Þjóðviljinn - 03.01.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 03.01.1989, Blaðsíða 5
FRETTIR Efnahagsþróunin 1988 Verðbólgan komin í 4% Yfirlit Seðlabankans: Minnkun kaupmáttar ogstöðvun launaskriðs. Raungengið lœkkað allt að 10%. Verðbólgan ídesember komin í 10%. Óvissa um vaxtaþróun. Erlend lán langt umfram lánsfjáráœtlun Vísitala greidds tímakaups landverkafólks innan Alþýð- usambandsins varð um 13% hærri á þriðja ársfjórðungi nýlið- ins árs en þeim fyrsta. Þetta er sama hækkun og mat hagfræði- deildar Seðlabankans benti til eftir síðustu kjarasamninga. Þannig þykir sýnt að launaskrið fyrri ára hafi stöðvast og kaupmáttur tímakaups minnkað, auk þess sem vinnutími styttist, að því er fram kemur í forystu- grcin í nýjasta hefti Hagtalna mánaðarins sem Scðlabankinn gefur út. Raungengi krónunnar náði há- marki á fyrsta ársfjórðungi sl. árs og verður raungengið um 5% hærra á árinu 1988 en árið 1987. Raungengið hefur hækkað jafnt og þétt frá árinu 1985. Þrjár gengisfellingar og launa- og verð- lagsfrysting á nýliðnu ári hafi snú- ið þessari þróun við og frá upp- hafi til loka árs 1988 hefur raun- gengið lækkað á mælikvarða verðlags um 7% og um 10% á mælikvarða launakostnaðar, að því er fram kemur í Hagtölunum. Þá hefur einnig dregið veru- lega úr verðbólgu á síðustu mán- uðum. í október var verðbólgan á ársgrundvelli um 6% og verð- bólgan í desember er áætluð tæp- lega 4%, miðað við fjögurra mánaða miðsettan kvarða fram- færsluvísitölu. Þá er áætlað að framfærsluvísitalan verði að meðaltali um 25% hærri á ný- liðnu ári en árið á undan og frá upphafi til loka árs 1988 hækki hún um liðlega 17% samanborið við 26% árið 1987. Spenna á lánamarkaðnum hef- ur orsakað að raunvextir hafa haldist háir hérlendis lengstan hluta ársins, en síðustu mánuði hafa raunvextir verðtryggðra liða lækkað nokkuð í kjölfar lækkun- ar vaxta á spariskírteinum ríkis- Við erum auðug þjóð, þótt sumt af þeim auði sé að vísu lítils virði þegar á móti blæs. Bar- lómur er að minnsta kosti óþarf- ur, Við komumst fyrir fætur vandans, lagfærum það sem úr- skeiðis hefur farið og hefjum nýja sókn á traustari grunni, sagði Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra m.a. í ávarpi sínu til þjóðarinnar á gamlárskvöld. Steingrímur spurði hvernig á því stæði að þjóðinni héldist ekki betur á auði sínum en raun bæri vitni, íslenskt sjálfstæði þyldi ekki margar kollsteypur enn. - Aukinn afli og mikill vöxtur sjóðs. Seðlabankinn segir hins vegar að mikil óvissa ríki um þró- un vaxta á næstunni m.a. vegna óvissunnar í ríkisfjármálum. Sá mikli halli á ríkisreikningi sem myndaðist á sl. ári hefur að mestum hluta verið fjármagnað- ur með lántökum í Seðlabanka. Gengið hefur verið á gjaldeyris- forðann en grunnfé bankans hef- þjóðartekna má ekki á ný leiða til þenslu eins og verið hefur undan- farin ár. Að sjálfsögðu er æski- legast að það gerist þannig að fyr- irtæki og fjölskyldur nýti auknar tekjur til að greiða skuldir eða auka sparnað. Stjórnvöld verða þó að vera reiðubúin til þess að grípa í taumana af festu ef þörf krefur og verða að hafa til þess nauðsynleg tæki og kjark. Forsætisráðherra sagði nauð-. synlegt að horfa til framtíðar og velta því fyrir sér hver staða lands og þjóðar yrði í næstu framtíð og hvernig við vildum sjálf byggja upp okkar samfélag. ur aukist um 14% frá því í árs- byrjun 1988. Erlendar lántökur hafa farið verulega fram úr áætlunum sem settar voru í lánsfjáráætlun og er ástæðan fyrst og