Þjóðviljinn - 09.08.1991, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.08.1991, Blaðsíða 6
4 17ír>^'TTm A PC17U17TTTD v7 ^ fi U lTiAljrö Jr jvxL JL 1 fi Bv Mótmæla braut um Fossvogsdal Samtökin Líf í Fossvogsdal hafa gert athugasemd við Aðal- skipulag Reykjavíkur 1990-2010 varðandi breytingar á stofnbraut- arkerfi borgarinnar, þ.e. mögu- leika á gerð yfirbyggðrar stofn- brautar í Fossvogsdal. Samtökin telja að þar sé vikið frá helstu markmiðum Aðalskipu- lags Reykjavíkur í vegamiklum at- riðum. Þau telja að hugmynd um akbraut um þennan gróðursæla dal sé í andstöðu við markmið Aðal- skipulags Reykjavíkur um að búa íbúum borgarinnar sem best lifsskil- yrði og umhverfi. Vekja samtökin athygli á, að í dalnum eru starfræktir tveir íjöl- mennir grunnskólar, Snælandsskóli og Fossvogsskóli. í fylgiritinu er hvergi minnst á öruggar gönguleiðir bama, aukna tijárækt eða uppbygg- ingu útivistarsvæða í Fossvogsdal. Stéttarsamband bænda Smjörvafyrirheitin verði dregin til baka Stéttarsamband bænda krefst þess að öll fyrirheit um rýmkaðar innflutnings- heimildir fyrir búvöru verði dregin til baka. Sambandið hef- ur sent ríkisstjórninni bréf þar sem þess er krafist að fyrirheit um leyfðan innflutning á mjólk- urvörum einsog Smjörva, Léttu og Iaggóðu, jógúrti og ísblönd- um vegna samninga um evr- ópskt efnahagssvæði verði aft- urkölluð. Þá krefst sambandið þess að fullt samráð verði haft við bændur ef af ffekari samningaviðræðum verður. Stéttarsambandið minnir rík- isstjómina á búvömsamninginn í þessu sambandi sem þáverandi fjármálaráðherra og landbúnaðar- ráðherra undirrituðu 11. mars í vor. I bréfinu til ríkisstjómarinnar er bent á að markmið samningsins sé að aðlaga búvöruffamleiðsluna að innlendri markaðsþörf og gefa landbúnaðinum svigrúm til þró- unar í átt til aukinnar hagkvæmni sem geri landbúnaðinn betur sam- keppnishæfan. Alþjóðasamninga má ekki gera samkvæmt búvöru- samningnum öðruvísi en þeir samrýmist þessum markmiðum um jafnvægi innlendrar fram- leiðslu og heimamarkaðar. Stéttarsambandið telur að inn- flutningur á þessum mjólkuraf- urðum gæti haft áhrif á 20 prósent af hlutdeild mjólkurvara á mark- aði hér á landi. Það finnst bænd- um að samrýmist ekki því jafn- vægi sem búvörusamningurinn kveður á um. Þá vísar sambandið því á bug að þessar vörur séu iðn- aðarvörur, enda ætti öllum að vera Ijóst að innflutningur slíkra vara hefði bein áhrif á þá hagsmuni sem samningi bænda og ríkisins sé ætlað að tryggja, segir í bréf- inu. Að gefnu tilefni er tekið fram í bréfinu að þessi áform um inn- flutning mjólkurvara hafi ekki á neinu stigi málsins verið kynnt eða rædd við forsvarsmenn Stétt- arsambandsins. Séra Heimir Steinsson ráðinn útvarpsstjóri Hjólreiöakappar frá Þýskalandi hvíla lúin bein niður I Laugardal ( sólskininu I gær. Þau sögðu Ijósmynda að þau væru hálfnuð í ferð sinni hringinn I kringum landið. Eins og margir ferðalangar komu þau með færeysku ferjunni Norrænu hingað til lands. Mynd: Jón Fjörnir. Igær var sr. Heimir Steinsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöll- um, skipaður útvarpsstjóri Rík- isútvarpsins frá og með 1. októ- ber 1991. Alls sóttu 14 manns um starfið og óskuðu fjórir þeirra nafnleyndar. Blaðið ræddi við sr. Heimi um nýja starfið og hvers vegna hann heíði sýnt starfinu áhuga. „Ríkis- útvarpið er hjarta íslenskrar menn- ingar og kynningarmiðstöð er- lendra menningaráhrifa á Islandi,“ sagði Heimir. „Ég hef lengi látið mér nokkuð titt um íslenska menn- ingu og þess vegna gæti þetta verið ávinningur.“ Heimir sagðist lengi hafa hugsað til þessa embættis með nokkurri löngun, en ekki hefði ver- ið tímabært að sækja um það fyrr en nú. Heimir mun láta af störfúm sem þjóðgarðsvörður eftir 1. októ- ber og prestsstörfin verða einnig látin víkja fyrir nýja embættinu. En er von á einhveijum breyt- ingum hjá nýja útvarpsstjóranum? Heimir sagði það nokkuð snemmt að tjá sig um þá hluti að svo stöddu. Ef einhveijar breyting- ar yrðu hinsvegar gerðar, þá yrði skýrt frá þeim í hljóðvarpi og sjón- varpi. Málefni Rásar 2 hafa verið of- arlega á baugi og það er því ekki úr vegi að heyra skoðun Heimis á því máli. ,Jíg hef nú ekki hugleitt mál- efni Rásar 2 sérstaklega, nema þá hversu sérlega vænt mér þykir um hana. En ég geri ekki ráð fyrir því að ég beiti mér fyrir því, að hún verði seld.“ Heimir sagðist að lokum hlakka til að takast á við nýja starf- ið og sagðist vænta hins besta af samstarfi við gott fólk í hljóðvaipi og sjónvarpi. Þeir aðilar sem sóttu um starf útvarpsstjóra vom: Gísli Alffeðs- son, þjóðleikhússtjóri, Halldór Halldórsson, fféttamaður, Inga Jóna Þórðardóttir, viðskiptaffæð- ingur, Ólafur Stephensen, markaðs- ráðgjafi, Pétur Guðfinnsson, lfam- kvæmdastjóri Sjónvarps, Ragnar Jónsson, kennari, Stefán J. Haf- stein. dagskrárstjóri, Sveinn Krist- insson og Sverrir Öm Kaaber, skrifstofústjóri. -KMH Niðurskurðurinn Ekki hægt á byggingu félagslegra íbúða Samkvæmt tillögum Jó- hönnu Sigurðardóttur verður ekki skorið niður í fé- lagslega íbúðakerfinu en ríkis- stjórnin ræddi í gær tillögur ráðuneytanna um niðurskurð á næsta fjárlagaári. Skera á nið- ur um 15 miljarða en þar af eru 4-5 miljarðar sem eftir eru á óskalista ráðherranna. Félags- málaráðherra sagði að bygg- ingasjóðir ríkisins og verka- manna stæðu mun betur en menn hefðu haldið hingað til. Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, sagði að miðað við þær til- lögur sem komið hefðu frá ráðu- neytunum um spamað benti allt til þess að markmiðunum yrði náð en endanlega á að ganga frá til- lögunum á ríkisstjómarfundi 19. ágúst. Friðrik Sophusson, fjár- málaráðherra, sagði að engar ákvarðanir hefðu verið teknar á fúndinum en að farið hefði verið yfir hugmyndir ráðuneytanna og að þær hugmyndir hefðu sam- svarað sér vel við óskir fjármála- ráðuneytisins. Hans ráðuneyti og fagráðuneytin munu fara yfir til- lögumar og hversu raunhæfar þær séu. Þá mun einhverjum atriðum verða vísað til stjómarflokkanna og formanna þeirra þar sem taka þarf pólitíska ákvörðun. Hvorki Friðrik né Davíð vildu nefna um hvaða atriði væri þar að ræða. „Ég hef lagt fram ákveðnar hugmyndir um hvemig megi ná fram jafnvægi í fjárhagsstöðu byggingasjóða ríkisins og verka- manna, án þess að höggvið sé í fé- lagslega íbúðakerfið og að hægt verði að halda áfram á sömu braut og verið hefur,“ sagði félagsmála- ráðherra og bætti við að þó þessar tillögur hafi ekki verið samþykkt- ar í ríkisstjóminni hafi verið vel í þær tekið. Hún sagði að það þyrfti ekki endilega að fela í sér frekari vaxtahækkanir og ekki heldur samdrátt í útlánum þar sem þetta næðist fram með hagræðingu og skipulagsbreytingum sérstaklega með lokun á húsnæðiskerfinu sem kennt hefúr verið við 1986. Þetta byggist á vinnu síðastliðna 18 mánaða, sagði Jóhanna. Hún telur að hugmyndir sínar séu þannig að þær þurfi ekki að bitna á félagslega íbúðakerfinu. Hún vildi ekki segja frekar til um tillögur sínar í þessu sambandi. En hún bætti við að staða sjóð- anna beggja væri mun betri held- ur en menn hefðu haldið hingað til. Hún sagði að staðan hefði gjörbreyst til hins betra frá því í fyrrahaust er Ríkisendurskoðun birti svarta skýrslu um sjóðina. -gpm $r,el’' Atvinnutryggingadeild Sumarráð- stefna SÍNE Sumarráðstefna SINE, Sambands íslenskra námsmanna erlendis, verður haldin í Stúdentakjallaranum laugar- daginn 10. ágúst kl. 14. íslenskir námsmenn erlendis em hvattir til að mæta og sýna samstöðu. Hálfur miljarður f vanskilum Af 8,8 miljörðum króna í úti- standandi skuldum eru 5-600 miljónir króna í vanskilum hjá at- vinnutryggingadeild Byggða- stofnunar. Atvinnutryggingasjóði útfiutningsgreinanna var breytt í atvinnutryggingadeild og er stað- an nú sú að eigið fé deildarinnar er neikvætt um 28 miljónir króna. í raun er rekur Byggðastofnun með þessu ekki annað en inn- heimtudeild fyrir gjaldþrota sjóð. Guðmundur Malmquist for- stjóri Byggðastofnunar sagði að 90 miljónir króna hefðu verið af- skrifaðar í deildinni vegna gjald- þrota fýrirtækja. Hann sagði einn- ig að þessar 5-600 miljónir króna sem væru í vanskilum væru til- komnar á mjög stuttum tíma og væru vaxtavanskil. -gpm •oir Skútuvogi 10a - Sími 686700 6 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 9. ágúst 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.