Þjóðviljinn - 01.09.1990, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.09.1990, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR Enn hamast Kain að Abel Ævaforn óvildfólks meðfasta búsetu í garð bedúína hefur magnast með skyndilega tilkomnum oggífurlegum ol- íuauðiþeirra síðarnefndu. Sú óvild leiddi ásamtmeð öðru til árásar Iraks á Kúvæt og nú óttast olíusjeikar Saúdi- Arabíu og Sameinuðu arabafurstadæm- anna að röðin komi að þeim nœst Takist Saddam Hussein að halda Kúvæt, getur hann fengið snauðan og ráðviiltan múg arabaheimsins í lið með sér og hleypt af stað atburðarás svo stormasamri og byltingar- kenndri, að þessi hluti heims hafi aldrei reynt annað eins.“ Sá sem svo mælir er Moham- med Hassanein Heikal, þekktur egypskur ritstjóri og á sinni tíð einn nánustu samstarfsmanna Nassers, valdhafa í Egyptalandi sem mest hefur verið metinn allra arabaleiðtoga á þessari öld, með- al araba sjálfra. Heikal var hægri hönd Nassers í samningum og sviptingum við arabíska framá- menn af ýmsu tagi og á því að vita hvað hann talar um. Stormur sem ekkert stenst? Heikal segir ennfremur af til- efni síðustu viðburða á austur- jaðri arabaheimsins: „Bresti slík- ur stormur á í ríkjunum við Pers- aflóa, sópar hann með sér öllu sem fyrir verður." Heikal hefur hér í huga mikil- vægt atriði í samskiptum araba innbyrðis, sem utanaðkomandi athugendur hafa ef til vill stund- um gert fulllítið úr. Það atriði er ngurinn milli hirðingja, svokall- aðra bedúína, annarsvegar, og hinsvegar þeirra sem fasta búsetu hafa. I Austurlöndum nær á sá rígur sér enn dýpri eða jafnvel miklu dýpri rætur en ágreiningur- inn milli ríkja; hann hefur verið þar við lýði frá því að akuryrkja hófst á þeim slóðum. Hann endurspeglast í biblíusögninni um þá bræður, Kain sem varð „jarðyrkjumaður“ og Abel sem gerðist „hjarðmaður." Allir vita hvernig það fór. Átök milli þessara aðila hafa í Jórdanía Múslímabræðralag í lið með Saddam Jafnvel gyðingarfá að biðjastfyrir á okkar helgu jörð ... “ Um 15.000 manns mættu á fjöldafund hjá Múslíma- bræðralagi í Amman, höfuðborg Jórdanfu, í gær, og lýsti fólkið af miklum ákafa yfir stuðningi við Saddam Hussein íraksforseta, auk þess sem það fordæmdi alla hans andstæðinga. Saddam segist vera í heilögu stríði gegn Vestur- löndum og höfðar með því meðal annars til strangtrúaðra mús- lima. Fundurinn í Amman í gær bendir til þess að honum hafi orð- ið nokkuð ágengt í því efni, sem sætir nokkrum tíðindum, þar eð Múslímabræðralag er bókstafs- trúað og hinn fremur veraldlega sinnaði Baathflokkur, sem fer með völd í írak, því ekki sérlega vel séður af þv£. Einn ræðumanna á fundinum sagði að stríðsmenn íslams myndu breyta hermönnum þeim bandarískum, sem komnir eru til Saúdi-Arabíu, þannig að þeir yrðu líkastir „viðarkolum". Hann hrópaði ennfremur: „Ó, konur Bandaríkjanna, búið ykk- ur undir að gráta syni yðar og eiginmenn.“ Böm með græn höfuðbönd báru borða sem á stóð: „Það sem helst þarf eru grafarar til að jarða Bandaríkja- menn.“ Fundarmenn ætluðu alveg að sleppa sér af fögnuði er brenndir voru bandarískir og ísraelskir fánar. Einn ræðumanna hvatti Saddam til að „skjóta fyrstu eld- flauginni á Tel Aviv.