Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1995, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1995, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1995 23 DV Frábærthlaup lyáChristie Breski ólympíuraeistarinn í 100 metra hiaupi, Linford Christie, sýndi á laugardaginn að hann er ekki dauöur úr öllum æðum þeg- ar hann sigraði á sterku boðs- móti í Jóhannesarborg og fékk tímann 9,97 sekúndur. Það er hans besti tími í ár og sá besti sem hann hefur náð í Afríku á ferli sinum. Christie bar sigurorð af Frankie Fredericks, Namibíiunanninum fótfráa, sem naut gíflirlegs stuön- ings heimamanna en varð annar á 10,03 sekúndum. „Ég heyrði móttökurnar sem Frederieks fékk og sagði við sjálf- an mig að ég skyldi sko sýna þeim hvað ég gæti,“ sagði Christie eftir hlaupið. „Ég vissi að þetta var tapað eftir 60 metra," sagði Fred- ericks. Irina Privalova frá Rússlandi sigraði í 100 metra hlaupi kvenna á besta tíma sem náðst hefur í Suöur-Afríku, 11,01 sekúndum, og samskonar metféil í lOOmetra grindahlaupi kvenna þar sem Aladefa Tawo frá Nígeríu sigraði á 12,87 sekúndum. Becker hætti vegna meiðsla Boris Becker varð að hætta keppni með Þjóðveijum gegn Rússum vegna meiðsla í baki þeg- ar þjóðirnar mættusí í Davis- bikamum i tennis í Moskvu um helgina. Hann hafði tekið þátt í sigurleikjum í einliðaleik og tví- liðaleik en gat síðan ekki mætt Rússanum Evgeni Kafelnikov í gær. Becker kenndi lélegum velh um meiðslin og sagði aö það hefði verið eins og að hlaupa í sandi að spila á rökum leirvellinum. Þjóðverjar komust í 2-0 en Rússar sneru leiknum sér í hag og sigruðu óvænt, 3-2. Þjóðverjar ætla að kvarta yflr því við Al- þjóða tennissambandiö að völlur- inn var rennbleyttur kvöldið áð- ur en leikurinn hófst. Óvænttap hjá Króötum Króatar töpuðu mjög óvænt fyrir Indverjum í Nýju-Delhi í Davis-bikamum í tennis í gær, 3- 2. Það var sjálfur Goran Ivan- isevic sem klúðraði leiknum þeg- ar hann tapaöi fyrir óþekktum mótheija, Leander Paes, eftir að hafa komist 2-0 yfir. Önnur helstu úrslit í Davis- bikamum um helgina: Ungveija- land-Ástralía 3-2, Frakkland- Marokkó 5-0, Finnland - Lúxem- borg 4-1, Tékkland - Zimbabwe 4- 1, Rúmenía-Portúgal 3-2, Úkraína - Egyptaland 4-1. Pierce lagði SanchezVicario Mary Pierce frá Frakklandi vann Aröntxu Sanchez Vicario í úrslitaleik á Nichirei kvennamót- inu í tennis sem lauk í Tókíó í Japan i gær, 6-3 og 6-3. Pierce hlaut 5,2 milljónir króna í sigur- laun. DanaBarrostil Boston Celtics Bandaríska körfuknattleikslið- ið Boston Celtics gekk á föstudag- inn frá samningi við Dana Bar- ros, hinn öfluga bakvörð frá Philadelphiu 76ers. Samningur- inn er til sex ára og að sögn um- boðsmanns Barros er hann tæp lega 1.400 milljón króna virði. Barros er frá Boston og lék þar með háskólaliði á sínum tíma en hann var kjörinn sá leikmaður í NBA-deildinni sem tók mestum framförum á síðasta tímabili. írinn Philip Walton fagnar innilega ásamt fyrirliða Evrópuúrvalsins, Bern- hard Gallacher, þegar Ijóst var aö Bandarikjamenn höfðu verið lagðir að velli. Simamynd/Reuter Evrópa sigraði Bandaríkin: Bikarinn íþróttir Úrslitin í Ryder-bikarnum Bandaríkin - E vrópa Fjórmenningur á föstudag: Pavin/Lehman - Faido/Montgomerie.................................1-0 Haas/Couples - Torrance/'Rocca...................................0-1 Love/Maggert-Clark/James.................................. ...1-0 Crenshaw/Strange - Johansson/Langer............................. 