fremst vanmat á lántökum einkaaðila auk þess sem rekstrarhalli ríkissjóðs verð- ur trúlega að hluta fjármagnaður með erlendum lánum. - Við viljum bæta og styrkja það velferðarkerfi, sem tekist hefur að skapa, ekki með því að ausa í það fjármagni, heldur með því að gera það skilvirkara. Það á að skapa öllum öryggi en sinna þeim fyrst sem öryggið eiga minnst, sagði Steingrímur og lagði áherslu á að ísland yrði í „forystusveit þjóða, sem vinna gegn þeim hörmungum og eyðingu umhverfis, sem mann- kynið af hugsunarleysi og skammsýni skapar sér. Við vilj- um gjöreyðingarvopnin burt og eiturefr.in öll,“ sagði forsætisráð- herra. -*g- Forsœtisráðherra Barlómur er óþarfur Steingrímur Hermannsson: Hefjum nýja sókn á traustari grunni. Sjálfstœðið þolir ekki margar kollsteypur enn Fríða Sigurðardóttir rithöfundur. Rithöfundasjóður Fríða fékk styrkinn Á Gamlársdag var árleg styrk- veiting úr Rithöfundasjóði Ríkis- útvarpsins. Formaður sjóð- stjórnar er Jónas Kristjánsson forstöðumaður Árnastofnunar en aðrir í nefndinni eru Andrés Björnsson, Gunnar Stefánsson, Birgir Sigurðsson og Kristján Árnason. Að þessu sinni hlaut Fríða Sig- urðardóttir rithöfundur styrkinn sem nú nam 300 þúsund krónum. Fríða er fædd á Hesteyri árið 1940, hún er bókmenntafræðing- ur að mennt, skrifaði lokaritgerð um leikrit Jökuls Jakobssonar, og hefur gefið út fjögur skáldverk, smásagnasöfnin Þetta er ekkert alvarlegt (1980) og Við gluggann (1984), og skáldsögurnar Sólin og skugginn (1981) og Eins og vatn- ið (1986). Hún hefur fengið orð fyrir að skrifa listfengan stfl og lýsa tilfinníngum manna af innsæi og næmi. -sa Nonni og Manni í föðurieit Nonni og Manni. í sex kvöld sat þjóðin límd við skjáinn og fylgdist með ævintýrum drengj- anna frá Möðruvöllum. Ýmsir hafa farið fjálgum orðum um sameiningu fjölskyldna sem þessi myndaflokkur hafi komið í kring, baðstofustemmning ríkti í sjón- varpsherbergjum segja þeir róm- antískustu. Það þarf enginn að velkjast í vafa: Nonnabækurnar höfða enn til okkar, þessi sér- kennilega barnalegu skrif Jesúítaprestsins snerta einhvern streng í þjóðarsálinni enn þann dag í dag. Okkur er, sem betur fer, alls ekki sama hvernig Nonn- abækurnar eru hantéraðar á skjánum. Þegar upp er staðið og mynda- flokkurinn tekinn til gagnrýninnar umfjöllunar hljót- um við fyrst að spyrja: fyrir hvern er þetta gert? Og svarið er auðvit- að: fyrir útlenda áhorfendur, ekki íslenska. Þessir útlendu áhorfendur hafa fæstir lesið Nonnabækurnar og margir þeirra vita varla hvar ísland er á kort- inu. Við getum þessvegna sleppt öllum vangaveltum um rétta eða ranga staðfræði - það gerir ekk- ert til þótt sjórinn sé uppi á fjalli, svo dæmi sé tekið. Sömuleiðis getum við litið framhjá því ein- kennilega veðurfari þegar sveitin breyttist í jökul í einu vetfangi á miðjum vordegi og varð jafn- skjótt græn aftur. Nonnabækurn- ar eru ævintýrabækur og í ævin- týrum getur allt gerst, frábiðjum okkur smásmygli. Sögurnar sem lagðar eru til grundvallar sjónvarpshandritinu eru upphaflega stakir þættir, frá- sagnir en ekki skáldsaga. Hand- ritshöfundar brugðu á það ráð að búa til samfellda sögu og er að sjálfsögðu ekkert við það að at- huga. Framhaldsmyndaflokkar í sjónvarpi lúta sínum eigin lög- málum: hver þáttur þarf í senn að lifa sjálfur og vera hluti af heildinni. Hitt er verra, að sagan sem búin er til gengur eiginlega þvert á allt inntak Nonnabók- anna. Hún fjallar um föðurleit Nonna og Manna og ástamál móður þeirra. „Drengirnir