Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1996, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1996 Menning________ Kissin fer á kostum Stundum segjast menn fara á tónleika til þess aö sækja sér and- lega næringu, án þess að alltaf sé ljóst við hvað er átt. Þeir sem fóru á tónleika píanóleikarans Evgenys Kissins sl. laugardag og komu heim aftur glaðari og betri menn vita hins vegar áreiðanlega hvað í setningunni felst. Að heyra göfuga tónlist flutta af snilld sambæri- legri þeirri sem í verkunum sjálf- um er að finna er áhrifarík reynsla og betur til þess fallin en flest annað að lyfta mönnum upp yflr gráma hversdagslífsins. Tónleikar Kissins voru á vegum Listahátíðar í Reykjavík 1996. Á efnisskrá hans voru Chaconna J.S. Bachs í útsetningu Busonis fyrir píanó, Tunglskinssónata Beetho- vens, Fantasía op. 49 eftir Chopin og tilbrigði Brahms um stef Paganinis. Það er í sjálfu sér ekki sérstakt nýnæmi fyrir tónlist- arunnendur að hitta fyrir pianó- snillinga sem hafa í hendi sér öll erfiðustu tæknibrögð hljómborðs- ins eins og leikur einn sé, kunna fjölröddunarspi! þar sem hver rödd hefur sinn lit og sinn styrk og ásláttargaldur sem veldur því að gömul velþekkt hljóðfæri vakna eins og af dvala og hljóma eins og þau séu orðin græn aftur. Allt þetta kann Evgeny Kissin að sjálf- sögðu. Það sem gerir hann sér- stakan meðal snillinganna eru hinir óvenjulegu og skapandi túlk- unarhæfileikar sem hann hefur i ríkum mæli. Það þarf ekki lítið til að spila húsganginn, Tunglskin- sónötuna, eins og Beethoven hafi samið hana í gær. Chaconnan fyrir einleiksfiðlu er eitt þeirra fáu tónverka sem eru eins og hluti af náttúrulögmálun- um. Manni virðist sem hún hljóti að hafa legið fullkomin úti í ómæl- isvíddunum þar til gamli Bach fann hana og skrifaði niður. Það er hæpið og nánast ögrandi að taka slíkt verk og gefa því nýjan búning. í flutn- ---------------- ingi Kissins fékk umskrift Busonis hins vegar annað gildi. í stað þess að vera endu- rómur af frum- ‘ gerðinni hljómaði það sem nýtt og sjálfstætt verk. Fantasíu Chopins lék Kissin eins og sá sem valdið hefur. Svona á að spila Chopin. Ef til vill voru Tilbrigði Bhrams við stef Paganinis erfiðasta viðfangs- efni píanóleikarans á þessum tón- leikum. Formið er kassalaga og einhæft og stefið dægurlagakennt. Tónlist FinnurTorfi Stefánsson Evgeny Kissin var vel tekið að loknum tónleikunum í Háskólabíói á laugardag og ætlaði fagnaðar- látum aldrei að linna. DV-mynd Hari "7 Kissin tókst þó að halda lífi í þessu.-með frábærlega litríkum leik. Svo óheppilega vildi til að still- ________________ ing píanósins tók aö spillast er leið á tónleikana og falskir tónar létu stundum óþægi- lega hátt við ---------------- slagið. Ekki varð þess þó vart að píanóleikarinn léti það trufla einbeitingu sína og ekki kom þetta í veg fyrir að hann léki nokkur aukalög með sama glæsi- brag og hin fyrri verk. Undirtektir áheyrenda voru honum vonandi nokkur sárabót fyrir óknytti hljóð- færisins, svo einlægar og þakklát- ar sem þær voru. DV |#% III/ m VM 9% II „„„ nviviifi i iiiwSIMI 9 0 4 - 5 0 0 0 Verð aðeins 39,90 mín. Þú þarft aðeins eitt símtai í Kvikmyndasíma DV til að fá upplýsingar um allar sýningar kvikmyndahúsanna t IQEZl KVlKMYNDAsáf# 904-5000 DV Sjálfsprottin náttúra - Svavar Guönason í Listasafni ASÍ Fyrsta sýningin í nýjum húsakynnum Listasafns ASÍ í Ásmundarsal er á verkum