Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1996, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ1996 Spurningin Hvað finnst þér skemmti- legast að elda? Kristrún Halla Helgadóttir há- skólanemi: Pasta, það er svo auð- velt. Árni Júlíusson þjónn: Ég elda aldrei því ég vinn á hóteli. Kristín Jóhannesdóttir húsmóð- ir: Hænur, það er í uppáhaldi hjá barnabaminu. Halldór Guðmundsson: Humar og ýmsa sjávarrétti. Guðmundur Oddur Magnússon, teiknari: Baunasúpu. Vala Margrét Grétarsdóttir: Mér bara finnst ekkert gaman að elda. Lesendur Gildi skoðana- kannana Jens P.K. Jensen skrifar: Þeir kjósendur sem ætla að kjósa frambjóðenda, er fyrirsjáanlega mun lenda i einu af þremur neðstu sætun- um- viku til tveimur dögum fyrir kjördag (samkvæmt könnunum), geta ályktað sem svo að atkvæði þeirra komi ekki til meö hafa áhrif á niðurstöðu kosninganna. Þessi full- yrðing á þó einungis við þegar fylg- ismunur tveggja efstu forsetaefn- anna og hinna er mikill, eins og nú virðist ætla að verða raunin á. Reynslan frá síðustu kosningum sýnir (sjá DV 11.06. sl.) að því nær sem dregur kjördegi þeim mun ná- kvæmari eru niðurstöður skoðana- kannana. Svo nákvæmar að kjósend- ur geta með réttu tekið þær gildar. Þessir kjósendur, stuðningsmenn Ástþórs, Guðrúnar A. og Guðrúnar P., verða því að gera upp við sig hvorn af tveimur efstu frambjóðend- unum þeir vilja, sem forseta, vilji þeir í raun hafa áhrif á hver verður kosinn. Valið stendur þannig séð ekki milli allra frambjóðendanna, heldur einungis milli þeirra tveggja efstu. Nái minn maður, valkostur A, ekki að blanda sér í toppbaráttuna á síðustu dögunum fyrir kjördag verð ég að kjósa annan af liklegum sigur- vegurunum vilji ég hafa bein áhrif með atkvæði mínu. Stuðningsmenn Ástþórs, Guðrúnar A. og Guðrúnar P. myndu því samkvæmt þessu verða að ákveða hvorn þeir vildu heldur, sem valkost B, Ólaf Ragnar eða Pétur. Bregðist þessir kjósendur svona við má fastlega gera ráð fyrir því að næsti forseti íslands verði kosinn með hreinum meirihluta. Þá má einnig líta þannig á málið að ein- ungis þessi hópur kjósenda, þ.e. nú- verandi stuðningsmenn Ástþórs, Guðrúnar A. og Guðrúnar P., komi til með að geta breytt niðurstöðu kosninganna þann 29. júní nk., frá því, sem skoðanakannanir sýna nú. Haldi þeir sig hins vegar við „sína frambjóðendur" er næsta víst að nið- urstaða kosninganna er þegar ráðin og þá með þeirra samþykki. Það út af fyrir sig er líka ákveðin afstaða. Þetta sýnir að núverandi kosning- afyrirkomulag þvingar okkur til að taka skoðanakannanir með í reikn- inginn. Þær öðlast því mun meira gildi en ella, og e.t.v. meira en æski- legt er væri kosið í tveimur umferð- um. Skoðanakannanir fyrir forseta- kosningar á íslandi koma þannig að nokkru leyti í stað fyrri umferðar kosninga eins og tiðkast i öðrum löndum. Engu að síður búum við ís- lendingar við þessa staðreynd en get- um með þessum hætti „aðlagað" okkur að kosningakerfinu. „Valið stendur þannig séð ekki milli allra frambjóðendanna, heldur einungis milli þeirra tveggja efstu,“ að mati bréf- ritara. Nýstárleg aðferð Soffía Bjömsdóttir skrifar: Það er sagt um sérlega óskamm- feilna menn að þeir séu reiðubúnir til að selja ömmu sína til að ná fram sínu. Líklega hefur engum dottið í hug að menn geti veriö svo bíræfn- ir að hægt væri að segja um þá að þeir væru tilbúnir að selja mömmu sína. Þetta datt mér þó í hug þegar Ólafur Ragnar útskýrði hvers vegna hann tryði á guð. Dró hann veikindi móður sinnar, er hann var ungur, fram til að sýna fram á trú sína. Þetta gerði hann fyrst í sjónvarps- þætti. Ekki hefur honum fundist nóg að slá fram óskilgreindum veik- indunum því í útvarpsþætti á Bylgj- unni tók hann til við nánari lýsing- ar. Hvemig móðir hans hefði verið hoggin vegna berklanna, lýsingar af honum sjálfum við dánarbeðið o.s.frv. Ég á ekki orð til að lýsa hneyksl- an minni á svona kosningabaráttu. Annars vegar vegna þess að ég hef ekki heyrt að annað kristið fólk út- skýri af hveiju það trúi. Ég tii dæm- is trúi bara. Hins