Þjóðviljinn - 01.09.1990, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.09.1990, Blaðsíða 2
FRETTIR Stéttarsamband bœnda Kvótasala verði leyfð Aðalfundur Stéttarsambands bænda á Reykjum lagði til í gær að bændur gætu verslað með fullvirðisrétt tU mjólkurfram- leiðslu með ákveðnum takmörk- unum. Viðskipti fari ekki beint fram milli bænda, heldur gegnum búnaðarsambönd eða Fram- leiðsluráð Iandbúnaðarins . og 20% kvótans fari til nýliða í bú- skap og ættliðaskipta innan bú- markssvæðisins. Stéttarsamb- andið gerði í gær í fyrsta sinn ályktanir sem miðast við hvernig mæta eigi hugsanlegum innflutn- ingi á búvörum. Stéttarsambandið telur hægt að auka sveigjanleika í kvótamál- um, fyrst jafnvægi hafi náðst í mjólkurframleiðslunni, en flutn- ingur kvóta milli landshluta eigi ekki að gerast meðan hann sé seljanlegur innan viðkomandi búmarkssvæðis. í ályktun sem snertir GATT- viðræður, EB og EFTA varaði fundurinn við rýmkun á heimild til innflutnings matvæla og lagðist eindregið gegn innflutningi á hráu kjöti, en tekur undir nauð- syn þess að fastari skipan komist á alþjóðaviðskipti með búvörur. Varðandi innflutning vilja bænd- ur að sömu kröfur verði gerðar til innfluttra matvæla og íslenskrá varðandi aðbúnað á framleiðslu- stigi, notkun lyfja, hormóna og eiturefna og að með jöfnunar- gjöldum verði tryggt að sam- keppni við innfluttar búvörur verði fyrst og fremst á grundvelli gæða. Aðalfundurinn taldi loðdýra- ræktina ekki vonlausa enn og hvatti til vissra aðgerða „fyrir þá fáu bændur sem eftir eru“. Fund- urinn lagði til að sauðfjárbændur sem draga saman framleiðslu og hafa hentugt land til skógræktar eigi kost á launaðri vinnu við hana. Stéttarsambandið vill að Jarðasjóður verði stórefldur og gerist einnig lána- og styrktar- sjóður fyrir sveitarfélög til að auðvelda þeim forkauDsrétt á jörðum. mhg/ÓHT Brunabótafélagið Heiðurslaun aflient Heiðurslaun Brunabótafélags íslands voru afhent í gær. Heiðurslaunin hafa verið veitt ár- lega frá 1982 og hlutu fimm ein- staklingar heiðurslaunin að þessu sinni. Aðeins einn heiðurslauna- hafinn gat verið viðstaddur af- hendinguna þar sem hinir fjórir voru allir að sinna verkefnum sem heiðurslaunin voru veitt fyrir. Elsa Waage, söngkona úr Reykjavík og Jón Geir Ágústs- son byggingarfulltrúi á Akureyri hlutu heiðurslaun í 3 mánuði. Kristín Jónsdóttir myndlistar- maður, Þórhallur Höskuldsson sóknarprestur á Akureyri og Þröstur Þórhallsson alþjóðlegur skákmeistari hlutu heiðurslaun í 2 mánuði. el Stjórn BÍ ásamt heiðurslaunahöfum eða fulltrúum þeirra við veitingu heiðurslauna Bl í gær. Mynd: Kristinn. Arnarflug Tveggja mánaða biðtími Forráðamenn Arnarflugs skiluðu starfsleyfi sínu til sam- gönguráðuneytisins í gær að beiðni samgönguráðherra eftir mikil fundahöld. Arnarflugs- menn vildu að ísflug, dótturfyrir- tæki Arnarflugs yrði veitt leyfi til áætlunarflugs, en að sögn Arna Þórs Sigurðssonar deildarstjóra í samgönguráðuneytinu hefur Is- flug ekki fjárhagslegt bolmagn til þeirrar starfsemi. Arnarflugsmenn höfðu safnað 50 miljónum í hlutafé fyrir ísflug og voru með loforð um 70 miljón- ir í viðbót. „Þótt við hefðum tekið þessa upphæð þá er hún meira en helmingi lægri en sú sem til þarf að fá áætlunarleyfi undir venjulegum kringumstæðum. Einungis á þessum forsendum var ísflug ekki inní myndinni. Þessi ákvörðun um að Isflug fái ekki leyfið er síst af öllu vegna óvildar í garð fyrirtækisins,“ segir Árni. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans var mikill þrýstingur á samgönguráðherra um að reglur sem gilda um leyfi til áætlunar- flugs væru ekki látnar gilda um ísflug. Hins vegar strandaði mál- ið á peningum. Flugleiðir fær starfsleyfi Arn- arflugs í tvo mánuði, en því leyfi fylgir engin trygging um áfram- haldandi leyfi. Að þeim tíma liðnum verður Arnarflug að sýna fram á að fyrirtækið sé komið á þann grunn sem samsvarar þeim kröfum sem gerðar eru til áætlun- arflugfélaga. Biskupinn Aldrei minnst á „Jákvætt átak“ Sr. Ólafur Skúlason biskup hefur beðið presta landsins um að sérstaklega verði beðið fyrir friði í heiminum í guðsþjónustum á sunnudag. Biskup hefur einnig snúið sér til annarra kirkjudeilda og beðið um stuðning við bænar- ákallið. Ólafur sagðist í samtali við Þjóðviljann vilja taka það skýrt fram vegna umfjöllunar í blöðum um bænastundina að ekki væri um að ræða samvinnu við hópinn „Jákvætt átak“. í Pressunni er birt mynd af biskupi með tals- mönnum hópsins og segir einn þeirra að tilgangurinn sé að „virkja jákvæða orku“. „Þetta fólk kom að tali við mig en það var aldrei minnst á „Já- kvætt átak“ við mig. Sama máli gegnir um tveggja tíma viðtal við ritara minn á Áðalstöðinni. Ég tók á móti þeim bara eins og fjöl- miðlafólki sem vildi vinna í kirkj- unni sinni og sagði já takk,“ sagði Ólafur. „Þessi uppsetning kom mér mjög á óvart. Það er kristin kirkja sem biður fyrir friði í heiminum á morgun en útkoman var því miður slík að það er eins og „Jákvætt átak“ eigi frum- kvæðið og hafi fengið kirkjuna í lið með sér.“ _v,l* BHMR Bráðabirgðalögin fyrir dómstóla Ef við vinnum þetta mál fyrir innlendum dómstólum mun- um við ekki fara í neinar utan- stefnur. Ef ekki munum við skoða alla þá möguleika sem fyrir hendi eru til að knýja fram réttlæti fyrir félagsmenn í þessu máli, sagði Birgir Björn Sigurjónsson fram- kvæmdastjóri BHMR í samtali við Þjóðviljann í gær. Launamál- aráð BHMR hefur samþykkt að veita stjórn heimild til að leita réttar félagsmanna í framhaldi af setningu bráðabirgðalaga 3. ág- úst sl. „Nú fer í hönd tæknilegui undirbúningur og vinna með lög- fræðingum,“ sagði Birgir Björn. „Það er ljóst að það á að leita réttar fyrir dómstólum í þessu máli. Lög sem stangast á við stjórnarskrána hljóta að varða dómstólana. Það má t.d. nefna mál manns á Akureyri sem taldi ekki eðlilegt að sýslumaður færi bæði með lögreglu- og dómsvald. Honum gekk illa að vinna það mál fyrir innlendum dómstólum en vann það hins vegar fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu og það varð til þess að sett voru bráðabirgðalög um héraðsdóm- ara á íslandi." Aðspurður um hvort BHMR myndi hugsanlega leita réttar síns hjá Mannréttindadómstólnum svaraði Birgir Björn, því til að ef ekki væri hægt að