Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1996, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1996, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 22. MARS 1996 31 v_________________________________________' ___________Fréttir Stjörnubló - Draumadísir: *★ Ekki er allt gull sem glóir Grár og nöturlegur veruleikinn gefur oft tilefni til dagdrauma og vinkonurnar tvær Steina og Styrja eru engar undantekningar í þeim efnum. í byrjun Draumadísa þegar Steina sér kærastann í fanginu á annarri stelpu þá gefur hún sér að ilmur karlmennsk- unnar sé lykt af leðri, viskí og vindlum og þessari lykt fylgja þær stöllur eftir þar til draumaprinsinn er fundinn. En draumur er draumur og veruleiki er veruleiki, þetta blandast illa saman eins og síðar kemur i ljós. Steina er mun skýrari persóna en Styrja, aðallega vegna þess að myndin er byggð upp í kringum viðhorf hennar til lífsins þar sem fjölskylduaðstæöur hafa haft mótunaráhrif. Veruleikinn er napur, móðirin einstæð drykkjukona, sem er alls ófær um að sjá fyr- ir fjölskyldunni, sem samanstendur af henni, Steinu og litlu systurinni, Guggu. Systurnar flýja raunveruleikann hvor á sinn hátt. Þeg- ar Steina finnur draumaprinsinn er hún ekk- ert að hika við heldur gerir leifturárás inn á heimili hans. Það vill svo til að Drauma- prinsinn er ósköp venjulegur smákarl í við- skiptum sem er með allt niðri um sig og ætl- ar að nota sér traust deyjandi vinar til að bjarga sér og fyrirtæki sínu. Sagan sem sögð er í Draumadísum hefði alveg eins getað verið sögð á dramatískan hátt því viðskiptahættir Gunnars og þá sér- staklega fjölskylduaðstæður heima hjá Stein- unni er varla nokkuð til að gera grín af, en leikstjórinn og handritshöfundurinn Ásdís Thoroddsen kýs að segja söguna á gaman- saman hátt þar sem húmorinn er oft nokkuð dökkur en þó meö léttu yfirbragði og það er myndin í raun öll. Það er viss ferskleiki yfir Steinu og Styrju, sem eru oftast eðlilegar tvítugar stelpur, en það má deila um hversu rökréttar athafnir þeirra eru í lokin. Styrja geldur þess nokkuð að vera ekki nógu skýr frá höfundar hendi, hún er stundum bæði vinur og óvinur og það er til að mynda galli að það er ekki einu orði minnst á hennar fjölskylduaðstæður. Silja Hauksdóttir og Ragnheiður Axel standa fyrir sínu, það örlar stundum á stirðleika en þeg- ar á heildina er litið þá er leikur þeirra góð- ur. Kvikmyndir Hilmar Karlsson Gunnar sem reynist enginn draumaprins og bókari hans Vala, sem þráir það eitt að komast yfir fyrirtækið eru yfirborðskenndar manneskjur sem gefa lítið frá sér og eru at- riðin þar sem þau tvö eru saman þau veiga- minnstu í myndinni. Baltasar Kormákur er eins og skapaður fyrir hvíta tjaldið og nær hann góðum tökum á persónunni. Ragnhild- ur Rúriksdóttir gerir vel úr því litla sem hún hefur úr að moða. Þær persónur sem aftur á móti skilja mest eftir sig eru Ragnheiður, móðirin drykkfellda og litla systirin Gugga, Margrét Ákadótir og Bergþóra Aradóttir stela senunni i hvert skipti sem þær birtast. Hin unga Bergþóra sýndi í Tár úr steini að hún hefur ótrúlega mikinn