Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1995, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1995, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1995 33 Aiim msá 904-1700 Verð aöeins 39,90 mín . x.i Fótbolti ■■ 2j Handboiti : 3J Körfubolti 4} Enski boltinn 5 [ ítalski boltinn 6 j Þýski boltinn : 7 j Önnur úrslit í8J NBA-deildin 1| Vikutilboð stórmarkaðanna 2 | Uppskriftir 1 Læknavaktin ||3 Apótek 3J Gengi l i Dagskrá Sjónvarps ; 2 [ Dagskrá Stöðvar 2 31 Dagskra rásar 1 4[ Myndbandalisti vikunnar - topp 20 [5] Myndbandagagnrýni : 61 ísl. listinn -topp 40 [ 71 Tónlistargagnrýni 8[ Nýjustu myndböndin swzzmmi - _ JjKrár 2 i Dansstaðir 31 Leikhús _4j Leikhúsgagnrýni [UBÍÓ 6 [ Kvikmyndagagnrýni 6 imMímm ■'lj Lottó 2j Víkingalottó Getraunir HilH ll H ES =£ ~*&£3 ~~ 904-1700 Verð aðeins 39,90 mín. Merming Leikhús Sa&iadarstarf Áskirkja: Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14-17. Breiðholtskirkja: Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu í dag kl. 18.30. Bæna- efnum má koma til sóknarprests á við- talstímum hans. Dómkirkjan: Mæðrafundur í safnaöar- heimilinu Lækjargötu 14 a kl! 14 -16. Fundur 10-12 ára barna kl. 17.00 í umsjá Maríu Ágústsdóttur. Fella- og Hólakirkja: Starf 9-10 ára bama kl. 17. Mömmumorgunn miðviku- dag kl. 10. Grafarvogskirkja: Opið hús fyrir eldri borgara í dag kl. 13.30. Helgistund, fóndur o.fl. KFUM í dag kl. 17.30, drengjastarf 9-12 ára. Hallgrimskirkja: Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 10.30. Beðið fytir sjúkum. Aftan- söngur kl. 18.00. - Vesper. Kópavogskirkja: Mömmumorgunn í dag í safnaðarheimilinu Borgum kl. 10-12. Langholtskirkja: Aftansöngur kl. 18.00. Laugarneskirkja: Helgistund kl. 14.00 á Öldrunarlækningadeild Landspítalans, Hátúni 10 b. Ólafur Jóhannsson. Seljakirkja: Mömmumorgurin, opið hús í dag kl. 10-12. Seltjarnarneskirkja: Foreldramorgunn kl. 10-12. Tilkynningar íþróttaskóli barnanna íþróttaskóli bamanna tekur aftur til starfa í Kaplakrika 14. október kl. 9.30. Skólinn er bæði fyrir stúlkur og drengi á aldrinum 3ja-6 ára. Eingöngu uppeldis- menntaðir kennarar starfa við skólann. Skráning í Kaplakrika (Sjónarhóli), s. 565 2534. Jgheld ég gangi heim“ Etiir einn -ei aki noinn UUMFEROAR RAÐ i Ævintýrabókinni eru gömlu ævintýrin séðfrá nýju sjónarhorni. DV-mynd GS Hvaðer úlfurinn að meina? Möguleikhúsið hefur á undanförnum árum áunnið sér virðingarverðan sess sem vandað og skemmtilegt bamaleikhús. Sýningin á Ævintýrabókinni er fjörug og htrík kynning á gömlum ævintýrum, séðum frá nýju sjónarhorni. Hvað gerist ef úlfurinn í sög- unni um hana Rauöhettu ákveður aUt í einu að hann nenni ekki að vera í sama ævintýrinu til eilífðarnóns og bregður undir sig betri fætinum yfir í aðra sögu? Þá er greinilega illt í efni. Pétur Eggerz útfærir hugmyndina skemmtilega