“ Arabaleið- togar þeir, sem snúist hafa gegn frak, vom lýstir svikarar og trú- níðingar og einn ræðumanna krafðist þess að Jórdaníustjóm afhenti alþýðunni vopn, svo að hún gæti barist með Saddam. Gaf ræðumaður þessi jafnframt í skyn að stjórninni væm hollast að gefa eftir fyrir þeirri kröfu, sjálfrar sín vegna. Sami ræðumaður fordæmdi stjórn Saúdi-Arabíu sérstaklega íyrir að hafa hleypt bandarískum hermönnum inn í land sitt, þar sem em helgustu staðir íslams. „Sumir þessara Bandaríkja- manna,“ sagði ræðumaður, „em gyðingar og þó hefur stjórn Saúdi-Arabíu opinberlega ieyft þeim að biðjast fyrir á okkar hei- lögu jörð.“ Myrti fimm Richard Breitler, 43 ára svissneskur skartgripasali, bauð í fyrradag fjórum bankastjórum í mat á einu af bestu veitingahús- unum í Zúrich og skaut einn þeirra til bana og særði hina, er þeir vom sestir að borðum. Hann flýði síðan á bifhjóli en framdi sjálfsvíg í gær skammt frá borg- inni. f skilaboðum sem hann lét eftir sig sagðist hann hata banka- stjóra. Hann var skuldugur banka þeim, er bankastjórar þessir veittu forstöðu. í gær fund- ust lík konu Breitlers og tveggja barna, auk einnar konu í viðbót sem var samstarfsmaður hans, og er talið að skartgripasalinn hafi orðið þeim öllum að bana. Fahd Saúdi-Arabíukonungur (fyrir borðsenda) með bræðrum og frændum - gruna suma herforingja sína um að vera hliðhollir Saddam Hussein. aldaraðir staðið um landskika sem báðir hafa viljað nýta til beitar og fastbúandi bændur auk þess til ræktunar. Þeir fastbúandi eru ágjarnir og smásmugulegir durgar í augum bedúínanna, sem aftur em óáreiðanlegir, rán- gjarnir flækingar í augum bænda. Haraldur hárfagri Arabíu í sögunni hefur Arabíuskagi, land arabískra bedúína umfram öll svæði önnur, jafnan verið út- kjálki, sem ríki í grennd höfðu takmarkaða ágirnd á vegna fá- tæktar landsins og þess hve erfitt það var aðsóknar vegna brenn- heitra, gróðursnauðra og víðátt- umikilla eyðisanda. Inn í megin- straum sögunnar hefur skaginn ekki komist nema tvisvar, á sjö- undu öld er íbúar hans í skjótri svipan lögðu undir sig og íslam Vestur-Asíu og Norður-Afríku og svo á þessari öld, eftir að olían þar fannst. Mikill meirihluti arabísku olíunnar er í jörðu í ríkjum, þar sem höfðingjar af bedúínaættum ráða mestu eða miklu. Bedúínar þessara landsvæða, sem frá örófi alda höfðu verið meðal fátækasta fólks í heimi, komust í skjótri svipan í röð þeirra ríkustu. Aður höfðu fastbúandi arabar litið nið- ur á þá vegna fátæktar þeirra, nú sáröfunda þeir þá af auðlegðinni. Þetta hefur leitt til þess að árþús- unda gömul beiskjan milli „Ka- ins“ og „Abels“ er nú rammari en nokkru sinni fyrr. Lengst af síðasta árþúsundið hefur Arabía verið lauslegur samsetningur ættbálka og fursta- dæma. Tyrkjaveldi Ósmansættar hafði meiri eða minni ítök á meirihluta skagans frá því á 16. öld og frá því á 18. öld seildust Bretar eftir ítökum á suður- jöðrum skagans og við Persaflóa, Indlandshafsveldi sínu til trygg- ingar. Þannig stóð þangað til Tyr- kjaveldi var skipt upp eftir heimsstyrjöldina fyrri. ítök Breta urðu til þess m.a. að smáfursta- dæmin við Persaflóa, Kúvæt og emíröt þau sem nú eru Samein- uðu arabafurstadæmin, voru ekki lögð undir veldissprota Haralds hárfagra Arabíuskaga, Ibn Saúds, sem lagði undir sig mestan hluta skagans í þrjátíu ára stríði frá aldamótum fram yfir 1930. Þannig varð Saúdi-Arabía til. Velferðarríki með fornaldarstjórnarfar Karlinn sá áttaði sig vel á al- þjóðastjómmálum og var vanur að segja: „Allah er á himnum en Bretar á jörðu.