Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1996, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1996, Side 11
MÁNUDAGUR 29. JÚLÍ 1996 29 r>v Meistaraflokkur karla: „Rosalega ljúft“ „Það er rosalega ljúft að vera kominn í slaginn aftur. Ég hef ekki getað æft mikið en er allur að koma til. Ég er mjög ánægður með mitt golf og þessi árangur hefði einhvern tímann dugað til sigurs. Birgir lék stórkostlegt golf og methringur hans lagði grunninn að sigrinum. Annars hefði þetta verið mun jafnara," sagði Þorsteinn Hallgrímsson, GV, íslandsmeistari 1993, sem hefur átt við þrálát meiðsli að stríða allar götur síðan. Hann tryggði sér annað sætið og vann mikinn persónulegan sigur. Hvar er kallinn? Eftirfarandi bréf kom á faxi til Landsmótsnefndar: „Halló Landsmótsfólk. Ég er hér einn af landkröbbunum sem átti ekki heimangengt en dauð- langaði að vera á svæðinu. í staðinn þarf ég á ykkur að halda til að koma skilaboðum til mannsins míns sem greinilega skemmtir sér hið besta því ekki hringir hann heim. Ég vil biðja Phill Hunter, golfkennara hjá GS að hringja til mín. Hann veit hver ég er, til að gefa mér nánari upplýsingar um kallinn minn. Bréfið var óundirritað. „ Besta sem ég leikið mót hef á“ - sagði meistarinn Birgir Leifur Skagamaðurinn tvítugi, Birgir Leifur Hafþórsson, GL, var í sér- flokki í meistaraflokki karla á Landsmótinu í golfi. Hann vann mjög verðskuldaðan sigur en síð- ustu tvö árin hefur hann hafnað i öðru sæti. „Það er unaðsleg tilfinning að vera orðinn íslandsmeistári eftir tvö silfurár i röð. Sérstaklega var gam- an að sigra 1 Eyjum þar sem ég er Vestmannaeyingur að hálfu leyti. Fyrir síðasta daginn, þegar forskot- ið var orðið þetta mikið, ákvað ég að hafa gaman af þessu og njóta þess að leika á þessum stórkostlega golfi í dag, kom með nýja hug- myndafræði og kenndi mönnum að hugsa rétt, skipuleggja leikinn hverju sinni. Ég hef síðan tínt upp hitt og þetta frá ýmsum aðilum. Amar Már Ólafsson og Sigurður Pétursson hafa þjálfað mig undan- farið og það hefur gengið mjög vel.“ Birgir sagði að Landsmótið í Eyjum hafi verið til fyrirmyndar. Hann sagðist aldrei hafa tekið þátt í eins vel skipulögðu móti. „Það voru aldrei alvarlegar tafír á rástímum og allt gekk þetta eins og vel smurð vél,“ sagði Birgir. Um andstæðinga sína sagði hann: „Það var gaman að Texti: Þorsteinn Gunnarsson Myndir: Þorvaldur Ö Kristmundsson velli. Mamma var kylfusveinn hjá mér og stóð sig stórkostlega vel,“ sagði Birgir Leifur þegar sigurinn var í höfn. „Ég lagði áherslu á að halda ein- beitingunni. Ég æfði mikið í vetur. Það er vonandi að þetta sé bara byrjunin á einhverju meiru, það er aldraLað vita. Steftian er að reyna fyrir sér erlendis en óvist er hvenær það verður. Ég þarf að hugsa aðeins meira út í það dæmi,“ sagði Birgir Leifur. Grunninn að velgengni hans í golf- inu lagði John Garner, fyrrverandi landsliðsþjálfari. Um hann segir Birgir Leifur: „Gamer lagði granninn að íslensku sjá Þorstein Hallgrímsson í slagnum á ný. Ég var farinn að sakna hans enda er hann litríkur kylfmgur. Núna ætla ég að taka mér nokk- urra daga sumarfrí og hitta kærast- una mína sem er nýkomin heim frá Belgíu. Það verða fagnaðarfundir." - Hvaða ráð vilt þú gefa ungum kylfingum? „Að vera rólegir og yflrvegaðir. Það borgar sig ekki að æsa sig yfir mistökum. Þetta gengur miklu bet- ur ef maður er rólegur og jákvæður," sagði Birgir Leifur Hafþórsson eftir glæsilegan sigur á Landsmótinu í Vestmannaeyjum. -ÞoGu 33. Landsmótfð hjá Björgvin Gamla brýnið, Björgvin Þorsteinsson, GA, lék á sínu 33. Landsmóti og náði frábærum árangri, var jafn Kristni G. Bjarnasyni, GL, í 3.