í Möguleikhúsinu og á klukkutíma langri sýningu kynnast krakkarnir mörgum gamalkunnum ævintýrapersónum sem þurfa að bregðast við óvæntum uppákomum vegna þess að úlfurinn skýtur upp kollinum þegar minnst vonum varir. Stelpan sem er að lesa stóru ævintýrabókina þarf að taka til sinna ráða til þess að bjarga málum og ásamt veiðimanninum úr sögunni um Rauð- hettu eltist hún sögu úr sögu við slóttuga úlfinn. Það sem skiptir sköpum í þessari Leiklist Auður Eydal sýningu er skemmtilegur texti og Qörlegur leikur. Sviðið er einfalt en frumleg lýsing Davids Walters _ breytir umhverfinu eftir því sem við á. Messíana Tómasdóttir gerir leikmyndina og búninga, sem eru vandaðir og viðamikhr. Einstaklega skemmtilegir. Leikendumir leggja sig fram um að vera lifandi og það er engin logn- molla yfir sýningunni þó að þess sé líka gætt að ganga ekki fram af ung- um áhorfendum. Það er helst að úlfurinn ógurlegi skjóti þeim skelk í bringu þegar hann spangólar ámátlega út í loftið. Stefán Sturla Siguijóns- son er hpur og slægur í hlutverkinu. Erla Ruth Harðardóttir, sem leikur Dóru litlu, og Bjarni Ingvarsson í hlutverki veiðimannsins eru aldrei langt undan og þau vinna traust áhorf- endanna með ágætum leik. Aðrir leikendur eru Ingrid Jónsdóttir, Alda Arnardóttir og Guðni Franzson sem sér lika um létta tónlist í sýningunni. Þetta er góð sýning fyrir góða krakka. Möguleikhúsið viö Hlemm sýnir: Ævintýrabókina Höfundur og leikstjóri: Pétur Eggerz Leikmynd og búningar: Messiana Tómasdóttir Tónlist: Guðni Franzson Lýsing: David Walters Danshöfundur: Lára Stefánsdóttir LEIKFELAG REYKJAVÍKUR' Stóra svið kl. 20.30. Rokkóperan Jesús Kristur SUPERSTAR eftir Tim Rice og Andrew Lloyd Webber Fim. 12/10, örfá sæti laus, laud. 14/10, mlð- nætursýning kl. 23.30, miðvikud. 18/10, sunnud. 22/10,40. sýn. LÍNA LANGSOKKUR eftir Astrid Lindgren Laud. 14/10 kl. 14, uppselt, sunnud. 15/10 kl. 14, uppselt, sunnud. 15/10 kl. 17, upp- selt, lau. 21/10 kl. 14, fáein sæti laus. Litla sviðkl. 20: HVAÐ DREYMDI ÞIG, VALENTÍNA? eftir Ljúdmífu Razumovskaju Mvd. 11/10, uppselt, föstud. 13/10, uppselt, laud. 14/10, uppselt, sunnud. 15/10, upp- selt.fim. 19/10, uppselt,föstud. 20/10. Stóra svlð kl. 20: TVÍSKINNUNGSÓPERAN Gamanleikrit með söngvum eftir Ágúst Guðmundsson 2. sýn. miðvd. 11/10, grá kortgilda, 3. sýn. fös. 13/10, rauð kort gilda, fáein sæti laus, 4. sýn. fim. 19/10, blá kort gilda. Stóra svið kl. 20: VIÐ BORGUM EKKI, VIÐ BORGUM EKKI eftir Dario Fo Laugard. 14/10. Tónleikaröð LR: hvert þriðjudagskvöld kl. 20.30. Þriöjud. 10/10,3-5, hópurlnn Kvintettarog tríó. Miðav. 800 kr. Þri. 17/10, Sniglabandiö, miðav. 