Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1996, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1996, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1996 37 Málverk eftir Inger Sitter í Hafn- arborg. Frjálsar og lýrískar afstrakt- myndir Tvær norskar listakonur sýna verk sín þessa dagana í Hafnar- borg, Inger Sitter og Ive Hagen. Inger Sitter bjó lengi í Frakk- landi og á Ítalíu en í París tók Sitter þátt í mótun afstraktstefn- unnar í málaralist og sýndi til aö mynda reglubundið með Rea- lité Nouvelles hópnum. Undir lok sjötta áratugarins yfirgaf Sýningar hún hreinflatarstefnuna og fór að mála frjálsari og lýrískari af- straktmyndir undir sterkum landslagsáhrifum. Ive Hagen hefur haldið fjölda sýninga, bæði í Noregi og er- lendis, m.a. annars tók hún þátt í Northern Líghts sýningunni, sem sett var upp í Minneapolis, og stórsýningunni Woman Lights up the Night í Berlín fyr- ir tveimur árum. Hún hefur ein- beitt sér að textíllist þótt sum verk hennar hafi tekið á sig þrí- víddarform. Tékknesk list í Ganginum Tékkneskur listamaður, An- tonín Strizek, sýnir í Gangin- um, Rekagranda 8, málverk og olíupastelmyndir og stendur sýningin út maímánuð. Strizek býr í Prag en myndir hans eru sýndar víða bæði á einkasýning- um og samsýningum og myndir eftir hann eru í eigu safna í Evr- ópu. Málþing um afstraktlist í tengslum við sýningu norsku listakonunnar Inger Sitt- er í Hafnarborg er boðið til mál- þings á morgun frá kl. 10.00-16.00. Viðfangsefni mál- þingsins er staða afstraktsmál- verksins á okkar dögum. Samkomur Félag ekkjufólks og fráskilinna Fundur verður í Templara- höllinni í kvöld kl. 20:30. Nýir félagar velkomnir. Rafveituvirkj af élag íslands Aðalfundur félagsins verður haldinn í dag kl. 17.00 í félags- miðstöð rafiðnaðarmanna að Háaleitisbraut 68 í Reykjavík. Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun. Lagt af stað frá Gjá- bakka, Fannborg 8, kl. 10.00. Næturgalinn: Kántrístemning Kántrídansinn á auknum vin- sældum að fagna hér á landi eftir að farið var að kenna hann á nám- skeiðum. Þeir sem hafa lagt það á sig að læra dansinn ættu að geta fengið tónlist til að svala þörfum sínum í Næturgalanum um helg- ina en þar verður í kvöld og ann- að kvöld leitast við að halda uppi kántrístemingu. Skemmtanir Það er hljómsveitin Útlagar sem leikur á Næturgalanum þessi tvö kvöld og verður kántrítónlistin í fyrirrúmi og mörg þekkt lög úr þessum geira danstónlistar spiluð og sungin fyrir gesti staðarins. Þó áhersla sé lögð á kántrítónlistina fær önnur danstónlist að njóta sín einnig. Næturgalinn hefur áður haldið kántríkvöld, síðast 30. apríl og heppnaðist það mjög vel. Utlagar leika fyrir dansi í Næturgalanum í kvöld og annað kvöld og verð- ur kántrítónlistin í hávegum höfð. Vegir blautir og viðkvæmir Góð færð er á þjóðvegum landsins en margar leiðir eru viðkvæmar fyrir umferð og víða eru hámarks- takmarkanir á öxulþunga þar sem vegir eru blautir og viðkvæmir. Á Norðausturlandi er hámarksöxul- þyngd 7 tonn yfir allar heiðar og á Færð á vegum Austurlandi er einnig víða tak- mörkun þyndgar. Vegavinnuflokkar eru að vinna við nokkrar leiðir, má nefna að á leiðinni Reykjavík-Akureyri er ver- ið að lagfæra leiðina Reykja- vík-Hvalfjörður og Varma- hlíð-Norðurárdalur þar sem aur- skriður