Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1996, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1996, Qupperneq 4
22 MÁNUDAGUR 29. JÚLÍ1996 Iþróttir IPerkins Draumaliðið tók Kínverja í kennslu A-riöill: Bandarlkin-Kína............133-70 Argentína-Króatfa ..........75-90 Litháen-Angóla .............85-49 Kína-Litháen ..............55-116 B-riöill: Ástraiía-Puerto Rico.......101-86 Grikkiand-S-Kórea..........108-85 Júgóslavía-Brasilia........101-82 Ástralía-Grikkland.........103-62 Blak kvenna: Rússland-Perú................3-0 Holland-S-Kórea .............3-1 Brasilía-Kanada .............3-0 Kína-Úkraína ................3-0 Bandaríkin-Japan.............3-0 Þýskaland-Kúba ..............0-3 Kína-Japan...................3-0 S-Kórea-Bandarikin...........1-3 Úkraína-Holland..............0-3 BrasUía-Þýskaland ...........3-1 - og lagði Kína með 63 stiga mun Bandaríska draumaliðið í körfuknattleik hrökk loksins almenni- lega í gang og var með hreina flugelda- sýningu þegar það burstaði lið Kína, 133-70, aðfaranótt laugardags. Eins og tölurnar gefa til kynna voru yfirburðir Bandaríkjamanna miklir og Kínverjar fengu svo sannarlega kennslustund í hvernig á að spila þessa íþrótt. Leikmenn draumaliðsins skemmtu 34.000 áhorfendum svo sann- arlega með troðslum, glæsilegum hraðaupphlaupum, töfrasendingum og 3ja stiga skotum Orðnir leiðir á gagnrýnisröddum „Ég var ánægður með leik liðsins og menn voru nú tilbúnir í leikinn. Hlut- irnir gengu flestir upp og menn höfðu gaman af því sem þeir voru að gera. Við vorum orðnir leiðír á þessum gangrýnisröddum. Við erum ekkert að hugsa um hvað draumaliðið gerði á leikunum 1992 eða á heimsmeistara- mótinu 1994. Okkar markmið er að vinna gullverðlaunin," sagði Lenny Wilkins, þjálfari draumaliðsins eftir leikinn. Scottie Pippen var stigahæstur hjá draumaliðinu með 24 stig, Grant Hill skoraði 19, Reggie Miller 17 og Penny Hardaway 15. Sir Charles Barkley komst ekki á blað enda hvíldi hann all- an leikinn Ástralir, með Andrew Gaze og Shane Heal í broddi fylkingar, lögðu Puerto Ricana , 101-96. Gaze skoraði 29 stig og Heal 28. Litháar áttu ekki í vandræðum með lið Angóla og sigruðu, 85-49. Arturas Karnisovacs var með 20 stig fyrir Lit- háa og Darius Lukminas 15. Júgóslavar unnu sannfærandi sigur á Brasilíumönnum, 101-82. Predrag Danilovic skoraði 21 stig fyrir Júgósla- vaa og Dejan Bodiroga 14 en hjá Bras- ilíumönnum var Caio Cassiolato með 19 stig og Oscar Schmidt 14. Grikkir fóru með léttan sigur af hólmi gegn S-Kóreumönnum, 108-85, þar sem Giorgos Sigalas skoraði 22 stig og Fragiskos 18. -GH Bandaríska draumaliöið í körfuknattleik var með hreina sýningu þegar það tók Kínverja í bakaríið í fyrrinótt og sigraöi með 63 stiga mun. Draumaliöiö sýndi glæsileg tilþrif og 38.000 áhorfendur skemmtu sér kon- unglega. Á myndinni er Karl Malone, Póstmaðurinn, aö skora eina af fjölmörgum körfum Bandarikjamanna í leiknum. Símamynd Reuter Körfubolti karla: AllanW 'Q52P Sund: 200 m flugsund kvenna: Susan O'Neill, Ástr...2:07,76 Petria Thomas, Ástr...2:09,82 MicheUe Smith, írl....2:09,91 200 m baksund karla: Brad Bridgewater, Band .. . 