ajas flugvöllinn í Madríd. 183 menn farast. 13. október, 1972: Iljúsín 62 þota sovéska flugfélagsins Aero- flot hrapar til jarðar, steinsnar frá Moskvu. 176 menn deyja. 22. janúar, 1973: Boeing 707 þota hefur ekki fyrr lent á Kano flugvellinum í Nígeríu en eldur læsir sig um hana og hún brennur til kaldra kola. Aftur deyja 176 menn. 10. september, 1976: Trident þota Breska flugfélagsins og júg- óslavnesk DC-9 þota skella sam- an í lofti yfir Zagreb í Júgóslavíu. 176 menn farast. L desember, 1981:DC-9 þota júgóslavneska flugfélagsins „Inex-Adría“ rekst utaní hlfðar fjalls nærri Ajaccio á Korsíku. Allir um borð, 174 menn, láta lífið. 17. ágúst, 1979: Árekstur tveggja flugvéla Aeroflot yfir Úkrænu. 173 menn deyja. 28. nóvember, 1987: Boeing 747 þota Suðurafríska flugfélags- ins hverfur í Indlandshaf og með henni 160 manns. 16. ágúst, 1987: MD-80 þota „Northwest Airlines“ fellur til jarðar aðeins örfáum sekúndum eftir flugtak í Detroit í Bandaríkj- unum. 154 menn voru um borð og fórust 153. Aðeins telpukom nokkurt, fjögurra ára gömul, lifði ósköpin af. Þrír fórust á jörðu niðri. 9. júlí, 1982: Boeing 747 þota Pan Am hrapar niður í íbúahverfi í New Orleans í Bandaríkjunum. Alls farast 153 menn, þar af all nokkrir á jörðu niðri. Reuter/-ks. Elst í heimi Maren Bolette Torp, norsk og býr í Osló, er elsta manneskja í heimi, samkvæmt metabók Gu- iness fyrir árið 1989. í gær, 21. des., hélt hún upp á 112 ára af- mæli sitt. Frú Torp er átta barna móðir og var komin undir sjötugt er heimsstyrjöldinni síðari lauk. Hún segist alltaf hafa unnið hörð- um höndum og gætt hófs í hví- vetna, og séu þar fundnar skýr- ingarnar á háum aldri hennar. Reuter/-dþ. Valdaránstilraun í Súdan Tilraun til að steypa stjórn Sú- dans af stóli var kæfð í fæðing- unni, að sögn talsmanna stjórnar- innar. Þeir sem höfðu valdarán í hyggju voru stuðningsmenn Jaaf- ars Nimeiri, fyrrum Sú- dansforseta, sem nú býr í útlegð í Egyptalandi. Herforingjar steyptu honum af stóli 1985. En þótt Súdanstjórn hafi staðið þetta af sér er hún engu að síður fallvölt, vegna innbyrðis ósam- komulags um það hvernig binda skuli enda á borgarastríðið í landinu. Reuter/-dþ. Sækja um skuldaafslátt Sjö rómanskamerísk'ríki, öll skuldum vafin, eru í þann veginn að fara fram á að sum helstu ríkja norðurheims gefi þeim eftir eitthvað af skuldunum. Ríkin sem fara fram á þetta eru Argent- ína, Brasilía, Kólombía, Mexíkó, Perú, Úrúgvæ og Venesúela og þau ríki sem þau leita til í þessum nauðum sínum Bandaríkin, Kan- ada, Japan, Bretland, Vestur- Þýskaland, Frakkland og Ítalía. Reuter/-dþ. Fílar í útrýmingarhættu Fflar í Tansaníu eru nú um 77.000 talsins og hefur þeim fækkað um meira en helming á s.l. tíu árum, einkum af völdum veiðiþjófa. Fflunum fækkar um 5.5% árlega og verða þeir úr sög- unni þarlendis um aldamótin, ef ekki tekst að halda veiðiþjófun- um frá þeim. Veiðiþjófarnir eru að vísu ekki einir um hituna, því að menn með veiðileyfi frá Tans- aníustjórn skjóta um 100 ffla ár- lega. Þeir eru flestir ríkir Banda- ríkjamenn. Tansanía, sem er eitt af fátækustu ríkjum heims, hefur talsverðar tekjur af veiðimönn- unum. *Stjómvöld þar tregðast því við að banna fflaveiðar eða draga úr þeim, eins og sum önnur Afríkuríki hafa gert. Reuter/-dþ. Stjórn með harölínusvip Tveir stærstu stjómmálaflokk- ar ísraels, Likud og Verkamann- aflokkurinn, undirrituðu x gær sáttmála um myndun nýrrar ríkis- stjórnar. Yitzhak Shamir, leið- togi Likud, verður áfram forsæt- isráðherra og Shimon Peres, leið- togi Verkamannaflokksins, verð- ur varaforsætisráðherra og tekur við embætti fjármálaráðherra. Ljóst er að staða Likuds í stjórn þessari verður sterkari en í þeirri næstu á undan. í stefnuskrá sinni lýsir nýja stjómin því yfir, að hún taki ekki í mál viðræður við Frels- issamtök PaJestínu (PLO) og muni gera sitt ýtrasta til að bæla niður uppreisnina í Vesturbakk- ahémðum og Gaza. Reuter/-dþ. 13 mánuði í klóm mannræningja Þrír Bandaríkjamenn, Robert Polhill, Alann Steen og Jesse Tumer, hafa nú verið í haldi mannræningja í Lfbanon í 23 mánuði samfleytt. Eiginkonur þeirra hafa nú fýrir jólin skrifað þeim bréf, sem vonast er til að birt verði í blöðum í Vestur- Beirút, þar sem múslímar búa. Samtök sem nefnast Heilagt stríð íslams og munu vera á vegum sjíta segjast hafa þremenningana í haidi. I bréfi eiginkvennanna er heitið á mannræningjana að sleppa gíslunum. Alls er 17 vest- urlandamanna, sem talið er að hafi verið rænt, saknað í Líban- on. Reuter/-dþ. Atta hermenn vegnir Átta hermenn og sjóliðar vom drepnir og sjö særðir er vinstri- sinnaðir skæmliðar gerðu herbát fyrirsát á Guyaberofljóti um 200 km suðaustur af Bogota, höfuð- borg Kólombíu. Atburðir sem þessi eru nauða hversdagslegir í því landi, þar sem her, lögregla, dauðasveitir á vegum þessara að- ila, skæruliðar ýmsir, liðsmenn kókaínbaróna og stigamenn eigast við í einum graut. Reuter/-dþ. 8 SIÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 23. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.