Þjóðviljinn - 23.12.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 23.12.1988, Blaðsíða 15
Sönn og stutt íslensk frásögn... . .eldgangur úr lofti með miklu myrkri, ösku, logandiog glóandi steinum og bruna“ Nú þegar 70 ár eru liðin frá síðasta Kötlugosi er vert að minnast þess að það gos var líklega í meðallagi hvað afl, lengd og vatnsmagn hlaups varðar. Tjón var auk þess fremur lítið af gosinu þegar á heildina er litið. í stórgosinu 1755 kom ekki einasta ógur- legt hlaup, heldur féll víða mikil aska á land. Talið er að gjóskurúmmálið hafi náð ein- um og hálfum rúmkílómetra eða þrítugföldu gjóskumagni Heimeyjargossins 1973. Kötlugosið 1721 varlíkamikið en gosið 1660 mun minna. Eldbrestur líkt og skrugga... Ekkert Kötlugos á sögulegum tíma eftir miðaldir hefur valdið jafn miklu tjóni og fyrra gosið á 17. öldinni þegar frá eru talin um- brotin 1755 sem áður var getið. Gosið hófst 2. september 1625 og því lauk 14. september. Gjóskan barst aðallega til austurs frá Mýr- dalsjökli og varð Skaftártunga verst úti; þar fóru 18 jarðir í eyði, sumar að vísu aðeins um sinn. Besta heimildin um gos þetta er frásögn Þorsteins Magnús- sonar klausturhaldara Þykkva- bæjarklausturs í Álftaveri og einnig skýrsla hans en finna má hvoru tveggja í riti Þorvaldar Thoroddsens „Safn til sögu ís- lands“ (4. bindi). En eina ritið sem prentað var um þennan at- burð kom út í Danmörku árið að beit. Kýr og naut urðu bœndur strax að taka ífjós og gefa þeim hey og fóður. Pann 4. september var veður og vindur eins og daginn áður og var allt líkt og fyrsta daginn með skelfilegum þrum- um, eldgangi, braki og ösku- regni, svo sem frá hefur verið sagt. Fjölmargir fuglar féllu úr lofti og gátu ekki flogið, en skriðu á jörðinni líkt og ormar.8 Pann 5. og 6. september var allt við það sama og báða dag- ana féll svo mikill sandur og aska, að myrkt varð um miðj- an dag. Pá gat engin skepna haft gagn af Ijósi sólar eða dagsbirtu frekar en um miðja nótt, nema þegar eldurinn blossaði upp. Pann 7. september snerist vindur til útnorðurs með sorta aföskufalli og varð svo dimmt í klaustrinu, að enginn sá ann- an þótt í hendur héldust. Á þessu gekk frá því klukkan átta um morguninn og til kvölds með svo miklum brest- um í loftinu, að vér heyrðum varla hver annars kall, þótt ná- lægt hver öðrum stæðum.9 Eldgangurinn var bæði yfir höfðum vorum í loftinu og alls staðar á jörðunni og allt í kringum oss, svo að ætla mátti að loftið og jörðin mundu brenna upp. Utan á höttum vorum og klœðum virtist vera glóandi eldur, þó hafði sá eldur ekki sama lit og vor náttúrulegi eldur, heldur svo að sjá í myrkrinu sem bolur afgömlu feysknu tré. Margir segja, að þá hafi sviðið á höndum og í andliti eftir að þessi eldur snerti þá. Áðurnefndur eldur var stundum bjartari en nokkurt veraldlegt Ijós gat skinið, að 1627 og er vísast til þýðing á meg- inatriðum í skrifum Þorsteins. Segir þar um upphaf gossins að snemma morgun 2. september hafi riðið yfir eldbrestur líkt og skrugga. Sandferdig oc kort Iszland- iske