hafa fallið. Einnig er verið að lagfæra vegi á Vestfjörðum, í Ós- hlíð og á leiðinni Botn-Súðavík. Ástand vega E] Hálka og snjór 0 Vegavinna-aðgát @ Öxulþungatakmarkanir Q>) LokaðrSt°ÖU ® Þungfært 0 Fært fjallabílum Sonur Ragnheiðar og Péturs Litli drengurinn á myndinni fæddist á fæöingardeild Landspítal- ans 5. maí kl. 23.25. Þegar hann var Barn dagsins vigtaður eftir fæðinguna reyndist hann vera 3095 grömm að þyngd og mældist 50 sentímetra langur. For- eldrar hans eru Ragnheiður E. Þor- steinsdóttir og Pétur Már Ólafsson og er hann fyrsta bam þeirra. Listakonan Annie (Demi Moore) fær að heyra frá Kennaranum (Alec Baldwin) hver hann sé í rauninni. Kviðdómandinn Stjörnubíó frumsýndi um síð- ustu helgi Kviðdómandann (The Juror). Myndin fjallar um Annie Laird, móður og listamann, sem er skipaður kviðdómandi í stóru réttarhandi yfir mafíuforingjan- um Boffano. Annie telur að með þessu geri hún samfélaginu gagn. Það sem hún veit ekki er að hún hefur verið valin úr tólf manna hópi kviðdómenda af sér- stökum liðsmanni mafíunnar, sem gengur undir nafninu Kenn- arinn, og er ætlun hans að beita sér fyrir því að Annie dæmi Boffano saklausan. Til þess beit- ir hann sálfræðihernaði, þykist vera listaverkakaupandi„sem kaupir af henni fjöldanrraílan af Kvikmýndir listaverkum og heillar Annie um leið upp úr skónum. Hún telur sig hafa fundið draumaprinsinn en draumurinn verður fljótt að martröð þegar hún kemst að sannleikanum. Demi Moore og Alec Baldwin leika aðalhlutverkin en aðrir leikarar eru Tony Lo Bianco, James Gandolfini og Lindsay Crouse. Leikstjóri er Brian Gib- son. Nýjar myndir Háskólabíó:Sölumennirnir Laugarásbíó: Bráðabani Saga-bíó: Powder Bióhöllin: Last Dance Bíóborgin: Dead Presidents Regnboginn: Endurreisn Stjörnubíó: Kviðdómandinn Gengið Almennt gengi LÍ nr. 93 10. maí 1996 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollgenai Dollar 66,720 K 67,060 66,630 Pund 101,710 102,230 101,060 Kan. dollar 48,810 49,110 48,890 Dönsk kr. 11,3770 11,4370 11,6250 Norsk kr. 10,2150 10,2710 10,3260 Sænsk kr. 9,8670 9,9210 9,9790 Fi. mark 14,1690 14,2530 14,3190 Fra. franki 12,9610 13,0350 13,1530 Belg. franki 2,1362 2,1490 2,1854 Sviss. franki 54,8600 54,1600 55,5700 Holl. gyllini 39,8900 39,5200 40,1300 Þýskt mark 43,9300 44,1600 44,8700 it. lira 0,04278 0,04304 0,04226 Aust. sch. 6,2430 6,2820 6,3850 Port. escudo 0,4265 0,4291 0,4346 Spá. peseti 0,5251 0,5283 0,5340 Jap. yen 0,63620 0,64000 0,62540 írskt pund 104,950 105,600 104,310 SDR/t 96,89000 97,47000 97,15000 ECU/t 82,4700 82,9600 83,3800 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270 Krossgátan i X 2 11 s L 4 8 I )0 rr l'J rr- Us> 7T\ w FT io 1 7i zT Í3 W Lárétt: 1 óstöðuga, 6 heimili, 8 aur, 9 svefn, 10 málmurinn, 11 sting- ur, 13 lögun, 14 spyr, 16 handsama, 18 hæð, 19 glöð, 20 laupur, 21 þreyta. Lóðrétt: 1 flík, 2 kvölds, 3 lána, 4 málsins, 5 lengdarmál, 6 eftirrétt, 7 mælirinn, 12 röski, 15 dans, 17 lát- bragð, 18 fljótum. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 sænskan, 7 eggja, 9 sú, 10 gil, 11 afar, 13 grút, 14 snæ, 15 urr, 17 nánd, 19 rúnir, 20 ká, 21 smaragð. Lóðrétt: 1 seggur, 2 Ægir, 3 sjatn- ir, 4 kaf, 5 asann, 6 nú, 8 glúma, 12 ræ, 14 sára, 11 rúm, 18 dáð, 20 kg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.