Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1996, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996 Fréttir Manni í hjólastól meinaöur aðgangur að verslun: Hann rak okkur út úr búðinni - gjörsamlega gáttaður, segir framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar Rá&hildur og Karl fengu heldur óblíðar móttökur í verslun við Grensásveg kæra sig um a& þau væru að þvælast með hjólastól inni í versluninni. „Hann rak okkur út úr búðinni með þeim orðum að hann kærði sig ekki um að við værum að „þvælast" þarna með hjólastól. Við höfum aldrei fengið svona móttökur áður. Ég varð svo reið að ég skalf öll. Maður er ekki að leika sér neitt með hjólastól, það segir sig sjálft," sagði Ráðhildur Auðunsdóttir sem lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu að hún og eiginmaöur hennar, Kári Þórir Kárason, voru rekin út úr verslun vegna þess að hann var í hjólastól. „Það var fullt cif fólki inni í versl- uninni en það sagði enginn neitt, það urðu allir svo hissa. Rétt áður höfðu þrír karlmenn haldið hurð- inni fyrir okkur til að við kæmumst inn. Það fóru flestir út um leið og við,“ sagði Ráðhildur. Kári er að læra múrverk og var að vinna við það þegar hann datt niður af vinnupöllum og braut á sér báða fætuma. Hann hefur verið i hjóla- stól í rúman mánuð og hefur því kynnst af eigin raun lífi fólks sem bundið er við hjólastól. „Aðstaðan er víða alveg hrikaleg fyrir þetta fólk, maður gerir sér ekki grein fyr- ir þvi fyrr en maður kynnist þvi af eigin raun,“ sagði Ráðhildur. Ekki pláss fyrir hjólastól „Ég vísaði henni ekki út heldur benti henni á að það væri ekki hægt að keyra hjólastól eða kerm inni í búðinni því það var svo mikið af húsgögnum inni þegar þetta var og því mjög þröngt í versluninni. Fólk með kerrur rekur þær t.d. hérna utan í húsgögnin án þess að biðjast afsökunar og skemmir þar með eignir annarra. Þetta bitnar því allt á saklausu fólki,“ sagði Trausti Guðjónsson, eigandi verslunarinnar Allt fyrir ekkert sem selur notuð húsgögn í umboðssölu. „Við gerum ekki ráð fyrir kerrum eða hjólastólum í versluninni því húsnæðið er dýrt og við reynum að nýta það til fulls. Við höfum heldur ekki það mikinn mannskap að við getum farið að færa til vömr þó að inn komi einn hjólastóll. Þetta er orðið allt of viðkvæmt mál með fatl- að fólk. Fatlaðir verða bara að sætta sig við að þeir geta ekki allt. Ég get t.d. ekki stundað loftfimleika en sætti mig við það,“ sagði Trausti. Gjörsamlega gáttaður „Ég var gjörsamlega gáttaður, ég hef aldrei heyrt um svona áður. Hann viðurkenndi þetta fúslega fyr- ir mér og fannst þetta alveg sjálf- sagt. Hann spurði mig á móti hvort ég vildi láta eyðileggja fyrir mér. Auðvitað á maöurinn að hafa þannig tilhögun í versluninni að það sé greiður aðgangur á milli var- anna þannig að bæði hjólastólar og gangandi komist ferða sinna. Það finnst mér bara sjálfsögð krafa,“ sagði Sigurður Einarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfsbjargar, Lands- sambands fatlaðra, og bætti því við að þetta minnti óneitanlega á nýlegt mál þar sem svörtum manni var meinaður aðgangur að Óðali vegna þess að hann er svartur. „Það eru ákvæði í stjómar- skránni sem segja til um að það sé bannað að meina fólki aðgöngu að verslun eða þjónustu vegna litar- háttar eða kynferðis og eflaust væri hægt að flokka hreyfihamlaða þar undir. Það eru hins vegar engin skýr ákvæði um það í lögunum," sagði Sigurður. Hann sagði að yfirleitt væru menn að reyna að bæta aðgengi hreyfihamlaðra hjá sér en aö þama væri alveg annað uppi á teningnum, fólkinu er bara vísað út. „Hann sagði bara hreint út að hjólastólar og barnavagnar væra óæskilegir í þegar verslunareigandinn sagðist ekki DV-mynd