Relation ■ ■■ Ritið danska er fagurlega prentað eins og mynd af titilsíðu sýnir. Það var rímfræðingur Dan- akonungs, Niels Heldvad, sem bjó textann til prentunar. Lands- bókasafnið mun hafa eignast ein- tak af þessu sjáldgæfa riti fyrir fáeinum árum. Handritin að skýrslu og frásögn klausturhald- arans austur í sveitum eru hins vegar til í handröðum Árnasafns. Haustið 1983 fengu nokkrir heiðursmenn þá hugdettu að þýða danska kverið og gefa út; þeirra á meðal var Snær Jóhann- esson sem lengi hefur útvegað bókaormum rit í verslun sinni í Reykjavík og svo Páll Jónsson bókavörður sem var einnig kunn- ur bókasafnari, ferðalangur og Ijósmyndari. Páll lést 1985, áður en þýðingin var prentuð. Kverið sá svo dagsins ljós á íslensku í fyrra. Leifur A. Símonarson, jarðfræðingur, annaðist snörun- ina yfir á móðurmálið og Lögberg gaf ritið út í fáum eintökum í minningu Páls Jónssonar. Titillinn er langur: „Sandferdig oc kort Iszlandiske Relation, Om det forferdelige oc gruelige JordskelfWsom skedde for Östen undanteknu Ijósi sólar. Stund- um var hann logarauður og stundum gulur og grænn sem regnbogi. Strax á eftir þessum eldsloga fylgdu hin skelfileg- ustu hljóð eins og brak eða brestir, miklu skelfilegri en þegar skotið er úr stóru fall- stykki. Pessir eldbrestir eða þrumuslög fóru ekki beint áfram eða til hliðar og ekki eftir því sem vindurinn blés, heldurfram og aftur og upp og niður eins og flugeldar. Skipt- ust þeir í loftinu í tvo eða þrjá hluta og hljóp hver hluti sína leið og stundum hlupu þeir saman aftur. Pegar þeir mætt- ust gáfu þeir frá sér miklar reiðarþrumur. Petta stóð allan daginn og verður að teljast furðulegt að heilar og höfuð fólks skyldu þola þetta og standast. Pá var svo dimmt að kveikja varð Ijós um miðjan dag, en um kvöldið birti aftur. Sandur féll þá bæði grófur og fínn, ásamt hnefastórum stein- um, sem voru svo brunnir, að þá mátti mylja milli fingranna. Þennan dag féll svo þykkur sandur að náði á miðjan legg á sléttum velli, en hvergi vargras að sjá.10 Þann 8. september var allt eins, og féll þá nær þriggja- handaþykkur sandur á þann sem fyrir var.11 Eftir miðdegi komu þvílikir brestir og skelfi- leg hljóð frá áðurnefndu fjalli eða jökli, að jörðin hreyfðist öll og skalf og hélst svo lengi. Þessi jarðskjálfti var ekki með venjulegum hætti, því að jörð- in gekk upp og niður eins og hún væri að springa í loft upp. Ekki gátum vér séð hvað gerð- ist í þessum jarðskjálfta vegna dimmviðris. Ætlan vor er, að þessi langvarandi jarðskjálfti hafi átt upptök sín í hinum mörgu heitu hverum, sem síð- paa Iszland/hoss Tyckeby Kloster/forgangen Septembris, met Torden oc Liunet/Ildens nedfall aff Luften/met stort Mörck/Aske/fyrige oc gloende Stene oc Brande/Deszligeste it forskreckeligt Vandfald oc Ex- undation, aff det Bierg Jöckeien/ som varede fra den 2. ind til den 14. Sept. dag/aldrig tilforne ent- en seet eller hört.