þroska sem leikkona og hér á hún hverja taug í áhorfendanum. Það má kannski segja að Margrét Ákadóttir geri Ragnheiði um of kómíska, en á móti kemur að hún er ákaflega eðlileg fyllibytta í öllum hreyfingum og töktum og þrátt fyrir kómískar uppákom- ur þá leyfir hún sér aldrei að fara út í hrein- an farsaleik sem er mjög skynsamlegt. Það vill svo til að öll útiatriði í Draumadís- um eru tekin um hávetur og það á einhveij- um versta vetri í manna minnum, veturinn í fyrra, þannig að útlit myndarinnar er nokk- uð kalt, sem er oft ekki til bóta, en leikstjórn Ásdísar er örugg og það er broddur í sögunni og samtöl oft snjöll. Öll tæknivinna er vel af hendi leyst, en enn einu sinni bregður hul- dufólki fyrir í íslenskri kvikmynd og satt besta að segja eru þessar óljósu verur sem af og til birtast til óþurftar, sagan stendur vel fyrir sínu án þeirra. Leikstjóri og handritshöfundur: Ásdís Thoroddsen. Kvikmyndataka: Halldór Gunnarsson, Hljóðupptaka: Siguröur Hr. Sigurðsson. Leikmynd: Þorvaldur Böðvar Jónsson. Búningar: María Valies. Klipping: Valdís Óskarsdóttir. Tónlist: Einar A. Melax. Aöallleikarar: Silja Hauksdóttir, Ragnheiður Axel, Baltasar Kormákur, margrét Akadótt- ir, Ragnhildur Rúriksdóttir og Magnús Ólafsson. Smáauglýsingar - Sími 550 5000 Þverholti 11 # Þjónusta Til þjónustu reiðubúinn! Tökum að okkur allt sem lýtur að málningar- vinnu. Áratugareynsla. Gerum tilboð þér að kostaðarlausu. Fag- og snyrti- mennska í hávegum. Sími 554 2804. Raflagnir, dyrasímaþjónusta. Tek að mér raflagnir, raftækjaviðg. og dyra- símaviðg. Visa/Euro. Löggiltur raf- virkjameistari. S. 553 9609 og 896 6025. , Hreingemingar B.G Teppa- og hreingerningaþjónustan. Djúphreinsun á teppum og húsgögn- um í heimahúsum, stigagöngum og fyrirtækjum. Einnig allar alm. hrein- gemingar, veggjaþrif og stórhrein- gemingar. Ódýr og góð þjónusta. Ath. sérstök vortilboð. S. 553 7626/896 2383. Garðyrkja Alhliða garðyrkjuþjónusta. Tijáklipp- ingar, vetrarúðun, húsdýraáb. og önnur vorverk. Halldór Guðfinnsson skrúðgarðyrkjum., s. 553 1623. Tilbygginga Mótaefni óskast, 1”x6” og 2”x4”, einnig óskast ódýr borðsög. Upplýsingar í síma 896 4616 eða 587 5156. & Vélar - verkfæri Standborvél, gírdrifin, með tvöfóldu plani, hjakksög, bandslípivél, punkt- suðuvél 7,5 kWa, Esab 250 AMP MIG- vél, Esab-transari, vals fyrir rör, vinnuborð og hillur ásamt fleira. Uppl. í símum 554 4332 og 587 3714. Ferðaþjónusta Runnar, Borgarfirði. Góð aðstaða fyrir fjölskyldumót og hópa, m.a. heitur pottur og gufubað. Næg tjaldstæði. Ferðaþj. Borgarf., s. 435 U85/-1262. Landbúnaður Óskum eftir að kaupa mjólkurkvóta, 50-100 þús. lítra, strax, góðar greiðslur. Syör sendist DV, merkt „K-5429. Úrvals kúahey til sölu, engin klaufdýr á bænum. Upplýsingar í síma 853 7065. 