0-1 Staðan 2-2. Fjórleikur á föstudag: Faxon/Jacobsen - Gilford/Ballesteros.............................0-1 Maggert/Roberts - Torrance/Rocca................................ 1-0 Couples/Love - Faldo/Montgomerie.................................1-0 Pavin/Mickelson - Johansson/Langer...............................1-0 Staðan 5-3 fyrir Bandaríkin. Fjórmenningur á laugardag: Strange/Haas - Faldo/Montgomerie..............„..................0-1 Love/Maggert - Torrance/Rocca....................................0-1 Roberts/Jacobsen - Woosnam/Walton............................... 1-0 Pavin/Lehman - Langer/Gilford....................................0-1 Staðan 6-6. Fjórleikur á laugardag: Faxon/Couples - Torrance/Montgomerie.................................1-0 Crenshaw/Love - Woosnam/Rocca........................................0-1 Haas/Mickelson-Ballesteros/Gilford...................................1-0 Pavin/Roberts - Faido/Langer.........................................1-0 Staðan 9-7 fyrir Bandaríkin. Einvígin í gær: Tom Lehman - Severiano Bailesteros (Spáni)...........................1-0 Peter Jacobsen - Howard Clark (Bretlandi)............................0-1 JeffMaggert - Márk Jaraes (Bretlandi)................................o-i Fred Couples - Ian Woosnam (Bretlandi)............................1/2-1 /2 Davis Love - Costantino Rocca (Ítalíu)...............................1-0 Brad Faxon - Ðavid Gilford (Bretlandi)...............................0-1 Ben Crenshaw - Colin Montgomerie (Bretlandi)...........................O-l Curtis Strange - Nick Faldo(Bretlandi)............................. 0-1 Loren Roberts - Sam Torrance (Bretlandi).............................0-1 Corey Pavin - Bemhard Langer (Þýskalandi)............................1-0 Jay Haas - Philip Walton (írlandi)............'......................0-1 Phil Mickelson - Per-Ulrik Johansson (Svíþjóð)................ ....1-0 Lokaúrslit: Bandarikin - Evrópa 13,5 -14,5 Akranesvöllur Evrópukeppni félagsliða íA-Raith Rovers þriðjudaginn 26. september, kl. 16.00. sóttur yf ir Ath. Breyttar ferðir Akraborgar á leikdag: Frá Reykjavík kl. 14.30. Frá Akranesi kl. 18.15. sæinn Knattspyrnufélag Glæsilegur endasprettur færði Evrópu sigur á Bandaríkjunum, 14,5 gegn 13,5, í keppninni um Ryder- bikarinn í golfi sem lauk á Oak Hill vellinum í Rochester í New York- fylki í gær. Bandaríkin höföu varð- veitt bikarinn í fjögur ár en nú verð- ur hann geymdur héma megin Atl- antsála næstu tvö árin að minnsta kosti. Þetta er aðeins í annað skiptið sem Evrópu tekst að vinna bikarinn í Bandaríkjunum en áður gerðist það árið 1987. Bandaríkin hafa alls sigrað 23 sinnum og Evrópa 6 sinnum en tvisvar hafa liðin skipt sigrinum. Bandaríska sveitin leiddi nær allan tímann og þegar kom að