Svavars Guðnasonar í eigu safnsins. Er það vel til fundið að halda sýningu á verkum Svavars á listahátíð þar sem hann telst óumdeilanlega hvað þekktastur hérlendra listamanna. Svavar tók þátt í sýningum hins alþjóðlega COBRA- hóps er hann bjó í Danmörku á árunum 1935-1951 og var síðar nokkrum sinnum boðið að taka þátt í Grönn- ingen-sýningum í Danmörku, er þótti mikil viður- kenning. Verk Svavars eru til i öllum helstu söfnum í Danmörku og mörgum einkasöfnum í Evrópu er sér- hæfa sig í list COBRA-manna. Hér á landi eru verk hans einnig til í helstu söfnum, flest í Listasafni ís- lands, en í Listasafni ASÍ er til stofngjöf Ragnars í Smára, sem inniheldur öndvegisverk á borð við Föns- un frá 1943, er var á fyrstu sýningu Svavars hér á landi árið 1945, Hágöngur (einnig nefnt Fjalla-Eyvind- ur) frá 1947 og Einræðisherrann frá 1949. Fyrir tveim- ur árum færði Ásta Eiríksdóttir, ekkja Svavars, safn- inu svo að gjöf fjölda verka, bæði oliumálverk og vatnslitamyndir, einkum frá þvi eftir 1960. Þessar tvær listaverkagjafir mynda þá sýningu sem nú stend- ur yfir í Listasafni ASÍ. Hrynjandi náttúrunnar Svavar Guðnason telst frumkvöðull í abstraktlist og fylgdi þeirri stefnu alla tíð. En þó svo að verk hans eigi að heita óhlutbundin eru þau í nánum tengslum við náttúruna og hrynjandi frumkraftanna. Á þeim tíma sem Svavar kynntist listamönn- unum sem mynduðu Höstgruppen og síðar COBRA voru að myndast tvær fylkingar framúrstefnulistamanna er L' aðhylltust súrrealisma og kúbisma. Önnur fylkingin aðhylltist klassiskt myndmál vakið af dulvitundinni, hin stefndi að sjálfsprottinni túlkun er birtist í táknsæi og abstraktexpressjón- isma. Svavar tók síðari kóssinn og svo virðist sem samspil andstæðra afla i náttúrunni á heimaslóðum hans á Höfn í Homafirði hafi frá upphafi verið kjarni listar hans. Hrynjandi náttúrunnar sem líður í gegnum myndflötinn eða brýst fram með sprengikrafti er túlk- uð á þann hátt í verkum Svavars að nær stendur is- lenskri náttúru en mörg natúralísk landslagsverk gömlu meistaranna. Lágvær og logntær vatnslitaverk Verkin á sýningunni í Listasafni ASÍ eru sextán talsins, sjö oliumálverk á striga, sjö vatnslitamyndir á Hágöngur, eitt olíumálverka Svavars Guðnasonar, málað árið 1947. pappír, ein pastelmynd á masónít og ein pastel- og olíumynd. Myndimar eru dréifðar um allt húsið og hefur það bæði kosti og galla. Kostimir era fyrst og fremst þeir að fólki gefst færi á að skoða nýuppgerð salarkynnin og að húsið er nýtt betur en áður til sýningarhalds. Galli er hins vegar að salir eru lítt lýst- ir á neðri hæð og enn vantar eitthvað á að húsnæðið sé þar fullbúið þannig að henti til sýningarhalds. Mörg verkanna eru ekki tímasett, en hæglega hefði mátt áætla tíma- setningu til að auðvelda gestum að setja sig inn í þró- un listar Svavars. Hér er þó sýnilega ekki verið að freista þess að gefa yfirlitsmynd af ferli listamannsins, heldur öllu fremur innsýn í listaverkagjafir er safninu hafa borist. Hápunktar sýningarinnar eru fyrrnefnd verk úr gjöf Ragnars í Smára, Einræðisherrann og Há- göngur. Vatnslitaverkin eru lágværari og logntærari og hefðu notið sín betur á sérstakri sýningu á vatns- litaverkum þessa ljóðræna myndskálds. IVEyndlist Úlafur J. Engilbertsson Dauðinn í íslenskum veruleika - sýningar á Mokka og á Sjónarhóli Tvær ljósmyndasýningar tengdar dauðanum standa nú yfir í tengslum við Listahátíð í