“ Bretar létu gott heita að hann stækkaði ríki sitt svo mjög vegna þess að hann vís- aði á bug hugmyndum um sam- einingu allra araba í eitt ríki. Að fomum sið tengdi hann sér flestar höfðingjaættir í ríki sínu, jafn- harðan og hann vann sér það, með því að ganga að eiga konur af þeim ættum. Þar eð íslam leyfir ekki að maður eigi nema fjórar konur í einu, skildi hann við þær flestar svo að segja jafnharðan, þó yfirleitt ekki án þess að hafa gert þeim böm. Síðan hann lést 1953 hafa fjórir synir hans setið að ríkjum, hver á eftir öðmm, og enn eru hátt á þriðja tug sona hans eftir á lífi. Alls em niðjar hans mörgþúsund talsins. Þeir frændur hafa borið gæfu til samstöðu og í krafti fjölda síns og olíuauðs hefur þeim tekist að tryggja völd sín til þessa dags. í Saúdi-Arabíu bregður því svo undarlega við að saman fer stjórnarfar lítt breytt frá því sem verið hefur frá örófi alda og auð- legð og velferð meiri en í flestum öðrum löndum heims. Þar er eng- in stjómarskrá, ekkert þingræði og allar ákvarðanir em teknar á fjölskylduráðstefnum Saúdættar- innar, sem skiptir ráðherraemb- ættum niður á bræður og frændur konungs án þess að þegnarnir hafi nokkuð með það að gera. Svipað er það í Sameinuðu ara- bafurstadæmunum og á sömu lund var það í Kúvæt. Innflyf jendur í uppreisnarhug Vegna þess að þegnar fursta þessara hafa aldrei þekkt neitt annað og velferðarinnar sem olí- uauðurinn hefur fært þeim hafa þeir flestir verið nokkuð ánægðir með þetta fyrirkomulag til þessa. En fjölmargir þeirra hafa gengið í skóla á Vesturlöndum og kynnst lífinu þar og flutt hugmyndir það- an með sér heim. Sumir þeirra af þeim, sem eru utan innstu hringja valdaættanna, telja að þetta mið- eða fomaldastjómarfar nái ekki nokkurri átt og vilja breytingar. Það á þó miklu frekar við um fólk það í miljónatali frá öðram arabalöndum og Suður-Asíu, sem streymt hefur til landa þess- ara sem vinnuafl frá því að olíu- öld hófst. Þótt þetta fólk njóti flest betri lífskjara en það hafði getað látið sig dreyma um í heimalöndum sínum, sætir það margháttuðu misrétti og innfæddir líta á það sem annars flokks borgara. Þetta átti sinn þátt í að Palestínumenn, sem eru fjölmennir í Kúvæt, fögnuðu margir komu írakshers og gripu tækifærið til að ræna fyrirtæki, verslanir og heimili Kúvæta. í Saúdi-Arabíu em innflytj- endur þessir auk annars orðnir fjölmennir í stjórnsýslukerfi, margháttuðum störfum sem sér- kunnáttu þarf til og jafnvel í mikilvægum stöðum í hernum - meðfram vegna þess að innfæddir Saúdiarabar þurfa ekki að vinna frekar en þeir vilja, auðlegðar sinnar vegna, og nenna því þá ekki. Sagt er að Fahd konungur og þeir bræður og frændur óttist öllu öðm fremur að sumir herfor- ingja þeirra, æðri sem lægri, séu undir niðri reiðubúnir að grípa tækifæri, sem þeir kunni að telja að vopnaskak íraska einræðisher- rans bjóði upp á. Sumir þeirra herforingja eru innfæddir sem teknir em að þreytast á ættar- veldi Saúdanna, aðrir innflytj- endur. Þetta, jafnvel frekar en óttinn við íraska innrás, kvað vera skýr- ingin á því hve Saúdarnir voru fljótir að samþykkja að hleypa Bandaríkjaher inn í landið, enda