vinna málið innanlands yrðu allir möguleikar skoðaðir. _vd. Norðlendingar Umlweifismál efst á baugi Það ríkir ófremdarástand í um- hverflsmálum, ekki síst sorp- hirðu og þessi mál verða í brenni- depli hjá okkur á þinginu. Auk þess eru atvinnumálin ofarlega á baugi og ég geri ráð fyrir að álver og orkumál blandist í þá um- ræðu. En við getum ekki einblínt á þessa þætti í atvinnuuppbygg- ingu, segir Björn Sigurbjörnsson, formaður Fjórðungssambands Norðlendinga, sem heldur sitt 32. þing um helgina. Búist er við að 70-80 fulltrúar sæki þingið sem hófst á Sauðár- króki í gær. Auk þess sækir fjöldi gesta þingið, þar á meðal þing- menn og ráðherrar. Rætt verður um ýmsar hliðar umhverfismála á þinginu, stjóm- sýslu, gróðurvernd, sorphirðu og fleira. Á þinginu mun koma fram tillaga um að halda ráðstefnu í lok norræns umhverfisárs, næsta sumar, til þess að meta árangur af átaki í umhverfismálum. Verðlagsstofnun Rætt við fasteignasala Verðlagsráð hefur ákveðið að fela verðlagsstofnun að ræða við Félag fasteignasala um hækk- anir á gjaldskrá félagsins. í fram- haldi af viðræðunum tekur ráðið ákvörðun um viðbrögð við hækk- ununum. Hækkun á gjaldskrá fasteigna- sala var fyrst ákveðin í ársbyrjun, en tók ekki gildi fyrr en fyrsta júlí síðast liðinn. Samkvæmt nýrri gjaldskrá lækkar afsláttur sem veittur hefur verið af söluþóknun og jafngildir það um 13 prósent hækkun á þóknuninni. Auk þess felur nýja gjaldskráin í sér veru- legar hækkanir á gjaldi fyrir ýmsa þjónustu. Algengasta hækkunin nemur 22 af hundraði, en dæmi eru um mun meiri hækkanir. -8g Bjöm er formaður bæjarráðs Sauðárkróks og viðurkennir fús- lega að ófremdarástand ríkir þar í sorpmálum. Sorpi hefur verið brennt við opinn eld, en af því hlýst talsverð loftmengun. Gert er ráð fyrir að sorp Króksara verði urðað í framtíðinni. „Það er gífurlega kostnaðar- samt að koma sorphirðu í viðun- andi horf. Það er þess vegna mín skoðun að sveitarfélög verði að vinna sameiginlega að þessum málum þar sem það er hægt. Möguleikar á samvinnu Sauðár- króks, Hvammstanga, Blöndu- óss og Skagastrandar voru athug- aðir á sínum tíma, en menn hmkku í kút þegar þeir sáu kostn- aðartölur," segir Björn við Þjóð- viljann. Á þingi fjórðungssambandsins verður rætt um atvinnumál undir yfirskriftinni Snúum vörn í sókn - Norðurland á tímamótum. Búast má við að álver verði áberandi í umræðunni. _gg 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 1. september 1990 Heimavarnarliðið Mótmæli við Sunda höfn „Við ætlum okkur að vera með táknræn mótmæli við herskipin niðri við Sundahöfn um helgina. Jafnframt munum við gefa út dreifibréf til almennings til upp- lýsingar um það hver sé tilgangur og markmið þeirra,“ segir Soffía Sigurðardóttir hjá Heimavarn- arliðinu. Heimavarnarlið herstöðvar- andstæðinga mun standa fyrir kynnisferð og mótmælaaðgerð- um við Sundahöfn í dag og á morgun klukkan 14. Með að- gerðum sínum vilja herstöðvar- andstæðingar mótmæla komu sjö herskipa NATO-ríkja hingað til lands og þeirri gífurlegu vígvæð- ingu í hafinu kringum lsland. -grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.