vegar að draga látna móður sína í sölumennsku framboðs síns er óneitanlega ný- stárleg aðferð en ekki að mínu skapi. Leitið, lesið og þér munuð finna Svandís Ásta Jónsdóttir skrifar: Nú um nokkurt skeið hef ég ver- ið að fylgjast með forsetaframbjóð- endunum. Þar finnst mér Ástþór Magnússon skara fram úr. Ég hef lesið bókina Virkjum Bessastaði. Ástþór kemur þar fram með mjög merkilegt rit sem er mjög heillandi lesning. Bókin vekur upp margar spurningar um það hvert við stefnum. Ég sem lítil mannvera get byrjað á að kjósa hann og reynt að fá aðra til að gera slíkt hið sama. þjónusta í síma 5000 ikl. 14 og 16 „Astþór Magnússon hefur sýnt mér og sannað að hann er verðugur maður sem fer eftir sinni sannfæringu í einu og öllu,“ segir bréfritari m.a. Hafið þið, kæru lesendur, lesið bækurnar Virkjum Bessastaði, Hin mikla arfleifð íslands eftir Adam Rutherfors, Spádómarnir miklu og Framtíðarsýnir sjáenda sem eru þýðingar Guðmundar S. Jónassonar á ritum Nostradamusar og öðrum merkilegum spádómum annarra sjáenda? Einnig má telja rit Edgars Cayce, Svo uppsker maðurinn sem hann sáir og Dálestrar á Jesú Kristi, og Opinberunarbók Jóhann- esar. Eftir lestur minn á þessum stór- merkilegu ritum trúi ég að við ís- lendingar þurfum að efla hugsjónir okkar afar mikið. Þess vegna þurfum við sterkan og hugrakkan þjóðarleiðtoga sem getur leitt okkur inn á nýjar brautir. Atvinnuleysið mest í Reykjavík Jónína skrifár: Samkvæmt fréttum í fjölmiðl- um hefur atvinnuleysið minnk- að meira úti á landi en hér á höf- uðborgarsvæðinu. Ég þekki tals- vert af atvinnulausu fólki hér. Það er flest fjölskyldufólk og kannski er maki þess í vinnu hér. Ekki getur þetta fólk farið út á land þó að þar bjóðist vinna. Stundum heyrist nefnilega sagt að fólki hér sé ekki vorkunn ef þaö er atvinnulaust þar sem vinnu sé að hafa í fiski úti á landi. Hvað verður um fjölskyld- una ef annað foreldri til dæmis fer út á land að vinna? Oft á tíðum er þessi vinna líka ótrygg og tímabundin þannig að það er mikil áhætta að flytjast búferlum með flölskylduna vegna hennar. Gullleit á íslandi Aðalsteinn Jónsson skrifar: Ég hef fylgst með fréttum af fyrirhugaðri gullleit á íslandi. Einhvex-ra hluta vegna er ég ekki bjartsýnn á það ævintýri. Ég man eftir þegar leitað var hvað ákafast að gullskipi á Skeiðarársandi. Einhvem veginn hef ég á til- finningunni að lítið firmist af gullinu. Bei’gið hér á landi er fremiu’ ungt og eftir því sem ég hef heyrt er helst að gull finnist í gömlu bergi. Spennandi kosninganótt Guðríður hringdi: Samkvæmt skoðanakönnun- um minnkar það forskot sem Ólafur Ragnar Grímsson hefur haft á aðra frambjóðendur í slagnum um forsetastólinn. Ég hef á tilfinningunni að stuðn- ingsmenn Pétms Kr. Hafstein séu að ná ái’angri í því að koma í veg fyrir að Ólafur Ragnar nái kjöri. Þessi þróun gæti orðið til þess að við fengjum spennandi kosn- inganótt. Það er miklu skemmti- legra en ef úrslitin eru vituð fyr- ir fram. Brú yfir Elliðavoginn Ásta Sigurðardóttir hringdi: Nú er verið að breikka vegiim í Ártúnsbrekkunni og er ekkert nema gott um það að segja svo langt sem það nær. Mín skoðun er samt sú að betra hefði verið að byija á að gera brú yfir El- liðavoginn. Siðan hefði þurft að leggja hraðbraut með sjónum, að minnsta kosti upp að Þingvalla- vegi. Nú er orðið erfitt um vik meö þá framkvæmd þar sem búið er að skipulegga íbúðar- byggð alveg niður að sjó neðan við Korpúlfsstaði. Fólk ótrúlega fljótt að gleyma Ágústa hringdi: Ég hef verið að fylgjast með skoðanakönnunum þeim sem birst hafa undanfarið um fylgi forsetaframbjóðendanna. Mér finnst alveg ótrúlegt hve fólk er fljótt að gleyma - að um fjörutíu prósent þjóðarinnar skuli ætla að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson. Mér finnst að forsetinn eigi að vera flekklaus maður eða kona sem þjóðin getur fylkt sér um. Einhver sem sýnt hefur sann- gimi og drengskap í samskiptum við aðra menn. Það finnst mér Ólafur Ragnar ekki hafa gert.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.