Þjóðviljinn - 26.01.1990, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 26.01.1990, Blaðsíða 8
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Ritstjórar: Árni Bergmann, Ólafur H. Torfason Umsjónarmaður Helgarblaðs: Ólafur Gíslason Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson Útlit: Þröstur Haraldsson Augiýsingastjóri: Olga Clausen Afgreiðsla:®68 13 33 Auglýsingadeild:@68 13 10-68 13 31 Símfax:68 19 35 Verð: í lausasölu 140 krónur Setning og umbrot: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðumúla 6, 108 Reykjavík Stefán Hörður Stefán Hörður Grímsson skáld hlaut íslensku bók- menntaverðlaunin í gær fyrir bókina „Yfir heiðan morgun". Hann hefur leitt fylgismenn sína undanfarna áratugi um víðáttur möguleikanna af þvílíku öryggi, að enginn þeirra efaðist um að nafn hans yrði lengi uþþi. Stefán Hörður hefur ekki einasta auðgað tunguna með dirfsku sinni og smekkvísi, heldur opnað nýja farvegi hugsunar og kennda. Sem verkamaður við endur- nýjun Ijóðsins hefur hann heldur aldrei látið sér formið nægja, heldur ort um lífsnauðsynina sjálfa, lífkerfi okkar og vist. Skáldið sem hreykti sér hvergi né féll í litmyndaskrúðið hefur sigrað. Setningarnar knöppu eru áhrifaríkar. Þjóðviljinn vottar dómnefndinni þakklæti fyrir valið og óskar Stefáni Herði Grímssyni til hamingju með viðurkenninguna. Ekki leikur vafi á því, að bæði þessi ákvörðun og sú að veita Ijóðskáldinu Tómasi Tranströmer bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs auka veg Ijóðsins sérstaklega. Ungu skáldin sem líka fengu viðurkenningar á Kjarvalsstöðum í gær finna að þau hafa stigið inn á mikilvægan vettvang þjóðlífsins, eru reyndar byrjuð að vinna við undirstöðuatvinnugrein. Dagvistarskáldskapur Þjóðviljinn hefur í fréttum í dag og í gær bent á óþægilegt misræmi í upplýsingum borgarstjórans í Reykjavík varðandi dagvistarmál, sé borið saman við frumheimildirnar. Tölur og staðhæfingar hans virðast í öllum atriðum rangar, þegar Þjóð- viljinn hefur leitað gagna erlendis um það sem borgarstjóri vitnar til. Ef til vill er ekkert athugavert við það að Reykjavíkurborg vilji ekki bjóða nema 14% barna á aldrinum 0-5 ára dagvist allan daginn. Þá á borgarstjórinn líka að viðurkenna það ósmeykur og skýra orsakirnar fyrir því að Reykjavík vill vera lægst á Norðurlöndum í þessu efni. Hitt er ófært að borgarstjórinn í Reykjavík skuli grípa til þess að skálda opinberlega, að engin önnur höfuðborg á Norðurlöndum að Kaupmannahöfn undan- skilinni bjóði upp á betri þjónustu í dagvistarmálum en Reykja- vík. Það er honum ekki sæmandi, - hversu hæfur andstæðing- ur sem hann er. Þjóðviljinn hefur sýnt fram á, að Reykjavík er langlægst allra höfuðborga á Norðurlöndum varðandi dagvistarmál. Þetta eru einfaldar staðreyndir sem allir átta sig strax á. í Osló eru t.d. 47% allra barna á 0-6 ára aldri í dagvist, flest í heilsdagsvist, en í Stokkhólmi 60% allra barna á aldrinum 1-6 ára í heilsdags- vist. Reykjavík vermir botninn með 14% heilsdagsvist barna 0-5 ára. Jafnvel þótt bætt sé við öllum börnum sem eru á hálfsdagsvistum í Reykjavík er hún enn slöppust á Norður- löndum, með 40%. í Reykjavík er ekki einu sinni vitað hver þörfin erfyrir dagvist- ir. Höfuðborgin felur þörfina með því að gefa aðeins forgangs- hópum kost á að skrá börn sín á biðlista dagheimilanna. Allir foreldrarverðaaðbíðaþartilbörnineru 1 1/2árstilaðkomastá biðlista leikskóla. Samt eru 1800 börn á biðlistum núna. í Kaupmannahöfn, þar sem býr yfir miljón manns, eru 2200 börn á biðlista. Barnafólkinu í Reykjavík finnst sinnuleysi ríkja varðandi hagsmunamál sín í þessari öflugu borg. Erfitt er að fá dagvist, jafnvel að komast á biðlista. En borgin vill samt í ár eyða næstum fjórum sinnum meira í ráðhús, sem unga fólkið þarf ekki, heldur en í dagvistir, sem unga fólkið þarf. Það er lítillækk- andi fyrir unga fólkið að æðstu yfirmenn borgarinnar skuli ekki hafa réttar upplýsingar í höndum varðandi dagvistarmál og geri því rangan samanburð. En fyrst svona vinnubrögð verða upp- ská um dagvistarmálin vakna óhjákvæmilega spurningar um raunsæið í öðrum þáttum. Kjarni málsins er sá, að Reykjavíkurborg stendur sig illa í að sinna málefnum barnafólks og aldraðra, eins og stjórnandstað- an í borgarstjórn hefur hamrað á. Feiknarlegum fjárhæðum er varið í skrauthýsi, meðan skortur ríkir á félagslegri þjónustu í borginni. ÓHT Norræn kvikmyndahátíð í Rúðuborg Norræna kvikmyndahátíðin í Rúðuborg í Normandí verður haldin í þriðja skipti í byrjun mars næstkomandi, og verður ein íslensk mynd með í samkeppn- inni, „Kristnihald undir Jökli“ eftir Guðnýju Halldórsdóttur. Þessi kvikmyndahátíð, sem nú er orðin árviss atburður og mikil- vægur fyrir útbreiðslu kvikmynda frá Norðurlöndum er stöðugt að færa út kvíarnar. Að þessu sinni verður hún lengri en áður - hún stendur frá 28. febrúar til 11. mars og verða sýndar 120 myndir að meðtöldum stuttmyndum - en auk þess munu Eistlendingar taka þátt í henni í fyrsta skipti. Kunna ýmsir að kalla það tím- anna tákn. í samkeppninni eru átta kvikmyndir frá síðasta ári, tvær danskar, tvær finnskar, ein sænsk, ein norsk, ein íslensk og ein eistnesk, og eru verðlaunin eins og áður 100.000 frankar sem varið verður til að dreifa verð- launamyndinni í Frakklandi. Auk þess er boðið upp á mjög fjölbreytta dagskrá að öðru leyti. Fer fram mikil kynning á eistneskum myndum og á norsk- um myndum eftir stríð, frá 1948 til 1960. Einnig verður yfirlit yfir þær myndir sem Anja Breien hef- ur gert og yfir danskar þöglar myndirfrá árunum 1906-1911, en fæstir munu þekkja þá fyrri gull- öld danskrar kvikmyndagerðar. Loks verður yfirlit yfir kvik- myndir gerðar eftir leikritum Strindbergs. e.m.j. Helgarveörið Horffur á laugardag: NA-átt og él á SA-landi en hægari og úrkomulaust annars staðar. -f-Z Horffur á sunnudag: SA-átt - Hvassviðri og snjókoma eða slydda sunnanlands en hægari og úrkomulaust annars staðar. 8 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.