1:58,54 Tripp Schwenk, Band...1:58,99 Emanuele Merisi, ítal.1:59,18 50 m skriösund karla: Amy van Dyken, Band ....24,87 Jingyi Le, Kína.........24,90 Sandra Völker, Þýskal...25,14 1500 m skriösund karla: Kieren Perkins, Ástr.14:56,40 Daniel Kowalski, Ástr .... 15:02,43 Graeme Smith, Bretl..15:02,48 4x100 m fjórsund karla: Bandaríkin............3:34,84 Rússland..............3:37,55 Ástralía .............3:39,56 Handknattleikur kvenna: A-riðW: Ungverjaland-Kína.........29-19 Danmörk-Bandaríkin........29-19 Kína-Danmörk..............21-33 Bandaríkin-Ungverjaland ... 24-30 B-riöW: Noregur-Angóla............30-18 S-Kórea-Þýskaland.........33-20 Angóla-S-Kórea ...........19-25 Körfuknattleikur kvenna: A-riðill: Japan-Ítalía................52-66 Kína-Brasilía...............83-98 Rússland-Kanada.............68-49 B-riðill: S-Kórea-Zah-e...............95-71 Úkraína-Kúba ...............87-75 Ástralía-Bandaríkin.........79-96 Ástralinn Kieren Perkins fagnar hér Ólympíumeistaratitli sínum eftir sigurinn í 1500 metra skriðsundinu. Van Dyken með fern gullverðlaun Smith heim til Irlands með fjóra verðlaunapeninga Sundkeppni Ólympíuleikanna lauk aðfaranótt laugardagsins og er óhætt að segja að keppnin í sundinu hafl verið mjög skemmtileg. Nýjar þjóðir komu sterkar til leiks en á engan er hallað að telja Michelle Smith frá írlandi sundmann leik- anna. Fyrir leikanna var hún nær óþekkt í sundheiminum en hún held- ur burt frá Atlanta með fjóra verð- launapeninga, þrenn gullverðlaun og ein bronsverðlaun. Bandaríkjamenn voru mjög sigursælir í sundkeppn- inni og unnu flest verðlaunin. Tvöfalt hjá Áströlum í 200 metra flugsundi kvenna unnu Ástralir tvöfaldan sigur. Susan O'Neill kom fyrst í mark á 2:07,76 mínútum. Petria Thomas varð önnur og írska stúlkan Michelle Smith krækti sér í fjórða verðlaunapening- inn þegar hún kom þriðja í mark. O'Neill var búin að biða lengi eftir gullinu, varð þriðja á leikunum 1992 og í sama sæti á heimsmeistaramót- inu 1994. í 200 metra baksundi karla voru Bandaríkjamenn í aðalhlutverkum. Brad Bridge-water vann Ólymp- íugullið og Tripp Schwenk kom næstur. ítalinn Emanuele Merisi varð svo í þriðja sæti. Ólympíumeist- cirinn frá árinu 1992, Spánverjinn Martin Lopez, varð í 6. sæti og heimsmeistarinn Vladimir Selkov komst ekki í úrslitin. Keppnin var æsispennandi í 50 metra skriðsundi kvenna. Banda- ríska stúlkan Amy van Dyken kom fyrst í mark en 3/100 úr sekúndu á eftir henni kom Kínverjinn Jingyi Le. Sandra Völker frá Þýskalandi varð í þriðja sæti. Þetta voru fjórðu gullverðlaun hinnai' 23 ára gömlu van Dyken á leikunum. Ástralinn Kieren Perkins fór með sigur af hólmi í 1500 metra skrið- sundi. Sigur hans kom nokkuð á óvart þó svo hann sé heimsmethaf! og heimsmeistari því honum hafði vegnað illa á tímabilinu og komst með naumindum í úrslit. „Það var erfltt að vinna gullið í fyrsta sinn en að koma hingað og vinna eftir allt sem á undan er geng- ið var frábært,” sagði Perkins. Heimsmet hjá Bandaríkja- mönnum Bandaríska boðsundssveitin í 4x100 metra fjórsundi karla setti svo punktinn yfir i-ið á glæsilegri sund- keppni með því að setja heimsmet í greininni. Sveitin kom í mark á 3:34,84 mínútum og bætti met sem Bandaríkjamenn settu í Seúl fyrir þremur árum. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.