Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 53 Strákurinn með flétturnar, eins og krakkarnir á Djúpuvík kölluðu Maríu stundum. Hún bregður upp lifandi myndum af lífinu á Ströndum á árunum eftir stríð, jafnt af fjölskrúðugu mannlffi síld- arþorpsins að sumri sem einangruninni að vetrinum. sem ég vakna timbruð eftir drykkju. Er ég orðin drykkjusjúklingur? Ef svo er - hvað með það? Skiptir það nokkru máli? Strax eftir árásina hafði starfsemi skjaldkirtilsins farið úr skorðum. Hormónaframleiðsla kirtilsins snar- minnkaði. Sálin fylltist þunglyndi en líkaminn fitnaði. Ég var sett á sérstök lyf til að koma skjaldkirtlin- um í eðlilegt horf. Ég bruddi valí- um, drakk áfengi í óhófi, var á lyfj- um gegn þunglyndi og óreglulegri starfsemi skjaldkirtils. Líkaminn brást ókvæða við. Ég blés út: Skvap- ið hlóðst á mig. Ég þyngdist úr 60 kílóum í 85 kíló, síðan i 90 og loks sýndi nálin á vigtinni um eitt hundraö kíló. And- litið þrútnaði, axlir, brjóst og magi bólgnuðu, læri og rass tútnuðu. Ég átti erfiðara um gang, öndunin varð þyngri og ég þreyttist fyrr. Kjólarn- ir mínir sem flestir voru númer 7 urðu ónothæfir. Ég keypti mér nýja, í númerum 14 og 16. Ég var orðin akfeit - afskræmd. Umbreytingin hafði tvenns konar áhrif á mig. Ég saknaði líkamans sem ég hafði átt. Ég skammaðist mín fyrir útlit mitt og dró mig enn meira inn í skel mína. í þau fáu skipti sem ég fór út, fjarlægðist ég fólk og forðaðist mannþröngina og iðuna. Stillti mér þess í stað með bakið upp við vegg. Eins og lífhræddur mafíósi sem ótt- ast skotárás á hverju andartaki. Samtímis fylltist ég nýju öryggi: Nú myndi enginn ráðast á mig, feita og óaðlaðandi hlussuna. Ég var óhult í nýjum líkama. Enginn myndi girn- ast mig, daðra við mig, reyna að fá mig til lags við sig. Enginn karlmað- ur hafði áhuga á ástarævintýri með mér. Fituhjúpurinn veitti mér vörn gegn áreiti og kynlífi." Líknarbelgur gegn losta mannanna Skera mig á púls? María lýsir í bók sinni hvernig hún sökk stöðugt neðar og neðar, hvernig vonin um að geta lifað eðlilegu lífi hvarf smám saman: „Uppgjöfin jókst með degi hverjum. Ég hugsaði um sjálfsvíg en ýtti hugsuninni alltaf frá mér á þeirri forsendu að ég gæti ekki gert mömmu það að svipta mig lífi. í dag er ég sannfærð um, að tilvist mömmu bjargaði lífi mínu á þessum tíma. Hefði hún ekki verið á lífi, hefði ég tekið mitt eigið lif. Mamma vissi aldrei, að hún ein hélt í mér líftórunni. Það var á móti sannfær- ingu minni að gefast upp; að fyrir- fara mér. Ég hef alltaf borið mikla og djúpa virðingu fyrir lífinu. Allt frá því að ég var lítil stúlka í Djúpu- vík og bar særða fugla heim til mömmu í von um að hún myndi bjarga lífi þeirra, lækna þá uns þeir gætu hraustir tekið flugið að nýju, hef ég trúað því að lífið sé hafið yfir dauðann. En á þessum tíma i New York hafði ég misst vonina. Eina hálmstráið var mamma. Hún sem gaf fuglum æsku minnar lífsvon að nýju. Hugsunin um sjálfsvíg sleppti samt ekki taki af mér. Sjálfsvígið var ekki aðeins tilhugsun um dauða, heldur veikt óp um hjálp. Að einhver myndi bjarga mér úr klóm dauðans, úr greipum örvæntingar og angistar. Ég hugleiddi leiðir til að deyja. Henda mér niður af Emp- ire State byggingunni? Nei, ég gat ekki hugsað mér slikan dauðdaga. Kaupa mér byssu og skjóta mig í hausinn? Nei, alltof sóðalegt, blóð- ugar heilaslettur út um alla íbúð. Taka svefnlyf? Já. Skera mig á púls? Já. Kvöld eitt læt ég heitt vatn renna í baðið. Ég skrúfa lokið af valíumglasinu, hvolfi úr innihaldinu á náttborðið, skelli í mig afganginum úr viskí- glasinu. Helli aftur í glasið. Ég er búin með hálfa flösku. Gott. Baðið er orðið fullt. Ég geng óstyrkum fótum fram á