Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1995, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1995, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1995 13 Virðing fyrir Alþingi líðandi stundar í upphafi þessa þings hafa orðið óvenju harkalegar deilur um sið- ferði alþingismanna og menn hafa tekið sér sterk orð í munn. Hvert hneykslið eftir annað hefur komið upp. Valdhafar ákveða skattfríð- indi. Makar varaþingmanna njóta miklu betri lífeyris en aðrir lands- menn. Sumir stjórnmálamenn njóta margfalds lífeyris á kostnað skattgreiðenda (Mbl. 06.10.1995). Valdhafar bregðast ekki rétt við þegar kjaradómur gefur viðleitni aðila vinnumarkaðarins til þess að halda þjóðarsátt langt nef. Borgaralegur réttur Þegar flóðbylgja reiði og gagn- rýni ríður yfír afgreiða valdamenn hana sem „ómerkilegan áróður gegn Alþingi" og kvarta undan því að „hinu háa“ Alþingi sé ekki sýnd nógu mikil virðing. Valdamenn skírskota til tilfinninga almenn- ings þegar þeir segja að þeim svíði og sárni þessi harkalega gagnrýni sem þeir kalla brígsl. Þetta er fráleit afstaða valda- hafa. Það er óskoraður borgaraleg- ur réttur að gagnrýna stjómvöld, til þess að halda þeim í skefjum, ekki öfugt. Dómur sögunnar einn vekur virðingu okkar fyrir verkum Al- þingis fortíðar. Krafa um virðingu fyrir Alþingi líðandi stundar eða jafnvel framtíðarinnar er krafamm skilyrðislausa undirgefni við það. Slíkt er óþolandi í lýðræðisþjóðfé- lagi. Ekki gagnrýnislaust Forsætisráðherra hafði við orð „að Alþingi sé komið saman með þeim einlæga ásetningi að setja þjóðarhagsmuni öðrum kröfum of- ar...“. Lýðræðissinnar geta ekki leyft sér þann munað að treysta þessu gagnrýnislaust. Þeir verða stöðugt að vera árvakir um frelsi sitt. Hvatskeytislegt orðbragð er andlýðræðislegt ástand Kjallarinn Jóhann J. Ólafsson framkvæmdastjóri gagnrýnenda Alþingis her aðeins vott um að þeim sé mikið niðri fyr- ir. Alþingi þarf að vita hvernig þjóðinni líður en á ekki kröfu á virðingu hennar. Valdhafar þurfa aðeins að biðja um virðingu, samúð og stuðning við misgjörðir sínar, réttlæti þeirra getur staðið óstutt. Jóhann J. Ólafsson „Dómur sögunnar einn vekur virðingu okkar fyrir verkum Alþingis fortíðarinn- ar. Krafa um virðingu fyrir Alþingi líð- andi stundar eða jafnvel framtíðar er krafa um skilyrðislausa undirgefni við það. - Slíkt er óþolandi í lýðræðisþjóðfé- lagi.“ „Það er óskoraður borgaralegur réttur að gagnrýna stjórnvöld, til þess að halda þeim í skefjum, ekki öfugt, segir greinarhöfundur m.a. _ Frá nýlegum mótmælafundi launþega á Ingólfstorgi Af hverjum var tekið? Ari Eðvald, aðstoðarmaður sjáv- arútvegsráðherra, ritar grein í DV 21/9 sl. Fyrirsögn greinarinnar er „Af hverjum á að taka?“ Ari bend- ir á að birst hafi tvær greinar eft- ir Örn Pálsson í DV. Segir Ari að Örn hafi ekki svarað því af hverj- um eigi að taka. Ekki ætlar undir- ritaður að svara fyrir Örn. Hins vegar telur undirritaður sig sjó- mann og þar sem Ari vitnar í Sjó- mannasambandið að svo sé ekki tel ég mig knúinn að setja þessar línur á blað. Skoðanir Sjómannasambandsins Ari byggir grein sína á ummæl- um Sævars Gunnarssonar,' for- manns Sjómannasambandsins, sem birtist í Ægi 5. tbl. 1995. Þar segir Sævar „Þessi aukning kemur niður á mínum umbjóðendum og þetta verður að stöðva. Við getum ekki sætt okkur við að einn hópur búi við aðrar reglur. Það verður að setja þak á afla þeirra." Þessi orð Sævars túlkar Ari svo að spyrja verði af hverjum eigi að taka. Þennan málflutning hefur LÍÚ verið með, sömuleiðis fyrrver- andi framkvæmdastjóri Vinnu- veitendasambandsins, yfirmaður Ara, sjávarútvegsráðherrann. Að sjálfsögðu mega fyrrnefndir aðilar vitna í formann Sjómanna- sambandsins mín vegna en ekki Kjallarinn Sigurgeir Jónsson sjómaður Sandgerði öfunda ég hann af félagsskapnum. Staðreyndin er sú að „af hverj- um á að taka“-málflutningurinn byggist á því niðurlægingarskeiði Sjómannasambandsins sem hófst þegar formaður LÍÚ setti þann sem nú er sjávarútvegsráðherra sem framkvæmdastjóra Vinnu- veitendasambandsins og byrjað var að narta í skiptaprósentuna, olíusjóðurinn kom 1983, kvótakerf- ið 1984, þegar niðurlægingarstefn- an komst á fullt skrið með aðstoð núverandi formanns Framsóknar- flokksins. En af því að Ari og yflrmenn hans í sjávarútvegsráðuneyti, LÍÚ og Sjómannasambandið spyrja „af hverjum á að taka?