800 kr. Miðasalan er opin alla daga frá kl. 13-20 nema mánudaga frá kl. 13-17, auk þess er tekið á móti miðapöntun- um í síma 568-8000 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Gjafakoriin okkar, frábær tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavíkur- Borgarleikhús Faxnúmer 568-0383. MÓÐLEIKHÚSID Sími 551 1200 Stóra sviðið kl. 20.00. KARDEMOMMUBÆRINN eftir Thorbjörn Egner Þýöing: Hulda Valtýsdóttir og Kristján frá Djúpalæk Lýsing: Björn Bergsteinn Guömundsson Leikmynd: Thorbjörn Egner/Finnur Arnar Arnarsson Búningar: Thorbjörn Egner/Guörún Auöuns- dóttir Hijóöstjórn: Svelnn Kjartansson Tóniistar- og hljómsveitarstjórn: Jóhann G. Jóhannsson Listrænn ráðunautur ieikstjóra: Klemenz Jónsson Leikstjórn: Kólbrún Halldórsdóttir Leikendur: Róbert Arnfinnsson, Pálmi Gestsson, Örn Árnason, Hjálmar Hjálmars- son, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Árni Tryggva- son, Aniia Kristín Arngrímsdóttir, Magnús Ragnarsson, Hinrik Ólafsson, Kristján Franklín Magnús, Benedikt Erlingsson, Sveinn Þ. Geirsson, Bergur Þór Ingólfsson, Agnes Kristjónsdóttir, Guðbjörg Helga Jó- hannsdóttir, Þorvaldur Kristjánsson, Jónas Óskar Magnússon, Þorgeir Arason og fl. Frumsýning Id. 21/10 kl. 13.00,2. sýn. sud. 22/10 kl. 14.00,3. sýn. sud. 29/10 kl. 14.00, 4. sýn. sud. 29/10 kl. 17.00. STAKKASKIPTI eftir Guðmúnd Steinsson Föd. 13/10, Id. 21/10, fid. 26/10. ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Simonarson 7. sýn. Id. 14/10, uppselt, 8. sýn. 15/10, upp- selt, 9. sýn. fid. 19/10, uppselt, föd. 20/10, uppselt, Id. 28/10, uppselt. Litla sviðiökl. 20.30. SANNURKARLMAÐUR eftir Tankred Dorst 3. sýn. fid. 12/10,4. sýn. tBd. 13/10,5. sýn. mvd. 18/10,6. sýn. Id. 21/10,7. sýn.sud. 22/10: Smiðaverkstæðið kl. 20.00 TAKTU LAGIÐ, LÓA! eftir Jim Cartwright Mvd. 11/10, nokkur sæti laus, Id. 14/10, upp- selt, sud. 15/10, uppselt, fid. 19/10, föd. 20/10, örfá sæti laus. Miðasalan er opin alla daga nema mánu- - daga frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýn- ingardaga. Einnig símaþjónusta frá kl. 10 virkadaga. Greiðslukortaþjónusta. Fax: 5611200 Sími miðasölu: 551 1200 Símiskrlfstofu: 551 1204 VELKOMIN í ÞJOÐLEIKHUSIÐ! ||[~Tsljenska óperan Sími 551-1475 Sýningföstud. 13/10, laugard. 14/10. Sýnlngar hefjast kl. 21.00. Miðasalan er opin kl. 15-19 daglega nema mánudaga, sýningardag til kl. 21. SÍMI551-1475, bréfasirhi 552-7384. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA Tapaðfundið Læðatapaðistfrá Kársnesbraut Lítil 4 mánaða læða tapaðist frá Kársnes- braut 79 eftir flutninga fyrir nokkrum dögum. Hún er svört og hvít, flekkótt og er ómerkt. Hún er blíð og góð og er henn- ar sárt saknað. Ef einhver hefur fundið hana, þá vinsamlegast látið vita í s. 554 0824 eða 554 0326. Myndavél tekin í pant Aðfaranótt laugardagsins sl. tók leigubíl- stjóri myndavél í pant af stúlku sem hann tók upp í miðbænum. Hann er vinsamleg- ast beðinn að hafa samband við Svövu í S. 587 3485.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.