þurfa föður“ er setning sem klifað er á nánast í hverjum þætti. í bókun- um þurftu þeir engan föður, þeir áttu föður á himnum. Sigríður Jónsdóttir, móðir drengjanna, sem í bókunum er heilög kona og kunn hafa verið kvenskörungur hinn mesti í raunveruleikanum, hún er allt í einu orðin svo glám- skyggn og ósjálfstæð að hún sér ekki í gegnum aðalskúrkinn í sög- unni þótt flestir aðrir séu löngu búnir að því. Loks álpast hún samt til að útvega drengjunum réttan föður og það er efnt til mið-evrópsks brúðkaups í túninu á Möðruvöllum - en viti menn: sagan hefur ekki fyrr fengið þennan góða endi en botninum er skyndilega kippt undan öllu sam- an og Nonni sendur burt úr faðmi þessarar langþráðu kjarna- fjölskyldu. Til hvers er barist? Til hvers þurfti hann föður? Ein- hvern tíma hefði svonalagað ver- ið kallað útlendu orði: antiklim- ax, og þótt ófínt. Ýmislegt fleira gæti ótuktar- legur gagnrýnandi tínt til. Möðruvallarbærinn er t.d. hefð- bundinn torfbær að utan en af einhverjum ástæðum lítur hann út einsog borgaralegt kaupstað- arhús þegar inn er komið. Har- aldur Helgason gefur myndinni vestralegt - eigum við að segja Clint Eastwoodlegt? - yfirbragð og samviskulausu skúrkarnir tveir sem Magnús Hansson send- ir til að njósna um Nonna og Manna minna helst á harðkúlu- spæjarana í Tinnabókunum. Deila má um hvort nokkurntíma sé réttlætanlegt að setja íslenskt tal inn á erlenda mynd, en sé það gert þarf auðvitað að gera það betur en hér var raunin. Og samt... Samt var gaman að horfa á Nonna og Manna. Ég veit ekki hvort útlendum áhorfendum finnst það, en segi fyrir mig og sjö ára dóttur mína að þessum stund- um sem eytt var í framhalds- myndaflokkinn um þá Möðru- vallabræður var vel varið. Landið var fagurt og frítt og myndatakan iðulega stórgóð, drengirnir í titil- hlutverkunum stóðu sig með prýði og reffilegri sýslumann en Rúrik Haraldsson hefur maður varla séð. Við mæðgumar erum þá sammála um að bækurnar séu betri - en hefðum varla dregið þær fram og dustað af þeim rykið nema í tilefni af myndaflokknum. Um leið vakna nýir draumar: væri ekki gaman að fá á skjáinn bækur Stefáns Jónssonar og Ragnheiðar Jónsdóttur? íslensk börn ættu það skilið. Mætti ég ráðleggja þeim sem vilja gera myndir fyrir börn að læra af Sví- um? Skoða t.d. myndaflokkinn um Rasmus á flakki sem við feng- um að sjá nýverið í sjónvarpinu. Þar fór fram öðravísi föðurleit en í Nonna og Manna, þar fengu til- finningar að vakna og vaxa og breytast einsog í lífinu sjálfu. Með þessu er ég ekki að segja að Nonni og Manni hefði átt að vera einsog Rasmus á flakki, enda stóð það aldrei til. Svíar hafa Ast- rid Lindgren, við höfum Stefán og Ragnheiði. Af öðru sem sjónvarpið mataði okkur á um jólin langar mig mest til að þakka fyrir heimildarmynd Viðars Víkingssonar um þann umdeilda mann Guðmund Kamban. Sú mynd var yndislega ólík þeim heilagramannamynd- um sem öðru hverju er verið að búa til á íslandi og jafnvel Steinn Steinarr hefur orðið fyrir barðinu á, svo ekki sé minnst á Guðjón Samúelsson. Myndin um Kamban var skemmtileg, bæði að stíl og inni- haldi, nýstárleg og óhátíðleg. Hún sagði okkur vitaskuld ekki allan sannleikann um Kamban, enda skilst mér að svoleiðis liggi ekki á lausu, en hún bætti ýmsu við þá ófullkomnu mynd sem t.d. undirrituð hafði gert sér af þess- um furðulega manni, og vakti forvitni - sem er ekki minnst um vert. Ingibjörg Haraldsdóttir. Þriðjudagur 3. janúar 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.