-4. sæti. íþróttir Birgir Leifur Hafþórsson, GL, fagnar íslandsmeistaratitlinum í Vestmanna- eyjum á laugardag. Sigur hans var öruggur og sanngjarn enda lék hann langbest allra kylfinga í meistaraflokki karla. Með morgunmatnum Gefið var út dagblað á meðan Landsmótið fór fram, „Lands- mótsfréttir". Þar var að finna allar helstu upplýsingar, viðtöl við keppend- ur í öllum flokkum, hrakfalla- sögur, hetjusögur, ýmsar stuttar fréttir og blaðið var ríkulega myndskreytt. Landsmótsfréttir voru prent- aðar á nóttunni á meðan kepp- endur sváfu og síðan dreift með morgunmatnum klukkan sex. Orn á Erni á Erni Örn Ævar Hjartarson, Golf- klúbbi Suðurnesja, sem lék í meistaraflokki karla, náði óvæntri þrennu á 18. brautinni. Hann lék brautina á tveimur höggum undir pari en slíkur ár- angur kallast Örn á máli kylfinga. Kylfingurinn Örn lék sem sagt á Erni og til að fullkomna þrenn- una þá heitir 18. brautin á vellin- um í Vestmannaeyjum Örn. Einkennileg tilviljun. ...... 1 " 'V...... Norman og Faldo heföu ekki gert betur „Birgir var mjög vel að sigrin- um kominn. Hann lék frábært golf. Björgvin Þorsteinsson lék einnig vel. Hann er eins og vín- ið, batnar með aldrinum. Björg- vin finnst gaman að leika golf og hann er yngri strákunum mikið aðhald," sagði Davíð Barnwell, golfkennari á Akureyri. Bamwell var ánægður með spilamennsku kylfinga almennt á mótinu: „Ég get fullyrt að ef snillingar eins og Greg Norman og Nick Faldo hefðu leikið hér þá hefðu þeir ekki gert betur en Birgir Leifúr, sérstaklega fyrstu þrjá dagana, slíkir eru töfrar hans. Mótið í heild er besta mót- ið frá uþphafi, það er varla hægt að gera betur,“ sagði Barnwell sem orðinn er íslenskur ríkis- borgari. Þingmaðurinn kylfusveinn Meistaraflokksmaðurinn Þor- steinn Hallgrímsson hafði ekki kylfusvein af verri endanum einn daginn á Landsmótinu. Sá sem hér um ræðir er al- þingismaðurinn Lúðvík Berg- vinsson. „Það var gaman að fylgjast með Landsmótinu. Mótið var Golfklúbbi Vestmannaeyja til mikils sóma. Það var gaman að draga fyrir vin minn Þorstein og gaman að fylgjast með þessum hæfileikaríku kylfingum. Sjálfur er ég aðeins að fikta við golfiö. Ég læðist út seint á kvöldin þeg- ar enginn sér til. Ég er mjög hrif- inn af golfiþróttinni og á án efa eftir að stunda hana mikið í framtíðinni. Tjald fýrir áfallahjálp Nokkrir léttir kylfingar höfðu á orði eftir einn 18 holu hringinn á Landsmótinu að mótið væri frábærlega skipulagt í alla staði. Þó vantaði tjald fyrir áfalla- hjálp við 18. flötina. Aukablað um UNDIR Miðvikudaginn 7. ágúst mun aukablað um tómstundir og útivist fylgja DV. í þessu blaði verður fjallað um Reykjavíkur- maraþonið 18. ágiist, viðtöl við keppendur, kort af lilaupaleið, upplýsingatöflur og fl. Fjallað verður um tómstundir fyrir alla aldurshópa m.a. hjólreiðar, veiði, göngxdeiðir og margt fleira. Umsjón efnis hefur Gyða Dröfn Tryggvadóttir blaðamaður. Þeh auglýsendur sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Guðna Geir Einarsson í síma 550 5722 á auglýs- ingadeild DY. Vinsamlega athugið af> síðasti shiladagur auglýsinga er mibvikudagurinn 31. júlí. Auglýsingar Sími 550 5000, bréfasími 550-5727.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.