Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1996, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996 Fréttir Sprengingin í Jerúsalem síðastliðinn sunnúdag þar sem 25 manns fórust: Missti af strætisvagninum og slapp við sprenginguna - fannst ég vera lasinn og lúrði því smástund, segir Snorri Guðjón Bergsson sagnfræðingur „Það er svo mikið í gangi hjá okkur um þessar mundir að við ákváðum að mæta klukkutímanum fyrr en vanalega á sunnudagsmorg- uninn. Kvöldið áður hafði ég farið nokkuð seint að sofa. Þegar ég svo vaknaði við klukkuna um morgun- inn leið mér eitthvað Ula. Ég var með höfuðverk og allur eitthvað ómögulegur þannig að ég ákvað að dorma áfram í rúminu. En svo varð ég skárri eftir smástund og dreif mig á fætur, fór í sturtu, rakaði mig og fékk mér svo smákaffisopa. En þá var ég líka búinn að missa af strætisvagninum og var orðinn of seinn i vinnuna. Fyrir bragðið slapp ég við spreng- inguna miklu þarna á sunnudags- morguninn. Ef ég hefði tekið stræt- isvagninn sem ég ætlaði að taka hefði ég verið að bíða eftir skipti- vagni á strætisvagnastöðinni á þeim tima sem sprengingin varð. Ég væri eflaust ekki að tala við þig núna hefði ég verið staddur þar á þeim tíma. Og það einkennilega við þetta er að eftir að ég var búinn að missa af vagninum þama um morg- uninn og kominn á fætur var ég ekkert lasinn lengur,“ sagði Snorri Guðjón Bergsson sagnfræðingur í samtali við DV en hann starfar um þessar mimdir í Jerúsalem. Hann sagði að vinnufélagar sinir, sem mættu á umtöluðum tíma þama um morguninn, hefðu orðið hræddir þegar hann kom ekki I vinnuna. Þeir höfðu heyrt um sprenginguna. „Þeir hringdu þegar í stað heim til mín til að gá hvort ég hefði farið með vagninum sem ég hefði átt að fara með og því lent í sprenging- unni eða væri bara heima. Þeir voru fegnir aö heyra í mér en ég fékk smááfall við að heyra um þetta og ákvað að vera kyrr heima,“ sagði Snorri. Hann sagðist vera um það bil klukkustund í vinnu með strætis- vögnum og alltaf fara um stöðina þar sem sprengingin varð og ef hon- um liggur á, skipta þar um vagn. Hann sagði að þegar hann svo fór síðar í vinnuna hefði strætisvagn- inn farið cillt aðra leið því búið var að girða svæðið af þar sem spreng- ingin varð. Snorri segir að óneitanlega hafi sér brugðið þegar hann gerði sér grein fyrir því hve litlu munaði að hann hefði verið þama staddur. „En segir ekki máltækið að ekki verði feigum forðað né ófeigum í hel komið,“ sagði Snorri Guðjón Bergs- son. -S.dór Nota varð klippur til að ná ökumanni og farþega úr bfl sem lent hafði í hörðum árekstri á mótum Lönguhlíðar og Há- teigsvegar síðdegis í gær. Kom slökkvilið lögreglu til aðstoðar við að ná fólkinu úr bílnum. Það mun þó ekki hafa verið alvarlega slasað. DV-mynd S Skart fyrir rúma milljón í tveimur innbrotum: mmm r o d d Er réttlætanlegtað leggja 4,6 rÁi ifCIIIC á milljarða í Hvalfjarðargöng? r U LIV OIN O 904-1600 y| Óskar Óskarsson, annar eigandi verslunarinnar Jón og Óskar.DV-mynd GS Þetta endar með rimlum fyrir gluggana - segir Óskar, eigandi skartgripaverslunarinnar Jón og Óskar „Þetta endar með því að við verð- um að setja rimla fyrir gluggana. Þá verður helsta verslunargata bæjar- ins ekki fogur á að líta. Við verðum einhvem veginn að reyna að verja okkur,“ segir Óskar Óskarsson, annar eigandi verslunarinnar Jón og Óskar, í samtali við DV. Tvö innbrot voru framin í skart- gripaverslunina Jón og Óskar á Laugavegi á tveimur dögum. Að- faranótt sunnudags var brotist inn í skartgripadeildina og þaðan stolið fimm hringum að verðmæti ein milljón króna. Aðfaranótt mánu- dags var aftur brotist inn en í þetta sinn