“ þá þarf að spyrja formann Sjómannasam- bandsins að því af hverjum hafi verið tekið þegar kvótakerfið'var sett á og veiðirétturinn tekinn af sjómönnum og afhentur útgerðar- mönnum á silfurfati, endurgjalds- laust. Reyndar fréttist seinna að tveir skipstjórar hefðu fengið 3.000 tonna kvóta hvor (hásetar fengu ekkert). ímyndaður eignaréttur Síðan þetta gerðist hefur niður- læging Sjómannasambandsins haldið áfram. Ekki leið á löngu þar til útgerðaraðallinn fór að leigja þann veiðirétt, sem þeir höfðu fengið fyrir ekkert, til sjó- manna og gerðu þá að hálfgerðum þrælum. Nú telja þeir sig eiga öll fiskimið við landið og megi fara þar sínu fram. Jafnframt eigi þeir að stjórna Hafrannsóknarstofnun. Ef formaður Sjómannasambands- ins heldur að LÍÚ beri umhyggju fyrir sjómönnum þá er það rangt. LÍÚ hefur alltaf tekið án þess að spyrja vinnu frá verkafólki, selt útlendingum kvóta, skilið bæjarfé- lög eftir í rúst. Þegar Ari Eðvald spyr: „Af hverjum á að taka?“ þá á hann við hvort virkilega eigi að fara að taka eitthvað af útgerðaraðlinum. For- maður Sjómannasambandsins tel- ur að á annað þúsund sjómenn á smábátum séu ekki sjómenn, ekki sínir umbjóðendur. Ef til vill er það þeim fyrir bestu að vera ekki umbjóðendur formannsins. Sigurgeir Jónsson „Ef formaður Sjómannasambandsins heldur að LÍÚ beri umhyggju fyrir sjó- mönnum þá er það rangt. LÍÚ hefur alltaf tekið án þess að spyrja vinnu frá verka- fólki, selt útlendingum kvóta, skilið bæj- arfélög eftir í rúst.“ Með og á móti Myndavélar til eftirlits í miðbænum Eykur öryggi al- mennings „Um allnokk- urt skeið hafa legið fyrir hjá lögreglunni áætlanir um uppsetningu eft- irlitsmyndavéla í miðbæ Reykja- víkur. Starfs- hópur um mál- efni miðbæjar- ins tók undir hugmyndir lög- reglunnar og leggur til að í þetta verkefni verið ráðist. Slíkt myndi auka til muna ör- yggi almennings og lögreglunnar og jafhframt auka líkur á að hafa megi uppi á afbrotamönnum. Þá er umtalsverð vamaráhrif fólgin í uppsetningu slíks tækjabúnaðar í miðbænum. Almennt er ekki um mynd- bandsupptökur að ræða í eftirliti þessu því myndavélarnar eru fyrst og fremst notaðar til að fylgj- ast sjónrænt með ákveðnum svæð- um, svo sem í Austurstræti og á Lækjartorgi, þannig að hægt verði að bregðast við ef þurfa þykir. Slíkt eftirlit getur þvert á móti bætt réttarstöðu fólks verulega þar sem lögreglan á auðveldar með að halda uppi lögum og reglu í þágu borgaranna og samfélags- ins á þann hátt og grípa inn í ef brotið er á rétti fólks. Ekki verður heldur séð að persónuvernd fólks sé hætta búin af eftirliti með myndavélum." Omar Hinarsson, framkvæmdastjóri íþrótta- og tóm- stundaráös Reykjavíkur. Tíðkast í einræðis- ríkjum „í lögum um meðferð opin- berra mála, nr. 19 frá 1991, 3. mgr. 87 gr., segir að heimilt sé án úrskurðar dóm- ara „að taka upp hljóð og taka myndir í þágu rannsóknar á al- mannafæri og á stöðum, sem al- menningur á að- gang að...“ Hins vegar þarf yfirleitt dómaraúr- skurð og viss tiltekin skilyrði til þess að taka myndir vegna rann- sóknar máls, hvort sem eru ljós- myndir eða kvikmyndir, án þess að þeir sem myndaðir eru viti af því. Mín skoðun er að þessu ákvæði beri að beita af ýtrustu varúð því að uppsetning myndavéla myndi hafa í för með sér talsverða frels- isskerðingu fyrir hinn almenna borgara sem nýtir sér þann rétt í frjálsu samfélagi að skemmta sér í miðborg Reykjavíkur og fer þar Margrét Heinreks- dóttir, lögfræðingur og stjórnarformað- ur Mannréttinda- samtaka íslands. með friði. Við skulum þó minnast þess að myndatökur á almannafæri sam- kvæmt ákvörðun stjórnvalda tíðkast alla jafna ekki nema í ein- ræöisríkjum, eftir því sem ég best veit, og þykir yfirleitt full ástæða til að hafa áhyggjur af þvi hvernig slíkt myndefni sé notað og með það fariö. í stuttu máli tel ég því ástæðu til að menn hugsi vel sinn gang og reyni að sjá fyrir áhrif og afleiðingar áður en til siíkra að- gerða verði gripið."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.