77/ sölu Amerísku heilsudýnurnar Listhúsinu Laugardal Simi: 581-2233 Ítikiö úrval af amerískum rúmgöflum. slensku, amerísku og kanadísku kirópraktorasamtökin setja nafn sitt við og mæla með Springwall Chiropractic. Betri dýna, betra bak. Svefh & heilsa, sími 581 2233. IDE BOX Þegar þú vilt sofa vel skaltu velja Ide Box, sænsku fjaðradýnumar. Margar stærðir. Mjúkar, millistífar eða harðar dýnur, allt eins og passar hveijum og einum. Yfirdýna fylgir öllum stærðum og verðið er hagstætt. Þúsundir íslendrnga hafa lagt leið sína til okkar og fundið réttu dýnuna með aðstoð sérhæfðs sölufólks. Idé Box fjaðradýnurnar fást aðeins í Húsgagnahöllinni, sími 587 1199. Úrval á næsta blaðsölustað Kamínur! Höfum til sölu ýmsar gerðir af kamínum. Framleiðum allar gerðir af reykröram, einnig þakkanta, þak- rennur, steypurör fyrir undirstöður, útsogsháfa og hvaðeina úr blikki og jámi. Blikksmiðjan Auðás ehf., Vest- urvör 21, Kóp., s. 564 1280. Kgl Verslun Str. 44-60. Nýjar vörur. Frábærar strets- buxur. Eldri vörur á ótrúlegu verði. Stóri listinn, Baldursg. 32, s. 562 2335. Jlgl Kerrur Kerruöxlar með eða án hemla Evrópustaðlaðir á mjög hagstæöu verði fyrir flestan burð. Mikið úrval hluta til kerrasmíða. Sendum um land allt. Góð og öragg þjónusta! Fjallabílar/Stál og stansar ehf., Vagnhöfða 7, 112 Rvk, sími 567 1412. / Varahlutir Jafnvægisstillt drifsköft Smíðum ný og gerum við allar gerðir Mikiö úrval af hjöruliðum, dragliöum, tvöföldum Uðum og varahlutum í drifsköft af öllumgerðum. í fyrsta skipti á íslandi leysum við titr- ingsvandamál í drifsköftum og véla- hlutum með jafhvægisstillingu. Þjónum öllu landinu, góð og öragg þjónusta. Fjallabflar/Stál og stansar ehf., Vagnhöfða 7,112 Rvk, s. 567 1412. 22.900 kr. Við jöfnum önnur tilboð ef þau era lægri. Léttar og nettar bresk- ar fólksbflakerrur úr galvaniseraðu stáli. Stærð 120x85x30 sm. Eigin gngd aðeins 50 kg. Burðargeta 250 . Ljós og glitaugu fylgja. Verð: amsett kerra, 22.900, afborgunar- verð 25.444, yfirbreiðslur með festing- um, 2.900 stgr. Samsetning 1.900. Visa/Euro raðgreiðslur. Póstsendum. Nýibær ehf., Álfaskeiði 40, Hafnarf. (heimahús, Halldór og Guðlaug). Vinsamlega hringið áður en þið komið. Sími 565 5484 og 565 1934. Frábært verö. Eigum uppgerða fram- drifsöxla í flestar gerðir jeppa og fram- drifsbfla, t.d. GM, Chrysler, Subaru o.fl. Mjög hagstætt verð. Þeir öxlar sem ekki era á lager era hraðpantaðir án aukagj. Útv. uppgerðar stýris- maskínur á hagst. verði og eigum fyr- irliggjandi vacuumdælur og membrur í flesta dísilbfla. Tökum gömlu hlutina sem greiðslu upp í nýja. Bflabúð Rabba, Bfldshöfða 16, s. 567 1650. Úrval á næsta blaðsölustað ^VARAHLUTAVERSLUNIN BRAUTARHOLTI 16 • 105 REVKJAVÍK Vélavarahlutir, vélahlutir, vélar. • Original vélavarahl. ,í miklu úrvali í vélar frá Evrópu, USÁ og Japan, s.s. Benz, Scania, Volvo, BMW, VW, Ford, Lada, Opel, Fiat, GM, Peugeot, AMC, MMC, Toyota, Mazda o.m.fl. • Vélavarahlutir ffá viðurkenndum ffamleiðendum. Það margborgar sig að kaupa gæðavöra á hagstæðu verði. • Yfir 40 ára reynsla á markaðnum. • Sér- og hraðpöntunarþjónusta. • Upplýsingar í síma 562 2104. M Bilaleiga Bílaleiga Gullvíðis. jeppar og fólksbílar á góðu verði. Á daggjaldi án km- gjalds eða m/innif. 100 km á dag. Þitt er valið! 896 3862,896 6047 og 554 3811. Tilboö: 118.575 stgr. i L. VAGNHOFÐA 23 • SlMI 587-0-507

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.