einvígjun- um í gær var staðan 9-7. Sem hand- höfum bikarsins dugði Bandaríkja- mönnum jafntefli til að halda honum og staðan var því vænleg, Evrópa varð að fá 7,5 vinninga af 12 möguleg- um á lokadeginum til að sigra. En einmitt það gekk eftir. Frábær leikur Nick Faldo á tveimur síðustu holunum gegn Curtís Strange gerði útslagið, Strange hafði veriö yfir all- an leikinn en Faldo sneri dæminu sér í hag. Þetta var mitt besta pútt á ævinni „Þetta var mitt besta pútt á ævinm,“ sagði Faldo og félagi hans, Spánveij- inn Seve Baliesteros, tárfelldi af fögnuði þegar hann hljóp og faðmaði Faldo að sér. Þar með var Evrópa komin yfir í fyrsta sinn, 13,5 gegn 12,5, og írinn Philip Walton, nýhði í Evrópuhðinu, hélt út í taugastríðinu og vann sinn leik gegn Jay Haas eftir æsispenn- andi baráttu á síöustu holunni. „Ég vil ekki nefna neinn öðrum fremur. Þeir spiluðu allir stórkost- lega,“ sagði Bernard Gallacher, fyrir- hði evrópsku sveitarinnar, sem hljóp fyrstur út á völlinn og fagnaði Wai- ton. Pavin frábær á laugardaginn Corey Pavin tryggði Bandaríkjunum 9-7 forystu á síðustu holunni í loka- leiknum á laugardag þegar hann og Loren Roberts náðu að sigra Nick Faldo og Bemhard Langer á einu höggi í fjórleiknum. Pavin átti glæsi- legt lokahögg og fór holuna á „fugh“, sem geröi útslagið. „Þetta er toppurinn hjá mér í Ryd- er-bikamum frá upphafi," sagði Pa- vin, himinlifandi, og félagi hans, Ro- berts, sagði: „Þessi náungi er orðinn að goðsögn í lifanda lífi!“ Högg Pavins var Bandaríkjamönn- um afar dýrmætt í stöðunni því það þýddi að þeim dugði að vinna 5 leiki af 12 í gær til að halda bikarnum næstu tvö árin. Þegar upp var staðið dugöi það þó ekki til. Tveir Evrópubúar fóru holu í höggi Fyrir þessa keppni haföi það aðeins gerst tvívegis í 30 ára sögu Ryder- bikarsins að kylfingur færi þar holu í höggi. Nú gerðist það hins vegar tvívegis og í bæði skiptin voru Evr- ópubúar á ferð. ítaiinn Costantino Rocca afrekaði það á laugardaginn í fjórmenningnum og síðan lék Bret- inn Howard Clark sama leik þegar hann sigraði Peter Jacobsen á loka- sprettinum í gær. 'BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS ? Akranesi luritc ® Allir flokkar eru fyrir basði kynin. YfirbjálfarFSankudo er Senoei Jean Frenette, 6. DAN, fimmfaldur heimsmeistari. Aðalbjálfari Fylkis: Vicente Carrasco. 2 DAN, 17 ára reynsla. Innritun á staðnum Allar upplýsingar má fá í eftirfarandi símum: Fylkishöllin: 567-6467 Vicente Carrasco: 567-3593 Garðar b. Guðgeirsson: 567-6217 Sankudo International Karate-do Organisation Karatenámskeið eru að hefjast í nýrri og stórglæsilegri aðstöðu í Fylkishöllinni við 5undlaug Arbasjar. Flokkur mámid. þríðjud. miðvikud. fimmtud. föstud. laugard. 6-12 ára - Byrjendur 17:30-18:30 17:30-18:30 17:30-18:30 6-12 ára - Framhald 18:30-19:30 18:30-19:30 18:30-19:30 16:00-17:00 Fullorðnir - Framhald 19:30-21:00 19:30-21:00 19:30-21:00 17:00-19:00 Fullorðnir - Byrjendur 21:00-22:00 21:00-22:00 21:00-22:00 Karate er ?óð íþrótt fyrir alla. Eflir sjálfstraust, eykur styrk. Andle? o? líkamle? uppbv??in?.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.