bað og skrúfa fyrir kranana. Heit gufan streymir upp úr karinu og móða sest á speglana. Ég geng aftur fram, tek töflurnar í lófann. Hvað skyldu þær vera margar? Þrjátíu? Fjörutíu? Fyrsti skammturinn fer upp í munninn. Skola þeim niður með viskíi. Helli aftur úr flöskunni í glasið. Geng með viskíflöskuna, glasið og pillurnar í hendinni inn á baðið. Sloppurinn fellur í gólfið. Ég stíg ofan í heitt baðið, finn hlýju vatnsins, halla mér með lágri stunu aftur í baðkerið. Gleypi afganginn af töflunum. Skola þeim niður með áfenginu." Heimurinn splundrast Foreldrar Maríu, Guðmundur Guðjónsson og Ragnheiður Hansen skipa sérstakan og óvenjulegan sess í bókinni. Samband Maríu við for- eldra sína var mjög náið og undir- straumarnir margræðnir. Hún ólst upp hjá þeim í síldarbænum Djúpu- vík á Ströndum sem markaði óaf- máanleg spor í huga hennar. Það voru henni erfið vistaskipti að flytja suður með foreldrum sínum þegar hún var ellefu ára en þá var rekstri síldarverksmiðjunnar hætt. í Reykjavík fékk hún að vita að upp- runi hennar væri annar en hún hafði haldið. í hléi á þrjúsýningu í Gamla bíói sló Kidda vinkona henn- ar fram fullyrðingu sem átti eftir að hafa mikil áhrif á líf Maríu: Að hún væri ekki dóttir foreldra sinna. „Ég fæ allt í einu nóg; bíósalurinn verð- ur yfirþyrmandi og íþyngjandi, loft- laus og ógnandi. Ég snýst á hæli án þess að kveðja og hleyp út. Ferskt loftið sker í lungun og ég hægi ferð- ina uns ég geng í hægðum mínum yfir Skólavörðuholtið. Tárin brjót- ast fram. Af hverju segir Kidda þetta stöðugt við mig? Er ég ekki dóttir pabba og mömmu? Ég er enn grátandi þegar ég kem að húsinu okkar í Út- hlíðinni. Ég vil ekki að mamma sjái mig brynna músum. Ég sest niður í kjallara- tröppurnar og bíð þess að ekkan- um linni og tárin þorni. Um síðir geng ég inn. Ég fer beint í herbergið mitt. Mig langar til að loka á eftir mér en það er óskrifuð regla að ég eigi ekki að loka að mér. Ég heyri mömmu fara fram að baðher- berginu. - Ert þetta þú, Maja mín? Fórstu ekki í bíó, elskan? Júúú, svara ég með sem- ingi. - Af hverju ertu komin heim svona snemma? Er eitthvað að? Mamma gengur aftur inn í hjónaherbergið og segir mér að koma og ræða við sig. Ég hengslast á eftir henni og sest á rúmstokkinn. Ég horfi á hana grátbólgnum augum: - Það er Kidda eina ferðina enn. Hún segir að ég sé ekki dóttir ykkar. Þögn. f þögninni er eitthvað sem ég vil ekki heyra. Loks seg- ir mamma hægt: - Hvað myndir þú segja, ef þú værir ekki dótt- ir okkar? - Mamma mín, ef svo væri, þá veit ég að ég er kom- in til bestu foreldra í heimi, svara ég með tárin í augunum. Mamma horfir alvarleg á mig. Segir loks: - Þú ert ekki fædd af okkur. Og heimurinn splundrast. í rústum veraldarinnar, innan um sprengjubrotin, komu spurning- arnar hver af annarri: Ef foreldrar mínir voru ekki foreldrar mínir, hvers vegna var ég þá hjá þeim? Og hver voru þau í raun og veru? Hver var mamma mín? Hver var pabbi minn? Af hverju hafði mér ekki verið sagt þetta fyrr? Hafði ég ekki alltaf verið alin upp með það að leiðar- ljósi að segja satt og rétt frá?“ Velkomin til raunveruleikans Eftir ævintýraleg fimmtán ár á toppnum fór að halla verulega und- an fæti hjá ofurfyrirsætunni Mariu Gudy sem prýtt hafði forsíður allra helstu tískublaða heims. í bókinni segir María ítarlega frá tómleikan- um og miskunnarleysinu sem við blasir þegar stundaglas fyrirsæt- unnar hefur runnið út: „Ég var óhamingjusöm og týnd. Líf mitt varð æ tilgangslausara. Mig langaði til að æpa. Æpa á hjálp. En ég kunni ekki að æpa. Þess í stað beit ég á jaxlinn og hélt áfram. At- vinnumanneskjan dró vagninn sinn eftir vegi tísku og auglýsinga, vagn sem hökti æ meir. Ég kastaði upp á morgnana. Hljóp upp í rauðum of- næmisflekkjum. Ég sá engan tilgang í að fara á fætur, mála á mig andlit, heimsækja hugsanlega viðskipta- vini eða stilla mér upp fyrir framan bjarta og heita lampana, reiðubúin að skapa nýja ímynd. Nýja ímynd? Það var engin ný ímynd eftir. í starfi mínu ríkti leiðinn einn. Ég fór að sleppa úr vinnu, afboða mig, hafna tilboðum. - Allt í lagi, sagði Eileen [Fordj. Ef þú ert þreytt á vinnunni, þá þú um það. En mundu að vinnan verð- ur fyrr þreytt á þér. Ef þú mætir ekki, hendir þú sjálfri þér sjálfkrafa út úr bransanum. Svo einfalt er það. Svo einfalt er það. Meðan þú ert stjarna á himni tís- kunnar, snúast allir í kringum þig. Þegar þú slokknar, oft á einni nóttu, er enginn eftir. Allir horfnir. „When you’re hot, you’re hot. When you’re not - you’re not,“ segja þeir í Amer- íku. Svo einfalt er það. Ég vissi, að tími minn var á þrot- um. Tímabil mitt sem toppfyrirsætu var liðið. Mín beið aðeins eitt: Færri tilboð, verr launuð vinna, verðlistaauglýsingar og annað hark og loks höfnun. En hvað tók við? Ég átti fáa vini sem ég gat trúað fyrir hugsunum mínum og rætt við um framtíðaráform mín. Flestir þeirra voru búsettir um víða veröld eða á eilifum þeytingi og ferðalögum. Ég vildi ekki íþyngja mömmu með áhyggjum mínum. Ég varð að taka ákvörðun um líf mitt sjálf. Sem þýddi að ég ýtti vandanum enn á undan mér. Samtímis hlóðst leiðinn og kvíðinn upp og varð að tíma- sprengju. Innst inni óttaðist ég venjulegt starf. Mér hraus hugur við að vinna frá níu tO fimm á föst- um stað allt árið um kring, kannski til dauðadags. Ég velti fyrir mér að flytjast heim til íslands. Segja lokið þessum kafla í lífi mínu erlendis og koma heim. En ég ýtti þeirri hugs- un jafnóðum frá mér. Mér fannst uppgjöf að flytjast heim til íslands. Ég var orðin svo vön lífinu erlendis, háð frjálsræði og flakki. Þótt ég elskaði ísland og liti á það sem heimaland mitt, var það of lítið fyr- ir mig, of þröngt. ísland gæti aldrei boðið mér upp á sambærilegt líf og ég hafði lifað erlendis. Ég vildi held- ur berjast áfram í útlöndum, skipta um atvinnu og viðhalda ytri lífs- gæðum. Ég var þrátt fyrir allt ekki reiðubúin að stíga út úr drauma- heiminum. Og rótleysið og óþolin- mæðin var enn í blóði mínu. Ég varð að hafa frelsi til að halda áfram. Halda áfram - eitthvert. Ég hafði svifið um í draumaheimi. Og nú var draumurinn að verða búinn. Þorði ég að vakna? - Nei. Ég var líka hrædd við að enginn vildi ráða mig í vinnu. Hvað gat ég? Án menntunar, án almennrar verk- kunnáttu og starfsreynslu? Ég, sem kunni bara að standa og sitja fyrir framan myndavélar? Hver vill ráða fyrrverandi ljósmyndafyrirsætu í starf? Hvernig átti ég að skríða út úr göngunum hálfum öðrum áratug eftir að ég fór inn í þau? Vinir mín- ir og jafnaldrar höfðu lokið námi fyrir löngu og komnir í fasta vinnu. Giftir, búnir að stofna heimili og eignast börn. Og hér stóð ég - í sömu sporum og fyrir fimmtán árum. Nema fimmtán árum eldri. - Velkomin til raunveruleikans María, sagði ég við sjálfa mig.“ i María kynntist fjölda karlmanna í París á sjöunda áratugnum en erilsamt fyrirsætustaríið bauð ekki upp á varanleg ástarsambönd. Hér er María með frönskum vini, Dany, í hófi í St. Tropez: „Hann var fágaður verksmiðjueigandi og heiðursmaður en ég elskaði hann ekki nóg til að giftast honum." Alll r ES3 904*1 700 Verð aðeins 39,90 mín. Q3 Dagskrá Sjónv. [§J Myndbandagagnrýni QQ Dagskrá St. 2 @ Dagskrá rásar 1 Myndbandalisti vikunnar - topp 20 Isl. listinn - topp 40 IjQ Tónlistargagnrýni IU Nýjustu myndböndin M Gerfihnattadagskrá SÍMflTDBG 904 '1 7 0 Ö
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.