Brynjar Gauti búðinni. Ég hef aldrei heyrt það áður og þekki ekki önnur dæmi um svona móttökur. Fólk er yfirleitt mjög jákvætt i garö fatlaðra,“ sagði Sigurður. -ingo Dagfari Barnaskóli án barna Nú er skólastarfið hafið. Bömin flykkjast í skólana og kennararnir mæta til vinnu og eftirvænting rík- ir. Hjá kennumnum er eftirvænt- ingin fólgin í því hvort böm komi í skólann og hjá krökkunum er þess beðið í ofvæni hvort kennar- arnir komi í skólann. Ástandið er nefnilega víða þannig að ekki fást kennarar til starfa vegna lélegra launa eða einangrunar skólanna. í Vestur-Landeyjum í Rangárvalla- sýslu er þó um margt sérstakt ástand. Þar mæta hvorki kennarar né krakkar. Einhver böm munu eftir í sveitinni sem reiknað var með aö hefðu skólagöngu heima fyrir. En þegar á reyndi töldu for- eldrar bamanna skynsamlegra að senda bömin á Hvolsvöll í stað sveitaskólans í Njálsbúð. Sem bet- ur fer höfðu engir kennarar verið ráðnir að skólanum í Njálsbúð en hins vegar hafði verið gengið frá ráðningu skólastjóra, enda segir oddvitinn í sveitinni, sá gamal- reyndi alþingismaður og héraðs- höfðingi, Eggert Haukdal, að skóla- stjórnin og sveitastjómin hafi ekki vitað betur en að skólinn yrði rek- inn. Þetta hefur það í fór með sér að skólastjórinn mun þiggja laun i vetur og stýra skólanum þótt engin séu þar bömin og engir kennarar. Með öðrum orðum: Sumir skólar þurfa að fella niður kennslu vegna skorts á kennurum. í Landeyjum fella þeir niður kennslu vegna skorts á nemendum. Þetta hefur orðið blaðamatur í DV og þykir Eggert illt undir því að sitja að sveitungar hans klagi þetta mál og kjafti því í fjölmiðl- ana. Ekki er það Eggert að kenna þótt foreldrar barnanna í sveitinni vilji ekki senda bömin í Njálsbúð- arskóla. Ekki er það honum að kenna þótt skólastjórinn mæti einn til vinnu í skólann. Hins vegar hef- ur Eggert bent á að ríkið láti fjár- muni renna til sveitarfélaganna eftir að grannskólinn var færður til þeirra og hreppurinn fær sem nemur launum skólastjórans og hvers vegna þá ekki taka við pen- ingunum og nota þá? Það lærði Haukdal í þingmennskutíð sinni að maður á aldrei að slá hendinni á móti fjárframlögum frá ríkinu. Hann var reyndar manna iðnastur við að sækja fé til ríkissjóðs og byggði brýr og vegi og skóla í krafti ríkisframlags til Sunnlend- inga. Minna má það nú ekki vera þótt hann hafi skólastjóralaun upp úr krafsinu, eftir alla þá reynslu sem hann hefur öðlast á þingi! Þetta fyrirkomulag í Vestur- Land- eyjahreppi er að mörgu leyti til fyr- irmyndar í skólakerfinu. Skólamir hafa átt í erfiðleikum með að fá kennara. Það vandamál leysa Lan- deyingar með því að senda bömin sín annað. Það leysir kennara- vandamálið. Og það leysir líka hreppinn undan þeirri kvöð að sjá um fræðslu á grannskólastigi, sem er dýr og kostnaðarsöm eftir að skólahald er komið yfir á herðar sveitarfélaga. Þetta er einfóld lausn og ódýr. Þar að auki ákveður hreppurinn að ráða skólastjóra til að annast húsvörslu, sem væntan- lega felst þá einkum i því að mæta á morgnana til að passa upp á að enginn mæti í skólann fyrir mis- skilning. Skólastjórinn sér um að læsa dyram, loka skólastofunum og vísa þeim mönnum og skepnum frá sem þangað kunna að villast. Ráðning skólastjórans er tekju- lind fyrir hreppinn sem fær fram- lag frá ríkissjóði til að borga skóla- stjóranum laun fyrir að sjá um að skólinn sé ekki starfræktur. Með öðram orðum: Hreppurinn græðir á öllu saman. Og svo eru menn að kjafta frá þessu máli og rægja Egg- ert Haukdal! Eins og hann viti ekki hvað hann er að gera? Eins og hann viti ekki að það er best að hafa skóla þar sem hvorki krakkar né kennarar eru að þvælast fyrir? Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.