þótt þeir eigi á hættu að verða kallaðir fyrir það hræddir vesa- lingar og leppar Bandaríkja- manna, sem í arabaheiminum er nú litið á eitthvað svipað og á Breta og Frakka fyrr á öldinni. dþ. Sameiningarsamn- ingur undirritaður Fulltrúar þýsku ríkjanna undirrituðu í gær í Austur-Berlín samning um samræmingu laga og stjórnmálakerfa ríkjanna eftir sameiningu þeirra, sem ákveðið hefur verið að komi formlega til framkvæmda 3. okt. n.k. Er litið á samninginn sem mikilvægan áfanga á leiðinni að því takmarki. Tálmunum rutt af brú Kanadískir hermenn og Mo- hawkindíánar unnu í gær að því að ryðja á brott tálmunum af brú nálægt Montreal, en indíánar komu tálmununum fyrir á brúnni í mótmælaskyni við þá ákvörðun borgaryfirvalda í Montreal að láta gera golfvöll á landsvæði, sem indíánum er heilagt. Stjórnvöld hafa nú náð samkomulagi við suma indíán- anna, en aðrir úr þeirra hópi neita enn að ganga að tillögum stjórnvalda um lausn deilunnar, sem hófst í júlí. 13 arabaríki gegn írak Utanríkisráðherrar 13 aðildar- ríkja Arababandalagsins af 21 kröfðust þess í gær að írak kallaði her sinn frá Kúvæt og greiddi stríðsskaðabætur. Jafnframt lögðu ráðherramir til að ekki yrði gengið til samninga við frak nema því aðeins að það gengi að þessum kröfum. Samþykkt á þessa leið gerðu ráðherramir á fundi á vegum Arababandalags- ins í Kaíró. írak sendi ekki utan- ríkisráðherra sinn á ráðstefnuna og ekki heldur sjö önnur araba- ríki sem að meira eða minna leyti draga taum þess í Persaflóa- deilunni. Þrjú arabaríki hafa sent herlið til Saúdi-Arabíu því ríki til stuðnings, Egyptaland, Sýrland og Marokkó. ítölskum konum og börnum sleppt 19 ítalskar konur og börn, sem írakar höfðu látið laus, komu til Jórdaníu í gær með langleiða- vagni og er svo að sjá að þar með sé Saddam Hussein íraksforseti kominn á leið með að standa við orð sín um að sleppa úr haldi kon- um og börnum í hópi vestrænna og japanskra gísla. Að sögn kúrdneskra uppreisnarmanna hafa írakar gísla í haldi við stíflur, olíulindir og flugvelli í norður- hluta landsins, en búist er við ár- ásum á þessíconar staði ef til stríðs kemur. Talsmaður íraks- stjórnar segir hana hafa mælst til þess af Bretum og Frökkum að íraska flugfélaginu verði leyft að flytja konur og böm meðal gísl- anna til Lundúna og Parísar. Viðræður í Amman Þeir Javier Perez de Cuellar, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, og Tareq Aziz, utanríkisráðherra íraks, ræddust við tvisvar í Am- man, höfuðborg Jórdaníu, í gær. Perez de Cuellar mun hafa lagt áherslu á að írakar kveddu her sinn frá Kúvæt og létu erlenda gísla lausa, en ekkert bendir til að Aziz hafi tekið vel undir það. Gert var ráð fyrir að þeir héldu áfram viðræðum í dag. Hurd trúir á viðskiptabann Douglas Hurd, utanríkisráð- herra Bretlands, sem í gær var á leið til Persaflóalanda, sagðist þá telja rétt að bíða og sjá til hvort viðskiptabann Sameinuðu þjóð- anna gegn írak bæri ekki árang- ur, áður en gripið yrði til annarra aðgerða gegn því ríki. Hurd kvaðst telja að ekki liði á löngu . áður en Saddam Hussein yrði að gefa sig, ef tækist að koma í veg fyrir útflutning íraks á olíu um nokkurt skeið. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 1. september 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.