“ Þetta útleggst í þýðingu Leifs: „Sönn og stutt íslensk frásögn um þann hræðilega og ógurlega jarð- skjálfta sem varð umliðinn sept- ember, hjá Þykkvabæjarklaustri í austursveitum íslands. Honum fylgdu þrumur og eldingar og eld- gangur úr lofti með mikiu myrkri, ösku, logandi og glóandi steinum og bruna. Ennfremur kom úr jöklinum hræðilegt vatnsflóð með boðaföllum, sem stóð frá 2. til 14. september, en slíkt höfðu menn hvorki séð né heyrt áður.“ Á undan frásögninni af gosinu er prentuð ritgerð Sigurðar Þór- arinssonar úr Árbók Landsbóka- safnsins 1975 þar sem hann bend- ir á uppruna textans í kverinu og an komu í Ijós í áðurnefndu fjalli, og enginn hafði áður orðið var við.12 Sumir ætla, að þá hafi margir eldhverir opn- ast, sem síðan spýttu upp reyk og ösku. Þann 9. september var stormur og regn af útsuðri. Allt var kyrrt og hljótt þar til um nóttina, en þá heyrðust dunur og dynkir til morguns. Pann 10. september var vindur vestanstæður og veður heiðríkt.13 Þá heyrðust ekki lengur brestir né dynkir, en reykur og aska stóð þó í loft upp frá fjallinu. Þetta var samt ekki eins ógurlegt og áður. Pegar líða tók á daginn gerði hvassan vind með dimmu sandfjúki og öskufoki. Allan þann tíma urðu menn v'arir við jarðskjálfta í öðrum sveitum. í segir m.a. frá Þorsteini sem var Eyfirðingur og langafabarn Jóns biskups Arasonar; fæddur um 1570 en iátinn 1655. Á eftir frá- sögninni eru ljósmyndir af öilum síðum danska kversins. Þarft framtak Sigurður Þórarinsson líkir frá- sögn hins fróma klausturhaldara við klassíska lýsingu Pliníusar yngra á gosinu í Vesúvi sem eyddi bæði Herkúlaneum og Pompei 79 e. Kr. Og víst er bragð af henni og mikill fengur bæði fyrir áhuga- fólk um sögu og náttúru og fræði- menn sem rannsaka eða fjalla um eldvirkni. Svona skrifar Þorsteinn um gosið þann 7. september: „...snerist vindur tii útnorðurs með sorta af öskufalli og varð svo dimmt í klaustrinu að enginn sá annan þótt í hendur héldust. Á þessu gekk frá því klukkan átta um morguninn og til kvölds með svo miklum brestum í loftinu að vér heyrðum varla hver annars kall, þótt nálægt hver öðrum stæðum.“ þessum jarðskjálfta klofnaði stórt og ógnvekjandi bjarg, sem eldra fólk hafði þekkt lengi.14 Þann 11. september, sem var sunnudagur, var veður stillt til kvölds, en um miðdeg- ið varð svo dimmt meðan á messu stóð, að ekki sá manna- skil. Pá fór fjallið að stillast, en þó bárust brestir, aska og eldur um langan veg að klaustrinu. Smám saman birti, svo að greina mátti fólk. Á meðan á þessu stóð féll þykkt öskulag og um nóttina rigndi af suðvestri. Pann 12. september var vindur úr suðvestri. Allan dag- inn gusaðist aska og reykur upp úr áðurnefndu fjalli. Fylgdi þessu brestir og jarð- skjálftar, einkum í Tungu.15 Og svona er hlaupinu lýst: „Um það bil klukkan átta (2. sept., innsk. ATG) um morgun- inn kom vatnsflóð úr jöklinum niður að klaustrinu og fór inn um öll hús. Vatnið fór líka inn í lítinn bæ rétt hjá klaustrinu og flóði um hann alian, en fólkið bjargaði sér á hól við bæinn. Litlu síðar færð- ist hlaupið í aukana með mikilli ísjakaferð og varð að lokum svo djúpt milli húsa að skip mátti vel fljóta þar sem áður var þurrt land.