Þjóðviljinn - 14.10.1989, Síða 6

Þjóðviljinn - 14.10.1989, Síða 6
ÞJÓÐMÁL Fjárlagafrumvarp ið Nýr grundvöllur Nú eru að fara í hönd langar og strangar umræður um fjárlagafr- umvarp ríkisstjórnarinnar. Hvernig skyldi almenningi ganga að greina aðalatriði málsins í öllu talna- og hugtakaflóðinu? Mynd: Kristinn. Fjárlagafrumvarpið er eitt um- deildasta frumvarp sem lagt er fyrir Alþingi hverju sinni. Þingheimur er upptekinn af þessu frumvarpi meira og minna fram að jólum og þingmenn deila um efnahagsforsendur, einstök fram- lög til hækkunar eða lækkunar og hvort reka eigi ríkissjóð með halla eða tekjuafgangi. I fjár- málaráðuneytinu hafa verið tekin saman þau atriði sem ráðuneytið segir einkenna fjárlagafrumvarp næsta árs og er sú samantekt birt hér í heild sinni. Fjárlagafrumvarpið fyrir 1990 tekur mið af því að nýr grund- völlur sé að skapast í íslensku efnahagslífi. Sá grundvöllur byggir á því að millifærslum, sículdbreytingum og raun- gengisaðlögun sé lokið, en við taki tímabil þar sem atvinnuveg- irnir og aðilar vinnumarkaðarins bera ábyrgð innan þess almenna efnahagslega ramma sem mark- aður er, meðal annars með fjár- lögum á hverjum tíma. Hinn nýi grundvöllur byggir á stöðugleika í gengismálum, jafnvægi í pening- amálum og minnkandi verðbólgu og viðskiptahalla. flöhald Með þessu fjárlagafrumvarpi er leitast við að snúa af braut sí- aukinna ríkisútgjalda, stöðugs hallarekstrar og erlendrar skuld- asöfnunar, sem þjóðarbúið hefur verið á síðustu fimm ár. 1. Ríkisútgjöld lækka að raun- gildi frá 1989 um 4%, eða um 4.000 m.kr., í fyrsta skipti á þess- um áratug. 2. Tekjur ríkisins lækka að raun- gildi frá 1989 um 1.500 m.kr. Skattar haldast því óbreyttir sem hlutfall af landsframleiðslu. 3. Gert er ráð fyrir að tæplega 3 miljarða króna halla megi fjár- magna með lánum innanlands, þannig að erlend skuldabyrði eykst ekki, og án þess að valda hækkun vaxta. 4. Lækkun ríkisútgjalda á sér fyrst og fremst stað í minni fjár- munum til fjárfestingar og fram- laga. Lögð er áhersla á aðhald að rekstri án þess að skert sé mikil- væg og nauðsynleg þjónustustarf- semi. Jöfnunaraðgerðir í frumvarpinu er lögð áhersla á að nýta þau færi sem gefast til að auka jafnrétti og eyða óeðli- legum aðstöðumun í samfé- laginu. Jöfnunaraðgerðum er beitt á mörgum sviðum, og sér þeirra stað bæði í tekjuhlið frum- varpsins og gjaldahlið þess. 1. Við upptöku virðisaukaskatts um áramót verða skattar lækkað- ir verulega á mikilvægustu inn- lendu matvælum, og er sú lækkun sérstaklega til hagsbóta fyrir lág- tekjufólk og barnmörg heimili. 2. í húsnæðismálum er lögð áhersla á að félagslegar íbúða- byggingar hafi forgang. Þessari stefnu er ætlað að leysa úr brýn- um vanda ýmissa þeirra sem eiga undir högg að sækja í samfé- laginu. Um leið er hér um virka byggðastefnu að ræða. 3. Framlag til Byggðastofnunar er aukið um 60% að krónutölu í því skyni að styrkja undirstöður stofnunarinnar og gera henni bet- ur kleift að sinna því hlutverki sínu að jafna aðstöðumun milli landsbyggðar og höfuðborgar- svæðis og hleypa nýju lífi í atvinnu-.og efnahagslíf í héruð- unum. 4. Þrátt fyrir að framlög ríkisins til flestra fjárfestingarsjóða hafi verið skorin verulega niður halda Framkvæmdasjóður fatlaðra og Framkvæmdasjóður aldraðra sínum hlut í krónutölu. 5. Með samræmdum tekjuskatti á allar fjármagnstekjur er stefnt að því að eyða óréttlæti sem við- gengist hefur í skattamálum milli atvinnutekna og tekna af fjár- magnseign. Um leið er afnumið misræmi milli sköttunar á ýmis form fjármagnseignar, til dæmis milli arðs af hlutabréfum í at- vinnufyrirtækjum og vaxtatekna af skuldabréfum. 6. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hefja næstu mánuði endurskoðun laga um tekjuskatt til að efla jöfnunarhlutverk tekjuskattsins. Markmið endurskoðunarinnar verður að létta skattbyrði á lág- tekjufólki, og verða meðal ann- ars skoðaðir valkostir sem fela í sér tekjutengingu barnabóta, tekjutengdar húsaleigubætur og sérstakt skattþrep á mjög háar tekjur. 7. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga tekur við nýju hlutverki á næsta ári og starfar þá í þágu smárra og meðalstórra sveitarfélaga í öllum landshlutum. Kerfisbreytingar Frumvarpið einkennist einnig af umfangsmiklum kerfis- breytingum. Þessar umbætur snúa að skattheimtunni, útgjöld- um og fjárlagavinnunni sjálfri. Helstar þeirra eru: 1. Virðisaukaskattur leysir gamla söluskattinn af hólmi um áramót. Skatturinn bætir samkeppnis- stöðu íslenskra útflutningsgreina og jafnar aðstöðu fyrirtækjanna innanlands. Hann treystir inn- heimtu og bætir skil. Hin nýja skipan hefur það m.a. í för með sér að niður fellur endur- greiðslukerfi kringum uppsafn- aðan söluskatt. 2. Nýjar reglur um verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga setja nú mark sitt á fjárlög í fyrsta skipti. Ymis verkefni færast að öllu leyti til ríkisins, til dæmis rekstur heilbrigðisstofnana og sjúkratrygginga, en önnur verða algerlega á vegum sveitarfélaga, svo sem bygging grunnskóla, leikskóla og íþróttamannvirkja. Breyttum verkaskiptum er ætlað að einfalda og auðvelda fjárhags- leg samskipti ríkis og sveitarfé- laga, og þess er vænst að með þeim fari saman frumkvæði, framkvæmd og fjárhagsleg ábyrgð í þjónustu og rekstri. Þá tekur fjármálakafli framhalds- skólalaganna gildi um áramót, og tekur ríkið þá að fullu við rekstri þeirra. 3. Nýjar og bættar aðferðir við gerð og framkvæmd fjárlaga. Nauðsynlegt er að treysta vinnu- brögð við undirbúning og um- fjöllun fjárlaga, meðal annars til að draga úr hvata til sjálfvirkrar þenslu ríkisútgjalda. Meðal þeirra ákvarðana sem teknar hafa verið í þessum efnum í tengslum við fjárlagafrumvarpið er að leggja fram þriggja ára fjár- lagaáætlun sem sérstakt þing- skjal, að leggja fram fjáraukalög á næstu vikum þingsins og draga verulega úr þörf á aukafjár- veitingum á næsta ári með rýmri fjárhag ráðuneytanna til óvæntra útgjalda. í undirbúningi er að út- gjaldarammar verði meginaðferð við fjárlagagerðina, og var vísi að slíkri aðferð beitt við fjárlaga- gerðina nú. Stefnt er að því að fimmtungur ríkiskerfisins verði veginn og metinn árlega með svo- kölluðum núllgrunnsáætlunum. Allt ríkiskerfið verður þannig at- hugað frá grunni tvisvar á hverj- um áratug. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins Landsþing Landsþing Æskulýðsfylkingar Alþýðubandalagsins verður haldið laugardaginn 21. október klukkan 12.30 að Hverfisgötu 105 Reykjavík. Dagskrá nánar auglýst síðar. Stjórnin Alþýðubandalagið í fíeykjavík Jafnrétti - atvinnumál - veiturnar Fundur verður í umræðuhópi borgarmálaráðs að Hverfisgötu 105, þriðjudaginn 17. október kl. 17.00. Undirbúningur fyrir ráð- stefnu borgarmálaráðs. Stjórnin Alþýðubandalagið í Hafnarfirði Félagsfundur Alþýðubandalagið í Hafnarfirði boðar til félagsfundar fimmtudaginn 19. október kl. 20.30 í Skálanum, Strandgötu. Dagskrá: 1. Kosning uppstillingarnefndar. 2. Umræður um stjórnmálaviðhorfið. 3. Önnur mál. Stjórnin 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 14. október 1989

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.