í úradeildina. Þaðan hurfu fjögur úr, giftingarsett, auk trúlof- unarhringa, og tvö önnur úr að heildarverðmæti 200 þúsund. í fyrra skiptið er talið að sleggja hafi verið notuð en í úradeildinni var líklega notuð gangstéttarhella. „Mér skilst á lögreglunni að þama hafi dópistar verið á ferðinni og að þeir hafi verið ansi ruglaðir. Það er mjög líklegt að sömu aðilar hafi framið bæði innbrotin. Þessir menn, sem handteknir voru vegna innbrotsins, em náttúrlega bara grunaðir enn þá. Ég veit ekki hvar þetta endar og lögreglan er hætt að keyra niður Laugaveginn til að líta eftir búðunum eins og gert var í gamla daga,“ segir Óskar. -em Loðna allan sólarhringinn „Það gengur alveg Ijómandi vel hjá okkur, það er flskur til taks nánast ailan sólarhringinn. Það er 1 raun bara förmsatriði að lenda ekki í veseni. Við erum að fá svona 400 til 500 tonn í kasti,“ sagði Lárus Grímsson, skipstjóri á Júpiter, í samtali við DV í morgun. Loðnuskipið Júpiter er nú beint út af Grindavík og mokar nú upp loðnunni. Láms segir að stemningin sé góð um borð enda veðrið gott. Júpiter náði 1150 tonnum af loönu i kasti undir Dyrhólaey í síðustu viku. „Það hjálpar okkur mikið að veðrið er nú dásamlegt. Við erum á fullu að flokka og setja yfir í frystitogarana. Þeir em 3 eða 4 á eftir okkur, allir að fyllast af loðnu. Og ætli við ljúkum ekki að flokkd í dag.“ Skar sig í innbroti Tveir menn vom handteknir i nótt eftir að þeir höfðu brotist inn i þvottahús við Bergstaða- stræti. Höfðu þeir brotið rúðu og annar þeirra skar sig á hönd- um. Meiri skaða náðu þeir ekki að valda, hvorki á sjálfum sér né eigum á staðnum og vora báðir fluttir í fangageymslur. -GK Maðurinn sem fórst Maðurinn sem fórst i hús- brunanum á Árskógssandi að- faranótt sunnudagsins hét Bjami Höskuldsson. Hann var fæddur 3. október árið 1957 og bjó að Öldugötu 7 á Árskógss- andi. Hann var fráskilinn og lætur eftir sig þrjú böm. Nú er talið sannað að eldur- inn hafi kviknað út frá eldavél. Tvær íbúðir eyðilögðust í eldin- um. Snorri Guðjón Bergsson sagnfræð- ingur lúrði smástund og slapp við sprenginguna. Stuttar fréttir Stórgröði Alusuisse Álfyrirtækið Alusuisse í Sviss skilaði ríflega 20 milljarða króna hagnaði á síðasta ári. Samkvæmt RÚV mun það fjár- magna framkvæmdir í Straums- vík með eigin fé. Meiri sparnaöur Stjóm Sjúkrahúss Reykjavik- ur hefur ákveðið meiri sparnaö. Samkvæmt RÚV er um að ræða niðurskurð upp á um 40 milljón- ir króna. Marel eykur hagnað Hagnaður af rekstri Marels á síðasta ári nam um 56 milljón- um króna á síðasta ári, saman- borið við tæplega 15 milljóna króna hagnað árið 1994. 458 þúsund tonn Alls voru 458 þúsund tonn af loðnu komin á land í gær. Eftir er að veiða um 653 þúsund tonn. Afsögn í Samskipum Stjórnarformaöur Samskipa, Gunnar Jóhannsson, hefur sagt sig úr stjóm ásamt Jóni Pálma- syni í Hagkaupi. Samkvæmt Mbl. er ástæðan trúnaðarbrest- ur milli þeirra og Ólafs Ólafs- sonar, forstjóra Samskipa. Atiantsál úr sögunni? Kaiser Aluminium í Banda- ríkjunum hefur gert tilboð í Alumax álfyrirtækið, eitt þriggja fyrirtækja í Atlantsál- hópnum sem áformað hefur ál- ver á íslandi. Tíminn greindi frá þessu. Hitaþolnar örverur Genis, fyrirtæki á sviði líf- tækni, er að prófa tækni hér á landi í samráði við bandarískan aöila til að safna hitaþolnum neðanjarðarörvemm á allt að 2 þúsund metra dýpi. RÚV greindi frá þessu. Vestfirska hættir Vestfirska fréttablaðið á ísa- fn’ði kemur ekki lengur út eftir 20 ára útgáfu. Ritstjórinn, Hlyn- ur Þór Magnússon, er hættur störfum en nýtt blað, Vestri, hef- ur göngu sína í næstu viku.-bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.