“ Ritið sem nefnist Kötlurit í ís- lensku útgáfunni er 5 þéttprent- aðar síður í frumútgáftinni en 6 síður (A5) í bæklingi Lögbergs og endar það á tilvísun í fyrsta Jó- hannesarbréf, annan kap. um að heimurinn muni tortímast með fýsn sinni; svona til að minna les- andann, í góðum og gegnum sið, á að stóridómur er í nánd. Við nútímamenn erum á- minntir með riti þessu ef til vill síður um trúarleg atriði heldur öllu fremur um hvað í Kötlu gömlu býr. Þessi mikla og fremur lftt þekkta megineldstöð er bæði hættuleg og stórvirk. Við erum áminnt um að eyða meiru til rannsókna og forvarna en gert er; og vísast til erum það ekki við alþýðumenn og óbreyttir íbúar landsins sem ákveðum svo heldur þau veraldlegu yfirvöld sem hvorki skrifa Jóhannesarbréf né geistlegar áminningar heldur fjárlög og niðurskurðarpistla. Á jólaföstu, Ari Trausti Guðmundsson Par var allan tímann ógurlegur og skelfilegur jarðskjálfti og varðfólk svo hrætt að þaðfór úr rúmum sínum og hljóp út úr húsum um miðja nótt. Þar er nú allt skógarkjarr þakið sandi. Pann 13. september snemma morguns var út- norðanvindur og flaug eldur og aska til landsuðurs. Þó olli það ekki miklum skaða þenn- an dag og um kvöldið sást hvorki eldur né reykur. Þann 14. september var hvorki eldur né öskufjúk, því að Guð hafði lœgt og slökkt þann skelfilega eld og reyk, bresti og skruðninga. Askan og sandurinn, sem kom úr fjallinu, féll og á ýms- um stöðum í Noregi.16 í þeim sveitum á íslandi, sem urðu fyrir fárinu, er jörðin spillt og ónýt, svo að þar getur ekkert gras gróið. Með þessum skelfilegum ógnum vill Guð minna oss á sinn dóm, sem í hönd fer, en hann er vafalaust skammt undan. Þá mun hann dœma heiminn meðþrumum, elding- um og eldi eins og heilagur Pétur hefur skrifað í öðru postulabréfi sínu, 3. kap.: Að herrans dagur mun koma sem þjófur að nóttu. Pá munu himnarnir líða undir lok með miklum gný og frumefnin bráðna í hita svo og jörðin og þau verk, sem á henni eru o.s.frv. Pví að allt það sem er í heiminum (sem er holdsins fýsn og fýsn augnanna og dramblátt líferni) er ekki frá föðurnum komið heldur er það frá heiminum. Og heimurinn tortímist með fýsn sinni, fyrsta Jóhannesarbréf annar kap. Guð gefi oss sæla tíð og stund að lifa í og deyja. Amen. 0mtt>fcrNð a toxt 3$(mtí»!f?c ££§ RELsíTION, fg 5í>aa 3f5tant'/l)0!T ftlcff cr/ fcrgaiiðcti íScptembris, ttut ÍorCtfi oUiun<(/fjtNne luDfaiD off jg jíuffKn /mttfforl flfttWcf / afft/ ctfllcmN jot3e>t«nix/JDcBliö<(l« t« fotfttrdVliflt *\jt>ef«it> ot Exutidadon,K5 ' 0(fW«3&(<ra3írfcUB/^mPiJK0<ff«t'«ni, íootil tA 0«*f 14* &<pt. bag / olsug tiifotuc twco «ti« U«tt. Malachi* 4 Cap, , <Xtt/tttt íommtr <n JDag/ ttanö {lat bctnöt ftm tnðtíti / ö« (oUc fotactttt ot wjoöcltgt ct«rt i t>« Œuromimut v.y J!>ta tsg ■«* cpttnot ícm/ figtt oto <!£«* íebsott,. pj 9>rcní(t i Siy&rn|affn/ 3ar 1417. Forsíðan á Kötluriti Þorsteins Magnússonar, en ritið var prentað í Kaupmanna- höfn árið 1627. Föstudagur 23. desember 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.