Reykjavík og hefur Hannes Sigurðsson listfræðingur umsjón með þeim báðum. Á Sjónarhóli á Hverfisgötu 12 er sýning á ljós- myndum hins umdeilda listamanns Andres Serrano sem teknar voru í líkhúsi og í Mokka á Skólavörðu- stig er sýning á stækkuðum gömlum ljósmyndum úr Þjóðminjasafninu af látnum íslendingum, teknar af fjölda ljósmyndara. Segja má að dauðinn sé hálfgert banr.orð í vestrænum samfélögum þar sem allt beinist að því að hampa og viðhalda æskuljómanum. Dauðinn er einfaldlega ekki nógu góð söluvara, þó samantekt Hannesar Sigurðssonar á útfararkostnaði sýni að visu fram á að útfarariðnaðurinn skili bærilega af sér! Eitt sinn skal hver deyja í bók er fylgir sýningunum úr hlaði og inniheldur greinar fjölda fræðimanna á 182 blaðsíðum, er allítarleg úttekt Sigur- jóns Baldurs Hafsteinssonar, sem jafn- L j framt ritstýrir bókinni, á þeim sið að taka ljósmyndir af látnum ástvinum. Þessi siður mun hafa tíðkast hér á landi frá því nokkru fyrir aldamótin síðustu og voru ljósmyndir af látnum þá nánast eingöngu teknar af atvinnuljósmyndur- um. Eftir aldamót fjölgaði slíkum myndatökum til mikilla muna og er h á t íð í R e v k i a v í k Barnslík í kistu. Mynd í eigu Þjóðminjasafns, tekin í Reykjavík í kringum 1925. nítjándu aldar myndir af látnu fólki sem lítur út fyrir að vera sofandi í rúmi sínu eða seinni tíma myndir af fólki í yO skreyttri kistu. Jarðarfararmyndir eru og nokkrar, en þær eru algengastar í seinni tíð. Samantekt á útfararkostnaði blasir við á sýningunni í stað verðskrár og vekur ugglaust einkennilega kennd hjá mörgum gestinum, ekki síður en sú Olafur J. Enailbertsson ákvörðun að stiUa upp myndum af látn- _____________H___________ um við salernin niðri, sem jaðrar við Myndlist mest um þær fram að seinna stríði. Eftir stríð hefur þeim fækkað umtalsvert, enda hefur þjóðfélagið breyst í samfélag sérfræðinga og stofnana sem sjá um að afgreiða snyrtilega allt sem að dauðanum snýr þannig að lífið geti brosað sem breiðast við lifendum. í bókinni er og mikill fróðleikur tengdur dauðanum, m.a. viðtal við líksnyrti sem upplýsir að nám við sína grein geti tekið sjö ár og skiptist fagurfræðilega eftir stefnum í glamúr og natúrel! Gálgahúmor? Sýningin á Mokka er innrömmuð við hæfi með svörtu klæði. Þar blasir við fyrir enda allsérstæð og lýsandi fiölskyldumynd eftir Loft Guðmundsson þar sem látinn fiölskyldufaðir er viðstaddur myndatökuna sem ljósmynd á borði. ívar Brynjólfsson hjá Þjóð- minjasafninu hefur séð um að stækka upp myndirnar á sýningunni. Aðrar myndir eru flestar hefðbundnar mexíkanskan gálgahúmor. Dauðinn í nánd og firrð Á Sjónarhóli er fólki innan átján ára ekki heimill aðgangur, enda eru myndir Andresar Serranos frem- ur óhugnanlegar. Flestar eru þær teknar í líkhúsi af fólki sem hefur ýmist drukknað, verið stungið til bana eða brennst. Inn á milli eru myndir af kirkjunnar þjónum, þeim föður Frank og systur Bozemu annarri. Flennistærð myndanna eykur enn á nálægð dauðans, en gerir hann um leið einkennilega fiarlægan með því að viöfangsefnið fer að líkjast landslagi í svo mikilli stærð og nánd. Framkvæmd þessi, sem mun innihalda fleiri uppákomur svo sem tónleika og götúleikhús, er vissulega brýnt innlegg I siðgæðisumræðu dagsins í dag sem beinist m.a. að því hvort ofbeldi í kvikmynd- um og óvægin fréttamennska séu að deyfa skilningar- vit æskunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.